Morgunblaðið - 20.06.2002, Side 9

Morgunblaðið - 20.06.2002, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 9 Síðumúli 13, sími 568 2870 Dæmi um verð: Áður: Nú: Bómullarpeysa 4.900 2.900 Jakkapeysa 4.900 3.200 Blúndubolur 3.800 2.400 Bodybolur 2.800 1.900 Dömuskyrta 3.200 1.900 Gallajakki 4.900 2.900 Túnika 3.900 2.400 Sítt pils 3.900 2.500 Dömubuxur 3.000 1.900 Kjóll 4.500 2.900 ...og margt margt fleira ÚTSALA ÚTSALA 40—70% afsláttur Opið frá kl.10.00-18.00 Gallafatnaður Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Opið mánudaga-föstudaga frá kl. 12-18 og laugardaga frá kl. 12-15 Skólavörðustíg 2 – sími 544 8880. AFSLÁTTADAGAR í tilefni endurbóta á Skólavörðustígnum Glæsilegt úrval af minkapelsum og loðtreflum TILBOÐ 25% afsláttur af yfirhöfnum fimmtudag til laugardags Kringlunni, sími 588 1680, v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun Laugavegi 56, sími 552 2201 MINNISMERKI til heiðurs frönsku fiskimönnunum sem um aldir veiddu þorsk við Ísland var afhjúpað á sjó- mannadaginn á Patreksfirði. Að því stóðu afkomendur þessara fiski- manna í bæjunum Binic og þar um kring á Bretagne-skaga undir for- ustu Jean Pols Dumond le Douarec. Myndhöggarinn Patrick Henry Stein hafði með aðstoðarmanni sínum unn- ið minnismerkið í stein á Patreks- firði. Sendiherra Frakka, M.L. Bar- dollet, afhjúpaði listaverkið við hátíðlega athöfn kl. 5 að viðstaddri Vigdísi Finnbogadóttur, Jóni Gunn- ari Stefánssyni bæjarstjóra, Jóni B.G. Jónssyni, forseta bæjarstjórnar, sjómannadagsráði og fleiri gestum, íslenskum og frönskum Minnismerkið er unnið í tveggja metra háan íslenskan basaltstein og táknar skipsstefni er snýr að sjónum. Listamaðurinn Patrick Henry Stein dvaldi í 10 daga á Patreksfirði og vann það þar með aðstoðarmanni sín- um Ciril Michau. Listamaðurinn er þekktur í Frakklandi, hefur þar hlot- ið ýmis verðlaun auk alþjóðlegra við- urkenninga í Kína, Finnlandi, Kan- ada og Alaska. Við afhjúpunina lýsti J.P. Dumond hugmyndinni á þá leið að þarna mætti greina stefni á brun- andi skipi á öldum er endaði í konu- mynd, en full segl blöktu að baki. Hluti verksins, aðskilið og hærra, er mastur úr ryðfríum málmi og úr því tengd stög eins og á seglabúnað. Verkið nefndi hann Les Goelettes Blanches, þ.e. Hvítu góletturnar, ein- kennisskip Íslandsveiðanna, en Jean Pol veitir forustu félagsskap með því nafni, sem stóð fyrir minnismerkinu. Í upphafi athafnarinnar var í stöð- ulinn múrað flöskuskeyti með upp- lýsingum um þá sem að stóðu, lögðu í söfnun fram fé og með nöfnum þeirra 14 frönsku skútusjómanna sem vitað er að hlutu gröf á Patreksfirði og þar í nánd. Af þessu tilefni voru komnir til Patreksfjarðar 18 Frakkar. Auk afkomenda og áhugamanna um Ís- landssjómennina 10 manna hljóm- sveitin Cabane frá Nantes, sem sér- hæfir sig í gömlum sjómannasöngv- um og leikur á gömul hjóðfæri. Léku þeir við ýmis tækifæri á sjómannahá- tíðinni. Ferðamálafulltrúi Cotes Armour- héraðs og skipuleggjandi hinnar fjöl- sóttu árlegu Hátíðar þorsksins þar á ströndinni Daniel Brosse flutti kveðju frá borgarstjórnum bæjanna Pordic, Binic og Plerin, sem hafa tek- ið upp sívaxandi samband við Pat- reksfjörð. Afhenti hann þremur Ís- lendingum minnispeninga, fána, mynda- og söngvadiska með kveðjum frá þeim bæjum: Vigdísi Finnboga- dóttur, Elínu Pálmadóttur, rithöf- undi og blaðamanni, og Halldóri Árnasyni skipstjóra, sem hann kvað ásamt Maríu konu sinni hvatamann og óþreytandi verndara minninganna um franska fiskimenn á Patreksfirði. Þau hefðu lagt sig fram um að við- halda sambandi milli Frakklands og Íslands. Kvað hann þessa bretónsku bæi hafa hug á að tengja enn betur og formlegar menningarlegt samband við Patreksfjörð sem heimamenn tóku undir. Morgunblaðið/Finnur Listamaðurinn Patrik Henry Stein (t.h.) og aðstoðarmaður hans Ciril Michau við minn- ismerkið um frönsku fiskimennina á Patreks- firði, Hvítu góletturnar. Daníel Brosse, fulltrúi frönsku bæjanna á Bretagne, Vig- dís Finnbogadóttir, M.L. Bardollet, sendiherra Frakka, Elín Pálmadóttir blaðamaður, Halldór Árnason skip- stjóri, J.P. Dumond le Douarec, myndhöggvarinn Patrick H. Stein, Ciril Michau og túlkur. Minnismerki um franska sjó- menn afhjúpað á Patreksfirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.