Morgunblaðið - 20.06.2002, Qupperneq 38
LANDIÐ
38 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
sem er einmitt núna. Ég þori ekki að
fullyrða að túlipanar vaxi í öllum
görðum, en óneitanlega eru þeir fjöl-
margir garðarnir, sem skarta túlip-
önum einmitt þessa
dagana. En það eru
ekki bara einkagarðar.
Hér í Reykjavík gleðja
túlipanabreiður með-
fram Miklubrautinni
augu þreyttra bíl-
stjóra og aksturspirr-
ingurinn hlýtur að
minnka til muna með-
an silast er áfram í
langri lest. Það væri
athugandi að gróður-
setja meira af túlipön-
um í Grafarvoginum,
ekki bara á umferðar-
eyjunum, sem eru
margar hverjar mjög
fjölbreyttar og falleg-
ar í því hverfi.
Þetta átti nú ekki að verða um-
ferðarpistill, svo best er að snúa sér
beint að blómi dagsins, túlipananum.
Einhvern veginn finnst manni ósjálf-
rátt að það séu rauðir túlipanar og
gular páskaliljur og þar með basta,
en málið er alls ekki svona einfalt.
Bæði blómlitur og lögun túlipana er
ótrúlega fjölbreyttur. Litirnir
spanna nær allt litrófið frá hvítu yfir
í blásvart, það er helst að hreinan
bláan túlipanalit vantar, en ég skal
hreint ekki þvertaka fyrir að einhver
sé ekki búinn að búa til bláan túlip-
ana. Þessir túlipanar, sem við þekkj-
um hvað best, eru nefnilega leikföng
garðyrkjumanna. Um aldir og jafn-
vel árþúsundir hafa þeir leikið sér
með að finna nýjar litasamsetningar,
sem skipta orðið hundruðum, og
nýja blómlögun.
Þó er enn til dálítið af villitúlipön-
um, það er hreinum tegundum, sem
líkjast forfeðrum sínum að nær öllu
leyti. Hversu margar tegundir
villitúlipana eru til er dálítið á reiki,
en það er varla ofmælt að telja þær á
bilinu 30–50. Nýjasta tegundin í
„safninu“ mínu er fjólutúlipani, T.
pulchella, sem hefur reyndar nokkr-
ar undirtegundir. Segja má að fjólu-
túlipaninn sé dæmigerður villitúlip-
ani, upprunninn í Litlu-Asíu, eins og
flestir villitúlipanar, þótt nokkrir
komi frá fjallahéruðum S-Evrópu og
jafnvel allt austur frá Himalaja.
Fjólutúlipani hefur mjög mjó lauf-
blöð, sem sitja í hvirfingu niður við
jörð, en vaxa ekki upp eftir leggnum,
eins og hjá garðatúlipönum. Blöðin
eru grágræn á lit, með dálítið rauð-
leitri slikju og blómleggurinn stutt-
ur, 10–15 cm. Undirtegundirnar eru
dálítið mismunandi á litinn, t.d. er T.
pulchella var. humilis ljósfjólublár,
en var. violacea er dökkpurpura-
rauður og blómin nær skállaga. Mið-
að við nafnið er þetta afbrigði hinn
eini sanni fjólutúlipani. Fjólu-
túlipaninn hefur þennan fallega
purpurarauða lit að utanverðu, en
þegar sólin skín opnar hann blómið
móti sólu og þá sjást gulur blóm-
botninn og dökkir fræflarnir vel. Ég
var svo heppin að detta niður á fjólu-
túlipanann af algerri tilviljun og vissi
ekkert hvernig hann myndi reynast
hér. En nú hefur hann blómstrað í
tvö vor og greinilega náð að fjölga
laukunum, þannig að ég mæli hik-
laust með honum sem kærkominni
viðbót við aðra villitúlipana, sem
þrífast hér með ágætum, svo sem T.
tarda, sveip- eða stjörnutúlipana,
sem er nú á haustlaukalista G.Í., T.
urumiensis, eða dvergtúlipana, og
dalatúlipana eða T. turkestanica.
Þessir þrír hafa allir mjó blöð eins og
fjólutúlipaninn og eru svipaðir á
hæð.
Ekki má ljúka svo rabbi um
villitúlipana að ekki sé minnst á að
kaupmannatúlipani tilheyrir þessum
hópi, þótt hann sé með breiðari blöð.
Sameiginlegt fyrir þá villitúlipana,
sem hér hafa verið ræktaðir, er að
þeir blómstra fyrr og eru lágvaxnari
en garðatúlipanar og þannig má
lengja túlipanatímabilið verulega.
TÍMABILIN í garðinum eru fjöl-
mörg, það eru ekki bara þau sem við
notum venjulega, vor, sumar, haust
og vetur, ekki aldeilis. Nú er tímabil
smálaukanna að
mestu liðið, en tímabil
annarra lauka gengið
í garð, tímabil túlip-
ananna. Svo tekur við
tími snemmblómstr-
andi fjölæringa, svo
sem steinbrjóta og
fjölmargra smá-
plantna, þá taka við
bóndarósirnar og aðr-
ir fjölæringar, sem
blómstra um mitt
sumar. Ekki má
gleyma risunum í
garðinum eins og
skjaldmeyjarblóm-
um, bláfífli og stokk-
rós, sem eru heldur
seinna á ferðinni, eða
þá sjálfum rósunum. Og loks koma
haustblómin, svo sem hosta og
haustlilja svo eitthvað sé nefnt. Og
öll þessi tímabil tengja svo sumar-
blómin.
En það var tímabil túlipananna,
Fjólutúlipani – T. pulchella var. violacea.
Villitúlipanar
– fjólutúlipani
S.Hj.
VIKUNNAR
BLÓM
Um s j ó n S i g r í ð u r
H j a r t a r
473. þáttur
EFTIR ágæta byrjun og oft á tíðum
góða spilamennsku á Evrópumótinu í
brids mættu Íslendingar ofjörlum
sínum í 9. umferð í gær: ítalska liðinu
í banastuði á sýningartöflunni. Þessar
þjóðir voru þá í 1. og 2. sæti á mótinu
en úrslit leiksins urðu 25:5 fyrir Ítala,
21:70 í imp-stigum, og við það fóru Ís-
lendingar niður í 6. sæti með 161 stig.
Ítalir styrktu stöðu sína í efsta sæti,
höfðu 196 stig. Norðmenn voru í 2.
sæti með 178 stig, Spánverjar höfðu
168 stig, Búlgarar og Frakkar 162,
Hollendingar 159, Ísraelsmenn 155,
Tékkar 154 og Rússar 153.
Ítalir stilltu sterkustu pörum sín-
um upp gegn Íslandi, þeim Lorenzo
Lauria og Alfredo Versace annars
vegar og Norberto Bocchi og Giorgio
Duboin hins vegar. Þetta hafa verið
sterkustu pör Evrópu allan síðasta
áratug og sú reynsla skilaði mörgum
stigum gegn Íslendingum í gær sem
gerðu sig seka um ónákvæmni í
nokkrum spilum og var jafnan refsað
harðlega. Að auki virtust Ítalirnir
stundum sjá öll spilin:
Norður
♠ ÁD64
♥ 543
♦ ÁG1074
♣6
Vestur Austur
♠ 10873 ♠ KG2
♥ ÁK10876 ♥ G9
♦ D8 ♦ 43
♣10 ♣KG9872
Suður
♠ 95
♥ D2
♦ K965
♣ÁD543
Við annað borðið sátu Steinar
Jónsson og Stefán Jóhannsson í NS
gegn Bocchi og Duboin. Stefán opn-
aði á 1 laufi með suðurspilin, Bocchi í
vestur sagði 1 hjarta og Steinar dobl-
aði til úttektar. Stefán sagði 2 lauf,
Bocchi sagði 2 hjörtu og það varð
lokasamningurinn. Á endanum fékk
sagnhafi 9 slagi og Ítalir 140.
Við hitt borðið sátu Þröstur Ingi-
marsson og Bjarni Einarsson AV
gegn Lauria og Versace.
Vestur Norður Austur Suður
Þröstur Lauria Bjarni Versace
1 lauf
1 hjarta dobl pass 1 grand
pass 3 grönd//
Hefði Þröstur hitt á að taka hjarta-
ás og kóng hefði sagan ekki orðið
lengri en hann spilaði eðlilega út
hjartaáttunni. Versace fékk slaginn á
drottninguna heima og tók síðan
fimm tígulslagi. Þröstur í vestur henti
fyrst laufatíunni og síðan tveimur
spöðum og Bjarni í austur henti
þremur laufum. Versace hefur án efa
lesið hjartalengdina rétt, fyrst austur
henti ekki einu hjarta, og því átti
Þröstur nú eftir tvö svört spil. Vers-
ace byrjaði á að taka spaðaás, ef
Þröstur skyldi eiga kónginn stakan
eftir, og svínaði síðan laufadrottning-
unni. 9 slagir, 400 til Ítala og 11 stig.
Versace kann einnig að hafa reiknað
með því að Þröstur hefði e.t.v. byrjað
á ÁK í hjarta ef hann hefði átt laufa-
kónginn og þar með nokkuð örugga
innkomu.
Íslenska liðið náði aðeins að rétta
hlut sinn í þessu spili:
Norður gefur, AV á hættu.
Norður
♠ KDG106
♥ 6
♦ K8
♣Á10984
Vestur Austur
♠ 9754 ♠ 82
♥ 109842 ♥ K7
♦ G94 ♦ ÁD7653
♣G ♣D53
Suður
♠ Á3
♥ ÁDG53
♦ 102
♣K762
Þeir Þröstur og Bjarni sögðu eðli-
lega á spilið við annað borðið þar sem
þeir sátu NS. Þröstur í norður byrjaði
á 1 spaða, Bjarni sagði 2 hjörtu og
Þröstur 3 lauf. Eftir nokkrar
slemmuþreifingar endaði Þröstur í 5
laufum og fékk 12 slagi eftir að austur
spilaði út tígulás, 420 til Íslands.
Við hitt borðið opnaði Bocchi einn-
ig á spaða og Duboin krafði í geim
með 2 hjörtum. Bocchi sagði þá 2
spaða og Duboin 2 grönd. Bocchi
sagði nú 3 lauf og Duboin lauk sögn-
um með 3 gröndum í suður; býsna
sérkennilegur lokasamningur þegar
horft er á öll spilin.
Stefán í vestur hugsaði nokkuð um
útspilið en valdi loks tígulfjarkann.
Hefði Duboin látið lítið í blindum var
tígulliturinn stíflaður en sagnhafi sá
ekki öll spilin og stakk því upp tíg-
ulkóng. Nú var eftirleikurinn auð-
veldur fyrir Stefán og Steinar, sem
tóku fyrstu sex slagina á tígul, 100 til
Íslands og 11 stig.
Ítalir reyndust of-
jarlar Íslendinga
BRIDS
Evrópumótið í brids er haldið í Salsomag-
giore á Ítalíu dagana 16.–29. júní. Ísland
tekur þátt í opnum flokki og kvenna-
flokki. Heimasíða mótsins er http://
www.eurobridge.org
Guðm. Sv. Hermannsson
ÞAÐ er ekki algengt að hitta fyrir
mælingaflokk sem eingöngu er skip-
aður þremur ungum konum. Mæl-
ingavinna hefur gegnum tíðina verið
eitt af þessum karlavígjum sem oftar
en ekki hafa skartað einni og einni
konu upp á punt.
Þær Eva Björk Björnsdóttir, Rak-
el Jónsdóttir og Hjördís Lára
Hreinsdóttir skipa mælingaflokk hjá
Vegagerðinni sem er að vinna að því
að ná utan um landshæðarkerfið með
því að hæðarmæla fasta punkta með-
fram öllum hringveginum.
Þær stöllur voru að hæðarmæla
við Gilsá á Jökuldal á dögunum en nú
standa yfir mælingar á hringvegin-
um um Möðrudals- og Mývatns-
öræfi.
Að sögn Jóns Helgasonar hjá
Vegagerð ríkisins er þetta sam-
starfsverkefni Vegagerðarinnar,
Landmælinga Íslands og Lands-
virkjunar sem miðar að því að búa til
hæðarkerfi sem nýtist öllum og get-
ur verið grunnur að því að vita hæð á
öllum framkvæmdum í landinu:
„Þurfum að hengja hæðarkerfið á
meðalsjó“.
Þetta samstarfsverkefni byrjaði
með endurmælingu á öllu hnitakerfi
í landinu árið 1993 þegar farið var að
GPS-mæla kerfið, en mælingar
Vegagerðarinnar hafa staðið frá
1995 með hringveginum. Þegar
hringnum er lokið verður mælt yfir
hálendið og á Vestfirði og Snæfells-
nes til dæmis.
Jón sagði það langt komið að mæla
með hringveginum og verður klárað
á næsta ári.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Eva Björk Björnsdóttir, Rakel Jónsdóttir og Hjördís Lára Hreinsdóttir
skipa mælingaflokk hjá Vegagerðinni sem er að vinna að því að hæð-
armæla fasta punkta með hringveginum. Það er hluti af landshæð-
arkerfi, sem nýtast mun við allar framkvæmdir í landinu.
Mæla fasta punkta
meðfram hringveginum
Norður-Hérað
NEMENDUR í Grundaskóla á
Akranesi hafa notið þess á und-
anförnum vikum að vera að mestu
útivið í kennslustundum. Margt
hefur verið í boði fyrir börnin,
gróðursetning, óvissuferðir, hjól-
reiðaferðir og „HM“-leikar skól-
ans. Það er margt sem þarf að at-
huga á vorin og meðal þess eru
reiðhjólin. Pétur Elíasson lög-
reglumaður brá sér í óvissuferð
með börnum úr skólanum og „tók
út“ reiðfáka þeirra og benti þeim
á hvað mætti laga. Elísa Svala
Elvarsdóttir og Sigríður Indriða-
dóttir kennari fengu góð ráð hjá
lögreglumanninum. Morgunblaðið/Sig. Elvar
Með löggu
í óvissuferð
Akranes