Morgunblaðið - 19.06.2002, Page 33
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 33
Í ÁRSSKÝRSLU
Alþjóða Rauða kross-
ins um hamfarir og
neyðaraðstoð, sem
kemur út í dag, er
lögð megináhersla á
mikilvægi neyðar-
varna og meðal ann-
ars bent á fyrirkomu-
lag neyðarvarna á
Íslandi sem fyrir-
mynd fyrir aðrar
þjóðir. Þetta er mikil
viðurkenning og
hvatning til að gera
enn betur – innan
lands sem utan.
Þegar móðuharð-
indin riðu yfir landið
fyrir rúmum tveimur öldum, og
ollu því að skepnur hrundu og
margir létu lífið, var Ísland fátækt
land sem mátti ekki við miklu. Nú
erum við ein af ríkustu þjóðum í
heimi og gætum væntanlega stað-
ist aðra Skaftárelda. Auk almennr-
ar velmegunar erum við svo hepp-
in að búa við gott ástand í
neyðarvörnum sem hugur allra
stendur til að bæta enn á allra
næstu misserum.
Mörg lönd heims eru hins vegar
í svipaðri stöðu og Íslendingar á
átjándu öld. Íbúar þeirra vinna
hörðum höndum við að hafa í sig
og á og allt sem er umfram það er
notað til að bæta kjör næstu kyn-
slóðar. En líkt og gerðist eftir
Skaftárelda hér á landi þá geta
hamfarir – hvort sem þær eru af
völdum manna eða náttúru – eyði-
lagt í einu vetfangi áratuga erfiði
við uppbyggingu.
Staðreyndirnar eru ískyggileg-
ar. Á áttunda áratugnum urðu
700,000 manns fyrir barðinu á
hamförum af einhverju tagi; á síð-
asta áratug tveir milljarðar
manna. Ástæðurnar eru margvís-
legar, frá gróðurhúsaáhrifunum,
sem valda meiri og fleiri hitabelt-
isstormum, til fólksfjölgunar sem
hefur þau áhrif að fleira fólk býr á
hættulegri stöðum.
Þannig varð felli-
bylurinn Mitch til
þess að færa efna-
hagsástandið í Hond-
úras aftur um tvo ára-
tugi og landsfram-
leiðsla í Venesúela
minnkaði um 10 pró-
sent vegna aurskriðna
á árinu 1999. Jarð-
skjálftar á Indlandi í
fyrra urðu þess
valdandi að fátækt
fólk í þúsundatali
missti það litla sem
það átti.
Eyðileggingarmátt-
ur hamfara er nefni-
lega ekki bara fólginn í dauðs-
föllum og eignaskemmdum heldur
einnig og ekki síður í því hvernig
þjóðir sem eru að vinna sig upp úr
fátæktinni eru færðar aftur niður í
áframhaldandi vítahring örbirgðar
og síendurtekinna hamfara.
Við Íslendingar búum við
nokkra sérstöðu. Við njótum al-
mennrar velmegunar þrátt fyrir að
búa í hrjóstrugu landi ofsafeng-
innar náttúru sem stundum leikur
okkur grátt. Reynslan hefur kennt
okkur mikilvægi neyðarvarna og
við þær taka höndum saman op-
inberar stofnanir og frjáls félaga-
samtök. Nýlega var undirritaður
samningur milli Almannavarna
ríkisins, Slysavarnafélagsins
Landsbjargar og Rauða krossins
um þessi mál. Nú eru um 700
flokksstjórar um allt land í neyð-
arvarnakerfi Rauða kross Íslands
reiðubúnir að bregðast við ef kallið
kemur. Hugur okkar stendur til að
efla neyðarvarnir félagsins enn
meir á næstunni.
Jafnframt því sem við byggjum
upp þetta kerfi heima fyrir ber
okkur skylda til að miðla af þeirri
reynslu sem við höfum til þeirra
sem þurfa á því að halda. Rauði
kross Íslands hefur um árabil
haldið úti öflugu hjálparstarfi víða
um heim. Niðurstaða hamfara-
skýrslu Alþjóða Rauða krossins er
hvatning til okkar að leggja æ
meiri áherslu á neyðarvarnir í al-
þjóðlegu hjálparstarfi félagsins.
Vinna sem miðar að því að koma í
veg fyrir alvarlegar afleiðingar
hamfara er ekki hliðarverkefni.
Hún er kjarnaverkefni mannúðar-
samtaka eins og Rauða krossins.
Neyðarvarnir
borga sig
Úlfar
Hauksson
RKÍ
Mörg lönd heims
eru, segir Úlfar
Hauksson, í svipaðri
stöðu og Íslendingar á
átjándu öld.
Höfundur er formaður Rauða kross
Íslands.
EITT af því sem er
svo yndislegt við Sól-
heima í Grímsnesi, og
fólkið sem vinnur þar,
er sú tryggð og vinátta
sem þar verður til.
Jafnvel löngu eftir að
fólk hefur hætt þar
störfum heldur það
tryggð við staðinn.
Þetta má meðal annars
sjá í bréfi til Morgun-
blaðsins sem Rut
Gunnarsdóttir skrifar
fjórtánda júní. Hún er
talsmaður Sólheima-
samtakanna. Ég er að
vísu ekki sammála öllu
sem Rut segir. Ég gat
ekki annað en skellt uppúr, þegar
hún talaði um stjórnarformanninn,
Pétur Sveinbjarnarson. Henni finnst
prestastefna bera svo mikið traust til
hans, að það sé eins og þar fari heil-
agur maður. Ýmislegt hefur verið
um Pétur sagt, en jafnvel hann sjálf-
ur heldur ekki að hann sé dýrlingur.
Fjári nálægt því, örugglega, en ekki
alveg.
Pétur er satt að segja eins og jarð-
ýta. Og þessvegna umdeildur. Sumir
þola hann alls ekki. Hann á það til að
valta yfir fólk, í sannfæringu um að
hann sé að gera rétt. Ég er alls ekki
sammála öllu sem Pétur hefur gert.
Hann er engan veginn óskeikull.
Mér finnst hins vegar að kostir hans,
eins og dugnaður og ósérhlífni, yf-
irvegi ókostina. Og enginn getur
efast um að velferð Sólheima er hon-
um jafn hugleikin og félögum Sól-
heimasamtakanna. Rut gerir at-
hugasemdir við hluti eins og
Vistmenningarhús, sem hún telur að
skipti vistmenn litlu máli. Eins við
gistihús, sem sé rekið með tapi, ár
eftir ár. Þá efast hún um hlutverk
verslunarinnar Völu,
sem og aðra hluti, eins
og hárgreiðslu og
nudd, sem sé veitt á
staðnum. Nú er að
koma kirkja, og Rut
óttast að með þessu
öllu minnki möguleikar
heimilisfólksins til þess
að hitta annað fólk.
Ég veit að Rut gleðst
yfir að heyra að svo er
ekki. Heimilisfólkið á
Sólheimum er stans-
laust á ferðinni. Það fer
út um allar trissur,
bæði innan lands og ut-
an. Það fer hitt og þetta
í verslunarferðir, fer í
bíó, fer í leikhús, fer í skoðunarferð-
ir, fer á listmunasölusýningar Sól-
heima í Reykjavík (með listmuni sem
það hefur sjálft búið til) og þar fram-
eftir götunum. Við hjónin glettumst
stundum með það að okkar fólk á
Sólheimum fari oftar til útlanda en
við sjálf. Sú starfsemi sem tínd hefur
verið til, og raunar margt annað,
stuðlar svo að því að fleira fólk kem-
ur í heimsókn að Sólheimum.
Ég vil til dæmis hvetja alla sem
það geta að sjá hinar stórkostlegu
kabarettsýningar sem hin yndislega
Edda Björgvinsdóttir stendur fyrir.
Þær eru á laugardögum og sunnu-
dögum, klukkan fjögur, í allt sumar.
Þar flytur heimilisfólkið atriði úr
söngleiknum Hárinu, af þvílíkri inn-
lifun og einlægni, að maður fær kökk
í hálsinn. Allir klappa og allir syngja
með.
Til viðbótar við það fær Edda
ýmsa helstu og bestu skemmtikrafta
landsins til þess að koma í heimsókn.
Eins og Valgeir Guðjónsson, Kaffi-
brúsakallana og fleiri. Sýningarnar
eru haldnar í Samveru- og fé-
lagsmiðstöðinni sem stjórn Sólheima
var hundskömmuð fyrir að búa til, úr
gömlu gróðurhúsi sem átti að rífa.
Það kostar ekkert inn, og það er best
að mæta snemma, því það er alltaf
fullt út úr dyrum. Ég vil svo að lok-
um biðja Rut og félögum hennar allr-
ar blessunar, og þakka þeim fyrir
umhyggjuna sem þau sýna ástvinum
okkar á Sólheimum.
Staðreyndir
um Sólheima
Óli
Tynes
Sólheimar
Jafnvel löngu eftir að
fólk hefur hætt þar
störfum, segir Óli
Tynes, heldur það
tryggð við staðinn.
Höfundur er fréttamaður.
Fyrirlestur um
stefnumótun finnska þjóðþingsins á sviði
vísinda, tækni og þekkingarstjórnunar.
Markku Markkula, þingmaður og
formaður nefndar finnska þjóðþingsins
um þekkingarþjóðfélagið og formaður
finnska verkfræðingafélagsins.
Hádegisfundur í Borgartúni 6
fimmtudaginn 20. júní kl. 12:00.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til
rannis@rannis.is, vfi@vfi.is eða tfi@tfi.is.
Hádegisfundur á vegum
RANNÍS og VFÍ/TFÍ