Morgunblaðið - 23.05.2002, Side 72
72 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
Sýnd kl. 5.45, 8.30 og 10. Vit 380.
Einnig sýnd í lúxussal VIP
Hvernig er hægt að
flýja fortíð sem þú
manst ekki eftir?
FRÁ LEIKSTJÓRA
THE SHAWSHANK REDEMPTION OG THE GREEN MILE
Sýnd í lúxus kl. 6.15 og 10. B. i. 16. Vit nr. 380.
Hasartryllir ársins.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B. i. 16. Vit 377.
kvikmyndir.is
1/2kvikmyndir.is
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit nr. 370.
kvikmyndir.is
MBL
Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 358.
Sýnd kl. 6 og 8. Vit 367
kvikmyndir.is
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i.12 ára. Vit 375.
150 kr. í boði VISA
ef greitt er með VISA kreditkorti
DV
Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 338
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 379.
Sýnd kl. 7.30 og 10.15.
B. i. 16.
HK DV
HJ Mbl
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.
Sýnd kl. 5 og 9. B. i. 16.
JOHN Q.
Sýnd kl. 5. B.i.12
Sýnd kl. 8. B.i.12 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.
ÓHT Rás 2
1/2HK DV
Kvikmyndir.com
„Snilld“
HK DV
HL Mbl
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 10.30.
Hér kemur útgáfa sem hefur
aldrei sést áður. Meistaraverk
Francis Ford Coppola er hér
með fullkomnað. 52 mín. lengri
en upprunalega útgáfan.
Einstök bíóupplifun sem
eingöngu er hægt að njóta á
stærsta sýningartjaldi landsins.
POPPLEIFAFRÆÐINGAR hafa grafið upp lag með bresku
sveitinni sálugu The Smiths. Lagið heitir „A Matter of Op-
inion“ og fannst við rannsóknir vegna nýrrar bókar sem mun
rekja feril sveitarinnar í þaula.
Poppfræðingurinn Simon Goddard, sem skrifar í popp-
fagtímaritið Uncut, var að gramsa í snældusafni Mikes Joyce
trommara er hann rakst á lagið.
„Það voru ósungin lög þarna og spennandi tilbrigði við
þekkt lög,“ segir Goddard. „En það var ólýsanlegt að rekast á
lag sem enginn hefur minnst á fyrr“.
Lagið er frá 1982, fyrsta starfsári sveitarinnar.
Sitt sýnist hverjum
The Smiths
Nýtt Smiths-lag?
TOM Waits er sá listamaður sem
ég átti síst von á að myndi „bregð-
ast“ af þeim stórfiskum sem eiga
plötur í ár. Og það
stendur heima,
Waits skilar inn
ekki einni, heldur
tveimur listasmíð-
um í líki tveggja
hljómdiska, Alice
og Blood Money.
Poppfræðingum hefur verið tíð-
rætt um áferðarmun þessara
tveggja verka og hann er vissulega
til staðar, þó í fyrstu hljómi þær afar
álíka. Líkast til vegna þess að Waits
hefur í gegnum árin hægt og bítandi
byggt sér hljóðheim, sem á engan
sér líka í dægurtónlist samtímans –
ferli sem hófst á Swordfishtrombon-
es (1983). Frá fyrstu sekúndu, í báð-
um tilfellum, veistu að þú ert að
hlusta á Tom Waits og engan annan.
Alltént ber Alice viðkunnanlegri
svip þessa myndarlega tvíhöfða.
Waits er í rólegum og rómantískum
gír, svona alla jafna; og styðst við
minni úr gömlum djassi og óræðri
leikhústónlist; öllu vafið smekklega
inn í þennan einstaka „Sirkus dauð-
ans“ –brag sem einatt hefur legið yf-
ir seinni tíma verkum Waits.
Hér er á ferðinni pottþétt smíð
sem er eiginlega ekki hægt að setja
út á. Kannski eitt, sjá nánar um það
hér að neðan…
Tónlist
Sá mjúki
Tom Waits
Alice
Anti
Þýðari helmingur frábærrar tvíböku frá
Waits. Hér eru á ferðinni tólf ára gömul
lög sem voru upphaflega samin fyrir leik-
rit.
Arnar Eggert Thoroddsen
Lykillög: „Flower’s Grave“, „Komm-
ienezuspadt“, „Reeperbahn“,
„Alice“.
HÉR er hungraðri og harðari Wa-
its á ferðinni en sá angurværi sem
lötraði um Alice. Alltumlykjandi er
undarleg ára af
grimmd og geð-
veiki og verkið í
heild sinni afar til-
komumikið.
Opnunarlag plöt-
unnar, „Misery is
the River of the World“, er t.a.m. eitt
það besta sinnar tegundar sem ég
hefi lengi heyrt – Waits organdi titil
lagsins trekk í trekk sem andsetinn
væri á afar áhrifamikinn hátt.
„Fjölleikahús dauðans“ eða „kab-
arett kölska“ – hljóðheimur Waits er
sannarlega sérstakur og er engu lík-
ur. Eina sem hægt væri að setja út á
Alice/Blood Money tvennuna er að
Waits hættir til að vera fyrirsjáan-
legur; það er oft auðvelt að geta sér
til um hvað komi næst innan ein-
stakra laga.
En þegar um svona glæsta fram-
kvæmd á „Waits-tónlistinni“ er að
ræða eru umkvartanir sem þessar
hreinn og beinn tittlingaskítur. Það
er því um að gera að „bíða“ ekki
heldur kynna sér Tom Waits og tón-
list hans. Því þessi tvenna hans er
hæglega það besta sem út hefur
komið í ár.
Tom Waits
Blood Money
Anti
Myrkari helmingur tvíbökunnar og harð-
ari undir tönn. Lögin voru samin fyrir sér-
staka uppfærslu á Woyzeck Bruchners.
Arnar Eggert Thoroddsen
Lykillög: „Misery is the River of the
World“, „Coney Island Baby“, „God’s
Away on Business“, „Starving in the
Belly of a Whale“.
Sá harði
Málarar - Múrarar - Píparar - Smiðir
Dúkarar - Rafvirkjar - Ræstitæknar
Til þjónustu reiðubúnir!
Eitt númer - 511 1707
www.handlaginn.is
handlaginn@handlaginn.is