Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
MIKILL hluti Palestínuaraba býr
ennþá undir sjálfstjórn Arafats her-
foringja með meiru, en ekki í sjálf-
stæðu ríki og allt of margir hafa látið
lífið í baráttu sinni fyrir sjálfstæði en
ekki vegna þess að þráin eftir Palest-
ínu sem sjálfstæðu ríki við hlið Ísrael
sé svo sterk heldur vegna þess að þeir
vilja palestínskt ríki á rústum Ísrael.
Það sannaðist best þegar Arafat leið-
togi þeirra vísaði á bug friðartillögu
Baraks þáverandi forsætisráðherra
Ísrael sem fólust í því að Ísrael drægi
allt herlið sitt til baka frá palestínsk-
um svæðum, skipta Jerúsalem, flytja
landnema frá landnemabyggðum og
undirrita þriðja hluta Óslóar-sam-
komulagsins. Lengra var ekki hægt
að ganga í átt til friðar, það sjá þeir
sem vilja sjá, en frið hafði Arafat ekki
í huga þá frekar en nú og því sagði
hann NEI!! Þá hófst eina ferðina enn
alda sjálfsmorðsárása sem er einn
mesti hryllingur sem um getur, sak-
laust fólk sprengt í loft upp á kaffihús-
um,í strætisvögnum, á matvörumörk-
uðum, sprengjur springa við barna-
heimili og skóla, enginn er óhultur og
ekki nokkur leið að sjá þennan hryll-
ing fyrir, þeir sem verknaðinn fremja
deyja svo með sælubros á vör í þeirri
trú að þeirra bíði eilíf sæluvist á himn-
um.
Í skólum palestínsku herstjórnar-
innar er Ísrael ekki til á heimskort-
inu, þess í stað er þar Stór-Palestína
og í palestínskum blöðum birtast
reglulega ýmist greinar eða ljóð sem
öll fjalla um útrýmingu Ísrael og gyð-
ingar hvattir til að velja sér dauðdaga
hvort heldur þeir vilji falla fyrir hendi
íslams eða drukkna í Miðjarðarhaf-
inu.
Árangur þessa áróðurs sjáum við
svo fyrir botni Miðjarðarhafs í dag,
80% Palestínumanna vilja stríð frekar
en lausn pólitískra vandamála. Pal-
estínumenn eru fórnarlömb leiðtoga
sem virðist ekki ganga heill til skógar
frekar en helstu bandamenn hans.
þar með talin Saddam Hussein forseti
Íraks, það er undarleg siðfræði að
borga fólki fyrir að drepa sig og aðra,
jafnundarleg og að enn skuli vera til í
Líbanon og Sýrlandi flóttamannabúð-
ir síðan 1948. Þetta fólk hefur ekki
nokkur mannréttindi svo ekki sé nú
talað um ríkisfang, sameinar þó tung-
an þetta fólk og ekki vantar landrým-
ið. Hvað er þá að? Jú, það virðist
þjóna ákveðnum tilgangi íslamskra
öfgahópa að viðhalda óbreyttu
ástandi og kenna svo gyðingum um og
hin saklausu fórnarlömb sem þarna
búa eru þeirra afsökun fyrir stans-
lausum hryðjuverkum á saklausa
borgara í Ísrael, en gyðingar eiga
enga sök á því ástandi sem þarna rík-
ir, það eina sem þeir hafa gert er að
verja hendur sínar, hver gerir það
ekki? Ísraelar hófu ekki þetta stríð,
stríð var það síðasta sem þeir vildu,
þeir vilja hinsvegar uppræta hryðju-
verkahópa og þar ætti allur heimur-
inn að standa með þeim.
Fimm voldug og vel vopnum búin
arabaríki sögðu Ísrael stríð á hendur
árið 1967. Á blaðamannafundi, sem þá
var haldinn, spurði einn fréttamann-
anna: Hvað ætlið þið að gera við gyð-
inga ef þið vinnið þetta stríð? Varð þá
kokhraustur PLO-maður, Ahmed
Shukeiry að nafni, fyrir svörum.
Hann sagði: Við gerum ekki ráð fyrir
að einn einasti gyðingur komist af!!!
Svona var hugsað þá og því miður er
hugsað svoba í dag, því skulum við
ekki gleyma frekar en að Hitler
blekkti Chamberlain hinn enska,
Daladier hinn franska og var fyrir
vikið tilnefndur til friðarverðlauna
Nóbels. Arafat hefur skotið Hitler ref
fyrir rass hvað þetta varðar, blekkt
hálfan heiminn og vel það og hlotið
fyrir friðarverðlaun Nóbels.
Þvílík blekking er sem betur fer
væntanlega einsdæmi.
ÓLÍNA K. JÓHANNSDÓTTIR,
Gnitaheiði 3, 200 Kópavogi.
Ísrael-Palestína
Frá Ólínu K. Jóhannsdóttur:
VIÐ Íslendingar hljótum að teljast
frekar tvöfaldir í roðinu þessa dag-
ana í tengslum við heimsókn forseta
Kína til vors litla lands. Fyrst taka
stjórnvöld upp á að bjóða þessum
forseta til landsins fyrir aftan bakið á
okkur og án þess að við fáum nokkuð
um það sagt. Þar næst er gefinn út
listi yfir óæskilega gesti til landsins.
Ég verð nú bara að spyrja: Viljum
við Íslendingar láta það spyrjast út
um okkur að neita gestum að koma
til landsins á þeim forsendum að þeir
trúa á lýðræði og jafnrétti meðal
íbúa lands síns? Viljum við láta það
spyrjast út um okkur að neita mönn-
um um að mótmæla því sem þeir trúa
ekki á? Ætlum við að láta það við-
gangast að traðkað sé á rétti manna
til skoðanafrelsis í okkar eigin landi,
þó það sé gert í þeirra upprunalandi?
Hvað er að verða um okkur?
Ég verð að lýsa vanþóknun minni
á þessu uppátæki stjórnvalda, og þá
sérstaklega Davíðs Oddssonar, að
koma fram fyrir mína hönd og lýsa
því sem aumingjaskap að neita
mönnum ekki um að heimsækja okk-
ar annars ágæta land. Ég hlýt að
hafa miklar áhyggjur af því að Sjálf-
stæðisflokkurinn skuli gera svo mik-
ið af því að bjóða hingað forystu-
mönnum lands sem þekktir eru fyrir
kúgun á eigin fólki. Er þetta það
næsta sem Sjálfstæðisflokkurinn
ætlar sér? Eru þeir að reyna að læra
eitthvað af þessum mönnum? Hvern-
ig beri að þagga niður í óánægju-
röddum þegna landsins? Aumingja
ég, ef svo er.
Nú er það nokkuð ljóst að Kína er
að opnast fyrir kapítalisma. Ekkert
er nema gott um það að segja þar
sem Íslendingar gætu haft gott upp
úr auknum viðskiptum við Kína ef
við myndum hugsa aðeins meira eins
og frændur vorir Danir, þ.e. líta á
viðskipti sem atvinnugrein og læra
að nýta okkur menntun okkar og að-
stöðu til að miðla vörum frá Kína til
annarra landa eða öfugt. Slík við-
skipti gætu í raun náð til hvaða landa
sem er.
Það er ekki mitt að gagnrýna slík
samskipti, enda eru þau öllum þegn-
um landsins til góða. Það sem hins
vegar fer fyrir brjóstið á mér er sá
fasismi að meina ákveðnum hópum
fólks að heimsækja okkar fagra land
að sumarlagi til þess eins að koma í
veg fyrir að ákveðnar skoðanir séu
viðraðar.
Til hamingju Íslendingar. Mússól-
íní lifi lengi!
KRISTJÁN RAGNAR
ÁSGEIRSSON,
viðskiptafræðingur.
Ljótir gestgjafar
Frá Kristjáni R. Ásgeirssyni: