Morgunblaðið - 19.06.2002, Page 24

Morgunblaðið - 19.06.2002, Page 24
ERLENT 24 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ STÓRSIGUR hægri manna í seinni umferð þingkosninganna um liðna helgi tryggir þeim yfirráð á þingi Frakklands eftir að hafa verið þar í minnihluta í fimm ár. Þróunin síðustu vikurnar hefur verið nákvæmlega með þeim hætti sem þeir Jacques Chirac, forseti Frakklands, og Jean-Pierre Raff- arin forsætisráðherra stefndu að. Sósíalista bíður eyðimerkurganga og því er spáð að barátta um völdin og hugmyndafræðina sé í vændum innan flokksins. UMP, nýtt bandalag hægri flokkanna, sem fylktu sér að baki Chirac eftir að hann var endur- kjörinn forseti, hlaut alls 354 þing- sæti en 577 fulltrúar sitja á þingi Frakklands. Aðrir hægri flokkar fengu 45 menn kjörna. Sósíalistar og aðrir vinstri flokkar fengu alls 178 sæti. Jafnframt sýna úrslitin að Chirac og fylgismönnum hans hefur tekist að einangra þjóðern- isöfgamanninn Jean-Marie Le Pen, sem óvænt náði í aðra umferð forsetakosninganna í Frakklandi í maímánuði. Flokkur Le Pens, Þjóðfylkingin, fékk engan mann kjörinn í kosningunum. Úrslitin hafa í för með sér að Chirac forseti þarf ekki lengur að starfa með sósíalistum sem náðu meirihluta á þingi í kosningunum 1997. Þar með hefur verið bundinn endi á þá erfiðu „sambúð“, sem sett hefur mark sitt svo mjög á for- setaferil Chiracs. Staða forsetans er nú sterkari en nokkru sinni fyrr. Jean-Pierre Raffarin, sem Chir- ac skipaði forsætisráðherra eftir sigurinn í forsetakosningunum, heldur áfram í því embætti. Litlar breytingar verða á stjórn hans. Loðin loforð En þótt hægri menn hafi nú náð völdum í Frakklandi er almennt ekki búist við að stórsigrar þeirra á síðustu vikum breyti miklu fyrir almenning í landinu. Chirac hefur t.a.m. heitið því að hverfa ekki frá því, sem helst verður nefnt arfleifð sósíalista, en þar ræðir um þá styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir, sem þeir beittu sér fyrir og mælst hefur sérlega vel fyrir í Frakklandi. Á hinn bóginn þykir það lýsandi fyrir niðurlægingu sósíalista að helsti hugmyndafræð- ingur 35 stunda vinnuvikunnar, Martine Aubry, missti sæti sitt í kosningunum. Ólíklegt er talið að gerðar verði róttækar breytingar á vettvangi félagsmála. Stuðningur við fé- lagslega aðstoð er mikill og al- mennur í Frakklandi og löngum hefur mikil tregða einkennt við- leitni til að gera breytingar á þeim vettvangi. Hægri menn hafa áður rætt um nauðsyn þess að skera niður í ríkiskerfinu og tryggja aukna skilvirkni á þeim vettvangi en gegn þessu hafa verkalýðsfélög og þrýstihópar barist af krafti. Hægri menn spöruðu ekki kosn- ingaloforðin en um þau gildir al- mennt að ummæli ráðamanna hafa verið heldur óljós. Chirac hefur heitið því að tekjuskattur verði lækkaður um fimm prósent í sept- ember og boðað frekari skatta- lækkanir á næstu fimm árum. Þá hefur forsetinn boðað að launa- tengd gjöld verði lækkuð til að greiða fyrir því að störfum fjölgi í Frakklandi. Að auki hefur forset- inn sagt að nauðsynlegt sé að gera breytingar á eftirlaunakerfinu, sem sífellt verður dýrara í rekstri. Ætla mætti að hægri mönnum reynist það létt verk að hrinda boðuðum breytingum í fram- kvæmd. Hins vegar þykir líklegt að umboð þeirra verði dregið í efa. Þátttaka í kosningunum var aðeins 60,7% og ljóst er að stór hluti þjóð- arinnar er ekki sáttur við þau stefnumál og þær lausnir, sem hefðbundnir stjórnmálaflokkar boða. Þá liggur fyrir að Chirac vann svo stóran sigur sem raun bar vitni í seinni umferð forseta- kosninganna vegna þess að kjós- endur vinstri flokka studdu hann í nafni lýðveldisins til að koma í veg fyrir frekari sókn Jean-Marie Le Pens í frönskum stjórnmálum. Hert að ólöglegum innflytjendum Þótt almenningur í Frakklandi geti gengið að því sem vísu að sig- ur hægri manna sé ekki ávísun á pólitíska byltingu er þar þó að finna einn þjóðfélagshóp, sem kann að horfa fram til breyttra tíma. Þar ræðir um ólöglega innflytj- endur. Fjölmargir Kúrdar, Afg- anir og Írakar halda til í Norður- Frakklandi í þeirri von að þeir komist til Bretlands þar sem lög um hælisveitingar flóttafólki til handa eru öllu sveigjanlegri en í Frakklandi. Chirac og menn hans hafa sagt að þeir stefni að því að loka miðstöð Rauða krossins þar sem flóttamenn, sem hyggjast halda til Bretlands, leita gjarnan skjóls. Sósíalistar voru ófáanlegir til að grípa til slíkra aðgerða í þeim tilgangi að draga úr straumi ólög- legra innflytjenda til landsins. Sig- ur hægri manna þýðir að aukin harka verður innleidd á þeim vett- vangi. Andstaða við stefnu sósíalista í málefnum innflytjenda kom greini- lega fram í forsetakosningunum í ár og hið sama gilti um kröfuna um aukna löggæslu og hertar refsing- ar. Margir Frakkar tengja fjölgun glæpa við aukinn straum innflytj- enda til landsins. Helsta koninga- loforð Chiracs var að bregðast bæri við glæpaöldunni með því að tryggja aukna skilvirkni innan dómskerfisins og stóraukin fjár- framlög til löggæslu. Endurnýjun á vinstri vængnum? Afhroð vinstri manna, fyrst í forsetakosningunum og nú í þing- kosningunum, var algjört. Á mánu- dag lá fyrir að flokkur sósíalista verður nú í minnihluta á þingi Frakklands, margar af yngstu og skærustu stjörnum hans standa nú uppi án atvinnu; flokkurinn á sér engan foringja. Sjaldan hefur skriðþungi sósíal- ista í frönskum stjórnmálum verið minni. Formaður flokksins, Francois Hollande, reyndi að bera sig vel á mánudag þegar úrslitin lágu fyrir. Sagði hann sósíalista hafa „tapað kosningum með sæmd“ og ræddi um að „endur- nýja“ þyrfti flokkinn ætlaði hann sér að lifa af þessi umskipti í frönskum stjórnmálum. Í sama streng tók annar gamall foringi sósíalista, Dominique Strauss- Kahn, fyrrum varnarmálaráð- herra. Sagði hann ljóst að franskir vinstri menn þyrftu að koma á djúpstæðum skipulagsbreytingum. Franskir stjórnmálaskýrendur spá því að hörð átök brjótist út innan franska Sósíalistaflokksins. Tekist verði á um hvort færa beri flokkinn nær miðjunni líkt og vinstri menn hafa gert víða í Evr- ópu eða hvort herða beri róðurinn með aukinni áherslu á þau gildi, sem hefð er fyrir að sósíalistar setji á oddinn. Þannig verði tekist á um aukin afskipti ríkisins, eink- um á vettvangi efnahagsmála, og markaðsvæðingu. Muni sú barátta um margt minna á þær breytingar, sem breski Verkamannaflokkurinn innleiddi eftir að hafa ítrekað lotið í lægra haldi fyrir Margaret Thatcher, leiðtoga Íhaldsflokksins, og þeirri frjálshyggju, sem hún boðaði. Bent er á að franskir sósíalistar komi til með að eiga í erfiðleikum með að feta í fótspor skoðana- bræðra sinna á Bretlandi. Ólíkt þeim bresku hafi franskir sósíal- istar aldrei náð meirihluta heldur hafi þeir jafnan þurft að starfa með öðrum vinstri flokkum. Það samstarf hefur einkum verið við flokka græningja og kommúnista. Báðir þessir flokkar töpuðu hins vegar fylgi um helgina; græningjar hafa nú aðeins þrjá menn á þingi og kommúnistar 21 en þeir töpuðu 14 mönnum. Því vaknar sú spurn- ing hvort hefðbundnir bandamenn sósíalista hafi verið dæmdir til vistar á jaðri franskra stjórnmála. Slíkt myndi augljóslega hafa í för með sér miklar breytingar með til- liti til stjórnarmyndana eftir kosn- ingar í framtíðinni og jafnvel verða sósíalistum hvatning til að færa sig nær miðjunni. París. Associated Press. The Washington Post. Franskir sósíalist- ar á krossgötum Reuters Jean-Pierre Raffarin verður áfram forsætisráðherra Frakklands eftir kosningarnar um helgina. Stjórn hans verður að mestu óbreytt. Stórsigur hægri manna í þingkosningunum um helgina hefur tæpast miklar breytingar í för með sér fyrir almenn- ing í Frakklandi. Stjórnmálaskýrendur segja þó ljóst að staða sósíalista kalli á átök innan flokksins um völdin og stefnuna. TUTTUGU manns að minnsta kosti biðu bana þegar Palestínumaður sprengdi sjálfan sig í loft upp í stræt- isvagni í Jerúsalem snemma í gær- morgun. Um fimmtíu til viðbótar særðust illa og voru fimm þeirra í lífshættu, þar af fjögur ungmenni, en strætisvagninn var fullur af börnum á leið í skólann, auk fólks á leið til vinnu í miðborg Jerúsalem. Þetta er mannskæðasta sprengju- tilræðið í Jerúsalem síðan í febrúar 1996, þegar 26 manns fórust þegar sprengja sprakk í strætisvagni, og jafnframt er þetta mannskæðasta tilræðið í Ísrael frá því 27. mars sl. þegar 29 fórust á veitingastað í Net- anya í norðurhluta landsins. Sá at- burður varð til þess að Ísraelsher jók hernaðaraðgerðir sínar á Vestur- bakkanum til muna. Hamas-samtökin lýstu ábyrgð á ódæðinu á hendur sér og sögðu sprengjumanninn hafa verið Mo- hammed al-Ghul, 23 ára Palestínu- mann frá al-Faraa flóttamannabúð- unum, nærri Nablus, norðarlega á Vesturbakkanum. Al-Ghul mun hafa notað naglasprengju og var fyrir vik- ið afar óhugnanlegt um að litast á vettvangi ódæðisins í gær. Michael Lasri, fimmtán ára nemi, var meðal þeirra sem lifðu spreng- inguna af. Hann sagði við frétta- menn að ódæðismaðurinn hefði kom- ið inn í vagninn í Beit Safafa, sem er hverfi araba í Suður-Jerúsalem. „Tveimur sekúndum síðar varð mikil sprenging,“ sagði Lasri. „Ég sá strax það sem maður venjulega sér bara í sjónvarpinu; afskorna hand- leggi og fótleggi hvarvetna. Þak strætisvagnsins rifnaði alveg af.“ Sagði Lasri, sem hlaut skurð í andliti og á baki, að hann hefði kastast í skjól við sprenginguna en á sama tíma lést skólabróðir hans í sætinu fyrir framan. „Mér fannst eins og guð hefði dregið mig í skjól á bak við sætið,“ sagði hann. „Það var eins og engill ýtti mér niður.“ „Eins og Guð hefði dregið mig í skjól“ Tuttugu biðu bana og fimmtíu særð- ust í sjálfsmorðsárás í Jerúsalem Jerúsalem. AFP. AP Hjálparstarfsmenn flytja lík fórnarlamba sprengjutilræðisins í Jerúsalem af vettvangi í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.