Morgunblaðið - 19.06.2002, Síða 40

Morgunblaðið - 19.06.2002, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sölufulltrúar Óskum eftir að ráða 4—5 harðduglega sölufull- trúa. Mjög góð söluverkefni eru í vinnslu. Leitum að starfsmönnum í 3ja mánaða verkefni og einnig í framtíðastarf. Mjög góðir tekjumögu- leikar. Umsóknir sendist á ritari@gb.is . Sveitarstjóri Sveitarstjórn Rangárþings eystra auglýsir starf sveitarstjóra laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 26. júní 2002. Umsóknir berist til oddvita, Ólafs Eggertssonar, Þorvaldseyri, 861 Hvolsvelli. Flugmálastjórn Íslands vill ráða í eftirtalin störf á flugöryggissviði 1. Aðstoðareftirlitsmaður í flugverndar- og flugrekstrardeild. Starfssvið: ● Eftirlit með og úttektir á flugskólum og flug- rekendum með loftför undir 10 tonnum. ● Afgreiðsla á ýmsum sértækum heimildum. ● Hvers konar upplýsingaöflun um flugmál- efni. ● Viðhald verklagsreglna og gerð úttektar- áætlana. Menntunar- og hæfniskröfur: ● Stúdentspróf. ● Atvinnuflugmannsréttindi. ● Reynsla af flugkennslu og úttektum. ● Góð skipulags- og samskiptafærni nauðsynleg. ● Góð íslensku- og enskukunnátta nauðsynleg. ● Góð alhliða tölvukunnátta. Upplýsingar um starfið veita Ingunn Ólafsdóttir og Stefanía Harðardóttir, starfsmannahaldi Flugmálastjórnar, sími 569 4100. 2. Verkefnastjóri Starfssvið: ● Stjórnun þróunarverkefna. ● Rekstur, þróun og viðhald gæðastjórnunar- kerfis. ● Aðstoð við allar deildir flugöryggissviðs í skipulags- og þróunarmálum. Menntunar- og hæfniskröfur: ● Meistarapróf í rekstrarverkfræði. ● Góð þekking á gæðastjórnunarkerfum og úttektum. ● Reynsla af verkefnastjórnun. ● Mjög gott vald á íslenskri og enskri tungu. ● Mjög góð tölvuþekking. ● Góð þekking á flugrekstri. ● Reynsla af gerð verklagsreglna. ● Góð skipulags- og samskiptafærni nauðsynleg. Upplýsingar um starfið veita Ingunn Ólafsdóttir og Stefanía Harðardóttir, starfsmannahaldi Flugmálastjórnar, sími 569 4100. 3. Fulltrúi í skírteinadeild Starfssvið: ● Yfirferð og mat á gögnum við útgáfu og end- urnýjun til starfsréttinda í flugi. ● Umsjón með verklegum flugprófum. ● Skjalavarsla. ● Almenn upplýsingagjöf og afgreiðsla til við- skiptavina Flugmálastjórnar. Menntunar- og hæfniskröfur: ● Reynsla og þekking af flugstarfsemi og skír- teinareglugerðum. ● Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í töluðu og skrifuðu máli. ● Krafist er mikillar nákvæmni í starfi. ● Haldgóð tölvuþekking. ● Góð skipulags- og samskiptafærni nauðsynleg. Upplýsingar um starfið veita Ingunn Ólafsdóttir og Stefanía Harðardóttir, starfsmannahaldi Flugmálastjórnar, sími 569 4100. Laun eru samkvæmt viðeigandi kjarasamning- um opinberra starfsmanna. Skriflegar umsóknir með ítarlegum upplýsing- um um menntun og fyrri störf sendist starfs- mannahaldi Flugmálastjórnar fyrir 3. júlí 2002. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu Flugmálastjórnar, www.caa.is . Öllum umsóknum verður svarað. Flugmálastjórn Íslands er ríkisstofnun, sem innir af hendi marg- víslega þjónustu í þágu flugsamgangna. Hlutverk Flugmála- stjórnar er í meginatriðum að hafa eftirlit með hvers konar flug- starfsemi á vegum íslenskra aðila til að tryggja öryggi í flugi innan lands og utan, að sjá um uppbyggingu og rekstur flugvalla og veita flugumferðar- og flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlands- flug og alþjóðlegt flug yfir Norður-Atlantshafi. Stofnuninni er skipt í fjögur svið sem samtals hafa um 260 starfsmenn um allt land. Flestir þessara starfsmanna hafa hlotið sérhæfða þjálf- un. Flugmálastjórn leggur áherslu á jafnan rétt kvenna og karla til starfa. Starfssvið: • Fjármálastjórn. • Rekstur fjármála- og þjónustudeilda aðalskrifstofu. • Þjónusta og ráðgjöf við deildir félagsins um land allt. • Áætlanagerð og eftirfylgni. • Kostnaðareftirlit. • Yfirumsjón með bókhaldi og uppgjöri. Hæfniskröfur: • Háskólamenntun af viðskiptasviði. • Fagleg starfsreynsla. • Samstarfshæfni. • Frumkvæði. • Nákvæm vinnubrögð. Í boði er umfangsmikið og fjölbreytt framtíðarstarf fyrir aðila sem vill vinna sem faglegur fjármálastjóri. Í starfinu reynir mest á stjórnunareiginleika, samstarfshæfni og frumkvæði. Umsóknir óskast sendar til Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers merktar „Fjármálastjóri 2881“ fyrir 26. júní nk. Frekari upplýsingar veita Katrín S. Óladóttir og Ari Eyberg. Netföng: katrin.s.oladottir@is.pwcglobal.com og ari.eyberg@is.pwcglobal.com Rauði krossinn er elsta og umfangsmesta mannúðarstofnun í heimi með um 97 milljónir félagsmanna og sjálfboðaliða í 178 löndum. Rauði kross Íslands var stofnaður 10. desember 1924 og eru deildir hans 51 með fjölbreytta starfsemi um land allt. Tilgangur hreyfingarinnar er að vernda líf og heilsu og tryggja virðingu fyrir mannlegu lífi. Hún vinnur að gagnkvæmum skilningi, vináttu, samstarfi og varanlegum friði meðal allra þjóða. Nánari upplýsingar um Rauða krossinn er að finna á heimasíðu félagsins: www.redcross.is Fjármálastjóri Rauði kross Íslands óskar að ráða fjármálastjóra á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 550 5300 • Bréfasími 550 5301 • www.pwcglobal.com/is ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.