Morgunblaðið - 23.05.2002, Side 65
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 65
SUNNUDAGINN 19. maí var birt í
Morgunblaðinu mjög áhugaverð
grein „Uppboð hér og þar“ eftir Ein-
ar Fal Ingólfsson.
Hann fjallaði um
síðasta listmuna-
uppboð Gallerí
Fold í Súlnasal
Hótel Sögu í sam-
anburði við upp-
boð hjá Sothebys
og Christie’s í
New York. Meðal
annars kom fram
að hjá Christie’s
voru listaverk seld á uppboði fyrir
126–495 milljónir króna, en á Íslandi
frá 4.000 upp í 1.410.000 króna. Að
lokum spyr Einar Falur „hvort verð-
ið sem hér er greitt fyrir gott verk á
uppboðum sé sanngjarnt og eðli-
legt“.
Hverju er um að kenna að lista-
menn hér á landi fá ekki mannsæm-
andi laun fyrir vinnu sína? Að mínu
áliti er fyrst og fremst listamönn-
unum sjálfum um að kenna. Sumir af
þeim bjóða verk sín í gjafavöruversl-
un eða listhúsum fyrir hlægilegt
verð, sem dugir ekki einu sinni fyrir
myndarömmum. Listamaður getur
ekki endalaust gefið vinnu sína.
Hann þarf að hafa fyrir kostnaði við
gerð listaverka sinna og vinnu eins
og aðrir í okkar þjóðfélagi. Þetta ýtir
undir að hann framleiði alls konar
skyndilist. Gjafavöruverslanir hér á
landi eru hlaðnar af þess háttar
verkum.
Sjálf útskrifaðist ég úr Listahá-
skóla Íslands á síðasta ári með BA
gráðu í grafík. Listamannaferill
minn er rétt að byrja, ég á eftir að
berjast til að komast áfram í þessum
harða listamannaheimi til þess að
öðlast viðurkenningu. Hefur einhver
velt fyrir sér hvað mörg prósent af
nemendum, sem útskrifast úr lista-
skólum vinna við sitt fag? 10 eða 20
prósent, held ég. Hvers vegna er svo
há talan þeirra, sem gefast upp á
myndlistasköpun sinni? Peninga-
leysi, stuðningsleysi eða ófag-
mennska starfsfólks í listhúsum?
Það er fyrir neðan virðingu mína að
selja verk mín hjá einhverjum list-
munasala, sem hefur ekkert vit á
myndlist. Eitt af þeim fáu listhúsum
sem sinna sínu hlutverki af fag-
mennsku er Gallerí Fold.
Annað mál sem mig langar til að
taka upp í þessari grein er um
starfsheitið myndlistamaður. Ég hef
oft lesið í blöðum að sjálfmenntaður
maður á sviði myndlistar er kynntur
sem myndlistamaður eða listamað-
ur. Húsmæður úti í bæ, sem kunna
að setja plástur á sár barna sinna,
kallar enginn lækna. Handlögnum
heimilisföður er bannað að auglýsa
sig sem t.d. pípulagningameistara
eða rafvirkja vegna þess að hann
hefur ekki lært þessi fög og hefur
ekki prófskírteini. Hvers vegna er
frístundamálari kallaður opinber-
lega myndlistamaður? Myndlistar-
nám er mjög langt og erfitt.
Ánægjulegt væri ef fólk bæri virð-
ingu fyrir starfi listamanna eins og
annarra og er það undir okkur sjálf-
um komið.
OLGA PÁLSDÓTTIR,
myndlistarmaður,
Krummahólum 4, Reykjavík.
Hugleiðingar um listmunaupp-
boð og starfsheiti listamanna
Frá Olgu Pálsdóttur:
Olga
Pálsdóttir
EINN af þekktari forkólfum lík-
amsræktarstöðva, góður og gegn
brautryðjandi sem afar margt gott
hefur gert á sínu
sviði, skrifaði
mikla ádeilugrein
á R-listann í
Morgunblaðið
nýlega. Jónína
Benediktsdóttir
deilir þar á, að í
nýbyggingu
Orkuveitunnar í
Árbæ er gert ráð
fyrir fullvaxinni
líkamsræktarstöð sem leigð verði út
til „einkaaðila“ og borgarbúar jafnt
sem starfsmenn hafi fullan aðgang
að.
Við þurfum oft að greina á milli
persónulegra hagsmuna og al-
mennra, í ljósi þessa er ekkert óeðli-
legt að Jónína hafi hlaupið til og sett
óánægju sína á blað sem hagsmuna-
aðili. En það sem snýr að fólkinu
sem býr í borginni lýtur oft öðrum
lögmálum. Fólk, sem stundar
heilsurækt, kærir sig kollótt um það
hver er eigandi húsnæðisins, það er
algjört aukaatriði! Ef borgarfyrir-
tæki getur samfara nýbyggingu gef-
ið borgarbúum í Árbæ og öðrum í
sömu aksturslínu í Grafarholti,
syðst í Grafarvogi og Kjalarnesi
kost á góðu aðgengi við nýja vel
staðsetta líkamsræktarstöð í húsi
Orkuveitunnar í Árbæ, þá fagna því
örugglega fjölmargir Reykvíkingar.
Í jaðri Árbæjar fara tugþúsundir
fólks á hverjum degi inn til borg-
arinnar og til baka. Ekki er vitað um
nein ný áform einkaaðila í þjónustu
við heilsurækt á þessu svæði eða
rekstri líkamsræktarstöðva. Það að
opinbert fyrirtæki ákveði að hætta
við rekstur á einkaheilsurækt fyrir
starfsmenn sína, en ákveði frekar að
gera ráð fyrir opinni líkamsræktar-
stöð sem borgarbúar geti nýtt við
hlið starfsmanna, er framtak sem
ber nýrri hugsun og framtíðarsýn
gott vitni. Orkuveitan en öflugt og
framsækið fyrirtæki í eigu okkar
Reykvíkinga og fleiri, það að fyr-
irtækið vilji leggja sitt af mörkum
við að byggja upp orku líkamans er
frábært framtak! Því hefur verið
lýst yfir að reksturinn verði boðinn
út til leigu, eigendur WorldClass t.d.
hafa ekkert við þetta að athuga eftir
viðtölum að dæma, sé slíkt gert á
jafnréttisgrundvelli, flóknara var
það nú ekki!
Davíð Oddsson lét byggja Ráð-
húsið, þar er leigður út rekstur
kaffihúss, í tíð Davíðs var Perlan
byggð, þar er veitingareksturinn
boðinn út! Ég ásamt hundruðum
þúsunda gesta hef notið þessarar
frábæru staðsetningar á góðum
veitingahúsum, ég hef ekki frétt af
því að gestir séu almennt að spá í
það hver eigi húsin! En í þessum
þrem tilvikum, Árbæ, Öskjuhlíð og
við Tjörnina, eru borgarfyrirtæki að
nýta sér uppbyggingu til að skapa
„einkaaðilum ný tækifæri“ og er það
vel.
Í nýlegu DV-viðtali kom Jónína
inn á sinn rekstur og jákvæðan
stuðning fjármálastofnana. Engum,
sem það viðtal las, kemur á óvart að
hennar fyrirtæki ætli ekki að bjóða í
rekstur líkamsræktarstöðvar í
Árbæ, heldur sé öll áhersla lögð á að
treysta það sem fyrir er, enda eðli-
legt. Því er óþarfi að vera að ónotast
út í R-listann og Ingibjörgu Sólrúnu
af þessu tilefni, enda sjálfsagt allir
sem vilja gengi Jónínu og hennar
fyrirtækja sem best.
Því lofsverða framtaki Orkuveit-
unnar að ætla að gefa tugþúsundum
borgarbúa enn betra aðgengi að lík-
amsrækt ber að fagna og er frábær
nútímastefna. Svo skemmtilegt sem
það er, þá eiga þau það a.m.k. sam-
eiginlegt í þessum málum, Davíð O.,
Ingibjörg Sólrún og Alfreð Þ. að
horfa lengra en niður á tærnar á sér.
PÁLMI PÁLMASON,
Gimli, 116 Kjalarnesi.
Ádeila kroppatemjarans!
Frá Pálma Pálmasyni:
Pálmi
Pálmason
KOSNINGAUMRÆÐAN snýst nú
mikið um samanburð þeirra tveggja
borgarstjóraefna, sem til greina
koma, og er þá ljóst, hvað Morgun-
blaðið er að fara með hvítasunnu-
dagsblaði sínu tæpri viku fyrir kjör-
dag. Bæði fá þau, borgarstjóraefnin,
heila opnu til að kynna sig og sín bar-
áttumál. Viðmælendur þeirra eru
þeir sömu og spurningarnar áþekk-
ar, svo að málfar beggja ætti að kom-
ast jafnt til skila. Það er því ekki frá-
leitt að líta svo á að verið sé að gefa
þeim kost á að sýna kjósendum,
hvaða mann þau hafi að geyma, burt-
séð frá kosningaloforðunum, sem
fólk er farið að kunna utanbókar og
hætt að taka bókstaflega eftir langa
og harðvítuga umræðu í öllum fjöl-
miðlum. Hér vil ég því aðeins draga
fram síðustu spurninguna, sem fram
var borin, og svör þeirra beggja við
henni. Spurningin var þannig:
Hvers vegna á fólk ekki að kjósa
(D/R)-listann? En svörin voru eftir-
farandi:
Ingibjörg Sólrún, borgarstjóri
svarar:
„Ég legg það ekki í vana minn að
fella palladóma yfir andstæðingun-
um þó að ég geti tekist hart á við þá
um pólitík – og hef enga þörf fyrir að
sverta þeirra frambjóðendur eða
málstað. Mér leiðist pólitísk barátta,
sem er háð undir neikvæðum for-
merkjum. Ég hef reynt að temja mér
það í pólitík að leggja fram mín sjón-
armið, segja fyrir hvað ég stend og
leita eftir stuðningi á þeim forsend-
um. Ég ætla að halda mér við það
eins lengi og kostur er.“
Björn Bjarnason, fyrrv. ráðherra
menntamála svarar:
„Ef fólk kýs R-listann, þá er það
að lýsa yfir vilja til að halda áfram
þeirri kyrrstöðu og doða, sem setur
æ meiri svip á borgarlífið. Með R–
listanum er tryggt að áfram verður
safnað skuldum, árlegar vaxta-
greiðslur skipta milljörðum af öllum
þessum skuldum og munu halda
áfram að vaxa með þeim. Með R-list-
anum er tryggt að Orkuveitan mun
halda áfram að veikjast. Með R-list-
anum er tryggt að Geldinganesið
verður eyðilagt með tvöföldu um-
ferðarslysi. Með R-listanum er
tryggt að biðlistarnir munu halda
áfram að lengjast. Með R-listanum
er tryggt að óánægja með félagslega
þjónustu mun halda áfram að
aukast. Með R-listanum er tryggt að
áfram verður álit íbúa haft að engu
við skipulag á óbyggðum svæðum í
næsta nágrenni þeirra. Er ekki gott
að hafa nú tækifæri til að breyta?“
Hverjum verður ekki hugsað til
orða Hallgríms Péturssonar að þess-
um lestri loknum?
„Oft má af máli þekkja
manninn, hver helst hann er,
sig mun fyrst sjálfan blekkja
sá með lastmælgi fer.
Góður af geði hreinu
góðorður reynist víst;
fullur af illu einu
illyrðin sparir sízt.“
(Hallgrímur Pétursson.)
JÓN HAFSTEINN JÓNSSON,
Stangarholti 7, Reykjavík.
„Oft má af máli þekkja“
Frá Jóni Hafsteini Jónssyni:
FRÉTTIR
SJÖ punda urriði veiddist í Með-
afellsvatni um síðustu helgi og að
sögn Hermanns Ingólfssonar á
Hjalla í Kjós hefur ekki veiðst ann-
ar eins fiskur í vatninu í tvö ár.
„Þetta var gríðarlega fallegur fisk-
ur sem tók silfraða Lippu, en veiði-
maðurinn veiddi frá báti,“ sagði
Hermann í samtali við Morgun-
blaðið.
Hermann sagði veiðina í vatninu
hafa verið góða í vor og þó nokkuð
af 1,5 til 3 punda urriða hefði
veiðst og einnig smærri fiskur í
bland. „Það er bæði veitt frá bát-
um og landi, en þeir veiða mest
sem þekkja vatnið vel, eðlilega,“
bætti Hermann við.
Göngutúr SVFR
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
ætlar að brjóta upp kosningadag-
inn, nk. laugardag, með því að
bjóða áhugasömum upp á göngu-
ferð að völdum veiðistöðum í Gljúf-
urá og Norðurá í Borgarfirði. Að
sögn Bergs Steingrímssonar verð-
ur þess gætt að menn hafi nægan
tíma til að huga að kosningunum,
lagt sé af stað frá SVFR klukkan 9
að morgni og áætlaður komutími til
Reykjavíkur sé um klukkan fimm.
„Stefán Hallur Jónsson sýnir
mönnum Gljúfurá og Jón G. Bald-
vinsson leiðir menn í leyndardóma
Norðurár, þeir gjörþekkja báðir
árnar. Það verður líka boðið upp á
kaffi í veiðihúsinu í Norðurá og
m.a. þess vegna þarf að skrá sig
hjá okkur í síðasta lagi á föstudag-
inn,“ bætti Bergur við.
Laxar gengnir
Staðfest hefur verið, að laxar
hafi sést bæði í Norðurá og Úlf-
arsá, við Skerin og á Brotinu í
Norðurá og í Sjávarfossinum í Úlf-
arsá. Í Úlfarsá var um þrjá u.þ.b. 5
punda fiska að ræða. Einnig hafa
borist óstaðfestar fregnir af löxum
í Laxá í Kjós og Laxá í Leirársveit.
Þó nokkuð hefur verið kíkt í
Elliðaárnar, en ekki hefur heyrst
að neitt kvikt hafi sést þar enn sem
komið er.
Morgunblaðið/Einar Falur
Þriggja punda bleikja úr Hlíðarvatni.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
Bolta-
urriði úr
Meðal-
fellsvatni
NIÐURSTÖÐUR nýlegrar könnun-
ar Gallup sýna að 85% svarenda vilja
láta banna reykingar í Fjölskyldu-
og húsdýragarðinum, bæði innan-
húss og utan. Þessi eindregna af-
staða kom bæði fram hjá þeim sem
sóttu garðinn síðasta árið, sem var
tæpur helmingur aðspurðra, og hjá
öðrum. Það vekur athygli að tveir af
hverjum þremur sem reykja vilja
láta banna reykingar í garðinum,
segir í frétt frá tóbaksvarnanefnd.
Haft er eftir Tómasi Guðjónssyni,
forstöðumanni Fjölskyldu- og hús-
dýragarðsins, að í sumar verði gestir
hvattir til að reykja ekki í garðinum
og í ljósi reynslunnar verði tekin af-
staða til þess hvort reykingar verði
ekki bannaðar mð öllu.
Könnunin var gerð dagana 20.
febrúar til 4. mars 2002. Þetta var
símakönnun með 1.200 manna
slembiúrtaki úr þjóðskrá, 16 til 75
ára. Svarhlutfall var 69,4%.
Um 85%
vilja banna
reykingar
Fjölskyldu- og
húsdýragarðurinn
VEFUR sem ætlaður er sem upplýs-
ingavefur fyrir framboð sjálfstæðis-
manna á Hornafirði hefur verið opn-
aður. Það var Magnús Jónasson sem
tók vefinn formlega í notkun á kosn-
ingaskrifstofunni. Vefurinn er smíð-
aður af Hátíðni og vistaður á vef-
þjóni sem er hluti af IP-netþjónustu
fyrirtækisins.
Slóð vefjarins er http://
www.hfn.is/XD_
Opnun vefjar
sjálfstæðismanna
á Hornafirði
HÖRÐUR H. Bjarnason sendiherra
afhenti föstudaginn 17. maí, Jóhann-
esi Páli II páfa trúnaðarbréf sitt sem
sendiherra Íslands hjá Páfagarði,
með aðsetur í Strasbourg.
Afhending
trúnaðarbréfs
hjá Páfagarði
VARNARLIÐSMENN bjóða til ár-
legrar vorhátíðar á Keflavíkurflug-
velli laugardaginn 25. maí.
Hátíðin er með „karnival“-sniði og
fer fram í stóra flugskýlinu næst
vatnstanki vallarins frá klukkan ell-
efu að morgni til fjögur síðdegis.
Fjölbreytt skemmtun fyrir alla
fjölskylduna verður í boði, lifandi tón-
list, þrautir, leikir, matur og hressing
og sýningar af ýmsu tagi, og björg-
unarþyrla og annar búnaður varnar-
liðsins til sýnis á svæðinu, segir í
fréttatilkynningu.
Aðgangur er ókeypis og allir vel-
komnir. Umferð er um Grænáshlið
ofan Njarðvíkur. Gestir eru vinsam-
lega beðnir að hafa ekki með sér
hunda, segir ennfremur í tilkynningu.
Vorhátíð varn-
arliðsmanna
Aðalfundur All-
iance française
AÐALFUNDUR Alliance française
verður haldinn þriðjudag 28. maí kl.
20.30 í húsakynnum Alliance fran-
çaise (Hringbraut 121, 3. hæð.)