Morgunblaðið - 20.06.2002, Page 18
SUÐURNES
18 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Einkaumboð
Spúnasett
Stangveiðisett
hannað fyrir íslenskar
aðstæður
Fæst í
öllum helstu sport-
og veiðivöruverslunum
landsins
og Bensínstöðvum Esso
um land allt
Grænar sökkur
Rotari
Fyrir silungsveiði
Flugusett
10
63
A
/
T
A
K
T
ÍK
1
9.
6´
02
ÞEIR eru sjálfsagt ekki margir
verkamennirnir sem geta státað af
því að hafa unnið hjá sama vinnu-
veitanda í hálfa öld, en það hefur
Karl Geirsson, vinnuvélastjóri hjá
Reykjanesbæ, afrekað. Hann byrj-
aði sem unglingur í unglingavinnu
Keflavíkurhrepps í júní 1952 og það
starf sem hann hefur innt af hendi
allar götur síðan hjá Áhaldahúsi
bæjarins hefur verið hans skóli.
„Það er öryggið sem hefur haldið
mér hér.“ sagði Karl í samtali við
Morgunblaðið. „Mér hefur líka allt-
af líkað vel hér.“
Eins og svo margra ungra
drengja var æðsti draumur Karls að
fá að keyra stór tæki. Hann hafði
ekki verið lengi í unglingavinnunni
þegar hann var látinn keyra jarð-
ýtu, þótt hann hefði ekki aldur til.
„Sigtryggur lögreglustjóri sagði að
það væri í lagi, því hún væri alltaf
úti í móa.“ Nokkrum árum seinna,
eða 1960, kom fyrsti veghefillinn í
hreppinn og hann er það tæki sem
Karl hefur hvað lengst unnið við. „Á
milli 1960 og 70 voru bara mal-
arvegir hér og tveir heflar, svo við
höfðum stundum varla við að slétta
vegina. Göturnar voru líka lélegar.“
Eins og gefur að skilja öðlaðist
Karl mikla reynslu á veghefilinn. Í
gegnum tíðina hefur hann jafnvel
farið á milli byggðarlaga til þess að
rétta af fyrir verktaka og gerir jafn-
vel enn. „Það er bara gott að komast
á aðra staði til að vinna, það er til-
breyting í því. Annars hefur þetta
breyst svo mikið, tækjunum í dag er
jafnvel stýrt með gervihnattabúnaði
en því hef ég aldrei kynnst. Þetta er
allt bara í hausnum á mér.“
Í dag eru fáar götur ómalbikaðar
svo þörfin fyrir vegheflana er minni
en áður. Einhverjar götur eru þó
enn með malarslitlagi og auðvitað
spretta upp ný hverfi með götum
sem þarf að malbika. Þar sem Karl
stígur nú sjaldnar upp í veghefilinn
en áður grípur hann oftar í skrúf-
járnið og önnur verkfæri. Nú er tími
sláttuvélanna runninn upp. „Já, það
er nóg að gera í sláttuvélaviðgerð-
unum núna, enda mikið álag á þeim
öllum.“
– Hefur aldrei hvarflað að þér,
Karl, að skipta um vinnu?
„Jú, jú, auðvitað hugsaði ég um
það, en ég tók öryggið framyfir. Ég
fylgdist mikið með ýmsum verktök-
um og strákunum sem voru að vinna
hjá þeim og margir þeirra voru
reknir heim. Ég kaus frekar þessa
föstu vinnu.“
– Hvað er nú skemmtilegast?
„Æi, ég veit það ekki. Mér finnst
þetta allt ágætt, á meðan ekki er
verið að argast í mér,“ sagði Karl að
lokum og er þar með rokinn, enda
verkefnin næg á verkstæðinu, 400
starfsmenn vinnuskólans á fullu í
fegrun bæjarins og samstarfsmað-
urinn í sumarfríi.
Tekur öryggið
fram yfir
nýjungagirnina
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Karl Geirsson stígur upp í veghefilinn í áhaldahúsi bæjarins, en hann er
tækið sem hann þekkir hvað best eftir að hafa stjórnað því í áratugi.
Keflavík
ÓLAFUR Örn Ólafsson við-
skiptafræðingur sem búsettur er
í Kanada verður
næsti bæjarstjóri
Grindavíkur. Verður
væntanlega ákveðið
formlega að ráða
hann á fyrsta fundi
nýs bæjarráðs og
tekur hann til starfa
í haust.
Fyrsti fundur ný-
kjörinnar bæjar-
stjórnar Grindavík-
ur var haldinn í
gærkvöldi og var
þar kjörið í nefndir
og ráð. Í samræmi
við málefnasamning
Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar var
Hörður Guðbrands-
son, efsti maður S-lista, kosinn
forseti bæjarstjórnar og Ómar
Jónsson, efsti maður D-lista, for-
maður bæjarráðs. Meðal ann-
arra embætta má nefna að
Hörður tekur sæti Grindvíkinga
í stjórn Sambands sveitarfélaga
á Suðurnesjum og Ómar situr
áfram í stjórn Hitaveitu Suð-
urnesja hf. sem fulltrúi bæjar-
ins.
Til starfa með haustinu
Nýi meirihlutinn ákvað að
endurnýja ekki ráðningarsamn-
ing við Einar Njálsson sem verið
hefur bæjarstjóri síðastliðin
fjögur ár. Einar starfar þó út
næsta mánuð samkvæmt ákvæð-
um í gildandi ráðningarsamningi
hans og Grindvíkurbæjar. Sam-
kvæmt málefnasamningnum
munu sjálfstæðismenn ráða nýj-
um bæjarstjóra. Í samráði við
samstarfsflokkinn
hafa þeir ákveðið, að
sögn Ómars Jónsson-
ar, að kalla til starf-
ans Ólaf Örn Ólafs-
son, 44 ára
viðskiptafræðing og
fyrrverandi forstöðu-
mann Eimskips í
Kanada. Verður
væntanlega gengið
frá ráðningu hans á
bæjarráðsfundi í
næstu viku og kemur
hann þá til starfa í
haust.
Ólafur Örn er
fæddur á Akureyri.
Hann er með próf
frá Stýrimannaskól-
anum í Vestmannaeyjum og út-
skrifaður útgerðartæknir frá
Tækniskóla Íslands og viðskipta-
fræðingur frá Háskóla Íslands
1986. Hann starfaði sem sjómað-
ur og að háskólanámi loknu sem
viðskiptafræðingur hjá Löggilt-
um endurskoðendum hf., Kerfi
hf., Slippstöðinni hf. á Akureyri
og Eimskipafélagi Íslands. Ólaf-
ur Örn var forstöðumaður Eim-
skips í Kanada frá 1996 og fram
á síðasta ár og bjó þá á Ný-
fundnalandi. Síðasta árið hefur
hann verið aðstoðarfram-
kvæmdastjóri hjá Jysk Linen’s
Furniture Ltd. í Vancouver.
Eiginkona Ólafs Arnar er Ása
Ólafsdóttir viðskiptafræðingur
og eiga þau fjögur börn.
Ólafur Örn
Ólafsson næsti
bæjarstjóri
Grindavík
Ólafur Örn
Ólafsson
BÆJARSJÓÐUR Reykjanesbæjar
mun auka hlutafé sitt í Skipasmíða-
stöð Njarðvíkur hf. um tvær millj-
ónir, ef aðrir stórir hluthafar gera
það einnig. Einn bæjarfulltrúi
minnihlutans telur hættu á að pen-
ingarnir tapist.
Stjórn Skipasmíðastöðvar Njarð-
víkur hf. er að kanna það hvort
stærri hluthafar eru reiðubúnir að
auka hlut sinn og þá hversu mikið.
Reykjanesbær er meðal hluthafa.
Samþykkti bæjarráð að auka
hlutafé sitt um tvær milljónir kr.
svo framarlega sem markmið um
20 milljóna króna aukningu hluta-
fjár náist og að skuldir félagsins
við bæjarsjóð verði greiddar upp.
Tillagan var samþykkt með at-
kvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins, sem hafa hreinan meirihluta,
og atkvæði Ólafs Thordersen, ann-
ars fulltrúa Samfylkingarinnar, og
hefur nú verið staðfest í bæjar-
stjórn.
Guðbrandur Einarsson, vara-
fulltrúi Samfylkingarinnar í bæj-
arráði, sat hjá við afgreiðslu máls-
ins. Á fundi bæjarstjórnar í vikunni
gerði hann grein fyrir hjásetu sinni
með bókun. Þar kemur fram sú
skoðun hans að það væri ekki í
verkahring Reykjanesbæjar að
standa í atvinnurekstri og vakin at-
hygli á því að ákvörðun bæjarráðs
væri fordæmisgefandi ef fyrirtæki
innan sveitarfélagsins ættu að sitja
við sama borð. „Það er ekkert sem
bendir til þess að rekstrarumhverfi
þessa fyrirtækis verði betra til
framtíðar litið og því er veruleg
hætta á því að hlutafé Reykjanes-
bæjar tapist á komandi árum,“ seg-
ir Guðbrandur meðal annars.
Bæjarfulltrúi varar við að bærinn
auki hlutafé sitt í skipasmíðastöð
Telur hættu á að
peningar tapist
Reykjanesbær
BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar
hefur samþykkt að þráðlaus net-
tenging á bæjarskrifstofunum
verði gerð aðgengileg fyrir blaða-
menn sem fylgjast með fundum
bæjarstjórnar þannig að þeir geti
sent frá sér fréttir jafnóðum.
Steinþór Jónsson, nýkjörinn
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks,
flutti tillöguna og var hún sam-
þykkt samhljóða. Í greinargerð er
það rifjað upp að rætt hafi verið
um að koma á beinum útvarps-
sendingum frá fundum bæjar-
stjórnar. Með því að veita frétta-
mönnum staðarblaða og annarra
fjölmiðla aðstöðu til að senda beint
fréttir á Netið megi segja að stigið
sé fyrsta skrefið til að gera bæj-
arstjórnarfundi enn aðgengilegri
fyrir almenning en verið hafi. Þá
er vakin athygli á því að umrædd
tækni sé þegar fyrir hendi þar
sem bæjarfulltrúar séu tengdir
Netinu með þráðlausu sambandi.
Beinar fréttasend-
ingar af fundum
Reykjanesbær