Morgunblaðið - 19.06.2002, Qupperneq 32
UMRÆÐAN
32 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að er smánarblettur á
sögu Evrópu hvernig
gyðingum hefur verið
úthýst í aldanna rás.
Þeim var þvælt milli
staða, óvelkomnir hér, ofsóttir
þar. Þegar Rússar, Prússar og
Austurríkismenn skiptu Póllandi
á milli sín árið 1795, fóru gyð-
ingar að flytja aftur til Varsjár,
þar sem þeim hafði verið verið
meinað að búa í nærfellt tvær og
hálfa öld. Áður hafði samfélag
gyðinga þar verið stórt. Eftir
fyrri heimsstyrjöldina varð
Varsjá aftur pólsk borg með
stóru hverfi gyðinga, og sagt er,
að á þeim tíma hafi þar verið fjöl-
mennasta gyðingabyggð heims,
utan New York-borgar.
Ég vona að
fólk sé ekki
búið að
gleyma þeim
hörmungum
sem þá tóku
við. Þegar
nasistar voru komnir inn í Pól-
land var leið þeirra að gyðing-
unum þar greið. Gyðingahverfið í
Varsjá skyldi gert að gettói, og
þar skyldi gyðingum safnað sam-
an. 113.000 kristnir menn voru
fluttir af svæðinu og 138.000 gyð-
ingar voru fluttir inn. Tæp hálf
milljón gyðinga var þvinguð til
búsetu í gettóinu í Varsjá við
bágan kost. Það kom sér vel fyrir
nasistana, því fjöldi manns lést
úr hungri, sjúkdómum og ör-
birgð, áður en þeir hófu að flytja
fólk markvisst í útrýmingarbúðir
eins og Treblinka.
Það sem nasistarnir gerðu til
að varna því að fólk kæmist inn
og út úr Varstjárgettóinu og til
að koma í veg fyrir að aðrir
kæmust að því hvað þar frór
fram, var að byggja múr í kring-
um það. Múrinn var um þriggja
metra hár, um tuttugu kílómetra
langur, og við jörðina var lagður
gaddavír til að tryggja að einginn
kæmist nærri honum.
En mannsandinn lætur ekki
kúga sig og berst fyrir frelsi sínu
meðan stætt er. Gyðingarnir í
gettóinu í Varsjá gerðu uppreisn
vorið 1943. Um sjö þúsund þeirra
féllu í átkökum og í kjölfarið voru
um þrjátíu þúsund manns teknir
og farið með þá beint í gasklef-
ana í Treblinka. Til marks um
siðleysið voru gyðingar úr öðrum
búðum, meðal annars Birkenau,
fengnir til að kyssa á vöndinn og
hjálpa til við að berja niður upp-
reisn félaga sinna í Varsjá. Það
voru tíðar ferðir úr gettóinu til
Treblinka; það þurfti svosem
enga uppreisnarmenn til – mark-
miðið var jú að útrýma öllu fólki
sem aðhylltist gyðingdóm. Undir
lok stríðsins voru nasistarnir
búnir að rífa múrinn – engir þar
lengur til að múra inni, og betra
að rífa verksummerkin áður en
andstæðingar þeirra mættu á
staðinn.
Það er ekki lengra síðan en á
sunnudaginn að hafist var handa
við að reisa annan múr, risavax-
inn. Þetta vakti athygli mína, ég
hélt að dagar múra væru taldir.
Ég hélt að í dag væri það orðið
ljóst að slíkir múrar milli manna
væru til marks um fasisma sem
tilheyrði fortíðinni. En nú er það
palestínska þjóðin sem skal múr-
uð inni á vesturbakka Jórdanár –
það var víst búið að girða með
gaddavír utan um þá sem búa á
Gazasvæðinu. Þjóð sem býr rétt-
laus í eigin landi skal múruð inni
af annarri, rétt eins og gyðing-
arnir í gettóinu forðum. Enginn
fær að fara út, og enginn skal fá
að fara inn, nema með leyfi
þeirra sem valdið hafa. Ég sit
heima og horfi á fréttirnar með-
an kóteletturnar snarka á grill-
inu. Ætti þetta að koma mér við,
eða á ég að fara að skella kartöfl-
unum á?
Ég spyr mig hver tilgangur
múrsins sé. Úr herbúðum Ísr-
aelsmanna heyrast þær raddir að
nóg sé komið af ofbeldi Palest-
ínumanna, sem linna ekki þeirri
iðju sinni að fara sprengjuklædd-
ir úr þorpunum sínum á Vest-
urbakkanum og inn í borgir og
bæi Ísraela og sprengja sjálfa sig
og saklausa borgara í loft upp.
Ég verð síðust manna til að rétt-
læta slík dráp. Múrnum er sem
sagt ætlað að múra þetta fólk
inni, og koma í veg fyrir að það
geti óhindrað unnið slík óhæfu-
verk. Það brenna á mér ótal
spurningar. Hvað eru Ísr-
aelsmenn búnir að fara oft inn í
Jenín og Ramallah í þeim til-
gangi að sækja þessa menn og
koma þeim undir lög? Ég veit
það ekki. Hitt veit ég þó að eftir
standa palestínskir bæir rústir
einar; hús og eigur fjölda
óbreyttra borgara hafa verið
jöfnuð við jörðu, mannlíf þar er í
molum og samfélagið tæpast
starfhæft. Það er fróðlegt að
bera myndir af þessum stöðum
saman við hreinu, snyrtilegu og
fallegu einbýlishúsahverfin sem
Ísraelsmenn byggja í fullkomnu
trássi við alþjóðalög á svæðum
Palestínumanna í svokölluðum
landnemabyggðum. Það er ekki
vandi að sjá hverjir hafa betur í
þessu stríði.
Í fréttum í gær kom fram að
Cherie Blair, lögfræðingur í
Bretlandi og forsætisráð-
herrafrú, hefði áhyggjur af
ástandi mála í Palestínu. Hún
sagði sjálfsmorðsárásir Palest-
ínumanna merki um örvæntingu
og að engin von væri til þess að
þeim linnti fyrr en palestínsk
ungmenni öðluðust einhverja
von. Í þessum orðum lögfræð-
ingsins felst meiri skilningur á
ástandinu í Palestínu en maður
hefur orðið var við frá bónda
hennar Blair og félaga hans Bush
Bandaríkjaforseta sem kýs að
fordæma allt eins hart og hægt
er, en aðhefst ekkert, þótt flestir
sjái að málin verða ekki leyst án
milligöngu slíks stórveldis. Cher-
ie Blair skilur að ofbeldi getur af
sér ofbeldi. Hvaða raunhæfu von
eiga Palestínumenn um að geta
einhvern tíma lifað í friði og sátt
í eigin landi? Sé vonin yfir höfuð
til, trúi ég ekki öðru en að enn
dýpra verði á henni þegar búið
verður að múra hana inni. Hvers
konar friðar vænta Ísraelsmenn
af slíkum aðgerðum? Þeir ættu
að muna að sjálfir börðust þeir
fyrir frelsi sínu í Varjárgettóinu,
nema meiningin sé að endurreisa
Treblinka einhvers staðar á
Betlehemsvöllum.
Menn og
múrar
„Það er fróðlegt að bera myndir af þess-
um stöðum saman við hreinu og fallegu
einbýlishúsahverfin sem Ísraelsmenn
byggja í fullkomnu trássi við alþjóðalög
á svæðum Palestínumanna.“
VIÐHORF
Bergþóra
Jónsdóttir
begga@mbl.is
Í Morgunblaðinu 6.
júní sl. birtist grein eftir
Davíð Ingason lyfja-
fræðing, starfsmann
lyfjaumboðsfyrirtækis,
um frumlyf og samheita-
lyf, þar sem efast var um
gæði samheitalyfja.
Nokkurs misskilnings
gætir í umræddri grein
og er gefið í skyn að
samheitalyf, sem hann
kýs að nefna hermilyf,
séu ekki af sömu gæðum
og frumlyf.
Frumlyf
Frumlyfjaframleið-
endur leggja mikla
vinnu í rannsóknir á nýjum lyfjum
sem er kostnaðarsamt ferli. Miklar
kröfur eru gerðar til lyfja bæði hvað
snertir framleiðslu þeirra og rann-
sóknir á virkni og eituráhrifum virka
efnisins, þegar um nýtt áður óþekkt
efni er að ræða. Kröfur yfirvalda til
rannsókna og gæða í framleiðslu
hafa aukist mjög allt frá því að tali-
domid-slysið varð á sjötta áratugn-
um þegar sakleysislegt ógleðilyf
varð þess valdandi að fjöldi barna
fæddist vanskapaður. Það er því
mikið í húfi að ítarlegar rannsóknir
séu gerðar á nýjum lyfjum bæði með
tilliti til virkni þeirra og skaðlegra
áhrifa.
Í dag eru ný lyf mikilvirkari en
áður, enda hefur tækni og þekkingu
fleygt fram. Öll lyf hafa einhver
óæskileg áhrif, misalvarleg og í mis-
miklum mæli. Áður en nýtt lyf er
sett á markað verður að meta þetta
jafnvægi milli æskilegra og óæski-
legra áhrifa og fjöldi virkra efna er
ekki settur á markað vegna óæski-
legra áhrifa. Þegar
nýtt lyf kemur á
markað er fylgst
mjög vel með auka-
verkunum þess, sér-
staklega fyrstu fimm
árin, enda koma
sjaldgæfar aukaverk-
anir oft ekki fram
fyrr en lyfið er komið
í almenna notkun. Á
síðustu árum eru
nokkur dæmi um að
ný lyf hafa verið tekin
af markaði vegna
aukaverkana eða
milliverkana við önn-
ur lyf. Frumkvöðlum
er tryggt ákveðið for-
skot á markaði þar sem framþróun
lyfjaiðnaðarins er talin ein af meg-
inforsendum aukins almannaheil-
brigðis í því skyni að þróa lyf til
lækningar eða varnar gegn sjúk-
dómum eða sjúkdómseinkennum í
mönnum og dýrum. Frumlyf njóta
þess vegna verndar í ákveðinn tíma,
bæði samkvæmt löggjöf um einka-
leyfi og lyfjalöggjöf og eru reglur
þessar samræmdar á öllu Evrópska
efnahagssvæðinu.
Samheitalyf
Þegar verndartímabili lýkur geta
aðrir lyfjaframleiðendur veitt frum-
lyfjaframleiðanda samkeppni og sett
á markað samheitalyf sem keppir í
verði. Samkvæmt lyfjalöggjöfinni
þurfa samheitalyfjaframleiðendur
ekki að gera rannsóknir á virka efn-
inu á sama hátt og frumlyfjafram-
leiðandi þar sem efnið er þegar
þekkt og hefur verið á markaði að
minnsta kosti í 6–10 ár. Kemur þetta
sjónarmið fram í aðfararorðum til-
skipunar Evrópusambandsins 87/21/
EEC þar sem segir að það sé stefna
yfirvalda að koma í veg fyrir end-
urteknar tilraunir á mönnum og
dýrum nema brýna nauðsyn beri til.
Nákvæmlega sömu kröfur eru gerð-
ar til gæða í framleiðslu frumlyfja
og samheitalyfja, þ.e. til hreinleika,
gæðalýsinga og stöðugleikaprófana,
svo nokkuð sé nefnt. Samheitalyfja-
framleiðandi verður einnig að gera
samanburð við frumlyfið og sýna
fram á að um sambærilegt lyf sé að
ræða samkvæmt kröfum yfirvalda,
en svipaðar kröfur eru gerðar til
lyfjaframleiðslu á Vesturlöndum.
Ekki ástæða til að óttast
Sambærileg lyf geta verkað mis-
munandi í einstaklingum. Þá er ekki
átt við að frumlyf verki betur en
samheitalyf, stundum er þessu öfugt
farið. Áður en frumlyf eða samheita-
lyf fá markaðskleyfi hafa fullnægj-
andi gögn verið lögð fram sem hafa
verið metin af sérfræðingum á sviði
læknis- og lyfjafræði. Ástæðulaust
er að hræða sjúklinga með því að
gefa í skyn að sérstök hætta felist í
samheitalyfjum.
Rannveig
Gunnarsdóttir
Lyf
Sambærileg lyf
geta, segir Rannveig
Gunnarsdóttir,
verkað mismunandi
í einstaklingum.
Höfundur er forstjóri
Lyfjastofnunar.
Þarf að óttast
samheitalyf?
ÞAÐ var stór dagur
í sögu íslenskra
menntamála hinn 1.
júní síðastliðinn en þá
var Tækniskóla Ís-
lands slitið í síðasta
sinn og við tók, sam-
kvæmt nýsamþykkt-
um lögum, Tæknihá-
skóli Íslands. Það var
sól í sinni þeirra sem
héldu daginn hátíðleg-
an í Bústaðakirkju,
bæði þeirra sem þar
voru að fagna lang-
þráðum námsáfanga
og þó ekki síður þeirra
sem voru efst í huga
þau mikilvægu skref í
menntamálum þjóðarinnar sem
þarna voru stigin. Miklar vænting-
ar lágu í loftinu og menn fögnuðu
því að skólinn hafði nú loks fengið
þá viðurkenningu sem hann hafði
lengi átt skilið. Nú var hægt að
bretta upp ermarnar og snúa sér
fyrir alvöru að því að laða nemend-
ur að skólanum, endurskipuleggja
námsáfanga, jafnvel bjóða upp á
nýja, allt í því augnamiði að fá til
skólans enn fleiri nemendur til
tæknináms.
Tæpast verður um það deilt að
undirstaða velferðar á 21. öldinni er
fjölbreytt tæknimenntun og því er
mikilvægt að fá vaxandi fjölda stúd-
enta til að velja bæði lengra og
styttra tækninám. Nú er það svo að
ekki hafa allir áhuga eða getu til að
stunda slíkt nám og þeim mun
brýnna er því bæði að ná sem fyrst
til þeirra sem til þess eru hæfir og
einnig að opna nýjar leiðir fyrir þá
sem eftir annars konar nám eða
starf kunna að hafa áhuga á því að
hefja tækninám af einhverju tagi.
Ekki er síður nauðsynlegt að
tryggja sveigjanleika í
kerfum námslána og
styrkja hvers konar
sem gera fólki sem
þannig er ástatt fyrir
kleift að hefja nám í
tækniháskóla. Ég bind
til dæmis vonir við að
þær breytingar sem í
vor voru gerðar á
námslánakerfi hvað
varðar áhrif launa
maka á námslán muni
hafa góð áhrif á náms-
aðsókn við Tæknihá-
skólann og skyldar
stofnanir. Við þurfum
með öllum ráðum að
tryggja að þjóðfélagið
fái notið hæfileika þeirra sem hafa
mikla námsgetu og að stirðleiki í
kerfinu verði þeim ekki fjötur um
fót. Reynslan hefur sýnt að þeir
sem hefja nám eftir að hafa öðlast
fjölbreytta reynslu af öðrum svið-
um þjóðlífsins hafa oft sterkan
námsvilja og ná því langt í sínu
námi. Við þurfum á slíku fólki að
halda.
Miðað við annað nám þá hefur
tæknifræðinám nokkra sérstöðu
vegna hinna nánu tengsla sem það
hefur við atvinnulífið í landinu og
þau tengsl þarf auðvitað stöðugt að
styrkja. Námið þarf einnig að upp-
fylla alþjóðlega staðla og viðmiðan-
ir. Þannig opnast miklir möguleikar
til stóraukinna erlendra samskipta
og stúdentaskipta sem enn munu
styrkja stöðu okkar Íslendinga þeg-
ar fram í sækir.
Það er nefnilega svo að eftirspurn
eftir tæknimenntuðu fólki fer vax-
andi á Vesturlöndum á mörgum
sviðum atvinnulífsins svo sem fjár-
málafyrirtækjum, fjölmiðlum og við
stjórnun af ýmsu tagi. Þessu hafa
háskólarnir leitast við að svara með
því að auka hlut annarra fræði-
greina í tæknifræðinámi en ekki er
síður æskilegt að þessari þörf sé
mætt með auknum sveigjanleika í
námsvali og með því að gera náms-
mönnum auðveldara um vik með að
hreyfa sig milli menntastofnana.
Forsvarsmenn virtra verkfræði-
háskóla sem státa af miklum kröf-
um ræða nú mjög um að hið hefð-
bundna form til að mæla
námsárangur, þ.e.a.s. prófin, leiði
til lélegrar nýtingar á hæfileikum
og tíma námsmanna. Ég tel að að
þetta skipti máli við framtíðarupp-
byggingu Tækniháskólans. Þegar
lögð er mikil áhersla á að laða að
nemendur með mismunandi nám að
baki og leitast er við að virkja
margvíslega reynslu þeirra, m.a. úr
atvinnulífinu, eru slíkar hugmyndir
allrar athygli verðar.
Þessi grein er einkum til þess
skrifuð að óska forsvarsmönnum og
velunnurum Tækniháskólans hjart-
anlega til hamingju á þessum tíma-
mótum og láta í ljós þá frómu ósk að
skólinn megi í framtíðinni eflast og
þróast á þeim góða grunni sem nú-
verandi rektor, kennarar skólans
og annað starfsfólk hefur lagt á um-
liðnum árum.
Tæknimenntun
á tímamótum
Sigríður
Jóhannesdóttir
Menntun
Miðað við annað
nám, segir Sigríður
Jóhannesdóttir,
hefur tæknifræðinám
nokkra sérstöðu.
Höfundur er alþingismaður.