Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 16
FRÉTTIR 16 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ORRI Vigfússon yfirmaður NASF, laxasjóðsins, upplifði óvænta veiði á dögunum. Hann var á mikilli yf- irreið, renndi fyrir lax í Fljótaá og Laxá í Aðaldal og hugðist reyna fyrir sér í sjóbleikju í Eyjafjarðará og í Héðinsfjarðarvatni. En það kom nokkuð annað á fluguna en sjóbleikja. „Sjóbleikjuveiðin er ný fyrir mér. Hef verið mest verið í laxin- um en langaði að prófa bleikjuna. Það var samt ekki mikið í gangi, lít- ið af bleikju gengið í þessa staði sem ég reyndi. En í Héðinsfirði var hins vegar heldur betur óvænt veiði. Þarna úr fjörunni og af klöppum sem þarna voru, veiddi ég hvern rígaþorskinn, allt að 5 kílóa fiska, af öðrum á flugu!“ sagði Orri í samtali við Morgunblaðið. Einhenda og svört túpa Orri notaði einhendu, flotlínu með sökkvandi enda og svarta túpu, en sagðist þó reikna með því að þorskurinn hefði ekki verið vandfýsinn á flugur. „Þetta var gríðarlega gaman, þorskurinn tek- ur allt öðru vísi í á flugustöng held- ur en sjóstöng. Hann er sterkur og kafar kröftuglega og takan er þung og skemmtileg. Mér dettur í hug hversu frábær ónýtt auðlind er hér á ferðinni fyrir bændur í ferða- þjónustunni. Erlendis er svona fjöruveiði á stöng mikið stunduð og hér á landi er aðstaðan til þess frábær, hreinn sjór, fallegt umhverfi og fiskur um allan sjó,“ bætti Orri við. Þess má geta, að fjöruveiði hefur örlítið ver- ið reynd, t.d. ræddi Morgunblaðið eitt sinn við Gunnlaug Óskarsson fyrrverandi formann Stangaveiði- félags Keflavíkur sem hafði veitt bæði þorsk og sjóbleikju í sjó beggja vegna Eyjafjarðar. Gunn- laugur beitti spinner og veiddi vel, allt að 3 punda bleikjur og þorsk allt að 8 pundum. Ufsi og koli gætu einnig komið á agnið og er ekki vafi á að ufsinn er mikill sportveiðifiskur, spretthrað- ur og ærslafullur. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Morgunblaðið/Golli Mikið sjónarspil er oft við Árbæjarstíflu á kyrrum dögum. Ljós- myndari kom auga á þessa laxatorfu í Elliðaánum á dögunum. Rígaþorskar á í hverju kasti GREIÐSLUAFKOMA ríkissjóðs fyrstu sex mán- uði þessa árs er tæplega 4 milljörðum króna lak- ari en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Afkoman var neikvæð um 3,4 milljarða króna eftir fyrstu sex mánuðina en var neikvæð um 1,8 milljarða á sama tíma í fyrra. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að lakari afkoma ríkissjóðs en ráð var fyrir gert stafi alfarið af viðbótarútgjöldum. Segir í tilkynning- unni að helstu skýringarnar á auknum útgjöldum séu auknar vaxtagreiðslur vegna forinnlausnar spariskírteina og áhrif aðgerða stjórnvalda til að halda aftur af verðbólgu í tengslum við framleng- ingu kjarasamninga á almenna markaðnum. Því til viðbótar stafi aukin útgjöld ríkissjóðs af aukn- um greiðslum til sjúkrahúsa og hjúkrunarheimila, greiðslum til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins vegna uppbóta á lífeyri og aukinna framlaga til Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna aukins at- vinnuleysis og sömuleiðis til Ábyrgðarsjóðs launa til greiðslu launa vegna gjaldþrota. Í tilkynning- unni er sérstök athygli vakin á því að verulegur hluti af viðbótarútgjöldunum komi einungis fram á greiðslugrunni en hafi ekki áhrif á fjárlög sem séu á rekstrargrunni. Samdrátturinn í rénun Handbært fé ríkissjóðs frá rekstri fyrstu sex mánuði þessa árs var neikvætt um 7,7 milljarða en var neikvætt um 1,7 milljarða á sama tíma í fyrra og hreinn lánsfjárjöfnuður var neikvæður um 4,3 milljarða en var neikvæður um 3,7 millj- arða á síðasta ári. Útgjöld ríkissjóðs námu 121 milljarði og hækka um tæpa 10,4 milljarða milli ára eða um 10,4%. Útgjöld til heilbrigðismála aukast um 13,8% milli ára, útgjöld til almannatryggingamála aukast um 8,6% og útgjöld til fræðslu- og menningarmála aukast um 11,8%. Heildartekjur ríkissjóðs námu 113 milljörðum króna og hækka um 5,3 milljarða frá fyrra ári, eða um tæplega 5%. Skatttekjur ríkissjóðs hækka heldur minna, eða um 4½%. Almennar verðlags- breytingar á þessu tímabili námu hins vegar um 7% og segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins að því gæti áfram nokkurs samdráttar í efnahags- lífinu á fyrri hluta ársins. Segir jafnframt í til- kynningunni að tölur um greiðsluafkomu ríkis- sjóðs staðfesti áframhald þróunar undanfarinna mánaða um að samdrátturinn sé í rénun. Til marks um þetta megi nefna að tekjur af virð- isaukaskatti á fyrri hluta þessa árs aukist um ½% að raungildi en hafi aukist um 7% að raungildi á sama tíma í fyrra. Greiðsluafkoma ríkissjóðs versnaði á fyrstu sex mánuðum þessa árs Tæplega 4 milljörðum króna lakari en áætlað var SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðis- ins var kallað út laust eftir klukkan fjögur í fyrrinótt að verslunarmið- stöðinni Kringlunni vegna gasleka. Þar hafði 50 kg gaskútur farið að leka í gasgeymslu fyrir veitingastað- inn Hard Rock en gasið er notað til matseldar. Lekans varð vart kl. 3.58 þegar ör- yggisverðir í eftirlitsferð fundu gas- lykt austan við byggingu Kringlunn- ar. Þeir áttuðu sig strax á hvað um var að vera og gerðu slökkviliði við- vart. Ein slökkvibifreið var send á staðinn og sprautuðu slökkviliðs- menn með háþrýstislöngu á gasský sem var þar fyrir utan. Að því loknu voru tveir reykkafarar sendir inn í gaskompu utan við Kringluna til þess að skrúfa fyrir gasið og síðan var svæðið loftræst. Gas fór aldrei inn í sjálfa verslunarbygginguna. Magnús Pálsson, öryggisgæslu- stjóri Kringlunnar, sagði að slitin pakkning í kútnum hefði orsakað lekann og að skipt hefði verið um hana í gærmorgun og farið yfir alla öryggisþætti vegna hugsanlegs leka. Auk þess var bætt við gasskynjara umfram það sem nauðsynlegt er. Í fréttatilkynningu frá ÍSAGA ehf. vegna málsins segir að fyrirtækið eigi og reki gasdreifikerfi í Kringl- unni og Smáralind og sjái um viðhald og eftirlit á báðum stöðum. ÍSAGA tekur fram að veitingastaðurinn þar sem umrætt atvik varð sé hins vegar eini veitingastaðurinn í Kringlunni sem ekki er tengdur við gasdreifi- kerfi ÍSAGA. Gas lak úr 50 kg gaskúti Hard Rock SIGRÚN Eldjárn, myndlistarmaður og rithöfundur, hefur endurheimt tölvu sem stolið var frá henni um miðjan júlí og innihélt nýjustu barnasögu hennar. Lögreglan fann tölvuna sem og myndavél sem stolið var um leið og tölvunni. Þjófnaður- inn átti sér stað í innbroti á vinnu- stofu Sigrúnar og var ýmsum fleiri munum stolið sem ekki hafa komið í leitirnar. Tölva Sigrúnar Eldjárn fundin ♦ ♦ ♦ MOKVEIÐI hefur verið á kol- munna í Hvalbakshallinu út af Norðfjarðarhorni að undanförnu og er á annan tug skipa þar við veiðar, bæði íslensk og færeysk. Börkur NK-122 kom með 1.800 tonn af kolmunna til Neskaup- staðar á fimmtudag eftir 55 tíma túr og aflaverðmæti upp á 14,4 milljónir króna. Að sögn Sturlu Þórðarsonar, skipstjóra á Berki, hefur kolmunnaveiðin verið góð í allt sumar. „Fiskurinn er stór og góður núna og skipin voru að fá yfir 300 tonn á klukkustund,“ seg- ir Sturla og bætir við að veiði sem þessi eigi sér varla neinar hlið- stæður. Fimmtán manns eru í áhöfn á Berki. Stemmningunni um borð í svona veiði er ekki erfitt að lýsa. „Hún er mjög góð, að sjálf- sögðu,“ segir Sturla. Búist var við að Börkur héldi upp í næsta túr í dag, laugardag, en skipið hefur veitt 20 þúsund tonn af kolmunna að undanförnu og fer aflinn í bræðslu. Í fyrra fiskaði Börkur fyrir 522 milljónir króna og er kominn nálægt 500 milljónum það sem af er árinu. Börkur er gerður út af Síld- arvinnslunni á Neskaupstað sem á eftir 16 þúsund tonn af kolmunna- kvóta sínum. Síldarvinnslan er með tvo togara og þrjú nótaflot- veiðiskip og hefur fyrirtækið tek- ið á móti 14 þúsund tonnum af síld úr norsk-íslenska síldarstofn- inum og 9.400 tonnum af loðnu á sumarvertíð í Neskaupsstað og 5.300 tonnum í Sandgerði. Morgunblaðið/Kristinn Sturla Þórðarson, skipstjóri á Berki Neskaupstað, og Óskar Sverrisson vélstjóri eftir eina aflahrotuna í vikunni. Kolmunna mokað upp í Hval- bakshalli ÞORFINNUR Ómarsson, sem var vikið tímabundið úr embætti fram- kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs fyrr í vikunni, mun áfram sitja í úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs. Vilhjálmur Egilsson, formaður stjórnar sjóðsins, segir að málið hafi verið rætt á stjórnarfundi í gær, en enginn hafi lagt til að hann ætti að víkja úr nefndinni. Aðspurður segir Vilhjálmur að brottvikning Þorfinns hafi verið rædd á fundinum, en menntamála- ráðherra hefur gert stjórninni að leggja til hver skuli gegna starfi framkvæmdastjóra meðan á tíma- bundinni brottvikningu Þorfinns stendur. Hann segir að engin nöfn hafi verið rædd. Stjórnin þurfi að átta sig á því á hvaða forsendum hún geri tillögur til ráðherra, t.d. sé óljóst hversu langan ráðning- artíma stjórnin geti boðið. Stjórnin vilji átta sig á allri stöðunni, hvað sé að gerast og hver ferillinn varð- andi Þorfinn verði. Vilhjálmur seg- ist ekki eiga von á því að staðan verði auglýst. Stjórnin muni fara í málið þegar hlutirnir fara að róast. Á mánudag mun úthlutunar- nefndin leggja fram fyrir stjórn Kvikmyndasjóðs tillögur um hvernig 35 milljónum, sem til stendur að endurúthluta, verði skipt. Vilyrði um styrk til Kaldaljóss endurnýjað Vilhjálmur segir að stjórn Kvik- myndasjóðs hafi ákveðið að end- urnýja vilyrði fyrir 40 milljóna króna styrk til kvikmyndarinnar Kaldaljóss þar sem ný gögn um fjármögnun myndarinnar hafi komið fram. Áður hafði verið ákveðið að afturkalla vilyrðið. Hilmar Oddsson mun leikstýra myndinni en handrit hennar er gert eftir samnefndri skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur. Þorfinnur áfram í úthlut- unarnefnd Stjórn Kvikmyndasjóðs fundaði í gær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.