Morgunblaðið - 20.06.2002, Page 24

Morgunblaðið - 20.06.2002, Page 24
ERLENT 24 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRN Ísraels sagði í gær að hún hygðist hernema aftur sjálf- stjórnarsvæði Palestínumanna smám saman þar til endir yrði bundinn á hryðjuverk Palestínu- manna í Ísrael. Þessi stefnubreyt- ing var tilkynnt eftir að 19 Ísraelar biðu bana í sjálfsmorðsárás Palest- ínumanns í Jerúsalem í fyrradag og Ísraelar svöruðu henni með því að senda hersveitir inn í þrjá bæi á Vesturbakka Jórdanar til að hafa hendur í hári meintra hryðjuverka- manna. Tugir Palestínumanna, sem hafa gert sjálfsmorðsárásir í Ísr- ael, hafa komið frá þessum bæjum. Litið var á herta stefnu Ísr- aelsstjórnar sem nýtt skref í þá átt að koma Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, og heimastjórn hans frá völdum, nú þegar George W. Bush Bandaríkjaforseti undir- býr nýja friðaráætlun þar sem gert er ráð fyrir stofnun bráðabirgða- ríkis Palestínumanna, að sögn bandarískra fjölmiðla. Embættismenn í Hvíta húsinu í Washington sögðu að sprengjutil- ræðið í Jerúsalem yrði ekki til þess að Bush hætti við að kunngera áætlunina, en því hefði verið frest- að í bili. Háttsettur embættismaður í Ísr- ael sagði að fast væri lagt að Bush að hætta alveg við að kynna áætl- unina. Fram hefðu komið efasemd- ir um áætlunina í stjórninni fyrir nokkrum dögum og þær hefðu magnast eftir hryðjuverkið í Jerú- salem í fyrradag. Bandarískur embættismaður staðfesti að ágreiningur væri innan stjórnarinnar um málið en efaðist um að Bush myndi hætta við að til- kynna áætluna. Varað við enn meiri blóðsúthellingum Aðstoðarmenn Arafats sögðu að stefnubreyting Ísraelsstjórnar myndi valda enn meiri blóðsúthell- ingum og verða til þess að palest- ínskar öfgahreyfingar hertu árásir sínar á Ísraela. „Hernámið tryggir ekki öryggi Ísraels, heldur magnar átökin, flækir stöðuna og knýr Pal- estínumenn til að veita harðari andspyrnu,“ sagði Ahmed Abdel Rahman, ráðgjafi Arafats. Stjórn Ísraels ákvað að hernema aftur hluta sjálfstjórnarsvæða Pal- estínumanna eftir viðræður milli Ariels Sharons forsætisráðherra og leiðtoga stjórnarflokkanna í fyrra- kvöld. „Ísraelar ætla að svara hryðjuverkunum með því að her- taka svæði heimastjórnarinnar,“ sagði í tilkynningu frá forsætis- ráðuneytinu í Jerúsalem. „Þessum svæðum verður haldið svo fram- arlega sem hryðjuverkin halda áfram. Fleiri hryðjuverk leiða til þess að fleiri svæði verða hertek- in.“ Síðustu mánuðina hefur Banda- ríkjastjórn lítið gert til að koma í veg fyrir að Ísraelsher ráðist inn í bæi á sjálfstjórnarsvæðum Palest- ínumanna í því skyni að hafa hend- ur í hári meintra hryðjuverka- manna. Stjórn Bush lagði þó fast að Sharon að binda enda á viða- miklar aðgerðir Ísraelshers á Vest- urbakkanum í mars þegar hern- aðurinn hafði staðið í nokkrar vikur. Hægrimenn í stjórn Ísraels hafa lengi krafist þess að öll sjálfstjórn- arsvæði Palestínumanna verði her- numin aftur en Verkamannaflokk- urinn hefur lagst gegn því. Aðstoðarmenn Arafats reknir í útlegð? Sharon sagði á fundi með ráð- herrum sínum í fyrrakvöld að þótt hann væri hlynntur því að Arafat yrði rekinn í útlegð myndi hann ekki gera það vegna andstöðu Bin- yamins Ben-Eliezer varnarmála- ráðherra og yfirmanna öryggis- stofnana Ísraels. Ísraelska ríkisútvarpið sagði að embættismenn stjórnarinnar væru að íhuga þann möguleika að reka aðstoðarmenn Arafats í útlegð, en þó ekki hann sjálfan. Embættis- maður í Jerúsalem vildi ekki greina frá því hvaða menn þetta væru en sagði að Marwan Barg- huti, leiðtogi Fatah-hreyfingar Arafats á Vesturbakkanum, væri ekki á meðal þeirra. Ísraelsher handtók Barghuti í Ramallah 15. apríl og embættismaðurinn sagði að hann yrði sóttur til saka í Ísrael fyrir að skipuleggja árásir á Ísr- aela. Talsmaður Ísraelsstjórnar, Ar- ieh Mekel, sagði að markmiðið með nýju stefnunni væri að þröngva Arafat til að skera upp herör gegn hryðjuverkahópum eins og hann hefur lofað. Þegar talsmaðurinn var spurður hvort palestínska heimastjórnin yrði leyst upp kvaðst hann vona að til þess þyrfti ekki að koma en bætti við að það gæti reynst ein af afleiðingum þess að Palestínumenn héldu hryðjuverk- unum áfram og Ísraelar hertækju fleiri svæði. Meintir hryðjuverkamenn handteknir Tugir skriðdreka fóru í fyrra- kvöld inn í flóttamannabúðir við bæinn Jenín, þar sem hörðustu átökin geisuðu í sex vikna hernaði Ísraela á Vesturbakkanum í apríl og maí. Jenínbúar sögðu að ísr- aelskir hermenn hefðu flutt hjól- hýsi að bænum og svo virtist sem þeir væru að undirbúa langa dvöl í bænum. Þeir hefðu fært tugi íbúa flóttamannabúðanna til yfirheyrslu í skóla sem þeir lögðu undir sig. Hersveit réðst nokkrum klukku- stundum síðar inn í borgina Nablus en fór þaðan eftir að hafa hand- tekið þrjá menn sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkum í Ísrael. Hermenn fóru einnig inn í bæinn Qalqiliya, lýstu yfir útgöngubanni og leituðu að hryðjuverkamönnum. Íbúar Ramallah hömstruðu mat- væli, þar sem búist var við því að ísraelskar hersveitir réðust aftur inn í borgina og umkringdu höf- uðstöðvar Arafats. Stjórn Ísraels herðir stefnu sína í baráttunni gegn hryðjuverkum Hyggst hernema hluta sjálfstjórnarsvæðanna Jerúsalem. AP, AFP. ’ Fleiri hryðjuverkleiða til þess að fleiri palestínsk svæði verða hertekin ‘ TVEIR drengir, 13 og 14 ára, hafa verið handteknir í Peking vegna gruns um að þeir hafi kveikt af ásettu ráði í netkaffi- húsi í borginni aðfaranótt sunnudags. 24 ungmenni fórust í brunanum. Lögreglan í Peking sagði að drengirnir hefðu viðurkennt að þeir hefðu átt í deilum við eig- anda netkaffihússins, keypt bensín og kveikt í húsinu í hefndarskyni. Vængirnir brotnuðu af vélinni BANDARÍSK tankflugvél, sem hrapaði í Norður-Kaliforn- íu á mándag þegar vængirnir brotnuðu af henni, fór í viðgerð fyrir fjórum árum vegna sprungna í vængjunum, að sögn eiganda vélarinnar í gær. Þriggja manna áhöfn vélarinn- ar fórst í slysinu. Vélin var af gerðinni C-130A Hercules og hafði verið notuð til að slökkva skógarelda í Kali- forníu. Allar flugvélar af þess- ari gerð voru kyrrsettar í Bandaríkjunum í fyrradag vegna slyssins. Margar vélanna hafa verið notaðar til að slökkva skógarelda sem eru al- gengir í Bandaríkjunum á þess- um árstíma og óttast er að þetta verði eitt mesta skógar- eldasumar í sögu landsins. Tundur- skeyti olli Kúrsk- slysinu Í bráðabirgðaskýrslu rann- sóknarmanna rússneska sjó- hersins er komist að þeirri nið- urstöðu að kjarnorkukaf- báturinn Kúrsk hafi sokkið vegna sprengingar í tundur- skeyti. Skömmu eftir að kafbát- urinn sökk fyrir tæpum tveim- ur árum héldu rússneskir embættismenn því fram að Kúrsk hefði rekist á útlent skip eða tundurdufl. Lokaskýrsla rannsóknar- mannanna verður birt 29. þessa mánaðar. Gengi doll- arans lækkar GENGI dollarans lækkaði í gær gagnvart evrunni og fleiri gjaldmiðlum í kjölfar margra afkomuviðvarana frá banda- rískum tæknifyrirtækjum. Gengi dollarans gagnvart evr- ópska gjaldmiðlinum hefur ekki verið jafnlágt í hálft annað ár. STUTT Kveiktu í netkaffi- húsinu Kúrsk við bryggju. STRANDAGLÓPAR sofandi á Roissy-flugvelli, norður af París, í gær, en sameiginlegt verkfall flug- umferðarstjóra í Frakklandi, Grikklandi, Ítalíu, Portúgal og Ungverjalandi olli gífurlegum töf- um á flugumferð víðsvegar í Evr- ópu. Voru flugumferðarstjórarnir með aðgerðum sínum að mótmæla áætlunum um sameiginlega loft- helgi og flugumferðarstjórn Evr- ópusambandsríkjanna. Þúsundum áætlunarferða innan- lands og á styttri leiðum var aflýst í gær og margra klukkustunda taf- ir urðu á öðrum ferðum. Aftur á móti höfðu aðgerðir flugumferð- arstjóranna lítil áhrif á millilanda- flug á lengri leiðum. Samgöngu- ráðherrar Evrópusambandsins segja, að hið nýja fyrirkomulag geti gert kleift að fjölga flug- ferðum í Evrópu, en samtök stétt- arfélaga evrópskra flugumferð- arstjóra vara við því að flugöryggi kunni að minnka. Einnig óttast samtökin að hugmyndirnar leiði til einkavæðingar flugumferð- arstjórnar og fækkunar á störfum, en ráðherrarnir neita því. AP Verkfall lamar flugumferð FULLTRÚADEILD bandaríska þingsins hefur samþykkt tillögu um að tilraun verði gerð í tvö ár með að heimila 250 flugmönnum banda- rískra flugfélaga að bera skotvopn. Er tillagan málamiðlun er fundin var vegna ótta sumra þingmanna um að vopnaburður flugmanna kynni óvart að ógna öryggi farþega eða annarra áhafnarliða. Flugmenn verða sendir á námskeið Frá því flugránin voru framin 11. september hafa flugmenn barist ein- dregið fyrir því að fá að bera skot- vopn í stjórnklefanum. Er málamiðl- unartillagan byggð á frumvarpi sem lagt var fyrir þingið í síðasta mánuði, en samkvæmt því hefðu mun fleiri flugmenn fengið heimild til að vera vopnaðir. Samkvæmt málamiðlunartillög- unni munu flugmennirnir 250 fara á námskeið svipað því sem haldið er fyrir alríkislögreglumenn sem eru um borð í farþegaflugvélum. Eftir tvö ár mun samgönguöryggisstjórn Bandaríkjanna ákveða hvort hætt verður að leyfa flugmönnum að bera vopn, eða því haldið áfram, og yrði þá 1.400 flugmönnum heimilað að vera vopnaðir við störf sín. Á til- raunatímanum munu yfirvöld rann- saka nánar hættuna á voðaskoti um borð í flugvél. Málamiðlun á Bandaríkjaþingi Tilraun með vopn- aða flug- menn Washington. The Washington Post.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.