Morgunblaðið - 19.06.2002, Side 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
20 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BANKASTJÓRN Seðlabanka Ís-
lands hefur ákveðið að lækka vexti
bankans í endurhverfum viðskiptum
við lánastofnanir um 0,3% í 8,5% frá
og með 25. júní nk. Seðlabankinn
lækkaði síðast vexti í maí sl. og hafa
vextirnir nú lækkað um 1,3% frá apr-
ílbyrjun.
Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðla-
bankastjóri, segir að vaxtalækkunin
nú eigi ekki að koma á óvart miðað
við fyrri yfirlýsingar Seðlabankans.
„Við vorum að vonast til þess að það
ferli vaxtalækkana, sem hafið er,
gæti haldið áfram en við munum að
sjálfsögðu skoða það í ljósi verð-
lagsþróunar og annarra aðstæðna.
Verðmæling frá síðustu viku er í sam-
ræmi við verðbólguspá okkar. Ef við
leggjum saman mælingar tveggja
síðustu mánaða og berum það saman
við spána, sem við birtum í byrjun
maí, er hún nokkurn veginn í sam-
ræmi við það sem við spáðum. Þess
vegna teljum við það í lagi að halda
þessu ferli áfram og vonumst vissu-
lega til þess að hægt verði að halda
áfram að lækka vexti eftir því sem líð-
ur á árið.“
Seðlabankinn mun næst birta
verðbólguspá og nýtt mat á ástandi
og horfum í efnahagsmálum í byrjun
ágúst. Birgir Ísleifur vill ekki segja
til um hvort hugsanlegt sé að Seðla-
bankinn lækki vexti enn frekar áður
en að því kemur.
Aðrir vextir Seðlabankans lækka
einnig um 0,3% frá 21. júní nk. ef frá
eru taldir vextir á innstæðum á við-
skiptareikningum lánastofnana í
Seðlabankanum sem verða óbreyttir.
Viðskiptabankarnir fylgja
Viðskiptabankarnir munu fylgja
vaxtalækkun Seðlabankans eftir að
nokkru eða öllu leyti. Landsbanki Ís-
lands hf. hefur ákveðið að lækka vexti
helstu óverðtryggðra innlána og út-
lána um 0,3%. Vaxtabreyting þessi
tekur gildi frá og með 21. júní nk.
Búnaðarbankinn hefur ákveðið að
lækka vexti óverðtryggðra útlána um
0,30 prósentustig. Lækkun innláns-
vaxta er heldur minni, eða á bilinu
0,15-0,3 prósentustig, mismunandi
eftir einstökum innlánsformum
bankans.
Guðmundur Hauksson, sparisjóðs-
stjóri SPRON, segir að SPRON hafi
tekið fullt tillit til stefnu Seðlabank-
ans í vaxtamálum og muni gera það
áfram. Lækkun Seðlabankans á
þessum vettvangi muni leiða til
vaxtalækkunar hjá SPRON.
Íslandsbanki hefur ákveðið að
lækka vexti um 0,3% á óverðtryggð-
um útlánum í kjölfar vaxtalækkunar
Seðlabankans. Vextir á innlánum
munu lækka minna, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu frá Ís-
landsbanka.
Frekari vaxtalækkanir að óbreyttu
Seðlabankinn lækkaði síðast vexti í
endurhverfum viðskiptum um 0,5%
frá 21. maí sl. með vísun til þess að
óvissu um kjarasamninga hafði verið
eytt og að góðar líkur væru á að verð-
bólguspá bankans frá því í byrjun
maí myndi rætast. Í frétt bankans
um þá vaxtalækkun sagði að hjaðnaði
verðbólga áfram í samræmi við spá
bankans sem birt var í Peningamál-
um í maí myndu vextir að óbreyttu
lækka frekar á komandi mánuðum.
„Breyting vísitölu neysluverðs í
júní hefur enn aukið líkur á að spá
bankans frá því í maí gangi eftir enda
var hækkun vísitölunnar í maí og júní
í mjög góðu samræmi við spána. Þá
sjást ekki mikil merki þess að hugs-
anleg upphlaðin verðhækkunarþörf
hafi komið fram en of snemmt er þó
að fullyrða að slíkt gerist ekki í ein-
hverjum mæli. Það styrkir enn frek-
ar lækkun vaxta nú að gengi krón-
unnar hefur verið til-tölulega stöðugt
á undanförnum vikum.
Þrátt fyrir þessa vaxtalækkun er
aðhaldsstig peningastefnunnar tölu-
vert eins og það birtist í raunvöxtum,
enda verðbólgualda nýgengin yfir. Í
ljósi samdráttar eftirspurnar verður
því að óbreyttu tilefni til frekari
lækkunar vaxta á komandi mánuð-
um,“ segir í frétt Seðlabankans en
tímasetningar ráðast hins vegar af
framvindunni og mati á horfum.
Seðlabanki Íslands lækkar vexti um 0,3% frá og með 25. júní nk.
Vaxtalækkun
nú á ekki að
koma á óvart
Morgunblaðið/Þorkell
Birgir Ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands.
STÆRSTU hluthafar í Lands-
banka Íslands, á eftir ríkissjóði, eru
Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 og
Tryggingamiðstöðin hf. eftir sölu á
20% hlut ríkisins í bankanum í sl.
viku. Stærstan hlut, um 3%, keypti
Tryggingamiðstöðin, sem er að
stórum hluta í eigu Landsbankans.
Salan fór öll fram í gegnum við-
skiptakerfi Verðbréfaþings Íslands
og fór fram í yfir 90 viðskiptum, að
því er fram kemur í tilkynningu frá
Landsbankanum. Var þar bæði um
að ræða viðskipti milli þingaðila og
viðskipti sem Landsbankinn-
Landsbréf tilkynnti á grundvelli
kaupbeiðna frá fagfjárfestum. „Á
bak við viðskiptin er því mun fjöl-
mennari hópur einstaklinga og lög-
aðila en fjöldi viðskipta gefur til
kynna,“ segir í tilkynningunni.
Söluandvirði hlutarins nam 4,8
milljörðum króna og var því um að
ræða umfangsmestu einkavæðing-
arsölu ríkissjóðs sem framkvæmd
er með almennu útboði. Þótti salan
takast afar vel enda seldist hlut-
urinn sem í boði var á nokkrum
mínútum. Öll viðskiptin hafa verið
afgreidd af Landsbankanum-
Landsbréfum með fyrirvara um
uppgjör.
Selt var á genginu 3,50 en loka-
gengi bréfanna í gær var 3,65 og
námu viðskipti með bréfin 208
milljónum króna.
Lífeyrissjóðir Banka-
stræti og TM stærstir
&
$
#
' (
)
** *&
$
& &
+
** *,*
$ * $
$
& $# -
*
,.
,. $
/
$
-
, 01 23 4*& $
** *,*
56
*
++ -
7
3
$
,
*
,.
&
48 +
,
# 9:
; . #
,
*
,. :<= #
3< *
4
*
8,
$
&=
#
,
$
!
>
?
@
"
7
(
A
B
!C
!!
!>
!?
!@
!"
!7
!(
!A
!B
>C
>!
>>
>?
>@
>"
>7
>(
>A
>B
?C
*.
*/0
1**
.1/
2*/
*0
*1
010
1
2
330
32*
21
/3*
/3*
/3*
/
/11
*3*
030
02.
0/2
0 .
01
1
1.
13/
102
11
/
*
*
)4
)4
)4
)4
)4
)4
)4
)4
)4
)4
)4
)4
)4
)4
)4
)4
)4
)4
)4
)4
)4
)4
)4
)4
)4
)4
)4
)4
)4
)4
SPARISJÓÐSSTJÓRI nb.is-spari-
sjóðs hefur sent Samkeppnisstofnun
erindi þar sem farið er fram á að
strax verði hætt birtingu auglýsinga
frá Íslandsbanka þar sem að mati
nb.is koma fram rangar og villandi
upplýsingar. Að mati nb.is er það
röng fullyrðing hjá Íslandsbanka að
bankinn bjóði „...hagstæðustu kjör
banka og sparisjóða“.
„Nb.is-sparisjóður er sjálfstæður
sparisjóður sem tekur sjálfstæðar
vaxtaákvarðanir. Á peningasíðu
Morgunblaðsins er nb.is getið í sér
dálki við hlið Landsbanka, Búnaðar-
banka, Íslandsbanka og Sparisjóð-
anna sem heildar. Þar kemur fram
svart á hvítu að nb.is býður hagstæð-
ustu yfirdráttar- og innlánsvexti
banka og sparisjóða. Íslandsbanki
kýs eingöngu að bera sig saman við
þá samkeppnisaðila sem þeim hentar
og geta nb.is ekki. Þennan saman-
burð í auglýsingunum teljum við
vera óeðlilegan, villandi og til þess
fallinn að valda misskilningi,“ segir í
erindi nb.is-sparisjóðs.
Nb.is telur að fyrirsögn auglýsing-
ar frá Íslandsbanka „Íslandsbanki
býður best!“ sé villandi fyrir neyt-
endur og til þess fallin að valda mis-
skilningi og það sama eigi við um
auglýsinguna í heild. „Nb.is-spari-
sjóður fer fram á að strax verði hætt
birtingu þessara röngu og villandi
auglýsinga,“ segir enn fremur í er-
indi nb.is-sparisjóðs.
Birtingu
auglýsinga
verði hætt