Morgunblaðið - 20.06.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.06.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 37 Fallinn er frá um aldur fram okkar vinnufélagi og vinur Einar S. Leifsson. Einar hóf störf hjá Flugfélaginu Atlanta hf. árið 1997 og seinna hjá Suðurflugi á Keflavík- urflugvelli og sinnti hann störfum flugumsjónarmanns fyrir bæði fyr- irtækin erlendis og hér á landi allt fram á síðasta dag. Hann var vel liðinn og átti mjög auðvelt með að umgangast samstarfsfólk sitt og minnumst við hjálpsemi hans, þægilegs viðmóts og brosins sem mætti okkur ávallt. Við kveðjum nú hinsta sinni vinnufélaga okkar með ljóðmælum Jónasar Hall- grímssonar: Vel sé þér, vinur, þótt vikirðu skjótt Frónbúum frá í fegri heima. Ljós var leið þín og lífsfögnuður, æðra, eilífan þú öðlast nú. Við vottum fjölskyldu Einars okkar dýpstu samúð. F.h. starfsfólks Flugfélagsins Atlanta hf. Hafþór Hafsteinsson. Kveðja frá Suðurflugi Hver dagur í okkar fyrirtæki hefur verið áskorun, með ný verk- efni til að vinna og takast á við. Einar Leifsson kom til Suðurflugs þegar fyrirtækið fékk leyfi til að afgreiða ferjuflugvélar á Keflavík- urflugvelli í ársbyrjun 1999. Hann var þá einnig starfsmaður Atlanta á Keflavíkurflugvelli. Markaðs- svæði okkar er heimurinn og þar kom reynsla hans í ljós ásamt þjónustulund og hans góðu hæfi- leikum að ná til fólks. Í þessu sem og öðru sem hann tók sér fyrir hendur, setti hann sig inn í málin þannig að allir hlutir voru ljósir frá honum til viðskipta- vinanna. Það var unun að sjá hvernig hann með framkomu sinni náði að laða að fyrirtækinu við- skiptavini og byggja upp traust frá grunni og víst er að Suðurflug á eftir að njóta þessara verka hans um ókomin ár. Á þessum liðnu ár- um var ekki spurt um klukku eða lengd vaktar. Hann kláraði verk- efnið og var ekki rólegur fyrr en allt var klárað og afgreitt eins og lofað var. Hann lokaði sínu ferðaplani 6. júní og við vitum að hann er búinn að opna nýtt á nýjum stað. Það var hann búinn að ræða við okkur og hann hafði trú á framhaldið, þegar að því kæmi. Eftir sitjum við og söknum, ekki bara einstaks vinnu- félaga, heldur vinar sem tilbúinn var hvernig sem á stóð, að hjálpa og leggja öðrum lið í hverju sem var. Aðstandendum öllum sendum við samúðarkveðjur. F.h. stjórnar og starfsmanna, Sigurður Valur Ásbjarn- arson, Davíð Jóhannsson. Það er ekki langur spölur eftir Hafnargötunni í Keflavík frá Vatnsnesvegi að Faxabraut. Á ár- unum fyrir 1960 og fram yfir 1970 var á þessu svæði stór hópur barna og unglinga. Þarna þróaðist vinátta manna á millum, sem hefur haldist fram á þennan dag. Aðal- áhugamálin voru íþróttir og tónlist og snerust leikir okkar um það. Í þessum hóp voru fræknir fótbolta- EINAR SIGURBJÖRN LEIFSSON ✝ Einar SigurbjörnLeifsson fæddist í Keflavík 24. maí 1953. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu 6. júní síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Kefla- víkurkirkju 19. júní. menn sem náðu alla leið í landsliðið. Má þar nefna bræðurna Magnús og Gísla Torfasyni, Guðna Kjartansson og Karl Hermannsson. Þarna voru einnig liðtækir tónlistarmenn eins og Siguróli Geirsson og Guðmundur Her- mannsson, svo dæmi séu tekin. Við strák- arnir bárum mikla virðingu fyrir fót- boltahetjunum. Þá var einnig í hverfinu sér- stakur höfðingi, Gunni Kalli. Hann var töffarinn sem var í siglingum og nutum við í ríkum mæli þess, þegar hann kom heim og gaf okk- ur ómælt útlent sælgæti sem ekki var á hvers manns borði á þeim tíma. Inn í þetta samfélag komum við bræðurnir þegar við flytjum að Hafnargötu 68 árið 1956. Fljótlega eftir komu okkar kynnumst við Einari Leifssyni sem var á svip- uðum aldri og við. Einar var fljót- lega greinilegt foringjaefni. Hann var mjög öruggur og kunni vel að koma fyrir sig orði. Ekki spillti að á heimili foreldra hans var alltaf pláss fyrir okkur strákana jafnvel þó að við værum ekki alltaf stilltir. Þetta er hér rifjað upp í dag þegar við minnumst Einars Leifs- sonar sem allt of ungur var kall- aður á brott frá okkur. Hann er sá þriðji í þessum hóp sem kallaður er burt langt um ald- ur fram. Fyrr eru farnir höfðing- inn Gunni Kalli og tónskáldið Sig- uróli. Ég ætla mér ekki að fjalla um lífshlaup Einars Leifssonar í smá- atriðum. Hann fór sannarlega ekki alltaf troðnar slóðir. Ungur fór hann að vinna við útgerð og fisk- vinnslu, í langan tíma vann hann að þeim málum og öðlaðist mikla þekkingu. Reyndar lágu leiðir okkur sam- an í þeim málum og var oft spjall- að um þessi mál er okkar fundum bar saman. Síðar á lífsleiðinni vann hann að flugi, bæði hér heima og erlendis, og vegnaði þar vel. Enn er kallið komið. Fyrir okk- ur sem eftir sitjum er skýr minn- ing um skemmtilegan og mynd- arlegan ungan mann, sem var góður og viðkvæmur vinur. Hug- myndir hans voru á stundum sveimkenndar, en hugmyndaflugið mikið. Ég vil fyrir hönd okkar bræðr- anna Björns og Agnars Kristins- sona færa foreldrum, systkinum og börnum Einars okkar innilegustu samúðarkveðjur. Í okkar huga er sterk minning um góðan dreng. Jón Kr. Kristinsson. Þegar harmafregnin barst mér um andlát Einars æskufélaga míns varð ég orðlaus. Við Einar vorum vinir og nágrannar á Baldursgöt- unni í Keflavík öll barna- og ung- lingsárin. Þó svo að við Einar hefðum verið miklir félagar í æsku lágu leiðir okkar ekki saman fram á fullorðinsárin. En þegar við rák- umst hvor á annan á förnum vegi voru ávallt miklir fagnaðarfundir, nánast eins og að hitta bróður sinn. Oft var farið í djúpar upprifj- anir á atburðum löngu liðinna tíma. Þegar horft er yfir farinn veg og góður félagi kvaddur, hell- ast yfir mann margar góðar og skemmtilegar minningar. Einars verður helst minnst fyrir það hversu einlægur hann var, glaðlyndur í fasi og mikill foringi. Hann var skarpur og hafði ríka réttlætiskennd. Ég man að jafn- aldrar okkar litu alltaf upp til Ein- ars. Hann var fjallmyndarlegur, auk þess sem hann náði góðum ár- angri í hverju sem hann tók sér fyrir hendur. Hvort sem það var á sviði athafna eða íþrótta, þá skilaði hann ávallt góðu verki. Á þessari erfiðu stundu votta ég fjölskyldu Einars og aðstandend- um mína dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng mun lifa. Hjálmtýr R. Baldursson. Einar Leifsson er látinn, hann lést á heimili sínu 6. júní sl. Frétt- in kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hann Einar, sem geislaði af hamingu og var ástfanginn út að eyrum af Berglindi og lífið blasti við, er látinn. Þetta gat bara ekki verið satt. En svona getur lífið verið ósanngjarnt. Það eru bara átta ár liðin frá því ég hitti hann Einar fyrst en ein- hvern veginn finnst mér þó að árin séu miklu, miklu fleiri. Ég og Ein- ar vorum engir æskuvinir, við sótt- um ekki fjölskylduboð eða afmæli hjá hvor öðrum. Ég kann ekki að skýra það almennilega en á ein- hvern undarlegan hátt urðum við perluvinir. Það var ekki hægt ann- að en að kunna vel við hann Einar. Hann var lítillátur og glaður með allt sem hann hafði og átti. Leitaði ekki eftir vegsemd eða mannafor- ráðum. Hann gerði allt sem hann gat til að gleðja aðra. Ég hefði ekki viljað hafa hann neitt öðru- vísi. Svona var hann Einar sem ég þekkti og það er það sem skipti mig máli. Blíðari mann hef ég ekki hitt. Margar kaffistundirnar átti ég með Einari og Krissa hjá Suð- urflugi þar sem Einar starfaði síð- ustu 6 árin. Sonur minn, nú 6 ára, var yfirleitt með og undantekning- arlaust tók Einar hann undir sinn verndarvæng og lék við hann. Við feðgarnir munum sakna Einars. Núna er Einar farinn og eftir sitja ástvinirnir. Ykkur öllum votta ég samúð mína. Þið voruð honum allt, fyrir ykkur lifði hann lífinu lif- andi. Guð blessi ykkur öll. Friðjón. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur          +3$<* 3$<    >F ?")86DE    ? (  & ! " +   040  +    @  4  0   A  !  + A+   !3#   #+?(  !"3#  ( 1  ( 38  3:  ( B?  -( /* '                    3=55, :  '? -& 0 # " (        +    #    $ ! &&  9" "#  8-B;(  -   #  & & ( &* )    4(  4 A   !  (  + (    ! : ,+$    9%  (  0?F + 7-(              +   +?$*( "%+?#  +? "+?(  ;#  )&"+?( !)&#   !+?#  3 #1")( #!+?#  8 +?( &00&(   &00&* @  4     A    !  + A+ (           =  '?#'"* : #!"0##  +?(*             $) ) =   (   7 ! ?0 +    B;# * @  4  0   A  !  + A +  (     !                       + = '?  7" )- G / -! * = *  0   !"#  #!* #  5" $* "(  * ( +)* (  ' ( 5/1 "#  & & ( &*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.