Morgunblaðið - 20.06.2002, Page 43
Föstudaginn
21. júní ver Að-
alheiður Guð-
mundsdóttir,
cand. mag. í ís-
lenskum bók-
menntum, rit-
gerð sína
Úlfhams saga.
Andmælendur
eru dr. Jürg
Glauser, pró-
fessor í Zürich, og dr. Svanhild-
ur Óskarsdóttir, fræðimaður á
Stofnun Árna Magnússonar. Vil-
hjálmur Árnason, forseti heim-
spekideildar, stjórnar athöfn-
inni.
Í frétt frá Háskólanum segir:
„Úlfhams saga segir frá Hálf-
dani vargstakki Gautakonungi
og Úlfhami syni hans og átök-
um þeirra feðga við menn og
vættir. Hún er dæmi um bók-
menntaverk sem á sér enga
varðveitta frumgerð en birtist í
ýmsum myndum: í rímnaflokki
frá miðöldum, sem líklega á
rætur að rekja til glataðrar
sögu í lausu máli, og í þremur
harla ólíkum lausamálsgerðum,
frá 17., 18. og 19. öld, sem eiga
beint eða óbeint rætur að rekja
til rímnanna. Allar þessar
gerðir eru prentaðar í útgáf-
unni, textarnir stafrétt eftir
elstu handritum með orðamun
annarra handrita neðanmáls. Í
inngangi er lýsing handrita og
rannsókn á sambandi gerðanna,
en meginefni hans er rannsókn
á sögunni. Þar eru leidd rök að
því að hin glataða frumsaga
hafi verið fornaldarsaga, og eru
helstu þættir hennar teknir til
umfjöllunar. Rækileg rannsókn
er á helstu minnum sögunnar,
svo sem stjúpu- og álagaminni
og varúlfsminni sem gegna
miklu hlutverki og eru hér sett
í samhengi við íslenskar og
aðrar evrópskar miðaldasögur.
Þá er rækileg úttekt á hlið-
stæðum í öðrum íslenskum
fornsögum. Þótt þeir Varg-
stakkur og Úlfhamur séu aðal-
persónur má kalla að konur
skapi þeim örlög, ýmist með ill-
um álögum og göldrum eða
heillaráðum og góðum göldrum
sem leysa kappana úr hinum
mestu nauðum. Útgáfa þessi og
rannsókn er sérstæð fyrir það
að hún sýnir hvernig ákveðin
saga lifir gegnum aldir en er
löguð að ólíkum aðstæðum og
frásagnaraðferðum.
Aðalheiður Guðmundsdóttir, f.
1965, lauk BA-prófi í íslensku
frá Háskóla Íslands 1989 og
cand. mag.-prófi í íslenskum
bókmenntum frá sama skóla
1993. Hún er stundakennari í
þjóðfræði við Háskóla Íslands,
en hefur auk þess unnið að ýms-
um verkefnum, að mestu með
aðstöðu á Stofnun Árna Magn-
ússonar. Hún hefur birt greinar
um miðaldabókmenntir og þjóð-
fræði í fagtímaritum.
Aðalheiður á þrjú börn; Krist-
ínu Lovísu (f. 1988) og Jónas
Orra (f. 1992) af fyrra hjóna-
bandi og Ólaf Dofra (f. 2001)
með eiginmanni sínum Guðvarði
Má Gunnlaugssyni handrita-
fræðingi. Doktorsvörnin fer
fram í Lögbergi föstudaginn 21.
júní kl. 14.00.“
Doktorsvörn við Háskóla
Íslands – Úlfhams saga
Aðalheiður
Guðmundsdóttir
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 43
„ÞAÐ er ríkisvaldinu til háborinn-
ar skammar að öryrkjar og lág-
tekjufólk þurfi að standa í bið-
röðum hjá Mæðrastyrksnefnd og
Hjálparstofnun kirkjunnar í jafn
ríku þjóðfélagi og Ísland er,“ segir
í ályktun Sjálfsbjargar landssam-
band fatlaðra um kjaramál á 31.
þingi þess sem haldið var 7. til 9.
júní.
Í ályktuninni er skorað á rík-
isstjórn og Alþingi að breyta al-
mannatryggingalögunum þannig að
örorkubætur verði 80% af meðal-
launum verkamanns, en árið 2001
námu þau 166.000 krónum, segir í
ályktuninni. Sjálfsbjörg bendir á að
fyrir þremur árum hafi Alþingi
breytt lögum um fæðingarorlof
þannig að nú sé orlofið 80% af
þeim launum sem viðkomandi hafði
fyrir töku orlofsins. Samkvæmt
upplýsingum frá Tryggingastofnun
ríkisins er áætlað að greiðslur
vegna þessa aukist úr 1.638 millj-
ónum króna á árinu 2000 í 5.334
milljónir á árinu 2003. Því telur
Sjálfsbjörg það gefa auga leið að ef
vilji er fyrir hendi sé skortur á
fjármagni ekki vandamálið til að
standa straum af kostnaði við þess-
ar breytingar.
Þá segir í ályktun Sjálfsbjargar
að með slíkri leiðréttingu verði al-
mannatryggingakerfið gegnsætt og
stórfé muni sparast þar sem ekki
þurfi lengur dýrt og flókið tölvu-
kerfi til að reikna út og halda utan
um slík réttindi og sé því fé betur
varið til að greiða fólki betri laun.
Í ályktuninni segir einnig að fyr-
ir liggi að hluti ríkissjóðs í lífeyr-
isgreiðslum fari minnkandi vegna
aukinnar hlutdeildar lífeyrissjóða
og áætla megi að eftir 12 til 15 ár
verði kostnaður ríkissjóðs mun
lægri en í dag og því ætti ekki að
hafa mikil áhrif á rekstur hans þó
aukin útgjöld yrðu á þessu sviði.
Reglum um bifreiðakaupa-
styrki hreyfihamlaðra
verði breytt
Þá var lögð fram á þinginu
ályktun um bifreiðamál hreyfi-
hamlaðra þar sem skorað er á heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra
að breyta þegar í stað reglum og
reglugerð um bifreiðakaupastyrki
hreyfihamlaðra. Bifreiðar hreyfi-
hamlaðra séu hjálpartæki sem þeir
noti til sjálfstæðrar búsetu og þátt-
töku í athöfnum samfélagsins, og
gerir Landsbjörg þá kröfu að nú-
verandi reglum, sem mismuna
hreyfihömluðum einstaklingum
hvað varðar búsetu, hjúskapar-
stöðu og tekjur, verði breytt.
Einnig var á þingi Landsbjargar
samþykkt ályktun þar sem því er
beint til sveitarfélaga á landinu að
þau tryggi fötluðum ferðaþjónustu
sem fullnægi þörfum hvers og eins.
Ekki sé ásættanlegt að stór hópur
fatlaðra búi við takmarkaðan ferða-
fjölda og geti ekki pantað ferðir
samdægurs. Góð ferðaþjónusta efli
þjóðfélagsþátttöku fatlaðra.
Ályktanir 31. þings Sjálfsbjargar
Örorkubætur nemi
80% af meðallaun-
um verkamanns
ERLA Stefánsdóttir sjáandi verður
með Jónsmessuferð um álfabyggðir
Hafnarfjarðar föstudaginn 21. júní
kl. 22.30 frá Upplýsingamiðstöð
Hafnarfjarðar. Farið verður með
rútu á þá staði sem mesta kraftinn
gefa og sumarsólstöðum fagnað.
Samkvæmt gamalli íslenskri
þjóðtrú verða óskasteinar virkir á
Jónsmessunótt. Um miðnæturbil
verður dansað í kringum óska-
stundina.
Fjöldi sæta er takmarkaður og
því er nauðsynlegt að bóka sig í
ferðina hjá Upplýsingamiðstöð
Hafnarfjarðar, Vesturgötu 8, sam-
kvæmt því sem fram kemur í
fréttatilkynningu.
Jónsmessu-
ferð um álfa-
byggðir Hafn-
arfjarðar
FJÓRÐA skógarganga sumarsins, í
röð gangna á vegum skógræktar-
félaganna í fræðslusamstarfi þeirra
við Búnaðarbanka Íslands, verður
fimmtudagskvöldið 20. júní. Skógar-
göngurnar eru skipulagðar í sam-
vinnu við Ferðafélag Íslands og eru
ókeypis og öllum opnar. Þessi skóg-
arganga er í umsjá Skógræktar-
félags Kjósarhrepps.
Þátttakendur mæti eigi síðar en
kl. 20.00 við félagsheimilið Fé-
lagsgarð í Kjós, sem er við þjóðveg-
inn sunnan Laxár. Þaðan verður
haldið að skógræktargirðingunni í
Vindáshlíð og gengið um skóginn
undir leiðsögn staðkunnugra. Gang-
an tekur um klukkustund og er við
allra hæfi.
Fjórða skógar-
gangan í kvöld