Morgunblaðið - 19.06.2002, Síða 37

Morgunblaðið - 19.06.2002, Síða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 37 ✝ Þór Ástþórssonfæddist í Reykja- vík 3. mars 1932. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut laugar- daginn 8. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ástþór Matthíasson, f. 29.11. 1899, d. 7.12. 1970, og Sigríður Gísladóttir, f. 22.11. 1904, d. 2.9. 1990. Eftirlifandi systkini Þórs eru Gísli og Ás- dís. Látin eru Ás- geir, Sigríður Erna og Matthías. Þór ólst upp í foreldrahúsum á Sóla í Vestmannaeyjum. Eftirlif- andi eiginkona Þórs er Marlaug Einarsdóttir, f. 18.7. 1933 í Vest- mannaeyjum. Þau giftust 24.7. 1954 og hófu búskap í Vest- mannaeyjum en fluttu til Reykja- víkur 1958 og þaðan til Hafnar- fjarðar 1969. Foreldrar Marlaugar voru Einar Illugason, f. 1.4.1911, d. 28.8. 1972, og Steinunn Rósa Ísleifsdóttir, f. 7.6. 1912, d. 13.7. 1994. Börn Þórs og Marlaugar eru: 1) Sigríð- ur Þórsdóttir, f. 25.1. 1955. Synir Sigríðar eru Ingvar Þór og Eyv- ar Örn Geirssynir. Sambýlismað- ur Sigríðar er Björgvin J. Jó- hannsson. 2) Rósa Guðný, f. 30.9. 1958. Dóttir Rósu Guðnýjar er Þórunn Þórsdóttir. Sam- býlismaður Rósu Guðnýjar er Örn Viðar Erlendsson. 3) Vignir Þórsson, f. 20. 5. 1967. Barna- barnabörn Þórs og Marlaugar eru fjög- ur, Perla Kamilla, Guðni Geir, Ísar Steinn og Eldur Ar- on. Sonur Þórs fyrir hjónaband er Arn- þór, f. 16.5. 1951. Börn Arnþórs eru Kári Þór, Ívar, og Sigríður Rut. Sambýliskona Arnþórs er Brynja Baldursdóttir. Þór lærði rafvirkjun og varð meistari í þeirri iðn. Hann starf- aði hjá Neista í Vestmannaeyjum og hjá Rafmagnseftirliti ríkisins í Reykjavík. Árið 1967 hóf hann störf hjá Íslenska álfélaginu í Straumsvík og var verkstjóri þar til ársins 1995 er hann lét af störfum. Þór var mikill hugvits- og hag- leiksmaður og eftir hann liggja margir fallegir smíðagripir eins og skartgripir og nytjahlutir auk véla og tækja. Útför Þórs fór fram frá Víði- staðakirkju í gær, þriðjudaginn 18. júní. Sannleikurinn er sá að fyrstu tutt- ugu árin og nokkrum betur máttum við Þór láta okkur nægja að vera bræður í ígripum ef svo mætti að orði komast: hann þarna úti í Eyjum að heita árið um kring en ég sumarlangt í mesta lagi og svo sem jólagestur. Þetta æxlaðist bara svona og var svo sem engum að kenna. Það var ekki fyrr en Þór og fjöl- skylda hans tóku sig upp og fluttust suður eins og það heitir ennþá sem við gátum fyrir alvöru byrjað að rækta bræðraböndin – á okkar vísu. Hollvinir, glaðbeittir kunningjar ef svo bar undir og þónokkuð samrýnd- ir – á okkar vísu. Hann var að auki þesskonar maður og þesskonar bróðir sem það voru forréttindi að eiga fyrir vin: hæglátur og lítillátur og mátulega glettinn; og svo var það blessuð hlýjan. Hann eignaðist hlut í hjarta mínu þarna úti í Eyjum og sú tilfinning óx og dafnaði með árunum. Hluturinn hans var alla tíð fleytifullur af hlýju. Og þaðan streymir hún enn þá þetta er skrifað og raunar aldrei betur. Gísli J. Ástþórsson. Elsku besti pabbi minn, Þór Ást- þórsson eða Fúddi eins og hann var kallaður af fjölskyldu og vinum er látinn. Ég sit við tölvuna og reyni að koma hugsunuum mínum um hann í eitthvert form. Það er svo ótalmargt sem kemur upp í hugann en ég ætla að staldra við það sem snart mig mest í fjölbreyttum persónuleika hans: Hjartahlýju, húmor, mat og snilld. Hjartahlýjuna sýndi hann okkur í ómældri umhyggju fyrir velferð okk- ar og líðan. Áhuga á öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur, stolti þeg- ar vel gekk og umburðarlyndi og styrk þegar maður fór út af sporinu í lífsins ólgusjó. Húmorinn var ávallt til staðar til að létta lundina. Hann var prakkari. Laginn við að sjá broslegu hliðina á hlutunum, spinna sögur í kringum ósköp hversdagslega atburði og gera góðlátlegt grín að vinum og vanda- mönnum. Matur var honum ætíð ofarlega í huga. Enginn fór svangur úr húsi hans. Eldhúsið var hans staður og þar gekk oft mikið á þegar töfra átti fram veislu handa vinum og ættingj- um. Þá var öruggara að flækjast ekki fyrir honum, því ekkert mátti ofsjóða eða steikja, maturinn varð að heppn- ast, annars var ekkert gaman. Snilldin var í huga og hendi pabba. Hann var mikill hugvitsmaður. Ekk- ert var honum ómögulegt þegar tæknin var annars vegar. Hann gat smíðað ótrúlegustu hluti, skartgripi, skrautmuni, vélar, tæki og tól. Allir hlutir nýttust honum og engu mátti henda, gamlir mótorar, vélar og málmbútar komu alltaf að notum í sköpunarverkum hans. Gamla gull- tönnin hans varð að dýrindis hring handa mömmu, saumavélin varð að sög, innvolsið í útvarpinu að skúlptúr og gamli ryksugumótorinn sá um nuddið í heita pottinum. Ef eitthvað bilaði, armband, klukka, bíll eða þvottavél, var hringt í pabba og hann kom og „fiffaði“ það. Pabbi var einstaklega hógvær maður og það var kannski hans akki- lesarhæll í gegnum lífið. Hann hróp- aði ekki hátt um hæfileika sína. Að taka við greiðslu fyrir snilldina var honum sérstaklega ólagið. Hefði „bissnessvitið“ verið fyrir hendi hefði hann örugglega getað lifað góðu lífi á snilligáfunni einni saman. Ég kveð pabba minn með sárum söknuði. Nú er þjáningum hans lokið og ég veit að honum er batnað. Ég vil þakka honum samfylgdina og allt það sem hann gerði fyrir mig og Tótu mína sem hann var bæði pabbi og afi. Ég veit að þegar sárasti söknuðurinn líður hjá munum við hlæja að sög- unum hans og njóta sköpunarverka hans. Minningin um „snillingin með stóra hjartað“ fylgir okkur um alla eilífð. Rósa Guðný. „Sá sem vildi losna við alla sorg og söknuð, yrði að kaupa það því dýra verði að elska ekkert í heiminum.“ (Sigurður Nordal). Fúddi var uppáhaldsfrændi minn, og ég var í uppáhaldi hjá honum. Það var undur góð tilfinning. Hann var yngsti bróðir hennar mömmu og því hef ég þekkt hann allt mitt líf. Fúddi passaði mig þegar ég var lítil, ég passaði stelpurnar hans og þær pöss- uðu fyrir mig. Svona hringrás er al- geng í nánum fjölskyldum. Sagt er að hláturinn lengi lífið, ef svo er þá hefur Fúddi örugglega lengt mitt líf umtalsvert. Með fáum hef ég hlegið jafn hjartanlega og mikið. Frásagnargleði hans var óvið- jafnanleg. Ég heyrði hann segja sömu söguna við mörg og ólík tæki- færi og oft tók tíma að átta sig á að um sömu sögu var að ræða því hann breytti, ýkti, staðfærði og kryddaði eftir því sem aðstæður kröfðu og gæddi þannig hverja sögu margföldu lífi. En kímnigáfa hans var alltaf græskulaus og engan særði hann með sögunum sínum, það var svo fjarri honum að gera lítið úr öðrum. Fúddi var listamaður í margföld- um skilningi þess orðs. Hann var ótrúlega flinkur í smíði hinna ýmsu málmtegunda, hafði frjótt ímyndun- arafl og næmt auga fyrir formi og samræmi. Fjölmargir óvenjulegir og listilega gerðir munir prýða heimili fjölskyldu hans og vina og eru vitni um handbragð hans og örlæti. Fúddi var líka sannur listamaður í eldhúsinu og var mikill áhugamaður um mat. Margar merkilegar tilraunir voru gerðar á því sviði, ótal furðu- legar aðferðir og uppskriftir prófað- ar og flestar heppnuðust þær vel. Margar minna bestu minninga um hann tengjast mat og löngu borð- haldi, sérstaklega þegar hann og Mallý heimsóttu okkur til Ameríku, þá var kátt í höllinni. Á fjölda mynda sem við tókum í þeirri heimsókn er- um við nánast alltaf hlæjandi, Fúddi í frásagnarham að njóta góðs matar og vína. Ég kynntist Fúdda samt best þeg- ar við unnum saman í kerskálanum í Straumsvík en þar var hann skála- stjóri í næstum þrjá áratugi. Ég vann náið með honum um nokkurra ára skeið og það var mjög mikil upplifun að kynnast honum á jafnræðisgrund- velli. Það var mjög spennandi að fylgjast með honum í vinnunni því hann leysti oft á undraverðan hátt verkefni sem tengdust vélum, tækj- um og tólum og virtust óleysanleg. Það var sama hvort um var að ræða nýsmíði, viðgerðir eða nýtt hlutverk hinna ýmsu tækja, þar var hann sannarlega galdramaður. Ef vantaði varahlut sem ekki fékkst gat Fúddi smíðað hann, ef vantaði hlut til smíð- anna, bjó hann einfaldlega til þann hlut. Mér fannst hann stundum vera allt í senn: verkfræðingur, vélfræð- ingur, tæknifræðingur, járnsmiður og fleira og fleira, sem sagt þúsund- þjalasmiður af flottustu sort. Mikið var ég oft montin og stolt af honum. En ekki er hægt að minnast Fúdda án Mallýjar. Mallý var hornsteinninn í tilveru hans allt til enda. Ást henn- ar, gæska, glaðlyndi og skilningur gerði líf þeirra saman fallegt. Fúddi sagði oft: „Veistu hvað ég er skotinn í henni Mallý?“ Kannski er það gald- urinn að vera skotin hvert í öðru. Þau fóru ekki varhluta af sorgum í lífinu en einhvern veginn fannst mér eins og þau litu andstreymi öðrum augum en annað fólk, þau stóðu sterk sam- an. Elsku Mallý, Sísí, Rósa og Vignir, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Anna Eyvör (Úgga). ÞÓR ÁSTÞÓRSSON  Fleiri minningargreinar um Þór Ástþórsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.       "      "  $-9/,>0-,0,  <  #! !!3 I &     3"&"  )  ./  --/ <   &     (   #  (  #  .'$!  >&$! #  ( 62! %&$! #    >! $!  0!$   33+ 0   "    "   8. 9::, 42*!        '    '    *      +   .+$  5 >4&'# !$  5# $  ': +$  5 % 3# .$  5 0!## $  $  5   ! > # 3!3 3+ 0   "  ," E) * ,E ,% 9::, ! 2!  ' (  "   ,   *  *(5$ 3 # $ 3#+ ! "  (  "   L)9)  L)9  54M(  35D 5  &5   #  B  &   )  :     .   --/ M  >3( $ 3 0 #!4 "# M   >3(  M  "# 5 M #+ 3   , 8E) 9*0, 9::,  9@, #4 D ,   -2   3  & 02#+ !        "      "( 6.--  )E)9 0 !!B %#<  #    $%   4%&" 2  5  6   +  "#/& ( # 3  3 35+ Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.