Morgunblaðið - 20.06.2002, Page 33

Morgunblaðið - 20.06.2002, Page 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 33 SPURNING: Eru samkynhneigðir hluti af sköpun Guðs eða eru þeir fráhvarf frá henni? Til að leita svara við þessari spurningu ætla ég að íhuga málið með tilliti til kristinnar trúar. Ég vil í þessu samhengi nýta mér hugleiðingar dr. Karl Barth sem er einn áhrifamesti guð- fræðingur 20. aldar- innar. Ég játa það fyr- irfram að ég dáist að Barth og er oft sam- mála röksemdafærsl- um hans. Ég er hins vegar ósammála ummælum hans um samkynhneigð, sem hann dæmir sjúka og synduga mótsögn við Guð. Kyn og trú Í kristinni trú liggur beint við að skilgreina manneskju út frá tveimur meginsjónarmiðum. Annars vegar getum við hugsað okkur manneskju sem „sett er í samband við Guð“ og hins vegar „manneskju sem sett er í samband við aðra manneskju“. Hvað síðarnefnda atriðið varðar mætti hugsa sér slíkt á þrjá mis- munandi vegu á milli karls og konu: a) samband á milli karls og konu sem nánustu stuðningsmenn hvort annars í lífinu, eða m.ö.o. „gagn- kvæma hjálpara“ b) kynferðislegt samband c) hjónaband. Karl Barth leggur áherslu á að við eigum ekki að ofmeta kynferðislegt samband fólks eða hjónaband. Hvort mann- eskja gifti sig eða ekki, eða hvort hjón eignast barn eða ekki, getur aldrei verið úrslitatriði þegar líf fólks saman er metið að verðleikum. Það mikilvægasta í sambandi karls og konu er það að vera meðvitaður um takmörk sín sem manneskja. Með því einungis að skilja takmörk sín getur sérhver manneskja með- tekið eigin maka og hlotið farsæld og blessun Guðs. Þannig er æðsti hluti hjónabandsins einfaldlega það „að lifa saman“. Rök Barth eru skýr og ég er sam- mála honum í þessum málum þegar hér er komið við sögu. Nú fer hann hins vegar að gefa sér ákveðna hluti án þess að gera fyrir þeim sann- færandi grein. Hann kemst t.d. að þeirri niðurstöðu að kynjaskipting og samkynhneigð sé flótti fólks frá því að horfast í augu við tak- markanir sínar. Hér finnst mér rökstuðningur Barth bágborinn. Hann fellur í sömu gryfju og ótal margir fyrirrennarar hans: hans eigið gildismat, tilfinning og hleypi- dómar taka völdin og frekari rökstuðningur er látinn liggja á milli hluta. Mín spurning er ein- föld: Hvers vegna geta tveir karlmenn saman eða tvær konur saman ekki verið „gagn- kvæmir hjálparar“ og náð æðsta stigi sam- bands einnar mann- eskju við aðra? Þegar betur er að gáð kemur fram að Barth telur nær ómögulegt að skil- greina hvað sé „eðli“ karls eða konu. Það sem við álítum „karl- mennsku“ eða „kvenleika“ litast, skv. Barth, fyrst og fremst af okkar persónulegu skoðunum og tíðar- anda hverju sinni. Hugmyndir okk- ar um karla og konur eru því sí- felldum breytingum háðar. Ef þetta er rétt, hvers vegna verðum við að leggja þá svona mikla áherslu á skilin á milli karla og kvenna? Þegar við notum hugtakið „gagn- kvæmir hjálparar“ hugsum við mörg fyrst og fremst um samband karls og konu. Hugmyndin um karl og konu sem gagnkvæma hjálpara er að mínu mati bæði myndræn og kynferðisleg. Hún er hins vegar ekki guðfræðileg. Ef tilvera mann- eskjunar er full takmarkana þá get- um við ekki hugsað um manninn eingöngu út frá líffræðilegu sjón- arhorni, heldur verðum við að velta fyrir okkur stöðu hans í guðfræði- legu og heimspekilegu samhengi. Hvers vegna þarf tiltekin mann- eskja, sem bætir annarri manneskju upp takmarkanir sínar og skort, að vera af gagnstæðu kyni? Ég sé í þessum æðsta skilningi á sambandi einnar manneskju við aðra engin rök fyrir því að viðurkenna ekki samkynhneigð pör sem „gagn- kvæma hjálpara“. Við skulum minn- ast áminningar Karls Barth, jafnvel þótt hann gleymi henni stundum sjálfur, og ekki gera of mikið úr kynferðislegum áherslum í sam- skiptum kynjanna! Líf sem einstakt tækifæri Annað atriði sem mér finnst mik- ilvægt að benda á varðandi málefni samkynhneigðra er einstakleiki mannlífsins. Þetta er ekki oft rætt, en er þó atriði sem Barth leggur mikla áherslu á í mismunandi sam- hengi. Mig langar til að tengja þess- ar hugleiðingar við umræðuna um samkynhneigð. Líf okkar mannanna er ekki eilíft. Líf okkar er takmarkað með fæð- ingu (eða meðgöngu) og dauða. Þótt við séum tengd við eilífðina í trú okkar á Guð þýðir það ekki að við getum lifað endalaust hér á jörðinni. Við fáum líf sem einstakt tækifæri og þar sjáum við okkar eigin tak- mörk. Þetta er mjög mikilvæg trúarleg hugmynd fyrir trúað fólk. Guð leyfir okkur aðeins að lifa lífi okkar með þessum takmörkunum og býst við því að við svörum með ákalli til hans. Þess vegna hefur Guð skapað hjálpara fyrir sérhverja mannveru og samband milli þessara tveggja manneskja birtist sem ást. Ef við tökum þennan einstakleika lífsins alvarlega, hvernig getur það þá verið rétt fyrir augum Guðs að hafna ástinni aðeins af því að hún er milli fólks af sama kyni? Ef við af- neitum ást í lífi mannsins erum við þá ekki í raun að afneita heildarlífi hans og persónu? Eiga samkyn- hneigðir að ljúka lífi sínu án þess að þekkja gleði og hjartanlega blessun fyrir ást sína? Að þessu leyti ber kirkjan þunga ábyrgð í málinu. Þótt lög og sam- félagskerfi batni og mannréttindi séu tryggari en áður, þýðir það ekki að andleg þörf fólks sé uppfyllt. Svo framarlega sem viðhorf kirkjunnar til samkynhneigðra er á þá leið að „við sýnum ykkur samúð, en þið er- uð ekki í lagi“, hvetur það þjóðfé- lagið til að halda áfram að aðskilja samkynhneigða frá „venjulegu“ fólki. Jesús sagði við Pétur: „Ég mun fá þér lykla himnaríkis, og hvað sem þú bindur á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þú leysir á jörðu, mun leyst á himnum“. Drott- inn gefur kirkjunni þetta himneska vald. Kirkjan á að nota lyklana með tillitssemi til einstakleika lífsins. Þetta er mikið álag fyrir okkur trú- að fólk, en lykillinn er í höndum okkar til þess annað hvort að opna eða að loka. Við getum ekki falið hann og gleymt honum því að tím- inn er ekki eilífur fyrir okkur. Að lokum finnst mér rétt að tjá persónulegt álit mitt í þessum mál- efnum skýrt: samvist samkyn- hneigðra skal líta á sem hjónaband og vera vígt hjá prestum, ef þess er óskað. Samkynhneigð og sköpun Guðs Toshiki Toma Samkynhneigð Samvist samkyn- hneigðra, segir Toshiki Toma, skal líta á sem hjónaband og vera vígt hjá prestum, ef þess er óskað. Höfundur er prestur innflytjenda. Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Mikið úrval af blússum frá kr. 2.900 Sæktu um talhólf fyrir heimilissímann á fiínum sí›um á siminn.is, í fljónustuveri Símans 800 7000 e›a í verslunum Símans um allt land. Talhólf er símsvari heimilisins Ef flú sækir um fyrir 12. ágúst 2002 gætir flú unni› fer› fyrir tvo til útlanda. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 6 6 2 2 / si a. is Panta›u talhólf fyrir 12. ágúst Ertu a› fara í frí? Ekki missa af símtölum, fá›u flér talhólf. Kynntu flér máli› á innkápu símaskrárinnar e›a á siminn.is Verð frá kr. 181.000.- SLÁTTUTRAKTORAR 12,5 hp - 17 hp FYRIR GARÐEIGENDUR SEM VILJA GÓÐ VERKFÆRI SLÁTTUORF ÞAR SEM GÓÐU GARÐVERKFÆRIN FÁST 31 cc Létt og lipur. Fyrir sumarbústaðinn og heimilið. Öflugt hörkuorf fyrir alvöru sláttumenn. Sú mest selda. 3,5 hp - 6 hp SLÁTTUORF GARÐSLÁTTUVÉAR Verð aðeins kr.13.900.- Verð frá kr.17.500.- REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka, Glæsibæjarhreppi - Sími 461-1070 STÓRA THAILANDSFERÐ Frábær ferð 16. okt. Lægsta verð. Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA UNDRA-THAILANDSFERÐ 18. sept. Sími 56 20 400 - Tækifæri Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.