Morgunblaðið - 20.06.2002, Síða 26

Morgunblaðið - 20.06.2002, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HINN 5. júlí næstkomandiverður hátíð á Sólheim-um í Grímsnesi. Þámunu íbúar staðarins og gestir þeirra minnast með virðingu og þakklæti stúlkunnar sem fæddist þennan dag fyrir hundrað árum síð- an, stofnaði Sólheima í þágu um- komulausra barna tuttugu og átta ára gömul, varð brautryðjandi í þjálfun og umönnun þroskaheftra og frumherji í lífrænni ræktun hér á landi. Ennfremur tók hún í fóstur börn frá erfiðum heim- ilum og kom þeim til manns. Sesselja Sig- mundsdóttir var án nokkurs vafa ein af merkustu konum Ís- landssögunnar. Ég hef áður sagt að vel mætti hugsa sér konur sem sómdu sér við hlið hennar en enga sem væri henni fremri og vil árétta það hér. I Sesselja Sigmunds- dóttir var í eðli sínu og athöfnum hugsjóna- manneskja og langt á undan samtíð sinni. Hún sætti um árabil ofsóknum af hálfu opinberra aðila sem ekki eiga sér hliðstæðu á okkar tímum en hún hélt sínu striki því hún trúði á það sem hún var að gera. Ráðamönnum og barnavernd- arráði þótti með ólíkindum að hún skyldi telja sig þess umkomna að leggja sjálfstætt mat á hvað skjól- stæðingum hennar til margra ára væri fyrir bestu eftir að henni hafði verið gert ljóst að það stangaðist á við hið opinbera gildismat þess tíma. Ekkert raskaði ró þessarar konu sem tók ekki mark á öðru en því sem reynslan staðfesti. Hún bar mikla persónu, var framúrskarandi stjórnandi og framkvæmdamaður en jafnframt hlý og umhyggjusöm manneskja. Upphrópanir vandlæt- ara sem skildu ekki hvað hún var að gera hreyfðu ekki við henni. Öll fjöl- skylda hennar stóð með henni og kom til starfa á Sólheimum þegar illa gekk og átti sinn þátt í að rekst- ur heimilisins stöðvaðist ekki með öllu á stríðsárunum þegar hvergi var hægt að fá starfsfólk. Hlutur föður hennar, Sigmundar Sveins- sonar, var ærinn og skylt að hann gleymist ekki. Aðferðir Sesselju við ræktun öðl- uðust með tímanum viðurkenningu og einnig sú skoðun hennar að hættulaust væri fyrir venjuleg börn að umgangast þroskahefta. Hún naut virðingar á efri árum og friður ríkti um heimilið. Skömmu áður en hún féll frá árið 1974 var hún ein- hverju sinni á tröppum timburhúss- ins á góðviðrisdegi með einum af velunnurum Sólheima, tónlistar- manni sem kom og liðsinnti henni hvenær sem eftir því var kallað. Milli þeirra var traust og vinátta og höfðu þau verið að ræða fram- kvæmdir á staðnum. Hann hafði lát- ið í ljósi áhyggjur af heilsufari henn- ar en hún taldi sig vita að hún myndi lifa nægilega lengi til að ljúka til- teknum verkefnum. Sem þau standa þarna saman nýkomin úr umræðum um eilífðina spyr hann hvernig hún sjái Sólheima fyrir sér í framtíðinni. Á erfitt með að ímynda sér staðinn þegar hennar nýtur ekki lengur við. Um stund er hún þögul og lítur yfir umhverfið: – Kannski mörg lítil hús út um allt, segir hún svo – með fjórum vistmönnum og starfsmanni í hverju húsi og einnig húsum fyrir velunnara Sólheima sem vilja búa hér í ell- inni.“ Þegar hann vill ræða þetta frekar, víkur hún talinu að öðru en segist í öðru samtali sjá Sólheima- húsið fyrir sér líkt og menntasetur í göml- um íslenskum stíl með smáhýsi allt í kring og hana dreymi um að á Sólheimum rísi lífræn landbúnað- ar- og garðyrkjustöð. Sesselja skrifaði aldrei greinar í dag- blöð, talaði ekki á fundum né hafði sig í frammi á ann- an hátt. Henni fannst að verkin ættu að segja það sem segja þyrfti. Engu skipti hvað sagt væri meðan það væru orðin ein.Væri henni sýndur sómi, leit hún á það sem við- urkenningu til heimilisins og íbúa Sólheima og gladdist yfir því en mesta virðingin fannst henni þó fel- ast í að fá að vera í friði. Fá að starfa óáreitt og njóta þannig trausts til þess sem hún var að gera. Hún lifði og starfaði á Sól- heimum en þáði aldrei formlega laun, átti mér vitanlega ekki annað en það sem var í litla herberginu hennar og þurfti ekki meir. II Það hlýtur að teljast nokkurt um- hugsunarefni hversu hljótt er um minningu Sesselju Sigmundsdótt- ur, líf hennar og störf. Íslensk skólabörn kunna glögg skil á ýms- um mætum Íslendingum sem settu svip á samtíð sína en höfðu ekkert sér til ágætis sem þolir samanburð við hennar lífsstarf. Það er einnig kaldhæðnislegt að þegar fyrir dyr- um stendur að heiðra minningu þessarar konu sem taldi sér mestan sóma sýndan með virðingu við Sól- heima, það sem þar fer fram og þá sem þar búa, þá skuli allt í einu verða reimt aftur á þessum stað og draugur sem allir töldu löngu búið að kveða niður reynist eiga sér framhaldslíf. Og nú er það stjórn- arformaðurinn sem spjótin beinast að. Þegar litið er yfir Sólheima í dag er ljóst að draumar Sesselju og framtíðarsýn eru orðin að veruleika og öll stefnumótun og framkvæmd- ir á staðnum vitna um trúnað við lífsviðhorf hennar og virðingu fyrir þeim arfi sem hún skildi eftir. Naumast er um það deilt að þetta er fyrst og fremst verk stjórnar Sólheima undir forystu Sveinbjarnarsonar. Hann gert það sem hún taldi mes – látið verkin tala. Engin slíku verki nema hann myndaríkari og úrræðab gengur og gerist og starf sjón. Fyrir nokkrum dögum á við dóttur Sesselju, Hólm mundsdóttur, sem ólst up heimum og var lengst a hönd móður sinnar. Í s kom fram að hún er sömu s og vildi gjarna að það kæ hvers staðar fram: „Þorpið sem móður dreymdi um er að verða heimum og öll starfsemi bygging þar endurspegla virðingu fyrir lífsskoðun sagði hún. „Þetta er stórko rek og þetta er verk Pétu bjarnarsonar. Án hans atbe öðruvísi umhorfs á Sólh dag, hvað sem hver segi mín lagði alltaf áherslu á urinn birtist í því sem hann hvorki í því sem hann seg sem sagt væri um hann og að horfa yfir brestina og s sem gert væri. – Við höfum öll kosti Fríða mín, sagði hún oft – e tala.“ III Stofnandi Sólheima, Sigmundsdóttir, ólst upp stöðum í Þingvallasveit í samhentri fjölskyldu, e barna Sigmundar Sve bónda þar og konu hans K Símonardóttur. Hún var b dugmikil og og umhyggju yngri systkini sín. Sérsta band var milli hennar og d heimilinu sem tóku á rá henni þegar þau sáu hana á Hún var félagslynd en fór förum og bar djúpa virðin náttúrunni og öllu sem lif hún kynntist kenningum Steiner um lífræna ræktu hauga og að betri árangu með því að sá á réttum tím jörðin væri tilbúin, þá rím fullkomlega við hennar eig ingu og reynslu. Sama má um kenningar hans í he málum og uppeldis- og s um, sem hún leggur til gru í starfinu á Sólheimum en íslenskum aðstæðum o brjóstviti. Sesselja varð kennisetningaþræll í þeim að hún gengi blint á hönd um stefnum eða skoðunu vegna tók hún ekki heldur íslenskum embættimönnu sem það voru læknar, pre Verkin tala Með hliðsjón af sögu Sólheima og því einstæða starfi sem þar fer fram, segir Jónína Michaelsdóttir, finnst mér ekki ósanngjarnt að ætlast til þess að þetta mál sé leyst með siðuðum hætti við fundarborð en ekki í fjölmiðlum. Jónína Michaelsdóttir SÓLHEIMAR AÐ HEIMSÓKN LOKINNI Opinber heimsókn forseta Kínatil Íslands fyrir nokkrum dög-um og þeir atburðir, sem tengdust henni, hafa vakið margar spurningar en þó ekki sízt þá, hvort við Íslendingar séum yfirleitt í stakk búnir til að taka á móti opinberum gestum, sem af einhverjum ástæðum eru umdeildir og þess vegna líklegir til að draga að sér mótmælendur. Í því sambandi má líka spyrja, hvort við höfum bolmagn til að standa fyrir alþjóðlegum ráðstefnum, sem eru til þess fallnar að draga að mót- mælendur, sem oft eru atvinnumenn á sínu sviði. Þegar fyrir lá, að utanríkisráð- herrafundur Atlantshafsbandalags- ins yrði haldinn hér í maímánuði á þessu ári höfðu stjórnvöld og þá ekki sízt yfirstjórn lögreglunnar áhyggjur af því, að mótmælendur mundu flykkjast hingað til lands. Erlendis hefur ítrekað komið til harkalegra mótmæla undanfarið. Þegar leiðtogar átta helstu iðnríkja heims komu sam- an í Genúu á Ítalíu í júlí í fyrra fór ör- yggisvarzla úr böndunum og lögregla varð manni að bana og réðst á mót- mælendur, sem sváfu í skólabygg- ingu, með þeim afleiðingum að tugi manna þurfti að leggja á sjúkrahús. Ítalska lögreglan var harðlega gagn- rýnd um alla Evrópu. Tíu milljarða króna kostaði að halda fundinn í Genúu. Í fyrravor kom til átaka milli lögreglu og mótmælenda á fundi leið- toga ríkja Ameríku í Quebec-borg í Kanada. Kostnaður kanadískra stjórnvalda af þeim fundi var sjö milljarðar króna. Ganga má út frá því sem vísu, að í aðdraganda utanríkisráðherrafund- arins hafi farið fram miklar umræður innan stjórnkerfisins um hvað þyrfti til í mannskap og búnaði til þess að við gætum tryggt öryggi þeirra fjöl- mörgu áhrifamanna, sem komu hing- að til lands vegna ráðherrafundarins. Ekki kom til mótmæla vegna utan- ríkisráðherrafundarins en hins vegar kynntumst við því hvað getur gerzt í aðdraganda heimsóknar forseta Kína og meðan á henni stóð. Björn Bjarnason, alþingismaður og fyrrum ráðherra, gerir þetta mál að umtalsefni á heimasíðu sinni fyrir nokkrum dögum og segir m.a.: „Við- brögð íslenzkra stjórnvalda við Falun Gong taka mið af því að mikill fjöldi þessa fólks hér á landi kunni að skapa óviðráðanleg öryggisvandamál og auðveldast sé að bregðast við vand- anum með því að halda erlendum mót- mælendum í öðrum löndum. Hin leið- in er að huga að innri öryggismálum með nýjum hætti í samræmi við breyttar aðstæður. Hef ég áður vakið máls á nauðsyn þess og ætla ekki að rekja sjónarmið mín um það efni að þessu sinni en bendi til dæmis á grein, sem ég skrifaði í Morgunblaðið í til- efni af 50 ára afmæli varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna í maí 2001.“ Þegar þingmaðurinn talar um nauðsyn þess að huga að innra öryggi með nýjum hætti á hann við þá hug- mynd, sem hann setti fram m.a. í er- indi á árinu 1995 um íslenzka öryggissveit og ítrekaði í grein þeirri, sem hann vísar til í Morgunblaðinu fyrir rúmu ári. Hugleiðingar Björns Bjarnasonar af þessu tilefni eru dæmi um, að ábyrgir aðilar velta því fyrir sér hvert bolmagn okkar Íslendinga er í þess- um efnum og hvernig við skuli bregð- ast. Auðvitað getum við sagt sem svo: Hvers vegna eigum við að bjóða heim umdeildum gestum, sem geta kallað á fjöldaheimsóknir mótmælenda utan úr heimi? Hvers vegna eigum við að taka að okkur alþjóðlegar ráðstefnur, sem geta haft sömu áhrif? Ef við komumst að þeirri niður- stöðu að við getum ekki boðið slíku fólki í opinberar heimsóknir eða tekið að okkur að halda slíka fundi og ráð- stefnur erum við um leið að taka ákvörðun um að sinna alþjóðlegu samstarfi ekki nema að mjög tak- mörkuðu leyti. Ólíklegt er að meiri- hluti þjóðarinnar teldi það viðunandi kost. Ef það er rétt metið hlýtur sú spurning að verða áleitin, hvort við verðum að gera ráðstafanir til þess að geta tekizt á við þau vandamál, sem upp kunna að koma af þessu tagi. Þar með er ekki sagt að við eigum að ganga eins langt og Björn Bjarnason leggur til, að koma upp íslenzkum ör- yggissveitum en hugsanlega er nauð- synlegt að ganga lengra en við höfum nú þegar gert. Annar þáttur þessa máls, sem hef- ur komið töluvert til umræðu manna á meðal, er ekki síður þýðingarmikill en hann snýr að kynningu gagnvart al- menningi á þeim vandamálum, sem við er að etja. Í þeim efnum hefði margt mátt betur fara. Þar má í fyrsta lagi nefna hina upp- haflegu kynningu, sem hefði þurft að vera formlegri og ákveðnari. Í öðru lagi er ljóst að þeir, sem bera hina pólitísku ábyrgð, hljóta alltaf að vera í fyrirsvari í málum sem þessum, þótt athyglisvert verði að telja, hvað ein- stakir embættismenn stóðu sig vel í röksemdafærslu fyrir ákvörðunum stjórnvalda við erfiðar aðstæður. Í þriðja lagi má aldrei gleyma því, að engum stafar hætta af hinu talaða orði, þótt nálægð einstaklinga, að ekki sé talað um fjölda einstaklinga, við umdeilda opinbera gesti geti skapað alvarlegt hættuástand. Af þessu tiltekna máli eigum við fyrst og fremst að læra. Það hefur aldrei áður gerzt, a.m.k. ekki í þess- um mæli, að mótmælendur fjölmenni til Íslands. Eftir þessa atburði hljót- um við að líta svo á, að það geti gerzt aftur og verðum þá að vera betur und- ir það búin að takast á við vandann. Íslenzk yfirvöld hafa þurft að tak- ast á við óeirðir hér innanlands og er þá átt við atburðina á Austurvelli 30. marz 1949, þegar beita þurfti táragasi til þess að dreifa mannfjölda, sem ráðizt hafði að þinghúsinu og hugðist trufla störf löglega kjörins Alþingis. Vonandi kemur aldrei til slíkra at- burða aftur á Íslandi. Þau ráðuneyti og stofnanir, sem að þessu máli komu, hljóta að bera sam- an bækur sínar um það, sem betur má fara ef og þegar til slíkra atburða kemur á nýjan leik.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.