Morgunblaðið - 23.05.2002, Síða 67

Morgunblaðið - 23.05.2002, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 67 DAGBÓK Verslun fyrir konur Laugavegi 44, s. 562 8070 og Mjódd s. 557 5900. Sumarfrakkar 15% afsláttur af sumarfrökkum. Þrjár gerðirb - fjórir litir. Verið velkomnar Með morgunkaffinu STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert aðlaðandi og hefur góðar gáfur. Þú getur sann- fært hvern sem er um hvað sem er. Þú nýtur lífsins og að vera innan um fólk. Þú mátt búast við breytingum á högum þínum á þessu ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú skalt fara eftir ráðum góðs vinar í samskiptum við ætt- ingja þinn í dag. Einhver sem þekkir ekki vel til mála mun viðra ákveðnar skoðanir. Naut (20. apríl - 20. maí)  Sjálfstraustið er í góðu lagi í dag og þér gengur vel að verkstýra öðrum. Þú sérð hvað þarf að gera og hvernig best er að gera það. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þér liði miklu betur ef þú hreyfðir þig meira. Leikir eða léttar æfingar munu veita þér ánægju og styrk þegar til lengri tíma er litið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Fjölskylduleyndarmál kunna að kvisast út í dag. En það gæti verið best fyrir alla aðila að fá þau upp á yfirborðið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Hversdagslegar samræður kunna skyndilega að fá dýpri merkingu því þær hafa áhrif á framtíðardrauma þína. Þú heyrir af nýrri hugmynd og veltir fyrir þér að breyta um stefnu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Fólk ber sérstaklega mikla virðingu fyrir þér í dag. En þú gerir þér jafnframt grein fyrir að ef þú vilt sitja áfram í þessu hásæti þarft þú að kosta tals- verðu til. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ferðalög í útlöndum eða sam- ræður við fólk frá öðrum menningarsvæðum heilla þig í dag. Þú vilt læra eitthvað nýtt og víkka sjóndeildarhringinn. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ábyrgð þín eykst í dag því aðrir búast við því að þú takir frumkvæðið í einhverju. Þú munt valda því hæglega og því skalt þú ekki skorast undan. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það gætu komið upp erfiðleik- ar í sambandi sem reyna á krafta þína. Mikilvæg reynsla fæst ekki alltaf án sársauka. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú vilt hugsa um heilsuna og mataræðið. Ef þú ert það sem þú borðar ættir þú að draga úr neyslu á fæðu sem er ekki holl fyrir þig. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Börn sjá þér fyrir nægum verkefnum í dag. Þú skalt hafa það hugfast að uppeldi og menntun ungra barna er eitt mikilvægasta hlutverk sem til er. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er léttir að vita af því að þú getur reitt þig á fjárhags- legan stuðning frá einhverj- um nákomnum. Þessi stuðn- ingur er einnig til hagsbóta fyrir fjölskyldu og heimilið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. TOR Helness lék listir sín- ar í þætti gærdagsins, en nú er það Bandaríkjamað- urinn Lew Standsby sem er í sviðsljósinu. Spilið kom upp í síðustu lotu úrslita- leiks Bandaríkjamanna og Norðmanna á HM. Norður ♠ D87 ♥ ÁG7 ♦ K43 ♣7643 Vestur Austur ♠ K52 ♠ G106 ♥ 43 ♥ K9652 ♦ G10987 ♦ 2 ♣D52 ♣KG98 Suður ♠ Á943 ♥ D108 ♦ ÁD65 ♣Á10 Á báðum borðum varð suður sagnhafi í þremur gröndum með tígulgosa út. Norðmaðurinn Glenn Grötheim tók með drottn- ingu og svínaði strax fyrir hjartakóng. Austur drap og banaði spilinu snarlega með því að skipta yfir í lauf. Stansby fór betur af stað – hann byrjaði á því að spila spaða að drottning- unni. Vestur dúkkaði og drottningin hélt. Stansby tók þá spaðaás og spilaði enn spaða, sem vestur átti á kóng. Í vestur var Tor Helness og hann skipti ná- kvæmt yfir í smátt lauf yfir á kóng Helgemos í austur. Stansby dúkkaði þann slag og nú var staðan þessi: Norður ♠ -- ♥ ÁG7 ♦ K4 ♣764 Vestur Austur ♠ -- ♠ -- ♥ 43 ♥ K9652 ♦ 10987 ♦ -- ♣D5 ♣G98 Suður ♠ 4 ♥ D108 ♦ Á65 ♣Á Austur spilaði aftur laufi og vestur var í vanda. Hann stíflar litinn með því að láta fimmuna og Hel- ness lét því drottninguna undir. Spilið fer auðvitað niður ef sagnhafi svínar fyrir hjartakóng, en Stansby hafði tilfinningu fyrir legunni og fór aðra leið. Hann tók spaða- slaginn, fór inn í borð á tíg- ulkóng og sendi austur svo inn á lauf! Helgemo gat tekið tvo laufslagi, en varð á endanum að spila hjarta upp í gaffalinn. Níu slagir. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. f3 O-O 8. Dd2 Rc6 9. Bc4 Rd7 10. O-O-O Rb6 11. Bb3 Ra5 12. De2 Bd7 13. h4 Hc8 14. h5 Rbc4 15. hxg6 fxg6 16. Bg5 Hf7 17. Kb1 Df8 18. Df2 e6 19. Dh4 Bh8 20. f4 Rxb3 21. axb3 Re3 22. Hd3 e5 23. Rdb5 Bxb5 24. Rxb5 exf4 25. Hxd6 Hxc2 Staðan kom upp á Reykjavíkur- skákmótinu sem lauk í mars. Em- anuel Berg (2.500) hafði hvítt gegn Snorra G. Bergssyni (2.275). 26. Hxg6+! og svartur gafst upp. Emanuel þessi var hársbreidd frá áfanga að stórmeistaratitli en tap í tveim síðustu umferðunum kom í veg fyrir það. Hann er eitt mesta efni Svía og teflir af mikilli hörku. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. LJÓÐABROT BARMAHLÍÐ Hlíðin mín fríða hjalla meður græna, blágresið blíða, berjalautu væna, á þér ástaraugu ungur réð ég festa, blómmóðir bezta! Sá ég sól roða síð um þína hjalla og birtu boða brúnum snemma fjalla. Skuggi skauzt úr lautu, skreið und gráa steina leitandi leyna. Blómmóðir bezta, beztu jarðar gæða gaf þér fjöld flesta faðir mildur hæða. Hver mun svo, er sér þig, sálar þjáður dofa, að gleymi guð lofa? - - - Jón Þ. Thoroddsen FRÉTTIR Ef hann slægi lóðina oftar, þá væri ekki svona erfitt að finna sláttuvélina. Ég vona að þú sért sáttur við fisk í kvöld- matinn. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík JACOPO, sem er 16 ára ítalskur drengur, óskar eftir íslenskum pennavinum. Hann hefur áhuga á að skiptast á frímerkjum. Jacopo Barbarito, Via Umberto Moricca 40, 00167 Roma, Italia. NADINE er 31 árs gömul frönsk kona, búsett í Bret- landi. Hún hefur áhuga á að eignast íslenska pennavini. Nadine Brunel, Flat 1, Burmans House, Pump Lane, Bury St. Edmunds IP33, 1HN, England. HANS, sem er á besta aldri, óskar eftir pennavini með frímerkjaskipti í huga. Hann safnaðar stimpluðum frímerkjum með góðum og greinilegum stimplum. Læt- ur dönsk frímerki á móti. Hans Jørgen Bæk, Jungersenvej, DK - 9800 Hjørring, Danmark. Pennavinir        LEIÐRÉTT NAFN Árna Magnússonar, for- manns Félags ökuleiðsögumanna, féll niður í ályktun frá Félagi öku- leiðsögumanna, Ökuleiðsögn hefur lengi tíðkast hér á landi, í blaðinu sl. sunnudag. Beðist er velvirðingar á mistökunum. MERKILEGI KLÚBBURINN, sem er frímerkjaklúbbur á vegum Ís- landspósts fyrir 6-12 ára börn, í samvinnu við Félag íslenskra myndlistarkennara stóð fyrir sam- keppni um hönnun á íslensku frí- merki sem gefið verður út árið 2003. Allir nemendur í 5.-7. bekkjum í grunnskólum landsins gátu tekið þátt í að teikna mynd um vináttuna og sent tillögur sínar fyrir 10. jan- úar sl. Börnin túlkuðu viðfangs- efnið vinátta. Þrettán skólar sendu 170 myndir í forkeppnina, sex af höfuðborgarsvæðinu og sjö af landsbyggðinni. Tillöguna, sem valin var í 1. sæti, á Örn Ágústsson í 5. bekk Korpu- skóla og verður gefin út á frímerki árið 2003. Verðlaun voru 50.000 kr. og ársmappa með íslenskum frí- merkjum. Einnig voru veitt verð- laun í hverjum aldursárgangi, kr. 15.000 og ársmappa með íslenskum frímerkjum. Verðlaunahafar eru: 5. bekkur, Örn Ágústsson í Korpu- skóla, 6. bekkur, Atli Freyr Reim- arsson í Grunnskóla Þorlákshafnar, 7. bekkur, Nína Hjördís Þorkels- dóttir í Grandaskóla. Þetta segir í frétt frá Íslandspósti. Vinátta á frímerki Örn Ágústsson í Korpuskóla með verðlaunamyndina sem kemur á frímerki árið 2003. Söfnun vegna bruna STOFNAÐUR hefur verið reikning- ur í Landsbanka í Mjódd nr: 0115- 05-70393, til hjálpar fjölskyldunni sem missti allt sitt í eldsvoða í Fann- arfelli 2 miðvikudaginn 8. maí sl. Allt var ótryggt, segir í fréttatilkynn- ingu. MEISTARAVARNIR við hjúkrun- arfræðideild Háskóla Íslands fara fram dagana 24.–28. maí í Eirbergi. Anna Ólafía Sigurðardóttir mun gangast undir meistarapróf föstu- daginn 24. maí kl. 13 og heldur fyr- irlestur um verkefni sitt: Fræðsla og stuðningsmeðferð fyrir foreldra barna og unglinga með krabbamein. Hluti af rannsóknarstarfi Önnu Ólaf- ar var að hanna og útbúa sérstaka vefsíðu með upplýsingum og fræðslu fyrir foreldra krabbameinsveikra barna og unglinga og er þetta í fyrsta sinn sem slík vefsíða er gerð hér á landi, svo vitað sé. Elísabet Guðmundsdóttir mun gangast undir meistarapróf mánu- daginn 27. maí kl. 13 og halda fyr- irlestur um verkefni sitt: Árangurs- mælingar í hjúkrun. Matsþættir hjúkrunar á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi. Í rannsókninni var notað mælitækið NOC – Survey, spurn- ingalisti með 260 matsþáttum sem tengjast líðan, ástandi og framförum hvers skjólstæðings, en ná einnig til fjölskyldu, umönnunaraðila og sam- félagslegra þátta. Eygló Ingadóttir gengst undir meistarapróf mánudaginn 27. maí kl. 10 og heldur fyrirlestur um verkefni sitt: Andlega vanlíðan eftir barns- burð. Hefur stuðningsmeðferð hjúkrunarfræðinga áhrif? Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort sérhannað námskeið fyrir hjúkrun- arfræðinga leiddi af sér stuðnings- meðferð sem annars vegar minnkaði þunglyndiseinkenni kvenna með andlega vanlíðan eftir barnsburð og hins vegar streitu þeirra í foreldra- hutverki. Ólöf Kristjánsdóttir gengst undir meistarapróf þriðjudaginn 28. maí kl. 11 og heldur fyrirlestur um verk- efni sitt: Tónlist til að draga úr sárs- auka við 9. bekkjar bólusetningu í vöðva. Tilgangur þessa rannsóknar- verkefnis var að meta hvort tónlist sem hugardreifing dragi úr verkja- skynjun 14 ára nemenda við bólu- setningu í vöðva, annars vegar við mænuveiki og hins vegar við barna- veiki og stífkrampa. Áhrif tónlistar voru metin meðan á bólusetningun- um stóð og 3–6 mínútum síðar. Meistaravarnir við hjúkrunar- fræðideild HÍ Fyrirlestrar um hönnun skrifstofustóla KIRSTI Vandraas verkefnisstjóri HÅG í Noregi mun halda tvo fyr- irlestra um hönnun skrifstofustóla, heilsuvernd og lausnir á heilsu- vandamálum sitjandi fólks, föstu- daginn 24. maí. Fyrirlestrarnir verða á ensku og verða í verslun EG skrifstofubúnaðar ehf. í Ármúla 20. Fyrri fyrirlesturinn er ætlaður sjúkraþjálfurum og iðjuþjálfum og öðrum þeim sem kanna vandamál fólks sem vinnur sitjandi. Fyrirlest- urinn er kl. 9-10. Opnað með morg- unkaffi kl. 8.30. Seinni fyrirlestur- inn, „Getur heilsuvæn hönnun verið list?“, er ætlaður arkitektum, innan- hússarkitektum og öðrum þeim sem atvinnu hafa af því að ráðleggja starfsfólki á skrifstofu um húsgögn og vinnuvernd og er kl. 15-16. Happdrætti: Þátttakendum gefst kostur á að leggja inn nafnspjald sitt og verður dregið úr spjöldunum, tveir heppnir þátttakandur fá síðan HÅG H03 360 skrifstofustól. Út- dráttur verður kynntur á heimasíð- unni www.skrifstofa.is. Skráning þátttöku er í síma eða tölvupósti á skrifstofa@skrifstofa.is.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.