Morgunblaðið - 19.06.2002, Page 43
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 43
UM helgina voru 16
ökumenn grunaðir um
ölvun við akstur, 23 um
of hraðan akstur og 14
um að virða ekki stöðvunarskyldu.
Síðdegis á föstudag var tilkynnt
um að bifreið hefði runnið á konu
og hún hugsanlega fótbrotnað.
Konan var flutt með sjúkrabifreið
á slysadeild talin fótbrotin. Konan
var að þvo bifreiðina framanverða
þegar sonur hennar startaði bif-
reiðinni sem var í gír og hafnaði
bifreiðin á konunni og klemmdi
hana utan í vegg. Þetta gerist oft,
að fólk gætir ekki nægjanlegrar
varúðar þegar það skilur börn eftir
í bílum.
Á föstudagskvöld var bifreið ek-
ið á brú við Grjóteyri í Kjós. Í bif-
reiðinni voru tveir ölvaðir piltar en
lítið meiddir. Á sunnudagskvöld
var ökumaður stöðvaður fyrir að
virða ekki stöðvunarskyldu. Þetta
reyndist vera ung kona og var hún
með 5 ára gamalt barn sitt í fram-
sæti án þess að nota öryggisbúnað
fyrir barnið. Slíkt kæruleysi er al-
veg fráleitt.
Hentu lyklum á milli
Leigubílstjórar tilkynntu að
drukkin kona hafi verið búin að
starta bifreið og ætlað að aka af
stað. Bílstjórarnir sögðust hafa
drepið á bifreiðinni og tekið bíl-
lyklana og séu nú að kasta þeim á
milli sín en stúlkan reyni að fá
lyklana aftur með litlum árangri.
Lögreglan tók lyklana í sínar
hendur en konan tók leigubifreið
heim.
Mjög mikil vinna var við opin-
bera heimsókn forseta Kína.
Á föstudag var tilkynnt um að
barn hafi fallið niður tröppur við
hús í Grafarvogi. Barn í göngu-
grind fór niður nokkrar tröppur og
var flutt með sjúkrabifreið á slysa-
deild. Þá var tilkynnt um innbrot í
íbúð í Hlíðunum. Farið var inn í
kjallaraherbergi og stolið þaðan
dýrri myndbandsupptökuvél og
spólum.
Á föstudagskvöld voru ungir
piltar að mála á veggi Seljaskóla.
Þeir voru teknir og fluttir heim til
foreldra en mega eiga von á ein-
hverjum eftirmálum vegna þessara
skemmdarverka.
Aðfaranótt laugardags var ölvun
miðlungs mikil í miðborginni og
ástand þokkalegt. Fimm manns
voru handteknir vegna ýmissa
mála og færðir í fangamóttöku. Á
föstudagskvöld hreinsaði lögreglan
út úr foreldralausu unglingasam-
kvæmi í Breiðholtshverfi. Reynt að
ná sambandi við móður til að til-
kynna henni um afskiptin en það
tókst ekki. Aðfaranótt sunnudags
var ástandið svipað í miðborginni
og nóttina áður og þurfti aftur að
handtaka fimm manns vegna ým-
issa mála. Mikill erill var hjá lög-
reglu þessa nótt vegna ölvaðs fólks
víðsvegar um borgina.
Hentu öllu lauslegu
af svölunum
Á sunnudagskvöld var tilkynnt
um innbrot í geymslu í Hlíðunum.
Stolið var tjaldi, veiðistöngum,
veiðitösku með ýmsum búnaði og
myndavél. Þá var tilkynnt um hóp
fólks sem kominn var upp á þak
húss við Laugaveg. Þarna reyndist
furðufataball og þar sem þakið var
traust var ekki talin ástæða til
frekari afskipta.
Aðfaranótt mánudags var til-
kynnt um fólk sem er að henda
grjóti og öðru lauslegu af svölum á
efstu hæð húss við Skúlagötu. Bif-
reiðar voru á stæði fyrir neðan og
reyndust nokkrar skemmdir á
þeim.
Þá var tilkynnt um stúlku sem
hafði skorist á enni og blæddi tölu-
vert úr sárinu. Lögregla ók stúlk-
unni á slysadeild. Mun hún hafa
staðið við Vöffluvagninn á Lækj-
artorgi, þegar einhver kastaði
glasi sem lenti í höfði hennar. Þá
var í Hafnarstræti maður uppi á
gámi að kasta steinum í gangandi
vegfarendur. Maðurinn var rekinn
burt.
Lögreglumenn sinntu venju-
bundnum störfum við hátíðarhöld-
in á þjóðhátíðardaginn. Mikill
mannfjöldi var í miðborginni um
miðjan daginn en fátt orðið eftir af
fólki um kvöldmatarleytið.
Aðfaranótt þriðjudags var til-
kynnt um innbrot í veitingastað í
Seljahverfi en þar hafði verið stolið
skjávörpum. Einnig var tilkynnt
um innbrot í fyrirtæki í Höfða-
hverfi þar sem stolið var álfelgum
og fleiru. Nokkrum sinnum var til-
kynnt um járnplötur og fleira sem
væri að fjúka.
Snemma á þriðjudagsmorgun
var tilkynnt um grunsamlega
menn í grárri bifreið á Borgartúni.
Mennirnir höfðu fíkniefni í fórum
sínum. Þeir voru færðir á stöð og
leitað á þeim og í bifreiðinni.
Fundust þar áhöld til fíkniefna-
neyslu og munir sem taldir voru
þýfi.
Úr dagbók lögreglu – 14.–18. júní
Furðufataball á traustu þaki
Á LANDSFUNDI Bindindissam-
takanna IOGT á Íslandi, sem hald-
inn var fyrir skömmu, voru sam-
þykktar nokkrar ályktanir. Hér á
eftir fer hluti þeirra:
„Landsfundurinn mótmælir ein-
dregið hugmyndum sem fram hafa
komið um sölu áfengis í matvöru-
verslunum. Þær ganga þvert á
stefnu Alþjóða heilbrigðisstofnun-
arinnar sem byggð er á fjölda
rannsókna er hafa leitt í ljós að
tjón af neyslu áfengis eykst því
meir sem aðgengi að því er auð-
veldara.
Landsfundurinn vekur athygli á
því að áfengi er það fíkniefni sem
veldur langmestu tjóni í samfélag-
inu. Þeir sem nota önnur fíkniefni
hafa í allt að 97% tilvika byrjað að
neyta áfengis og tóbaks. Lands-
fundurinn minnir einnig á brýna
nauðsyn á baráttu gegn reykingum
og annarri tóbaksnotkun.“
Segja áfengi
valda mestu
tjóni
LEIKSKÓLAR Kópavogs halda
sumarhátíð í Hlíðargarðinum í
Kópavogi á morgun, fimmtudag-
inn 20. júní.
„Eldri börnin í leikskólum
Kópavogs taka þátt í hátíðinni og
hefst hún á skrúðgöngu frá
Fannborg 2 kl. 9.30 og verður
gengið niður í Hlíðargarð, sem er
staðsettur milli Hlíðarhvamms
og Lindarhvamms. Þarna verður
fjölmennur hópur leikskólabarna
Kópavogs og verður ýmislegt til
skemmtunar.
Hátíðin verður endurtekin e.h.
og leggur skrúðgangan af stað
kl. 13.30,“ segir í fréttatilkynn-
ingu.
Sumarhátíð í Kópavogi