Morgunblaðið - 19.06.2002, Side 48
DAGBÓK
48 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í dag
eru væntanleg Flam-
enco, Kiel, Brúarfoss og
Goðafoss.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
dag eru Viking, Ocean
Tiger og Polar Princess
væntanleg.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur Sól-
vallagötu 48. Skrifstofa s.
551 4349, opin miðvikud.
kl. 14–17. Flóamarkaður,
fataúthlutun og fatamót-
taka s. 552 5277 opin ann-
an og fjórða hvern miðvi-
kud. kl. 14–17.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9 og
kl. 13 vinnustofa. Jóns-
messuferð verður frá
Aflagranda 40 fim.
20.júní. Lagt af
stað 12.15, ekið verður til
Þorlákshafnar, Eyrar-
bakka og Selfoss þar sem
komið verður við í
Kaupfélaginu. Jóns-
messukaffi í Skíðaskál-
anum. Kaffihlaðborð,
skemmtiatriði,
dans.
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta og opin
handavinnustofan, kl. 13
spilað, kl. 13–16.30 opin
smíðastofan. Bingó er 2
og 4 hvern föstudag.
Púttvöllurinn er opin alla
daga. Allar upplýsingar í
s. 535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8.30–
12.30 böðun, kl. 9–16
handavinna kl. 9–17 fóta-
aðgerð, kl. 10–10.30
banki, kl. 13–16.30 spilað.
Farið verður á Hólmavík
fimmtud. 20. júní kl. 8.
Sr. Sigríður Óladóttur
tekur á móti okkur í
Hólmavíkurkirkju. Sýn-
ingin Galdrar á Strönd-
um og Sauðfé í sögu þjóð-
ar skoðaðar.
Kaffi og meðlæti í Sæ-
vangi. Kvöldverður í
Hreðavatnsskála. Leið-
sögumaður: Anna Þrúð-
ur Þorkelsdóttir. Skrán-
ing í s. 568 5052.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 9–12 aðstoð við
böðun, kl. 9–16.45 hár-
greiðslu-og handa-
vinnustofur opnar, kl.
10–10.45 leikfimi, kl.
14.30 banki.
Félagsstarf aldraðra í
Mosfellsbæ, Kjalarnesi
og Kjós. Jónsmessuferð
á Þingvöll, Selfoss og
Stokkseyri, mánudaginn
24. júní. Lagt af stað kl.
15 frá Damos. Uppl. og
skráning hjá Svanhildi í
síma 586 8014 e.h.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka í dag kl. 15–16.
Skrifstofan í Gullsmára 9
opin í dag kl 16.30–18.
Farið verður til Vest-
mannaeyja mánudag 24.
júní með Herjólfi og
komið til baka miðvikud.
26. júní. Ferðatilhögun:
1.dagur. Farið frá Þor-
lákshöfn kl 12. og farin
skoðunarferð um eyjar,
kvöldverður. 2. dagur,
skoðunarferðir á landi
og sjó, kvöldverður. 3.
dagur. Brottför frá eyj-
um kl. 15.30. Vinsamlega
skráið ykkur sem fyrst.
Rútuferð frá Gjábakka
kl. 10.15 og Gullsmára
kl.10.30, Þátttökugjald
greiðist til Boga Þóris
Guðjónssonar fyrir 14.
júni.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl.
9.30 hjúkrunarfræð-
ingur á staðnum, kl. 10
hársnyrting, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13
föndur og handavinna.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli ,
Flatahrauni 3. Dagsferð
að Skógum í dag, mið.
19. júní. Lagt af stað frá
Hraunseli kl. 10. Línu-
dans kl. 11 og pílukast kl.
13.30. Á morgun,
fimmtudag, félagsvist kl.
13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan op-
in virka daga frá kl.
10–13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi. Mið-
vikudagur. Göngu-
Hrólfar fara í létta
göngu frá Ásgarði
Glæsibæ kl. 10.
Línudanskennsla
Sigvalda kl. 19.15.
Fimmtudagur:
Brids kl. 13. Söguferð í
Dali 25. júní dagsferð,
Eiríksstaðir-Höskulds-
staðir-Hjarðarholt-
Búðardalur-Laugar-
Hvammur. Léttur há-
degisverður að Laugum
í Sælingsdal. Kaffihlað-
borð í Munaðarnesi
Leiðsögumaður Sig-
urður Kristinsson .Vin-
samlegast sækið farmið-
ann fyrir helgi.
Þórsmörk – Langidalur
4. júlí, Kaffihlaðborð á
Hvolsvelli. Leiðsögn
Þórunn Lárusdóttir.
Hálendisferð 8.–14. júlí
ekið norður Sprengisand
og til baka um Kjöl, eig-
um örfá sæti laus.
Silfurlínan er opin á
mánu- og miðvikudögum
kl. 10–12 f.h. í s.
588 2111. Skrifstofa fé-
lagsins er flutt í Faxafen
12, sama símanúmer og
áður. Félagsstarfið er
áfram í Ásgarði
Glæsibæ. Upplýsingar á
skrifstofu FEB.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
fótaaðgerð, opin vinnu-
stofa, m.a. postulín,
mósaik og gifsafsteypur,
kl. 9–17 hárgreiðsla, kl.
9–16 böðun.
Gerðuberg, félagsstarf.
Í dag kl. 9–16.30 vinnu-
stofur opnar. Kl. 9.30
sund og leikfimiæfingar í
Breiðholtslaug. Frá há-
degi spilasalur opinn.
Veitingar í Kaffi Berg. Á
morgun, Jóns-
messufagnaður í Skíða-
skálanum. Örfá sæti
laus. Fim. 27. júní:
Ferðalag um Suðurnes.
Nánar kynnt síðar. Upp-
lýsingar um starfsemina
á staðnum og í síma
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
kl. 13 félagsvist FEBK,
kl. 15–16 viðtalstími
FEBK, kl. 17 bobb. Tek-
ið verður við staðfesting-
argjaldi í ferðalag Sund-
hópsins og félagsstarfs-
ins um Vestfirði dagana
15.–19. júlí mið. 19. júní
frá kl. 10.30-12 í Gjá-
bakka. Uppl. í síma 554-
3400.
Gullsmári, Gullsmára 13.
Opið frá kl. 9–17 hádeg-
ismatur alla virka daga,
heitt á könnunni og
heimabakað meðlæti.
Handuvinnustofan er op-
in kl. 9.15–16 á þriðju-
dögum og miðvikudögum
kl. 13-16 og fim. kl. 9.15–
16.
Hraunbær 105. Kl. 9 op-
in vinnustofa, handa-
vinna, bútasaumur, kl. 9–
12 útskurður, kl. 9–17
hárgreiðsla og fótaað-
gerðir, kl. 11 banki, kl. 13
brids.
Hvassaleiti 58–60. Kl. 9
böðun, kl. 9 og kl. 10 jóga.
Fótaaðgerð, hársnyrting.
Allir velkomnir.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa, kl.
9–16 fótaaðgerðir, kl. 9–
12 tréskurður, kl. 10
sögustund, kl. 13 banki,
kl. 14 félagsvist, kaffi,
verðlaun. Allir velkomn-
ir.
Vesturgata 7. Kl. 8.25
sund, kl. 9–16 fótaaðgerð
og hárgreiðsla, kl. 9.15–
16 postulínsmálun og
mósaik, kl. 13–14 spurt
og spjallað.Verslunarferð
í Bónus kl. 13.30. Í dag er
farið í rútuferð og ekið
um Álftanes, Hafn-
arfjörð, Heiðmörk,
Hafravatn, Mosfellsbæ
og nýju hverfin í Graf-
arvogi. Kaffihlaðborð í
Ásláki, Mosfellsbæ. Allir
velkomnir. Uppl. í síma
561 0300.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan,
kl. 9.30 bókband og hand-
mennt, kl. 10 morg-
unstund, kl. 12.30 versl-
unarferð Bónus.
Bankaþjónusta 2 fyrstu
miðvikudaga í mánuði.
Ellimálaráð Reykjavík-
urprófastsdæma. Boðið
er upp á orlofsdvöl í Skál-
holti í sumar. Í boði er
dvöl 1.-5. júlí. Skráning á
skrifstofu f.h. virka daga
í síma 557 1666.
Minningarkort
Bergmál, líknar og vina-
félag. Minningarkort til
stuðnings orlofsvikna
fyrir krabbameinssjúka
og langveika fást í síma
587–5566, alla daga fyrir
hádegi.
Minningarkort barna-
deildar Sjúkrahúss
Reykjavíkur eru af-
greidd í síma 525-1000
gegn heimsendingu gíró-
seðils.
Minningarkort Thor-
valdsensfélagsins eru til
sölu á Thorvaldsens-
bazar, Austurstræti 4, s.
551–3509.
Minningarspjöld Kristni-
boðssambandsins frást á
skrifstofunni, Holtavegi
28 (hús KFUM og K
gegnt Langholtsskóla)
sími 588-8899.
Í dag er miðvikudagur 19. júní,
170. dagur ársins 2002. Orð
dagsins: En hann sagði við þá:
„Mér ber og að flytja hinum borg-
unum fagnaðarerindið um Guðs ríki,
því að til þess var ég sendur.“
(Lúk. 4,43.)
Víkverji skrifar...
MENNING var nokkuð ofarlegaá dagskrá Víkverja um liðna
helgi. Meðal afreka hans var að
sækja ekki færri en tvær listsýning-
ar. Er það mikið á venjulegan mæli-
kvarða hans þar sem hann er af ein-
hverjum ástæðum ekki meðal helstu
áhugamanna um myndlist. Líklega
eru mánuðir fremur en vikur frá því
hann síðast sótti myndlistarsýningu.
Víkverji gefur engin loforð um að
bæta úr þessu en tekur fram að hon-
um leiðist ekki myndlist neitt sér-
staklega og getur alveg unað um
stund við heimsóknir sem þessar. Í
það minnsta undi hann sér nokkuð
vel á þessum sýningum en önnur var
í Norræna húsinu og hin í Listasafni
Íslands.
Eitt er það þó sem Víkverji hefur
aldrei skilið í sambandi við sýningar
á myndlist en það eru merkingar
myndanna eða upplýsingar sem
skráðar eru á spjöld við hverja og
eina mynd. Þær eru mjög staðlaðar,
nafn listamanns, heiti myndar og
hvenær hún var máluð eða unnin.
Fleiri upplýsingar má síðan fá í sýn-
ingarskrá sem oftast liggur frammi.
En það sem Víkverji skilur ekki er
hversu smátt letrið þarf alltaf að vera
á þessum merkingum við myndirnar.
Verður yfirleitt að ganga alveg að
viðkomandi mynd til að sjá hvað þar
stendur. Má ómögulega hafa þetta
letur stærra? Myndi það hafa áhrif á
myndina? Myndi það skemma mynd-
ina ef textinn væri læsilegur úr fjög-
urra metra fjarlægð? Víkverji getur
ekki ímyndað sér það. Beinir hann
því þeim tilmælum til þeirra sem sjá
um sýningarhald að hafa næst pínu-
lítið stærra letur á þessum merking-
um. Og Víkverji viðurkennir ekki
sjóndepurð í þessu sambandi því allir
aðrir þurftu líka að ganga svo til al-
veg að myndunum ef þeir vildu sjá
heiti þeirra og ártal.
x x x
ÞÚSUNDIR Reykvíkinga héldu ímiðborgina á þjóðhátíðardaginn
og var Víkverji einn þeira. Það hefur
hann gert öðru hverju gegnum árin
en ekki verið mjög bundinn við dag-
skrána og því oft alveg eins haldið út
úr bænum og haldið með öðrum
hætti upp á daginn. Veðrið var
þokkalegt, nokkur strekkingur en
þurrt. Hægt var að róla sér um mið-
borgina og hlýða á skemmtidagskrár
og tónlist á Ingólfstorgi, við Arnarhól
og Austurvöll og iðka ýmsar íþróttir
og leiki í Hljómskálagarðinum.
Allt er þetta hefðbundið og
skemmtilega líflegt og alltaf tilbreyt-
ing við hvunndaginn. Sjálfsagt er að
halda upp á þjóðhátíðardaginn og
sjálfsagt þarf líka að innprenta ung-
viðinu hversu þýðingarmikil lýðveld-
isstofnunin var.
x x x
ÁRLEGT kvennahlaup var haldiðvíða um landið sl. sunnudag. Í
það hópast þúsundir kvenna á öllum
aldri og ganga, skokka og hlaupa
vegalengd við sitt hæfi. Þetta finnst
Víkverja líka skemmtilegur siður
rétt eins og hátíðahöld þjóðhátíðar-
dagsins. Þótt hann komi hvergi
nærri þessu tiltæki finnst honum
ágætt að konur skuli taka sér einn
dag til að sýna afrek sín á þessu sviði.
Eins og karlar vita hafa konur af
ýmsu að státa, líka í íþróttum. Dagur
kvennahlaupsins er dagur með íþrótt
allra kvenna og því ekki nema sjálf-
sagt að hvetja konur til að halda
þessum sið áfram.
Málfrelsi í
hávegum haft
UM þessar mundir verður
mönnum tíðrætt um menn-
ingarbyltingar, Íslendingar
hafa einnig kynnst þeim
með ýmsum hætti.
Verkalýðssamtökin og
Alþýðuflokkurinn reistu
Alþýðuhúsið við Hverfis-
götu með dagverkagjöfum,
fjárframlögum alþýðu og
sænsku láni jafnaðar-
manna. Jón Baldvinsson
vígði húsið 1. maí. Kallaði
það „musteri alþýðunnar“.
Hugðust forystumenn
Samfylkingar og stjórnvöld
að sýna forseta Kína „súlu-
dans“ á knæpunni í kjallar-
anum?
Bankaráð Seðlabankans
býður úrvalsliði marga
kosti. Þangað veljast helst
þeir sem hafa fjölbreytta
reynslu í því að stýra fyr-
irtækjum í gjaldþrot. Átti
að efna til sýnikennslu?
Mál og menning hefir
jafnan þótt gróskumikið og
blómlegt fyrirtæki allt frá
dögum Kristins E. Andrés-
sonar, HKL og Stalíns. Nú
hefir útgáfuréttur ritverka
Halldórs Laxness flust til
arftaka Rússakeisara, Pút-
íns og umboðsmanna hins
austræna veldis, Björgólfs
fjármálafursta Guðmunds-
sonar. Halldór forstjóri,
sem tók við kefli Kristins
E. Andréssonar, kveðst
una því vel. Félag ungra
jafnaðarmanna gæti ljósrit-
að fundargerðir síðan í
september 1946 og sannað
með því hve málfrelsi var
haft í hávegum í því félagi
þegar rætt var um her-
stöðvar Bandaríkjanna og
afstöðu Hannibals Valdi-
marssonar.
Pétur Pétursson, þulur.
Þakkir
ÉG vil koma á framfæri
þökkum til ríkissjónvarps-
ins fyrir þættina Hálanda-
höfðingjann, bæði nýja og
endursýnda þætti, og út-
varpinu fyrir þætti Jóns
Ormars og Jónasar Jónas-
sonar, bæði kvöldþættina
og þáttinn Kæri þú. Svo vil
ég þakka fyrir lestur Kilj-
ans í vetur og fyrir barna-
söguna Sumar á Saltkráku.
Ég hlusta mikið á úvarp og
finnst margir þættir frá-
bærir. Kærar þakkir fyrir
rás 1.
071021-2389.
Dýrahald
Týndur páfagaukur
HÚN Bína okkar, sem er
Blackheaded Caique-páfa-
gauksungi, flaug út um
glugga í vesturbæ Reykja-
víkur þann 17. júní. Hún er
með hring um fótinn og er
marglit; svört, hvít,
appelsínugul og græn. Hún
er frekar stygg og fúlsar
ekki við eplum og hnetum.
Finnandi eða þeir sem hafa
orðið hennar varir vinsam-
lega hringi í síma 699 3903
eða 691 1704.
Tinna er týnd
TINNA er smávaxin læða,
eins og hálfs árs gömul.
Hún er svört og hvít og var
með bleika ól þegar hún
týndist. Hún er eyrna-
merkt. Tinna hvarf að
heiman frá sér, Glósölum
10, aðfaranótt miðviku-
dagsins 12. júní. Þeir sem
geta gefið okkur uppl. um
ferðir Tinnu vinsamlega
hringið í síma 587 2274.
Hennar er sárt saknað.
Kittý er týnd
ÞESSI dökkgráa læða
týndist frá Miklubraut/
Lönguhlíð og er sárt sakn-
að. Hún var með ól en
kannski hefur hún dottið af.
Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 892 4504.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
K r o s s g á t a
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
LÁRÉTT:
1 strita, 4 trítla, 7 ginnti,
8 lauslætisdrósin, 9 veið-
arfæri, 11 þvaður, 13
ósoðinn, 14 trylltar, 15
stutta leið, 17 óreiða, 20
tímgunarfruma, 22 star-
ir, 23 totta, 24 ber, 25
smávaxna.
LÓÐRÉTT:
1 beitir tönnum, 2 öldu, 3
lengdareining, 4 naumt, 5
kemur auga á, 6 korns, 10
gufa, 12 hnöttur, 13 skar,
15 seguljárn, 16 getum
gert, 18 milt, 19 yfirvara-
skeggs, 20 vex, 21 van-
sæl.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 höfrungur, 8 bolum, 9 forða, 10 man, 11 Ingva,
13 akrar, 15 svelg, 18 ótrúr, 21 róm, 22 aftri, 23 innan, 24
hildingur.
Lóðrétt: 2 örlög, 3 remma, 4 nefna, 5 urrar, 6 obbi, 7
gaur, 12 val, 14 kát, 15 skar, 16 eitli, 17 grind, 18 óminn,
19 röngu, 20 rann.
ÉG sá heimildarmynda-
flokkinn í Ríkissjónvarp-
inu um erfðaeiginleika
mannsins og nýjar upp-
götvanir á því sviði. Allt
ku vera til staðar í 4 gen-
um, orka, eða ekki orka,
glæpahneigð eða ekki
glæpahneigð, og annað
þar á milli.
Eitt er snoðlíkt með
fjallgöngumönnum og vís-
indamönnum, þeir hætta
ekki fyrr en þeir hafa klif-
ið hæsta tindinn. Hvað svo
tekur við, veit ég ekki.
Eitt er víst, einhvers
staðar stendur: Leitið og
þér munuð finna.
Og nú er ekki úr vegi,
að skora á Kára Stef-
ánsson, að finna 5. genið –
Það sem gefur manninum
frjálsborna hugsun, að
velja og hafna.
Guðrún Jacobsen.
Mannlíf í mótun