Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is GULL ER GJÖFIN Njótið fegurðar Þingvallasvæðisins Upplýsingar og pantanir í síma 894 7664 www.himbriminn.is info@himbriminn.is ÚTSÝNIS-, FRÆÐSLU- OG GÖNGUFERÐIR ÆVINTÝRA-, KVÖLD- OG VEIÐIFERÐIR JARÐVATNSBARKAR Stærðir 50—100 mm Lengd rúllu 50 m Tilvalið þar sem ræsa þarf fram land. Vara sem vinnur með þér, auðveld í meðhöndlun. Ármúla 21, sími 533 2020 Stærðir 50—80 og 100 mm. Lengd rúllu 50 mtr. Tilvalið þar sem ræsa þarf fram land. Vara sem vinnur með þér, auðveld í meðhöndlun. ÁRNI Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, átti fund með for- svarsmönnum Keflavíkurverktaka á fimmtudagskvöld þar sem ræddar voru uppsagnir fyrirtækisins. „Mér sýnist að um helmingur þeirra 65-70 manna sem uppsagnirn- ar snúa að tengist ákveðnum samn- ingi við varnarliðið,“ sagði Árni. „Má ætla að sá verktaki sem fær þann samning þurfi á mannskap að halda til að vinna eftir honum.“ Segir Árni að um útboðsverkefni sé að ræða og að um helmingur þeirra starfsmanna sem sagt verði upp hljóti að eiga sterka möguleika á störfum hjá þeim verktaka sem fær samninginn vegna sérþekkingar sinnar. „Þetta er auð- vitað einkenni samkeppni og útboða, það er ekki ljóst hver fær verkefnið,“ segir Árni. „Að auki kemur í ljós að verkefnastaða verktakafyrirtækja er mjög mismunandi. Mér virðist sem fyrirtækin séu að búa sig undir ákveðna lægð næstu mánuði, en svo búast menn við öðrum verkefnum, bæði á landsvísu og í eða við Reykja- nesbæ.“ Árni segir ýmis verkefni sem snúi að byggingageiranum framundan í Reykjanesbæ, t.d. bygging stálpípu- verksmiðju í Helguvík svo og sorp- brennslustöðvar á svæðinu. „Við stálpípuverksmiðjuna má ætla að skapist rúmlega 200 störf. Við höf- um lagt áherslu á það við erlenda fyr- irtækið að það leggi fram tryggingar. Fyrr er málið ekki tryggt. Sam- kvæmt samningnum gáfu þeir sér eitt ár, en þeir telja sig geta lokið málinu á hálfu ári. Það þýðir að um áramót gæti tekið við 11 mánaða verkefni við að undirbúa byggingarsvæðið í Helguvík.“ Sjávarútvegur á Suðurnesjum hefur dregist saman eins og víða um land, en að sögn Árna er nokkuð um liðið að sá samdráttur hófst. Hann segir síaukna kvóta- skerðingu á þorski koma illa við vertíðarsvæðin. Hann segir hins vegar landvinnsluna í nokkuð góðri stöðu í Reykjanesbæ, en mikið sé keypt inn af fiski. Nefndi hann öfluga loðnuverksmiðju í Helguvík sem hef- ur brætt um 8.000 tonn af loðnu nú í sumar, svo og stórfyrirtækið Bakka- vör sem er með starfsemi í Reykja- nesbæ. Samdráttur í flugi tengist ekki síð- ur starfsfólki sem býr á höfuðborg- arsvæðinu, að sögn Árna, en sveitar- félögum á Suðurnesjum. Hann segir þó margt benda til þess að bjartara sé framundan í þessum málum og minn- ir á áætlanir um aukið flug og aukna nýtingu flugvallarins sem sýni veru- lega fjölgun atvinnutækifæra. Hann segir innanlandsflugvöll geta styrkt stöðuna verulega. Sóknarfæri í ferðaþjónustu Árni segir að nú sé Reykjanesbær að tryggja sér sterkari stöðu innan ferðaþjónustunnar. „Eitt þeirra verk- efna sem við settum okkur var að Reykjanesbær yrði fyrsti og síðasti viðkomustaður ferðamanna á land- inu. Það er varla hægt að hugsa sér sterkari leið til að draga ferðamenn að bænum en víkingaskipið Íslending og víkingaþorpið sem reist verður í tengslum við það og mun skapa nýja möguleika. Með þessu höfum við líka tækifæri til að benda á aðra þætti í Reykjanesbæ sem eru áhugaverðir.“ Árni segist því ekki sjá nokkra ástæðu til að vera svartsýnn varðandi atvinnulífið í Reykjanesbæ. „Ég er bjartsýnn til lengri tíma lit- ið og mér sýnist mörg áhugaverð verkefni vera framundan. Auðvitað þurfum við að leita leiða til að styðja þá sem eru núna, vonandi tímabund- ið, án atvinnu. Það tel ég vera okkar skyldu.“ Árni Sigfússon átti fund með Keflavíkurverktökum „Engin ástæða til svartsýni“ Reykjanesbær Árni Sigfússon Breytingar hafa verið gerðar á verktöku á varnarsvæðinu á Keflavík- urflugvelli en það hefur orðið til þess að Keflavíkurverktakar hafa neyðst til að fækka starfsfólki. VÍÐA í Reykjanesbæ eru gróð- ursælir og vel hirtir garðar. Dóm- nefnd á vegum bæjarins var þó sammála um, að í ár skyldu þrír að- ilar fá sérstaka viðurkenningu fyr- ir vandaðan og fallegan frágang á húsi og lóð. Um tvö íbúðarhús var að ræða og að auki fékk fyrirtækið Fiskval ehf. viðurkenningu fyrir snyrtilegt athafnasvæði og góðan frágang á iðnaðarhúsnæði á Iða- völlum 13. Unnið í sameiningu Guðveig Sigurðardóttir og Guð- mundur B. Guðbjörnsson hafa búið á Freyjuvöllum 3 síðan í lok árs 1995. Guðveig segist ekki hafa tölu á fjölda tegunda í garðinum, en að þar sé m.a. að finna fjölda trjáteg- unda. „Garðurinn er um 4-5 ára,“ segir Guðveig. „Hann hefur dafnað mjög vel og t.d. er mikill munur á honum frá því fyrir tveimur árum.“ Skipulag garðsins er að sögn Guð- veigar ekki fyrirfram ákveðið held- ur þróast hann smám saman. Þau hjónin sjá jöfnum höndum um garðinn og börnin taka til hend- inni annað slagið, að sögn Guð- veigar. Hún segir garðrækt ekki aðaláhugamálið, en að þeim hjón- um þyki gaman að hafa fallegt í kringum sig. Viðurkenningin hvatning Húsið og lóðin í Lyngmóa 15 átti einnig skilið að mati dómnefndar að fá viðurkenningu. Þar búa hjón- in Bjarnlaug Dagný Vilbergsdóttir og Ómar Björnsson, en í garðinum þeirra er að finna um 60 plöntuteg- undir, þar á meðal 11 tegundir af rósarunnum. „Ég hef einbeitt mér að því að hafa tegundirnar marg- ar,“ segir Bjarnlaug. „Nú hef ég lagt áherslu á að mynda skjól, en ég er ekki ennþá byrjuð að prófa mig áfram með sjaldgæfar plöntur.“ Bjarnlaug og Ómar hjálpast að í garðinum og skipta með sér verk- um. Ómar hefur alfarið séð um smíðavinnuna í garðinum, engin vinna hefur verið aðkeypt. „Það fer mikill tími í garðinn, það líður eiginlega ekki sá dagur að ég fari ekki út að huga að hon- um,“ játar Bjarnlaug. „Garðræktin er líka áhugamál mitt númer eitt, tvö og þrjú, svo að þetta er engin kvöð.“ Bjarnlaug segir að viðurkenn- ingin sé mikil hvatning. „Hún er ábending um að við séum á réttri leið svo hún er mjög spennandi fyr- ir okkur.“ Viðurkenningar veittar fyrir fallegan frágang húsa og garða Nýir en fjölbreytilegir garðar Hjónin Guðlaug og Guðmundur stunda garðræktina í sameiningu og stundum hjálpa börnin til. Hús þeirra stendur á Freyjuvöllum 3. Hjónin Bjarnlaug og Ómar hafa unnið af alúð við garðinn sinn í Lyngmóum 15 og þar er að finna fjölda trjátegunda, m.a. rósarunna. Reykjanesbær BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar sam- þykkti á fundi sínum á fimmtudag að fram skyldi fara athugun á þörf fyrir byggingu eða kaup á leiguíbúðum í Reykjanesbæ fyrir utanbæjarstarfs- menn, s.s. kennara í skólum bæjarins og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Árni Sigfússon bæjarstjóri segir töluverðan fjölda starfsmanna Heil- brigðisstofnunarinnar búa utan svæð- isins og að margir hafi sýnt áhuga á að leigja eða kaupa íbúðir í Reykja- nesbæ. Sömu sögu er að segja um kennara sem hafa áhuga á að kenna í bænum. „Spurn eftir húsnæði í Reykja- nesbæ hefur verið mun meiri en fram- boðið,“ segir Árni. „Ég tel að við þurf- um því að kanna ítarlega hvort þörf sé á að ganga sérstaklega fram og tryggja að kennarar fái húsnæði. Við leggjum áherslu á að gera skólana okkar betri og forsenda þess er að góðir kennarar hafi þá aðstöðu sem þeir þurfa.“ Árni segir ekki ákveðið hvort hús- næði fyrir starfsfólk stofnananna yrði í eigu bæjarins. „Fyrsta skrefið er að gera könnun á þörf fyrir húsnæði. Niðurstaða hennar mun leiða í ljós hvernig við munum bregðast við.“ Enn fremur var samþykkt á fundi bæjarráðs að könnuð yrði húsnæðis- þörf fyrir námsmenn í Reykjanesbæ sem stunda nám á háskólastigi. Þörf á íbúðum fyrir starfsfólk könnuð Reykjanesbær DRENGURINN sem ekið var á í Garði á miðvikudag er nú á batavegi. Hann hefur verið tekinn úr öndunar- vél en er enn á gjörgæslu Landspít- ala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Drengurinn, sem er átta ára, var á reiðhjóli þegar hann varð fyrir bíln- um. Drengurinn á batavegi Garður ♦ ♦ ♦ Moggabúðin Músarmotta, aðeins 450 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.