Morgunblaðið - 20.06.2002, Page 17
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 17
Á MORGUN, föstudag, mun stærsta
vöruflutningaskip sem komið hefur
til Akureyrar losa og lesta vörur hjá
Eimskip við Oddeyrarbryggju. Um
er að ræða Goðafoss en Goðafoss
ásamt systurskipinu Dettifossi eru
stærstu skip Eimskips og jafnframt
stærstu skip í íslenska kaupskipa-
flotanum í siglingum til og frá land-
inu.
Goðafoss er 166 metra langur og
14.664 brúttólestir að stærð, lestun-
argetan er um 1.500 gámaeiningar
og gefur aðalvél skipsins frá sér rúm
20 þúsund hestöfl. Í samanburði við
strandferðaskip félagsins, Mánafoss,
þá er Goðafoss rúmlega þrisvar sinn-
um stærra skip og er 26 metrum
lengra en Oddeyrarbryggja. Þar
sem á Akureyri er eina haffæra
höfnin á Norðurlandi fyrir svo stórt
skip, þá verður vöru frá nágranna-
höfnum keyrt í veg fyrir skipið til
Akureyrar. Goðafoss siglir frá Ak-
ureyri áleiðis til Evrópuhafna.
Ástæða komu Goðafoss til Akur-
eyrar er vegna tilfærslna skipa í
áætlanakerfi félagsins þar sem
Mánafoss er á leið vestur um haf í
stað skips sem varð fyrir vélarbilun
nýverið, segir í fréttatilkynningu frá
Hafnasamlagi Norðlendinga.
Goðafoss losar og lestar vörur á Akureyri
Stærsta vöruflutn-
ingaskip landsins
FERÐAFÉLAGIÐ Hörgur og
Ungmennasamband Eyjafjarðar
efna til sameiginlegrar gönguferð-
ar á föstudagskvöld á Staðarhnjúk
á Möðruvallafjalli.
Ferðin gæti tekið 3–4 tíma og er
allbratt upp síðasta spölinn.
Ferðafélagið Hörgur hefur verið
með árlega sólstöðugöngu á Stað-
arhnjúk síðustu 10 árin, en nú er
Staðarhnjúkur eitt af 14 fjöllum
landsins sem Ungmennafélags-
hreyfingin hefur valið í átakinu
„Fjölskyldan á fjallið“. Á tindinum
er gestabók, og þeir sem rita nafn
sitt í hana í sumar eru komnir í
pott sem Ungmennasamband Ís-
lands dregur úr vinningshafa í
haust. Menn eru því hvattir til að
leggja leið sína á hnjúkinn í sumar
og rita nafn sitt í gestabókina.
Gönguferðin á föstudaginn hefst
kl. 20 við Möðruvelli 3 í Hörgárdal
og væri rétt fyrir þátttakendur að
hafa með sér svolítinn nestisbita
til að njóta á tindinum.
Sólstöðu-
ganga á
Staðarhnjúk
AKUREYRARBÆR gerði könnun
á atvinnuástandi skólafólks, 17 ára
og eldra, þ.e. hversu margt væri enn
án sumarvinnu. Alls skráðu sig 88
ungmenni án atvinnu, eða um helm-
ingi fleiri en í sambærilegri könnun á
síðasta ári.
Fyrirhugað er að leysa vanda
þessara ungmenna að einhverju leyti
með tilboði um 6 vikna vinnu hjá
bænum en málið á þó eftir að fara
fyrir bæjarráð. Karl Jörundsson,
starfsmannastjóri Akureyrarbæjar,
sagði að menn hefðu fljótlega orðið
varir við aukna ásókn í sumarstörf
hjá bænum, sem aftur endurspeglaði
almennt atvinnuástand í bæjarfélag-
inu.
Um 90 ung-
menni án
sumarvinnu
NORMANDALE kirkjukórinn frá
Edina í Minneapolis í Bandaríkj-
unum heldur tónleika í Akureyr-
arkirkju föstudagskvöldið 21. júní
kl. 20.
Rík hefð er fyrir tónlistarflutn-
ingi í Normandale kirkjunni, en
hún hefur á að skipa tveimur
kirkjukórum, blásarakvintett og
bjöllukór. Auk þess að flytja hefð-
bundin messusöng flytur kórinn
sálma og kirkjutónlist frá ýmsum
tímabilum. Í Íslandsferð sinni flytur
kórinn tónlist sem spannar kirkju-
árið, frá aðventu til hvítasunnu.
Fluttir verða sálmar eftir þekkta
ameríska höfunda, þar á meðal
kunna sálma sem endurspegla þjóð-
laga- og trúarhefð Bandaríkjanna í
sálmasöng.
Stjórnandi kórsins er David
Clarke og hefur hann gegnt stöðu
tónlistarstjóra lútersku Norman-
dale kirkjunnar frá árinu 1984.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis.
Tónleikar
Normandale
kirkjukórsins