Morgunblaðið - 20.06.2002, Síða 46

Morgunblaðið - 20.06.2002, Síða 46
FÓLK Í FRÉTTUM 46 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                            !! "    #         $       %  &    '() *+,-,.  Hunang föstudag og laugardag                                                 !"#$  %" "& ' """"(")" "*"+ )  %", "+- #$ "" " "./01) 2))&" "3%4"1 $%& ' % +")"5) 4 ++"*"% +"  " 6"7$  "8 9"7$ 9":  &9"5;* ")"5"*"5$9"3 * "< 9"=  )"*"3%( 9" "5( ">"%")"7#                            ( ( ) **' + ,- +.+ / !! +   <) ?%% @% "7)0 @% @% 7"3& A"31)0 31  B 1 5;% C)"< 2 ") ?"2 A "=)&D EEE"C)0 "1  ? )"A)1 7 8/ "  % 5)4 : "  % "  % @% < "5)  ="<D % FD # G) /14  #1"?%%"31)0 ? 1;&" 5 :1 .)HI" .)HI"3) 7 #1".". = "3/ AJ =) " %"+" ) 8"0"":"2)% 3)4 A"#)"#1"=KL"M EEE"C)0 "1  3)" )%"#1"F"2) "5))  ") " 8 "N"K"O1)  P"P"P/) 5) "C)  B "L "#1"% .)HI"  N": Q  '" 5 ) #1"O4 "7                3) G 3&) 3) .)HI .)HI ?5O G 3) 3) "2 G 3) :)"C/) 3)  G F 3) G 5  ?&&1 G F .)HI ?5O ?5O R  "$ G 3)   HVERNIG sem á það er litið er hér á ferðinni sannkallað gullkorn. Nýja platan Untouch- ables kostaði Korn-liða gullklump og annan, ku ein sú dýrasta í framleiðslu sem gerð hefur ver- ið. En þeim virðist ekki ætlað að fara á haus- inn því platan er nú rifin út úr plötubúðum um heim allan og er á góðri leið með að landa hverri gullplötunni á fætur annarri. Og hér á landi hrifsar Korn gullið af Eminem sem verður að sætta sig við silfrið að þessu sinni. Glöggir telja sig greina visst afturhvarf á Untouchables til brautryðjendaverkanna Korn og Follow the Leader bæði í anda og efni. Stóriðjurokk í anda Fugazi og Ministry hefur verið nefnt til sög- unnar í þeim efnum og Davis þykir jafnvel enn dýpra sokkinn í angist og veruleikaflótta. Dæmi þó hver fyrir sig sjálfur. Gullkorn! ÞEIR eru á leiðinni, alltaf á leiðinni, skosku piltarnir í Travis. Sveitin heldur tón- leika í Laugardalshöllinni 4. júlí, dyggilega studd hinni íslensku Leaves, uppstilling sem eflaust virkar girnileg á tónlistaráhugamenn landsins. Af öðrum smærri uppákomum Travis á næst- unni er það að frétta að sveitin verður í aðal- hlutverki á Hróarskelduhítíðinni í Danmörku um næstu mánaðamót og á V2002 hátíðinni bresku síðar í sumar. Þriðja plata sveitarinnar, The Invisible Band, kom út á síðasta ári og seldist býsna vel, líkt og forverinn, hin lífseiga The Man Who, en nú í ljósi tónleikanna í Höllinni virðist The Invisible Band ætla að öðlast nýja lífdaga, sem vonlegt er, og má einnig búast við söluaukningu á fyrri plötunum tveimur. Á leiðinni! BRITNEY Spears er sívinsæl hér á Stormskeri og hafa plöt- ur hennar þrjár allar selst með miklum ágætum hérlendis. En það eru ekki alltaf jólin hjá stóru stjörnunum. Undanfarið hefur Britney sleikt sár sín eftir sambandsslitin við Justin Timberlake og í ofanálag hefur hún nú verið þjófkennd. Tónlistarmennirnir Michael Cottrill og Lawrence Wnukowski halda því nefnilega fram að tvö lög á plötu hennar Oops! ... I Did it Again séu byggð á laginu „What You See Is What You Get“, sem þeir segjast hafa sent henni árið 1999 en fengið synjun. Cottrill og Wnukowski segja lögin „What U See (Is What U Get)“ og „Can’t Make You Love Me,“ klárlega byggð á lagi sínu. Á plötunni Oops! ... I Did it Again eru lögin hins vegar sögð eftir nokkra lagasmiði á vegum sænska útgáfufyrirtækisins Cheiron Studios. Þjófótt? ENGUM sögum hefur farið af því hvort David Bowie sé að lýsa yfir trúarskoðun sinni með því að nefna nýj- ustu plötu sína Heathen. Í það minnsta hefur hann aldrei talist til guðræknari manna. Á Heathen nýtur Bowie aðstoðar gamla upp- tökustjórans síns Tonys Viscontis, þess sama og stjórnaði upptökum á plötum Bowies á átt- unda áratugnum, þ.á.m. meistaraverkunum The Man Who Sold The World, Hunky Dory og The Rise and Fall of Ziggy Stardust and The Spiders From Mars. Ekki má heldur gleyma rík- um þætti Viscontis í gerð Berlínar-þrennu Bowie. Síðasta platan sem Visconti stýrði fyrir Bowie á undan Heathen var svo Scary Monst- ers (and Super Creeps) en sumir gagnrýnendur telja sig greina ákveðinn samhljóm milli hennar og Heathen. Visconti! WILCO telst ásamt Ryan Adams, Lambchop, Whiskeytown og Bonnie Prince Billy til framvarða sveitarokksenunnar sem farið hefur svo mikinn upp á síðkastið. Til að greina Wilco frá ofannefndum lista- mönnum, og að þeim ólöstuðum, þá hefur tónlistarsköpun hennar um margt verið ívið tilraunakenndari, óútreiknanlegri. En þeirri greiningu eru eflaust einhverjir gegnheilir sveitarokkarar ósammála. En það má þó samt auðveldlega greina þessi sérkenni Wilco á nýju plötunni, Yankee Hotel Foxtrot, sem telst vera fjórða plata sveitar- innaref frá eru taldar Mermaid Avenue-plöturnar tvær sem hún gerði í slagtogi við Billy Bragg og innhélt lög byggð á gömlum Woody Guthrie-ljóðum. Og það var trúlega vegna óút- reiknanleikans sem útgáfufyrirtæki Wilco, Warner-risinn, hreinlega treysti sér ekki til að gefa út um- rædda plötu í þessari mynd, fór fram á að hún yrði gerð aðgengilegri og fékk að sjálfsögðu synjun. Til allrar hamingju! Það hefði nefnilega ekkert mátt fara öðruvísi á þessari snilldarskífu. Rætur sveitarokksins eru orðnar fjarlægari og ennþá erfiðara að draga tónlist Wilco í dilka, eitthvað sveita, eitthvað bítla, eitthvað fram- úrstefnu, eitthvað öðruvísi. Eitt er víst að hún er alltaf áhugaverð, alltaf djörf og leitandi. Tilraunakennd og tormelt á köflum en um leiðblátt áfram og næsta útvarpsvæn. Sam- setning sem kallar vissulega á þol- inmæði en sé hún veitt þá uppsker maður einhverja ánægjulegustu tón- listarupplifun ársins, það sem af er.  Tónlist Við viljum Wilco! Wilco Yankee Hotel Foxtrot Nonesuch Erfið meðganga þessarar fjórðu plötu hinnar bandarísku Wilco kostaði sveitina bæði liðsmenn og plötusamninginn. Var það þess virði? Skarphéðinn Guðmundsson Lykillög: „Radio Cure“, „Jesus, Etc.“, „Ashes of American Flags“. „OFANÍ vatnstankinn með þig! Umm…þetta er svo þægilegt. Það er eins og það sé verið að nudda á mér tóneyrað með ofurmjúkri sápu, sem gefur af sér róandi ang- an. Þægilegur höfgi svífur yfir mig…“ Sveimtónlistin, það sem á ensku er kallað ambient, er búið að vera tískufyrirbrigði í dægurtónlist um langt skeið. Raf/ danstónlistin hefur fóstrað eigið af- brigði um tíma, og ætli það hafi ekki verið bresku æringjarnir í Orb sem hafi stimplað þetta inn í hausinn á raftónlistarhlustendum upp úr 1990 með góðri hjálp frá landa sínum Richard D. James, betur þekktur sem Aphex Twin. Íslendingar hafa að sjálfsögðu ekki farið varhluta af þessu. Fram- an af bar þó ekki mikið á útgáfu en allt breyttist þegar Þórhallur Skúlason og kátir kappar hans í Thule tóku sig til og spenntu upp myndarlega regnhlíf til að skýla öllum þessum íslensku raftónlist- armönnum. Þeir gátu því loks skriðið út úr holunum, en margir þeirra voru farnir að skjóta rótum í herberginu sínu, springandi úr sköpunargleði, með kjöltutölvurnar í … ja … kjöltunni. Thule rekur undirmerki sem sinna hinum ólíku tónlistarstefnum. Uni:Form er eitt þeirra og þar er lenskan sveimtónlist. Og fyrir stuttu kom þessi diskur út, vold- ugur pakki þar sem safnað er sam- an sveim-vænum lögum frá ýmsum listamönnum og frá ýmsum tímum. Tilfinningin sem umlykur mann þegar maður rennir diskunum í gegn stendur ekki fjarri texta- brotinu sem fyrir kemur í upphafi þessa dóms. Tilfinning sem rís þeg- ar gott sveim er í gangi þannig að samsetningin hér gengur vel upp. Sum lög smá poppuð, sum lög svolítið súr en rauði þráðurinn er mjúkt, þægilegt og vel skrifað sveim. Ummm… músí mús… Hápunktar: Ilo („Tif“), Ruxpin („Flying“ og „First Contact“), Trabant („Superman (Worm is green remix)“), Worm is green („Sour muzik“), Biogen („Afloat“), Pyro Technix („Timeline“), Kanada („Nitro (múm remix)“) og Ozy („Alltaf eins“). Hér er á ferðinni glæsileg útgáfa sem er fagmannlega unnin á allan hátt og ætti að hugnast lærðum sem leikum. Plata sem á vænt- anlega eftir að bera hróður ís- lenskrar raftónlistar samtímans víðar. Tónlist Umlykj- andi, þyngdar- laust sveim Ýmsir 42 more things to do in zero gravity/part one Uni:Form/Thule 42 more things to do in zero gravity/part one er tvöfaldur sveimsafndiskur með listamönnum sem allir tengjast, á einn eða annan hátt, íslenska útgáfufyrirtæk- inu Thule. Lög eiga múm, Einoma, Frank Murder und E.V.A., Ilo, Sensorama, Volk, Underground Family, Krilli, Ruxpin, Thor, Trabant, Worm is green, Rhythm of snow, Biogen, Pyro Technix, Kanada, Ozy og Joli Bjorn. Endurhljóðblandanir eiga Trab- ant, Worm is green og múm. Arnar Eggert Thoroddsen FASTEIGNIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.