Morgunblaðið - 19.06.2002, Qupperneq 42
HESTAR
42 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Vörurnar
sem virka
FREMSTIR FYRIR GÆÐI
ÞETTA er sá fjöldi sem hefur heim-
ild til að mæta á landsmótið og taka
þátt í kynbótasýningu mótsins en
fullvíst má telja að ekki muni allir
nýta sér þann rétt. Sum þessara
hrossa munu mæta til leiks í gæð-
ingakeppni landsmótsins og ekki er
ósennilegt að einhver þeirra sem
eiga hross rétt yfir einkunnamörkum
til þátttöku muni ekki telja það fyr-
irhafnarinnar virði að mæta með
þau. Þrátt fyrir að landsmótin séu
eftirsóttur vettvangur til að kynna
góð kynbótahross þá er ekki hægt að
horfa framhjá þeirri staðreynd í
þessum hrossafjölda hreinlega týn-
ast mörg hrossanna og fáir taka eftir
þeim og enn færri muna eftir þeim að
loknu móti.
Að fara með hross á landsmót er
þó nokkuð fyrirtæki og kostnaðar-
samt fyrir þá sem þurfa um langan
veg að fara.
En toppunum gleymir enginn og
það eru efstu hrossin sem draga
vagninn. Kynbótasýningarnar hafa
löngum verið vinsælasti þáttur
landsmótanna og má ætla að engin
breyting verði á því nú.
Bróðurbetrungur efstur
Af stóðhestum sex vetra og eldri
stendur efstur Þyrnir frá Þórodds-
stöðum og er á góðri leið með að
fylgja í fótspor albróður síns Hams
frá Þóroddsstöðum og er hann með
8,60 í aðaleinkunn. Hamur hefur alla
burði til slá bróður sínum við í ein-
kunn og það sem kannski öllu máli
skiptir er að hann virðist ætla að
verða mun eftirsóttari en bróðir hans
hjá hryssueigendum. Þyrnir bætir
sig nokkuð víða en lækkar sig í 9,5
fyrir prúðleika, var með 10,0. Hann
fær þrjár níur í sköpulagi fyrir höfuð,
fótagerð og hófa. Tvær níur í hæfi-
leikum fyrir tölt og fegurð í reið.
Hann er jafn í einkunnum fyrir
sköpulag, 8,58 og hæfileikum 8,61.
Næstur kemur Forseti frá Vorsabæ
með 8,58. Hann fær 9,5 fyrir bæði
hófa og bak og lend en hinsvegar 6,5
fyrir réttleika sem vissulega rýrir
talsvert gildi hans sem kynbótahests,
fyrir sköpulag fær hann út 8,39.
Hæfileikarnir eru í góðu lagi 8,71 og
þar ber hæst 9,0 fyrir tölt, vilja og
geðslag og fegurð í reið. Ekki er það
lakara hjá þriðja hestinum sem er
Ófeigur frá Þorláksstöðum, hann er
með 8,77 fyrir hæfileika, 9,5 fyrir fet
og 9,0 fyrir brokk, skeið og vilja og
geðslag. Fyrir prúðleika fær hann
10,0 og 9,5 fyrir hófa en hefur sama
djöful að draga og Forseti er með 6,5
fyrir réttleika.
Keilir frá Miðsitju siglir nokkuð
lygnan sjó í fjórða sæti með 8,48, er
með 9,0 fyrir háls herðar og bak og
lend og sömueliðis fyrir vilja og geðs-
lag og fegurð í reið. Margir hafa beð-
ið spenntir eftir að Keilir springi út
með yfirferðina en eitthvað virðist
ætla að standa á því, vantar meira
rými en fer mjög fallega á þeim
hraða sem hann ræður við. Hann
bætir heldur í skeiðið er nú kominn
með 8,5.
Slapp fyrir horn hjá Flygli
Flygill frá Vestri-Leirárgörðum
hefur átt við fótamein að stríða en
kom nú fram með mikilli sprengisýn-
ingu á Gaddstaðaflötum og hlaut 8,87
fyrir hæfileika sem er að því er virð-
ist hæsta einkunn hjá stóðhesti þetta
árið. Voru það engar smáeinkunnir,
9,5 fyrir brokk og vilja og geðslag, 9,0
fyrir tölt. Hann er verðugur fulltrúi
föður síns, rýmisbankans Kolfinns
frá Kjarnholtum. Vonandi fá lands-
mótsgestir að sjá þessa hamhleypu
þrusa eftir brautum Vindheimamela
en auðvitað gæti fótamein hans kom-
ið í veg fyrir það. Flygill hlýtur að-
eins 7,81 fyrir sköpulag sem þykir í
lægri kanti hjá stóðhestum í dag.
Jafnir með 8,44 eru Nagli frá Þúfu og
Kjarni frá Árgerði, sá fyrrnefndi
skeiðlaus en sá síðarnefndi með 8,5
fyrir skeið. Nagli er með skrautlega
hæfileikaeinkunn, 9,5 fyrir brokk og
stökk og 9,0 fyrir töltvilja og geðslag
og fegurð í reið. Kjarni er með 9,0
fyrir bak og lend, hófa og hófa, vilja
og geðslag og fegurð í reið. Næstir
koma svo Tígull frá Gýgjarhóli með
8,43, Töfri frá Kjartansstöðum, 8,38
og Frami frá Ragnheiðarstöðum með
8,36 og Glampi frá Vatnsleysu með
8,35. Ætla má að mikill spenningur
verði í kringum Töfra sem er með 9,5
fyrir tölt og þrjár níur í hæfileikum.
Spennan snýst meðal annars um það
hvort honum og Stíganda frá Leys-
ingjastöðum, sem er einnig með 9,5
fyrir tölt, tekst að teygja sig í tíuna á
landsmótinu. Auðvitað getur röð frá
forskoðun breyst en víst má telja að
það verði þessir hestar sem muni
berjast um toppsætin.
Vel á þriðja hundrað kynbótahrossa komin með farseðil á landsmót
Hörð barátta framundan
hjá elstu stóðhestunum
Ætla má að Forseti frá Vorsabæ og Þórður Þorgeirsson muni sækja
hart að Daníel og Þyrni á landsmótinu.
Þótt Töfri frá Kjartansstöðum eigi kannski ekki bestu möguleika á efsta sæti í elsta flokki
stóðhesta á hann vafalaust eftir að ylja landsmótsgestum með fögru tölti og spurningin
hvort hann fær tíuna langþráðu. Knapi er Jóhann R. Skúlason.
Tvö hundruð fjörutíu og átta kynbóta-
hross hafa tryggt sér farseðil í einstaklings-
dóm á landsmótinu á Vindheimamelum
í byrjun júlí. Valdimar Kristinsson
kynnti sér hestakostinn sem þar
mun væntanlega gleðja mótsgesti.
Morgunblaðið/Vakri
Þyrnir frá Þóroddsstöðum á góða möguleika á að feta í fótspor albróður síns Hams og taka
fyrsta sætið í elsta flokki stóðhesta á landsmótinu. Knapi er Daníel Jónsson.
A-flokkur
1. Víglundur frá Vestra-Fíflholti, kn.: Jóhann G. Jóhannsson, eig:
Kvistir ehf., 8,63/8,90
2. Andvari frá Sléttabóli, kn.: Vignir Siggeirsson, eig.: Jóhann Svav-
arsson, 8,51/8,66
3. Kvistur frá Hvolsvelli, kn.: Elvar Þormarsson, eig.: Þormar Andr-
ésson, 8,44/8,61
4. Íðir frá Vatnsleysu, eig. og kn.: Vignir Siggeirss., 8,40/7,76 5. Eitill
frá Hala, kn.: Sigurður Ó.Kristinsson, eig.: Jón Karlsson, 8,53
A-flokkur áhugamenn
1.Esjar frá Holtsmúla, kn.: Elín Sigurðardóttir, eig.: Holtsmúlabúið,
8,42/8,39
2. Dillon , eig. og kn.: Logi Guðmundsson, 7,53/8,38
3. Glaumur frá Lynghaga, eig. og kn.: Magnús Halldórsson, 7,79/7,93
4. Kolskör frá Flugumýrarhvammi, kn.: Katla Gísladóttir, eig.: Ásta
B. Ólafsdóttir, 8,03/7,89
5. Katla frá Oddhóli, kn.: Axel Ómarsson, eig: Þórunn Bergsdóttir og
Axel Ómarsson, 7,36/7,51
B-flokkur
1. Guðni frá Heiðarbrún, kn.: Hallgrímur Birkisson, eig.: Hrossa-
ræktarbúið Krókur, 8,70/8,81
2. Stæll frá Miðkoti, kn.: Ólafur Þórisson, eig.: Þórir Ólafsson, 8,52/
8,74
3. Blökk frá Teigi, kn.: Árni Pálsson, eig.: Árni Jóhannsson, 8,50/8,69
4. Fáni frá Kálfholti, kn.: Ísleifur Jónasson, eig.: Jónas Jónsson, 8,48/
8,49
5. Stjörnufákur frá Miðkoti, eig. og kn.: Ólafur Þórisson/Vignir Sig-
geirsson, 8,42/8,43
B-flokkur áhugamenn
1. Rán frá Hrólfsstaðahelli, kn.: Eiður Kristinsson, eig.: Anna B.
Stefánsdóttir, 8,20/8,50
2. Perla, kn.: Þórunn Kristjánsdóttir, 8,32/8,44
3. Brúnka frá Varmadal, kn.: Gunnar Rúnarsson, eig.: Haraldur
Magnússon, 8,29/8,43 4. Bróðir frá Rifshalakoti, kn.: Malin E.
Ramm, eig.: Hrossaræktarbúið Krókur, 8,19/8,31
5. Krummi frá Bólstað, eig. og kn.: Björk Svavarsdóttir, 8,26/8,30
Ungmenni
1.Kliðja frá Litlu-Tungu, kn.: Eydís S. Tómasdóttir, eig.: Vilhjálmur
Þórarinsson, 8,44
2. Gormur frá Grímsstöðum, kn.: Maria B. Andersen, eig.: Hrossa-
ræktarbúið Krókur, 8,26
3. Spori frá Berustöðum, eig. og kn.: Andri L. Egilsson, 8,08
4. Amor frá Hömrum, eig. og kn.: Guðjón Björnsson, 8,06
Unglingar
1. Viðja frá Neðra-Seli, kn.: Katla Gísladóttir, eig.: Gísli Sveinsson,
8,58/8,62
2. Eydís frá Djúpadal, kn.: Helga B. Helgadóttir, eig.: Benedikt Val-
berg, 8,46/8,58
3. Kári frá Þóreyjarnúpi, kn.: Unnur L. Hermannsdóttir, eig.: Unnur
L. Hermannsdóttir og Hallgrímur Jónasson, 8,40/8,53
4. Kjarni frá Flögu, kn.: Elín Sigurðardóttir, eig.: Holtsmúlabúið,
8,42/8,48
5. Bragur frá Eyrarbakka, kn.: Laufey G. Kristinsdóttir, eig.: Laufey
G. Kristinsdóttir/Ólafur Pálsson, 8,53/8,43
Börn
1. Úlfur frá Hjaltastöðum, kn.: Inga B. Gísladóttir, eig.: Ásta B.
Ólafsdóttir, 8,77/8,80
2. Vígar frá Skarði, kn.: Hekla K. Kristinsdóttir, eig.: Kristinn
Guðnason, 8,77/8,75
3. Fáni frá Hala, kn.: Rakel N. Kristinsdóttir, eig. Hekla K.Krist-
insdóttir, 8,42/8,55
4. Jökull frá Kálfholti, kn.: Bergrún Ingólfsdóttir, eig.: Jónas Jóns-
son, 8,37/8,48
5. Drottning frá Hlíðarenda, kn.: Ásdís H. Árnadóttir, eig.: Guðrún
Stefánsdóttir, 8,35/8,33
150 metra skeið
1. Hrafnar frá Efri-Þverá, eig.og kn.: Þráinn Ragnarsson, 14,92 sek.
2. Tangó frá Lambafelli, kn.: Magnús Benediktsson, eig.: Tryggvi
Geirsson, 15,15 sek.
3. Ísafold frá Ytra-Dalsgerði, kn.: Logi Laxdal, eig.: Hugi Krist-
insson og Kristinn Hugason, 15,30 sek.
250 metra skeið
1. Kormákur frá Kjarnholtum, eig. og kn.: Logi Laxdal, 22,25 sek.
2. Sif frá Hávarðarkoti, kn: Einar Ö. Magnússon, 23,90 sek.
3. Sprettur frá Kirkjubæ, kn.: Axel Geirsson, eig.: Þráinn Ragn-
arsson, 24,48 sek.
300 metra stökk
1. Dreitill frá Bólstað, kn.: Ólafur Þórisson, eig.: Svavar Ólafsson,
24,05 sek.
2. Funi frá Ey, eig. og kn.: Halldór Magnússon, 24,47 sek.
3. Sörli frá Nikhól, kn.: Orri Örvarsson, eig.: Atli M. Guðjónsson,
24,55 sek.
Úrslit á hestamóti Geysis á Gaddstaðaflötum