Morgunblaðið - 20.06.2002, Side 14

Morgunblaðið - 20.06.2002, Side 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓ AÐ vindurinn blási kröft- uglega við Reykjadal í Mos- fellsdalnum er blaðamann og ljósmyndara ber að garði syngur Aron Andri hástöfum á baki Rindils, þrjátíu vetra hests sem ku vera sá elsti sinn- ar tegundar í dalnum. Ung stúlka frá vinnuskóla Mosfells- bæjar teymir fákinn og Þor- björg Guðlaugsdóttir sjúkra- þjálfari gengur við hlið hans og hvetur Aron Andra til söngs og æfinga. „Það er nauð- synlegt að börnin hafi gaman af þjálfuninni, að hún sé áhugahvetjandi,“ segir Guð- björg Eggertsdóttir sjúkra- þjálfari. „Þannig ná þau betri ár- angri. Í reiðþjálfun er lifandi dýr komið í stað bolta eða púða. Sjúkraþjálfarar eru allt- af að reyna að gera æfingarn- ar áhugaverðari svo börnin sem á þeim þurfa að halda fái ekki leið og nái betri árangri,“ segir hún. Börnin sem hafa undanfarn- ar tvær vikur stundað reið- þjálfun í Reykjadal, sem rekin er af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra (SLF), eru sex tals- ins á aldrinum 3–6 ára. Þau eiga það sameiginlegt að hafa skerta göngugetu og vera að staðaldri í sjúkraþjálfun tvisv- ar til þrisvar sinnum í viku. Flest eru þau af leikskólanum Múlaborg en hafa fengið frí þaðan til að stunda reiðþjálfun í Mosfellsdalnum í þrjár vikur. Leikskólar Reykjavíkur og Seltjarnarness ákváðu að fella leikskólagjöld barnanna niður meðan á þjálfuninni stendur. Það eru hestarnir Rindill og Litla-Jörp sem hafa fengið það hlutverk að vera reiðskjótar barnanna og virðast kunna því vel. Eru þau fengin að láni frá bænum Dalsgarði í Mosfells- dalnum. „Ég vil fara á Rindil!“ kallar Arnaldur Breki Kjartansson, þriggja ára, meðan Guðbjörg festir á hann hjálminn. Hross- in eru róleg og láta sér fátt um finnast þó að þrír litlir kroppar fari á bak í einu fyrir ljós- myndarann og hlæji dátt upp í vindinn. Hefð fyrir reiðmennsku fatlaðra Reiðþjálfunin er tilrauna- verkefni sem einnar milljónar króna styrkur fékkst fyrir úr Pokasjóði. Undirbúningur þess var í höndum Guðbjargar og Þorbjargar sem segja er- lendar rannsóknir á reiðþjálf- un eða reiðmeðferð sýna að hjá börnum með CP (Cerebral Palsy: heilalömun) verði lík- amsbeiting betri, göngugeta batni, vöðvaspenna minnki, jafnvægi og styrkur í bol auk- ist, orkunotkun minnki og grófhreyfifærni almennt auk- ist eftir meðferð á hestbaki. Rannsóknir hafa ennig sýnt á undanförnum árum, að sögn Guðbjargar og Þorbjargar, að með því að þétta þjálfun í skemmri tíma fyrir börn með hreyfihömlun sé hægt að ná sama og jafnvel betri árangri en sé þjálfunin dreifð yfir lengri tíma. Sjúkraþjálfarar starfandi við Æfingastöð SLF eru með- vitaðir um þessa staðreynd að þeirra sögn og hafa undanfar- in ár reynt að hvetja til þess að börn með hreyfihömlun fái möguleika á að taka hvíld frá þjálfun inn á milli og lagt frek- ar áherslu á að taka svokall- aðar meðferðarrispur. Ef hjá því verður komist er ekki æskilegt að einstaklingur með hreyfihömlun sé í einstak- lingssjúkraþjálfun fast alla ævi. Færni mæld fyrir og eftir þjálfun „Áður en þjálfunin hófst var færni barnanna mæld og er meðferðinni lýkur, eftir þriggja vikna reiðþjálfun, verður hún endurmetin til að kanna árangur,“ segir Þor- björg. Verkefnið má rekja til nám- skeiðs sem Hestamiðstöð Ís- lands og Íþróttasamband fatl- aðra stóðu fyrir sl. haust í Skagafirði. Á námskeiðið mætti sjúkraþjálfari frá Nor- egi sem kynnti hugtakið „reið- þjálfun“ fyrir þátttakendum. Guðbjörg og Þorbjörg, sem báðar eru miklar áhugamann- eskjur um reiðmennsku, segja reiðþjálfun ekki óþekkta hér á landi, og reiðmennsku fyrir fatlaða sem afþreyingu verið stundaða lengi.Guðbjörg hefur áður tekið þátt í reiðþjálfun bæði á Íslandi og í Noregi. Námskeiðið í Skagafirðin- um var m.a. haldið í þeim til- gangi að kalla saman fólk sem stundað hafði einhvers konar reiðþjálfun fyrir fatlaða og til að skipuleggja starfið og fagþróun hérlendis. „Ísland hefur að mörgu leyti sérstöðu að okkar mati,“ segja Guðbjörg og Þorbjörg. „Reið- mennska hér á landi á sér langa sögu og hér stunda mun fleiri hestamennsku en víða á nágrannalöndunum. Íslenski hesturinn er talinn hafa marga kosti sem nýtast vel í sam- bandi við þjálfun fatlaðra á hesti. Hann er talinn hafa gott lundarfar, stærðin er einnig hentug og hinar fjölbreyttu gangtegundir íslenska hests- ins þykja kostur í þessari með- ferð.“ Meðferðin í Reykjadal felst í reiðþjálfun, hefðbundinni sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, sundþjálfun og svo hópmeð- ferðum. „Dagurinn byrjar á því að börnin ganga frá rút- unni út í gerðið til hestanna og það er farið á bak,“ segir Guð- björg. „Eftir reiðþjálfunina teygjum við vel á og svo kemur iðjuþjálfari og er með okkur yfir hádegið.“ Að loknum há- degisverði fara börnin ásamt þjálfurum sínum í sund og eft- ir það er hvíld, „enda allir orðnir uppgefnir,“ segir Þor- björg. „Deginum lýkur svo með gönguferð í þúfunum í kringum Reykjadal þar sem börnin skiptast á að sitja hest- ana.“ Árangur þegar greinanlegur Guðbjörg og Þorbjörg segj- ast hafa fundið fyrir velvilja alls staðar að vegna verkefn- isins, en þegar öllu sé á botn- inn hvolft séu það peningar sem ráði úrslitum um hvort verkefninu verður áfram hald- ið næsta sumar eins og þær vonast eftir. „Við teljum okkur þegar sjá árangur hjá börnunum,“ segja þær. „Boljafnvægi hefur auk- ist til muna og þau eru örugg- ari og stöðugri á hestinum en í upphafi. Þau hafa styrkst öll í bolnum og aukið færni sína.“ Guðbjörg segir þó að þjálfunin þurfi að standa yfir í lengri tíma til að hægt sé að meta ár- angur á öruggan hátt. Meðan á reiðþjálfuninni sjálfri stendur hjálpa sjúkra- þjálfarnir börnunum að gera æfingar á hestinum, teygjur og styrktaræfingar. Þær segja hestinn hentugan til æfinga því hreyfingar hans færast yf- ir á knapann og mjaðmagrind- in hreyfist þar með á sama hátt og á sér stað í eðlilegu göngumynstri. Þetta veitir knapanum skynhreyfiörvun sem leiðir til vöðvaviðbragða og samhæfingar og örvar til uppréttrar líkamsstöðu. Svo er hesturinn hlýr og vinalegur og það gefur barninu mikið og hefur jákvæð áhrif á árangur þjálfunarinnar. Guðbjörg og Þorbjörg segja að með tilkomu hestsins bæt- ist mjög mikilvægur áhuga- hvetjandi þáttur í þjálfunina. Oft á tíðum sé það mikil ögrun fyrir þjálfara barns að finna þjálfunarmeðferð þar sem áhuga barnsins og ákefð er viðhaldið. Í reiðþjálfuninni öðl- ast þjálfunin meira gildi fyrir barnið og æfingin verður skemmtilegri með tilkomu hestsins, sem skiptir máli fyrir barnið þar sem þjálfun er stór þáttur í lífi þess. Frí frá æfingum eftir þétta þjálfun Þær segja hestinn verða eitt af hjálpartækjunum sem þjálf- arinn nýtir sér. Í stað pullu og bolta er nú lifandi dýr sem býður upp á samspil barns og hests og sem veitir barninu hita sem vitað er að hefur góð áhrif þegar teygja á vöðva. Líkamsbygging hestsins ein og sér veitir barninu góða sitj- andi stöðu sem teygir á stórum vöðvahópum sem ann- ars hafa tilhneigingu til að styttast hjá börnum með heila- lömun og leiðir til heppilegri stöðu mjaðmagrindarinnar. Þær telja að nú eftir þétta þjálfun undanfarna daga geti börnin farið í frí og þurfi ekki að mæta reglulega í sjúkra- þjálfun um hríð án þess að hætta sé á að líkamleg geta minnki mikið. „Það er sá ár- angur sem við erum meðal annars að vonast eftir með þessari þjálfunaraðferð,“ segir Þorbjörg. „Þjálfun með börn- um gengur mikið út á það að þau upplifi hana sem skemmt- un, reiðþjálfun uppfyllir þær kröfur og því væri mjög já- kvætt að geta haldið úti þess- ari þjálfun að staðaldri hér í Reykjadal.“ Þjálfunarbúðir í Reykjadal fyrir hreyfihömluð börn sem þurfa sjúkraþjálfunar við Thelma, Gunnar Logi og Breki þrímenna á Litlu-Jörp. Aron Andri fær aðstoð við teygjuæfingar. Mosfellsbær Sjúkraþjálfun á hest- baki er góð æfing Hreyfihömluð börn sem þurfa á sjúkra- þjálfun að halda stunda nú reið- þjálfun í Mosfells- dal að frumkvæði tveggja sjúkraþjálf- ara. Sunna Ósk Logadóttir brá sér í sveitina og mætti glaðbeittum börnum sem gera fús armbeygjur á hestbaki. Guðbjörg aðstoðar Rán við að teygja á fótunum eftir reiðþjálfunina. Morgunblaðið/Jim Smart Breki hvílir sig á Litlu-Jörp eftir vel heppnaðan reiðtúr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.