Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 29
HEILSA
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 29
Halló. Mig langaði að vita hvað hefur verið sagt
um rítalín-lyfjameðferð á börnum sem greind
hafa verið með ofvirkni. Ég hef einhvers staðar
heyrt einhverja gagnrýni á notkun lyfsins. Er rétt
að nota þetta lyf?
SVAR Það getur verið erfitt að svaraþessari spurningu . Mismunandi
svör eru eftir því hvernig við skoðum málið og
mismunandi svör eru eftir því hver svarar. Það
er hinsvegar ljóst að við þurfum alltaf að vera
gagnrýnin þegar ákveðið er að gefa börnum og
unglingum lyf og þar af leiðandi er sérstaklega
mikilvægt að skoða hvort um sé að ræða fleiri
meðferðarmöguleika. Rítalín og önnur amfeta-
mínskyld lyf hafa hingað til verið algengasti
valkosturinn til meðhöndlunar á börnum sem
hafa greinst með ofvirkni og athyglisbrest. Ár-
angurinn hefur líka virst vera nokkuð góður af
þesskonar lyfjameðferð. Það er hinsvegar
hægt að skoða þann árangur nánar. Þó að við
sjáum árangur af þessari meðferð er alltaf um
það bil 30% barna og unglinga sem lyfin virka
ekki á og ber því að finna aðrar meðferð-
arleiðir. Önnur gagnrýni tekur á þeirri stað-
reynd að þrátt fyrir að lyfin bæti einbeitingu
og geri þar af leiðandi skólum og foreldrum
auðveldara að eiga í samskiptum við börnin,
hefur ekki tekist að sjá betri árangur í formi
námsárangurs þegar til lengri tíma er litið.
Það er óhjákvæmilegt að skoða gagnrýni á
lyfjameðferðina án þess að velta fyrir sér
sjálfri greiningunni. Það má segja um ofvirkni
og athyglisbrest, eins og margar aðrar grein-
ingar, að þær verða „vinsælar“ og tölur um al-
gengi hækka . Í Bandaríkjunum hefur komið í
ljós að mikill mismunur er milli mismunandi
borga og skóla um hversu hátt hlutfall barna
hefur fengið þessa greiningu og þiggur því rít-
alín-meðferð. Það er, í sumum borgum og skól-
um í Bandaríkjunum greinast allt að 20%
barna með ofvirkni og athyglisbrest en annars
staðar fer hlutfall barna sem fá þessa sömu
greiningu niður í 2%.
Við Íslendingar höfum kannski ekki farið
eins langt í þessum efnum eins og Bandaríkja-
menn en við erum, að mínu mati, allt of fljót að
greina ærslafull börn eða börn sem eiga erfitt
með nám ofvirk og/eða með athyglisbrest. Að
hluta til vegna þess að krafan um árangur er
orðin meiri í menntakerfinu og námsskrá skóla
byggist oft mikið á þörfum heildarinnar frekar
en þörfum einstaklingsins innan heildarinnar.
Það er einn þáttur sem mikilvægt er að
skoða þegar huga á að rítalín-lyfjagjöf, sér-
staklega í ljósi þess að við erum ekki aðeins að
meðhöndla börn með rítalíni heldur einnig
unglinga og fullorðna, og það er misnotkun á
lyfjunum. Það er alltaf ákveðinn hópur fólks,
með ofvirkni og athyglisbrest, sem þróar með
sér vímuefnavanda á unglingsárum. Þó svo að
það séu dæmi þess að einstaklingur, sem á
sögu um að misnota vímuefni (t.d. amfetamín),
misnoti ekki rítalínið sitt, er mun algengara að
einstaklingurinn muni misnota lyfjagjöfina
sína. Þessvegna eru aðrar meðferðir eins og
sálfræðileg meðferð alltaf betri kostur hjá ein-
staklingum sem eiga við eða hafa átt við vímu-
efnavandamál að stríða.
Innan skóla og á heimilum er mikilvægt að
nýta aðrar meðferðarleiðir við athyglisbrest
og ofvirkni, hvort sem það er samhliða rítalín-
lyfjagjöf eða ekki. Þetta eru meðferðarform
eins og atferlismótun og foreldraþjálfun. Í for-
eldraþjálfun eru foreldrar þjálfaðir upp í að
styrkja ákveðna æskilega hegðun og draga úr
óæskilegri hegðun. Þessar leiðir hafa gefið
góða raun og sýna meðal annars árangur í að
auka félagsfærni, auka jákvæð samskipti, og
auka trú barnanna á sjálf sig.
Ég tel að við þurfum ávallt að vera gagn-
rýnin og á varðbergi gagnvart lyfjameðferð við
heðgunarvanda og sálrænum vanda barna og
unglinga og leggja áherslu á að skoða aðra val-
kosti. Einnig tel ég að mikilvægt sé að leggja
ekki ofuráherslu á að börn, jafnt sem aðrir, fái
endilega greiningu heldur að leggja áhersluna
á að skoða vandann vel og reyna í sameiningu
að finna bestu lausnina fyrir barnið eða ein-
staklinginn sjálfan.
Gangi þér vel.
Ofvirkni og lyf
eftir Björn Harðarson
Ég tel að við þurfum ávallt að
vera gagnrýnin og á varðbergi
gagnvart lyfjameðferð við
hegðunarvanda og sálrænum
vanda barna og unglinga og
leggja áherslu á að skoða aðra
valkosti ... og reyna í samein-
ingu að finna bestu lausnina
fyrir barnið eða einstaklinginn.
...........................................................
persona@persona.is
Höfundur er sjálfstætt starfandi sálfræðingur.
Lesendur Morg-
unblaðsins geta
komið spurn-
ingum varðandi
sálfræði-, fé-
lagsleg og vinnu-
tengd málefni til sérfræðinga
á vegum persona.is. Senda
skal tölvupóst á persona@per-
sona.is og verður svarið jafn-
framt birt á persona.is.
OF LANGAN tíma tekur fyrir
fólk með fyrstu einkenni Alzheim-
er að fá sjúkdómsgreiningu og
meðferð, stundum allt að tvö ár,
en karlmenn eru greindir mun
fyrr með sjúkdóminn en konur.
Skýringin á því er sú að konur
taka mun fyrr eftir fyrstu ein-
kennum og hvetja karla sína til
þess að leita sér lækninga. Þetta
kom fram á Newsday sl. miðviku-
dag en á alþjóðlegri ráðstefnu um
Alzheimersjúkdóminn í Stokk-
hólmi í liðinni viku, vakti banda-
rískur yfirlæknir athygli á á þessu
og vitnaði í rannsókn Long Island
Alzheimer-stofnunarinnar þar
sem 100 pör tóku þátt.
Leita á hjálpar fyrr en seinna,
ef eitt til tvö ár líða án þess að
nokkur meðferð hefjist, er mun
erfiðara að halda sjúkdómnum
niðri, að sögn yfirlæknisins. Ef
rétt lyf eru tekin nógu snemma
getur það haft í för með sér betra
minni, og meiri möguleika á að
sinna daglegum verkum, segir
hann ennfremur.
Hollustufæði minnkar
líkurnar
Alzheimersjúkdómurinn er al-
gengur en er ekki nauðsynlegur
fylgifiskur ellinnar. Hætta á sjúk-
dómnum er um 1% við 65 ára ald-
ur en tvöfaldast eftir það á fimm
ára fresti. Við 85 ára aldur er talið
að helmingur fólks beri merki um
andlega hrörnun eða vitglöp, segir
jafnframt í Newsday.
Á ráðstefnunni kom einnig fram
að minni hætta er á að þeir sem
borða fitusnauða fæðu og borða
mikið af ávöxtum, grænmeti, fiski
og heilkorni veikist af þessum
sjúkdómi.
Alzheimersjúk-
dómurinn ekki
greindur nógu
snemma
Karlar eru fyrr sjúkdómsgreindir með Alzheimer en konur.
KONUR sem hafa börn sín á brjósti
eru í minni hættu á að fá brjósta-
krabbamein en þær sem gefa ekki
brjóst. Greint er frá þessu í nýjasta
hefti læknatímaritsins Lancet. Þar
er sagt frá niðurstöðum stórrar
rannsóknar sem byggð er á gögnum
47 rannsókna sem gerðar voru á um
150.000 konum, í 30 löndum þar á
meðal Íslandi en hér var rannókn
unnin á vegum Krabbameinsskrár
Krabbameinsfélags Íslands.
Samkvæmt niðurstöðum rann-
sóknarinnar sem kölluð er ofur-
greining er best að hafa börnin lengi
á brjósti en því lengur sem mæður
gefa brjóst því minni hætta er á
brjóstakrabbameini. Hlutfallsleg
áhætta á brjóstakrabbameini minnk-
ar þannig um 4,3% fyrir hverja tólf
mánuði sem gefið er brjóst.
Þá kemur einnig fram að brjósta-
krabbamein er fremur fátítt í þróun-
arlöndunum og að það tengist mjög
barneigna- og brjóstagjafamynstri.
Meðaltímalengd brjóstagjafar á
hvert barn þar er 2 ár, skv. upplýs-
ingum í Lancet.
Einnig kemur fram að hjá hvítum
konum Bandaríkjunum er nýgengi
brjóstakrabbameins hæst í heimin-
um.
160 konur greindar hér árlega
Nýgengi er hátt hér á landi en ár-
lega greinast um 160 konur með
brjóstakrabbamein á Íslandi. Það er
algengasta tegund krabbameins hjá
íslenskum konum og hefur nýgengið
tvöfaldast á tæpum fimmtíu árum,
að sögn Laufeyjar Tryggvadóttur,
framkvæmdastjóra Krabbameins-
skrár Krabbameinsfélags Íslands,
en hún var í forsvari fyrir íslensku
rannsókninni.
„Ástæður fyrir þessari aukningu
eru ekki ljósar. Líklegt er þó talið
þær tengist aukinni velmegun. End-
urspeglast hún meðal annars í lækk-
andi meðalaldri við upphaf tíðablæð-
inga hjá íslenskum konum á síðustu
öld. Vitað er að lækkunin hefur áhrif
til aukningar brjóstakrabbameins og
annar áhrifavaldur er að nú fæðast
færri börn á hverja konu en áður.“
Ef niðurstöður ofurgreiningarinn-
ar væru lauslega yfirfærðar á Ísland
segir Laufey að vænta mætti 5%
fækkunar á árlega greindum
brjóstakrabbameinstilfellum sé mið-
að við lengingu brjóstagjafartíma-
bils um 6 mánuði á hverja konu. Mið-
að við 12 mánaða lengingu
brjóstagjafar mætti hins vegar
vænta 11% fækkunar.
Mikilvægt er að mati Laufeyjar að
nú hafi verið staðfest að brjóstagjöf
dragi úr hættu á brjóstakrabba-
meini. „Brjóstagjöf er einn af fáum
þekktum áhrifaþáttum þessa al-
genga sjúkdóms sem nota mætti til
forvarna. Hér hefur því bæst við enn
ein ástæða til að hvetja konur til
brjóstagjafar, sem er eins og kunn-
ugt er góð og mikilvæg bæði fyrir
barn og móður.“
Verndandi áhrif sterkari
gagnvart ungum konum
Niðurstöður rannsóknar vísinda-
manna hjá Krabbameinsfélagi Ís-
lands birtust í vísindaritinu Americ-
an Journal of Epidemiology árið
2001 og vöktu athygli þar sem um er
að ræða stóra faraldsfræðilega fer-
ilrannsókn sem er ein sú fyrsta slíkr-
ar gerðar til að sýna fram á vernd-
andi áhrif brjóstagjafar, að sögn
Laufeyjar. Hún byggðist á upplýs-
ingum kvenna sem tekið hafa þátt í
leitarstarfi Krabbameinsfélagsins. Í
ljós kom að verndandi áhrif brjósta-
gjafar reyndust sterkari gagnvart
brjóstakrabbameini í ungum konum
en eldri konum. Einnig kom fram að
meðaltímalengd brjóstagjafar á
barn styttist jafnt og þétt á fyrri
hluta síðustu aldar. Hún var fjórir
mánuðir hjá konum sem fæddust á
árunum 1903 til 1919, 3,3 mánuðir
hjá konum sem fæddust á árunum
1920 til 1929 og og 2,7 mánuðir hjá
konum sem fæddust á árunum 1930–
49. Vart varð við aukningu aftur hjá
konum sem fæddust 1950–67 þar var
meðaltímalengdin 4,4 mánuðir.
Börn lengi á brjósti
í þróunarlöndum
Hver kona í löndum Afríku og As-
íu eignast að meðaltali um 6–7 börn
og tímalengd brjóstagjafar á hvert
barn er um tvö ár hjá konum sem
búa til sveita. Heildarlengd brjósta-
gjafar er því að meðaltali 13 ár, hjá
hverri konu, að því er kemur fram í
Lancet. Til samanburðar eru ís-
lenskar konur samkvæmt rannsókn-
inni með börn sín samanlagt á brjósti
í 11,3 mánuði sem er ívið hærra en
meðaltal kvenna almennt í iðnríkj-
um, sem er 8,7 mánuðir. Hér á landi
er einnig afar sjaldgæft að konur
hafi börn sín ekkert á brjósti en í
Bandaríkjunum er það um helming-
ur kvenna, að sögn Laufeyjar. Á hin-
um Norðurlöndunum og í Japan eru
það um 10% kvenna.
Talið er ólíklegt að konur annars
staðar í heiminum myndu feta í fót-
spor kynsystra sinna í þróunar-
löndum, en hugsanlegt er að finna lyf
sem geta líkt eftir áhrifum brjósta-
gjafar. Einnig er í greininni bent á að
það að lengja heildartímann þó ekki
væri nema um 6 eða 12 mánuði sam-
anlagt hafi umtalsverð verndandi
áhrif.
Morgunblaðið/Jim Smart
Hlutfallsleg hætta á brjóstakrabbameini lækkar um 4,3% fyrir hverja
þrjá mánuði sem gefið er brjóst.
Brjóstagjöf dregur úr hættu
á brjóstakrabbameini