Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 51
ÁSKIRKJA: Safnaðarferð Áskirkju aust- ur á Rangárvelli. Farið frá Áskirkju kl. 9:00. Guðsþjónusta á Keldum á Rang- árvöllum kl. 11:00. Árni Bergur Sig- urbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Organisti Jóhann Baldvinsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Dómkór- inn syngur. Organisti Marteinn H. Frið- riksson. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jóhannsson. GRUND, dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 10:15. Prestur sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Organisti Kjartan Ólafsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Félagar úr Mótettukór syngja. Organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Ensk messa kl. 14:00. Prestar sr. Bjarni Þór Bjarnason og sr. Ann Peat. Prédikun flytur Alec Peat. Organisti Sigrún M. Þórsteins- dóttir. Kristín María Hreinsdóttir leiðir almennan safnaðarsöng og syngur ein- söng. Léttar veitingar að messu lokinni. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Morgunbænir með hugvekju kl. 11:00. Lena Rós Matthíasdóttir, guðfræðingur, annast bænagjörðina. Kaffisopi eftir stundina. Vegna sum- arleyfa verður skrifstofa kirkjunnar lok- uð frá 21. júlí til 2. september. Sókn- arprestur verður í sumarleyfi til 20. ágúst. Sr. Pálmi Matthíasson, sókn- arprestur Bústaðakirkju, þjónar Lang- holtssöfnuði á meðan. LAUGARNESKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Laugarneskirkju er bent á guðsþjónustur í nágrannakirkjunum. NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Kór Nes- kirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Reynir Jónasson. Sr. Örn Bárður Jóns- son. SELTJARNARNESKIRKJA: Helgistund kl. 20:00. Notaleg kvöldstund með söng og bæn. Umsjón Arna Grét- arsdóttir, guðfræðingur. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Næsta guðs- þjónusta verður sunnudag 11. ágúst kl. 20:30. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Félagar úr kór Árbæjarkirkju leiða söng undir stjórn Jón Ólafs Sig- urðssonar organista. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Kirkjan verður lok- uð vegna sumarleyfa starfsfólks til 10. ágúst. Bent er á guðsþjónustur í öðrum kirkjum prófastsdæmisins. DIGRANESKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20:30. Prestur sr. Gunnar Sig- urjónsson. Kangakvartettinn sér um tónlistarflutning. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Kirkjan verður lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks til 10. ágúst. Bent er á guðsþjónustur í öðrum kirkjum prófastsdæmisins. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Graf- arvogskirkju syngur. Organisti Sigrún Þórsteinsdóttir. HJALLAKIRKJA: Helgistund með alt- arisgöngu kl. 17:00. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safn- aðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðs- son. Sr. Íris Kristjánsdóttir. KÓPAVOGSKIRKJA: Helgistund kl. 11:00. Organisti Guðmundur Ómar Ósk- arsson. Safnaðarferð að henni lokinni. Farið verður um Hvalfjörð, m.a. komið að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Þaðan verður ekið um Dragháls og að Hvann- eyri þar sem áð verður og staðurinn skoðaður. Frá Hvanneyri verður farið í Borgarnes og eftir dvöl þar heim sem leið liggur. Fararstjóri verður Guð- mundur Guðbrandsson. Sr. Ægir Fr. Sig- urgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20:00. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Org- anisti Sigrún M. Þórsteinsdóttir. Alt- arisganga. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Samkoma kl. 20:00. Mikil lofgjörð. Oddur Carl Thorarensen prédikar. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Bænastund kl. 19:30. Kl. 20:00 hjálp- ræðissamkoma í umsjón Fanneyjar Sig- urðardóttur og Guðmundar Guðjóns- sonar. KEFAS, Vatnsendabletti 601: Sam- koma sunnudag kl. 14:00. Björg R. Pálsdóttir talar. Bænastund fyrir sam- komu kl. 13:30. Lofgjörð og fyrirbænir. Barnagæsla fyrir 1-7 ára gömul börn. Þriðjud.: Bænastund kl. 20:30. Mið- vikud.: Samverustund unga fólksins kl. 20:30. Mikil lofgjörð og orð Guðs rætt. Allir velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík - Kristskirkja í Landakoti, dómkirkja og basilíka: Sunnudaga: Há- messa kl. 10:30. Messa á ensku kl. 18:00. Alla virka daga: Messa kl. 18:00. Föstudaginn 2. ágúst: Fyrsti föstudagur mánaðarins er tileinkaður dýrkun heilags hjarta Jesú. Að kvöld- messu lokinni er tilbeiðslustund til kl. 19:15. Beðið er sérstaklega um köllun til prestdóms og klausturlífs. Reykjavík - Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11:00. Laug- ardaga: Messa á ensku kl. 18:30. Virka daga: Messa kl. 18:30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16:00. Miðvikudaga kl. 20:00. Hafnarfjörður - Jósefskirkja: Sunnu- daga: Messa kl. 10:30. Frá júlí til sept- ember fellur messan á miðvikudögum kl. 18:30 niður. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08:30. Virka daga: Messa kl. 8:00. Keflavík - Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14:00. Fimmtudaga: Skriftir kl. 19:30. Bæna- stund kl. 20:00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Laug- ardaga: Messa kl. 18:30. Sunnudaga: Messa kl. 10:00 Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturs- kirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18:00. Sunnudaga: Messa kl. 11:00. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: .Messa kl. 11:00. Sumarlegir sálmar. Altarisganga. Messunni er útvarpað á FM 104 kl. 16:00 sama dag. MOSFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Kirkjukór Lágafellssóknar. Org- anisti Jónas Þórir. Jón Þorsteinsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Opið hús til bænahalds milli kl. 11:00-12:00. VÍDALÍNSKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30. Athugið breyttan tíma! Kirkju- kórinn leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti Jóhann Baldvinsson. Sr. Frið- rik J. Hjartar þjónar. Athugið að engin guðsþjónusta verður í Garðasóknum næstu helgi, verslunarmannahelgi. Njót- um kyrrðar sumarkvöldsins í kirkjunni. Allir velkomnir. Prestarnir. KEFLAVÍKURKIRKJA: Messa og alt- arisganga kl. 11:00. Fermd verður Edda Nicolson, Smáratúni 22, Keflavík. Prestur sr. Sigfús Baldur Ingvason. Org- anisti Ester Ólafsdóttir. Kór Keflavík- urkirkju leiðir söng. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11:00. Léttur hádegisverður að messu lokinni. Morguntíð sungin þriðjudag til föstudags kl. 10:00. Kaffisopi að henni lokinni. Foreldrasamvera miðvikudag kl. 11:00. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14:00 í umsjá Félags fyrrverandi sóknarpresta. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður sunnudag 28. júlí kl. 17:00. Sr. Sig- urður Sigurðarson vígslubiskup annast prestsþjónustuna. Í messunni verða fluttir þættir úr sumartónleikum helg- arinnar. Sóknarprestur. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14:00. Sóknarprestur. ÓLAFSVELLIR: Guðsþjónusta sunnudag kl. 21:00. Örn Arnarson og Erna Blön- dal leiða sönginn í léttum dúr og syngja sjálf, ásamt bassaleikara. Sóknarbörn sóknanna eru hvött til að koma og eiga saman frábæra stund. Sóknarprestur. KELDNAKIRKJA á Rangárvöllum: Guðs- þjónusta kl. 11:00 í tengslum við sum- arferð Ássafnaðar í Reykjavík. Séra Árni Bergur Sigurbjörnsson, sóknarprestur í Ásprestakalli, prédikar og þjónar fyrir altari. Orgelleikari Kári Þormar. Sókn- arprestur BORGARPRESTAKALL: Borgarneskirkja. Messa kl. 14:00. Álftártungukirkja: Messa kl. 16:00. Sóknarprestur. AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Nína Jeppesen (horn) og Marie Ziener (orgel) leika í messunni. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti Eyþór Ingi Jónsson. Guðsþjónusta í Seli kl. 14:30. Séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Sumartónleikar kl. 17:00. Nína Jeppe- sen (horn) og Marie Ziener (orgel). Að- gangur ókeypis. GLERÁRKIRKJA:Kvöldmessa verður kl. 21:00 með léttri trúarlegri tónlist. Fyr- irbænir og altarissakramenti. Kór Gler- árkirkju syngur. Stjórnandi og organisti Hjörtur Steinbergsson. Arnór B. Vil- bergsson leikur á píanó. Guðspjall dagsins: Hinn rangláti ráðs- maður. Morgunblaðið/Arnaldur Kópavogskirkja. (Lúkas 16.) MESSUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 51 HIN árlega sumarferð Kópavogs- kirkju verður farin sunnudaginn 28. júlí. Lagt verður af stað frá kirkjunni að lokinni helgistund sem hefst kl. 11. Farið verður um Hval- fjörð og m.a. komið að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og eftir dvöl þar verður ekið um Dragháls sem leið liggur að Hvanneyri. Þar verður áð góða stund og staðurinn skoðaður. Síðan verður farið í Borgarnes og þaðan sem leið liggur um Hval- fjarðargöng heim. Fararstjóri í ferðinni verður Guðmundur Guð- brandsson. Allir eru hjartanlega velkomnir og er þátttakendum bent á að hafa með sér nesti. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Sumarferð Kópavogskirkju Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12. Aivars Kalejs frá Lettlandi leikur á orgelið. Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9, Kópavogi. Samkoma í dag kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Á laugardögum starfa barna- og unglingadeildir. Létt hressing eftir sam- komuna. Allir hjartanlega velkomnir. Bibl- íufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Safnaðarstarf ALDREI áður hafa jafnmargir Íslendingar bæst í hóp alþjóðlegra titilhafa í skák eins og nú í júlí, en alls geta fimm íslenskir skákmenn flaggað nýjum titli. Ánægjulegust var formleg útnefning Stefáns Kristjánssonar sem alþjóðlegs meistara, en frammistaða hans á skákmótum sýnir að sá titill er verðskuldaður. Það er ekki spurn- ing hvort heldur hvenær Stefán landar sínum fyrsta stórmeistara- áfanga. Fjórir skákmenn bættust í hóp FIDE-meistara. Það voru bræð- urnir Björn og Bragi Þorfinnssynir, Sigurbjörn J. Björnsson og Magn- ús Örn Úlfarsson. FIDE-meistara- titillinn er næsti titill fyrir neðan al- þjóðlegan meistaratitil. Hann gegnir mjög mikilvægu hlutverki þegar ná á alþjóðlegum- og stór- meistaraáföngum. Það er því ánægjulegt að sjá Skáksamband Ís- lands leggja aukna áherslu á að fá formlega viðurkenningu á FIDE- meistaratitlum íslenskra skák- manna. Það getur haft úrslitaáhrif síðar meir þegar fleiri fara að gera atlögu að alþjóðlegum meistaratitl- um. Helgi Áss og Lenka í Dresden Helgi Áss Grétarsson hefur 6 vinninga og er í 9.–23. sæti á skákhátíð sem nú stendur yfir í Dresden. Lenka Ptacnikova teflir einnig á mótinu. Hún er með 4½ vinning og er í 87.–134. sæti. Röð efstu manna: 1. Alexander Graf (2.624) 7½ v. 2.–8. Zigurds Lanka (2.498), Ro- bert Rabiega (2.501), Alexander Naumann (2.507), Gyula Sax (2.511), Mladen Palac (2.564), Alonso Zapata (2.549), Davit Lobzhanidze (2.488) 6½ v. 9.–23. Helgi Áss Grétarsson (2.505) o.fl. 6 v. o.s.frv. Þess má geta, að Skáksamband Íslands er að kanna möguleika á að fá lettneska stórmeistarann Zig- urds Lanka, sem er þarna í 2.–8. sæti, hingað til lands í haust. Hug- myndin er sú að hann dveljist hér í tvær vikur og þjálfi íslenska skák- menn. Politiken Cup Þeir Dagur Arngrímsson og Guð- mundur Kjartansson hafa staðið sig mjög vel á Politiken Cup skák- mótinu í Kaupmannahöfn. Dagur hefur 5½ vinning eftir 10 skákir og er í 57.–81. sæti. Guðmundur er með 5 vinninga í 82.–106. sæti. Stefán er efstur Íslendinganna í Tékklandi Stefán Kristjánsson er með 4½ vinning að sjö umferðum loknum á Opna tékkneska meistaramótinu. Hann tapaði í sjöundu umferð fyrir þýska stórmeistaranum Philipp Schlosser (2.534). Staða íslensku skákmannanna í A-flokki er þessi þegar sjö af níu umferðum hafa verið tefldar: 37.–89. Stefán Kristjánsson 4½ v. 90.–122. Magnús Örn Úlfarsson 4 v. 123.–187. Arnar E. Gunnarsson, Sigurbjörn Björnsson 3½ v. 188.–232. Páll Þórarinsson, Jón Árni Halldórsson 3 v. 233.–272. Bragi Þorfinnsson, Halldór Brynjar Halldórsson, Ein- ar K. Einarsson 2½ v. Í B-flokki er staða Íslendinganna þessi: 104.–172. Haraldur Baldursson 4 v. 173.–239. Sverrir Norðfjörð 3½ v. 240.–391. Óskar Haraldsson, Sig- urður Ingason og Anna Björg Þor- grímsdóttir 2 v. 392.–403. Harpa Ingólfsdóttir 1½ v. Kínverjar sigruðu Bandaríkjamenn Kína og Bandaríkin mættust ný- lega í annað sinn í landskeppni í skák. Kínverjar sigruðu í fyrra með 21 vinningi gegn 19, en þá var teflt í Seattle. Þeir endurtóku svo leikinn í ár, en sigruðu nú með minnsta mun, 20½–19½. Teflt var í Shanghai. Tefldar voru fjórar umferðir, 10 skákir í hverri umferð. Liðin sam- anstóðu af sex af sterkustu skák- mönnum hvors lands, tveimur af sterkustu skákkonunum og tveim- ur unglingum. Á næsta ári verður keppnin hald- in í Seattle og verður þá líkt og í fyrsta skiptið skipulögð af Seattle Chess Foundation. Fimmta mótið í Halló!-syrpunni Fimmta mótið í Halló! syrpunni fer fram sunnudaginn 28. júlí og hefst klukkan 20. Þeir sem hafa teflt í einhverju af fjórum fyrstu mótun- um þurfa ekki að skrá sig heldur er nægilegt að tengjast ICC fyrir klukkan 20. Aðrir þurfa að skrá sig á www.hell- ir.is Tefldar verða níu umferðir. Umhugs- unartími er fjórar mínútur á skák, en auk þess bætast tvær sekúndur við eftir hvern leik. Góð verðlaun eru í boði, bæði fyrir Bik- arsyrpuna og svo sjálft Íslandsmótið í netskák. Bikarsyrpa Halló! á ICC er keppni um það hver fær flesta vinninga samtals í 8 af 10 mótum. Vinn- ingar í landsliðs- flokki Íslandsmótsins telja tvöfalt. Röð efstu manna í Bikarsyrp- unni: 1. Björn Þorfinnsson 23½ v. 2.–3. Magnús Magnússon og Snorri Guðjón Bergsson 20 v. Undir 2100 stigum: 1. Magnús Magnússon 20 v. 2. Gunnar Björnsson 17½ v. 3. Jóhann H. Ragnarsson 17 v. Undir 1.800 stigum: 1. Sigurður Ingason 11 v. 2.–3. Atli Antonsson og Tómas Veigar Sigurðsson 10 v. Stigalausir: 1. Hlynur Gylfason 9½ v. Nánar má lesa um Halló! syrp- una á www.hellir.is. SKÁK Elista TITILÚTNEFNINGAR FIDE Júlí 2002 Fimm nýir titilhafar í skák Daði Örn Jónsson Stefán Kristjánsson skákmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.