Morgunblaðið - 20.06.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.06.2002, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SKÓLASTARF í Grunnskólanum á Egilsstöðum og Eiðum hefur runn- ið sitt skeið á enda á þessu vori. Síðustu skólavikuna unnu nemend- ur að eigin hugmyndum um heima- byggð sína og holla hreyfingu. Um 200 krökkum í 3.-9. bekk var skipt í fimm hópa: Fjölmiðlahópur sendi frá sér fjögur fréttablöð undir nafninu Súrkáls-skrækur og fjöll- uðu þau um þemavikuna. Einnig sá hópurinn um að senda inn fréttir og ljósmyndir á heimasíðu Egilsstaða- skóla. Tónlistarhópur bjó til ný hljóðfæri, æfði söng og hlustaði á reikistjörnumúsík. Í leiklistarhópn- um voru æfð leikritin Valtýr á grænni treyju og hið frumsamda Rauðhetta og rappararnir fjórir. Listaverkahópur og leiktækjahópur unnu svo listaverk og leiktæki sem flest voru sett upp í Lómatjarn- argarðinum, lystigarði Egilsstaða- búa. Á föstudag var haldin uppskeru- hátíð, þar sem krakkarnir fluttu tónlist sína, leikverk og sýndu leik- tæki, auk fjölbreyttra og afar frum- legra listaverka í garðinum, en þau munu standa í allt sumar, heima- mönnum og ferðamönnum til ynd- isauka og vangaveltna. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Marsbúar – Cha cha cha er eitt nýrra útilistaverka sem sett hafa verið upp í lystigarði Egilsstaðabúa. Höfundar kalla sig Fífurnar og segja að langt úti í himingeimnum búi verur sem líkist hænum og geri sér hreiður. Ný útilistaverk í Lómatjarnargarði Egilsstaðir Í NÝAFSTÖÐNUM bæjarstjórnar- kosningum í Snæfellsbæ hélt meiri- hlutastjórn sjálfstæðismanna velli en nýtt afl, Bæjarmálasamtök Snæ- fellsbæjar, bauð fram á móti þeim. Bæjarmálasamtökin fengu þrjá full- trúa kjörna og koma tveir þeirra nú í fyrsta sinn að bæjarstjórnarmálum. Annar þeirra er Gunnar Örn Gunn- arsson í Ólafsvík og hinn Kristján Þórðarson bóndi á Ölkeldu í Stað- arsveit. Bóndi í bæjarstjórn Kristján er fyrsti íbúi Staðarsveit- ar sem tekur sæti í bæjarstjórn Snæfellsbæjar og segir þátttöku sína í bæjarstjórnarmálum hafa bor- ið tiltölulega brátt að. „Boðað var til stofnfundar Bæjarmálasamtakanna hinn 15. apríl og ég fór á hann. Þeir sem stóðu að stofnfundinum orðuðu framboð við mig og eftir að hafa kannað hversu mikils stuðnings ég mátti vænta úr sveitinni í kringum mig sló ég til. Ég er fyrsti bóndinn í bæjarstjórn Snæfellsbæjar og mun huga að málefnum þeirra sem stunda landbúnað og búa í dreifbýl- inu, enda nauðsynlegt að þeir eigi sér málsvara, þótt ég starfi auðvitað í bæjarstjórn sem fulltrúi fyrir alla íbúa Snæfellsbæjar,“ segir Kristján. Kristján hefur starfað ötullega að félagsmálum í sinni sveit en segir að það séu auðvitað mörg ný mál sem hann þurfi að sökkva sér niður í til að kynnast hinum ýmsu flötum á stjórnsýslu bæjarins. Undirbúning- ur fyrir væntanleg bæjarstjórnar- störf bætast ofan á annatíma í bú- störfunum því þeir Kristján og bróðir hans Svavar sem búa fé- lagsbúi á Ölkeldu ætla að byggja við fjósið hjá sér í sumar. Íþrótta- og skólamál eru ofarlega á baugi í huga Kristjáns enda telur hann að Lýsu- hólsskóli sé lífæð sveitanna. Íþrótta- áhuginn tengist starfsemi Ung- mennafélags Staðarsveitar en Kristján hefur setið í stjórn þess í 20 ár, þar af formaður sl. 10 ár. Hann er einnig mikill söngmaður og er í kirkjukór Staðastaðarkirkju auk þess að vera sóknarnefndarformað- ur. Ný atvinnutækifæri Eiginkona Kristjáns, Astrid Gundersen frá Noregi, var að flétta körfur úr trágreinum þegar frétta- ritara bar að, en körfurnar ætlar hún ásamt þremur dætrum þeirra hjóna að selja á Færeyskum dögum í Ólafsvík í byrjun júlí. Kristján segir brosandi að þótt hún sé svo dugleg við að flétta körfur að trén hjá þeim nái aldrei að vaxa mjög hátt sé henn- ar heimaiðnaður ekki grunnur að sterkri atvinnugrein. Hann telur að leggja þurfi áherslu á uppbyggingu atvinnutækifæra í dreifbýli Snæ- fellsbæjar ekki síður en norðan við Fróðárheiði þar sem þéttbýlið er. Kristján segir að það megi gera ann- aðhvort með þátttöku þeirra sem þar búa eða annarra sem tilbúnir væru til að flytja á svæðið. „Svo virðist sem fólk laðist að þéttbýliskjörnum, en þó eru sífellt fleiri og fleiri sem vilja búa í dreifbýlinu jafnvel þótt þeir sæki vinnu á þéttbýlisstað. Best er auðvitað að skapa ný atvinnutæki- færi hér í sveitinni og efla þannig mannlífið.“ Þótt Kristján reikni með að hafa nóg að gera við bústörfin og und- irbúning fyrir þátttöku í bæjar- stjórnarmálum í sumar gerir hann samt ráð fyrir að taka sér einhvern tíma til að stunda golf sem er nýjasta áhugamál hans en stutt er á næsta golfvöll sem er á Görðum í Staðar- sveit. Bóndi og bæjarfulltrúi Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Kristján Þórðarson á Ölkeldu ásamt eiginkonu sinni, Astrid Gundersen. Hellnar MAGNÚS Emanúelsson lætur ekki fótbrot aftra sér frá því að stunda áhugamál sitt, heldur hoppaði á einum fæti með hækjur sér til stuðnings og hélt til veiða í Vatnsholti í Staðarsveit. Vel bar í veiði hjá Magnúsi, fékk hann 12 sjóbirtinga á aðeins 2 tímum. Að sögn Magnúsar voru þeir 2 til 7 pund að þyngd. Magnús var að vonum ánægður með feng dags- ins. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Þraut- seigur veiðimaður Ólafsvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.