Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 36
LISTIR 36 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Mús in er mætt með betra verð í Smáralind Farðu inná mbl.is og taktu þátt í ljósmyndasamkeppn i ársins. Frábær verðlaun frá meisturum st afrænnar ljósmyndunnar! FORNLEIFADAGURINN er hald- inn á morgun og gefst landsmönnum þá tækifæri til að skoða þau svæði sem fornleifauppgröftur hefur farið fram á að undanförnu. Rannsóknir, sem Kristnihátíðarsjóður styrkir, hafa farið fram á sjö stöðum víðs- vegar um Ísland í sumar: Á Þingvöll- um, á Hólum í Hjaltadal, í Skálholti, á Kirkjubæjarklaustri, Skriðu- klaustri, í Reykholti og á Gásum í Eyjafirði. Rannsóknunum er ætlað að varpa ljósi á merkustu sögustaði íslensku þjóðarinnar, og gefst gest- um tækifæri á að skoða svæðin sjö í fylgd verkefnisstjóra staðanna á morgun, nema í Reykholti, þar sem uppgröfturinn verður til sýnis í dag að loknum fyrirlestri sem hefst kl. 17 (sjá frétt á bls. 37). Nánar um dag- skrá fornleifadagsins má lesa hér að neðan. „Ástæðan fyrir því að fornleifa- dagurinn er haldinn, er sú að veitt hafa verið framlög úr Kristnihátíð- arsjóði í fyrsta sinn til fornleifarann- sókna nú í sumar,“ segir Anna Guðný Ásgeirsdóttir, fjármálastjóri Þjóðminjasafns Íslands. Kristnihá- tíðarsjóður var stofnaður árið 2000, og er hlutverk hans tvíþætt: Að efla fræðslu og rannsónir á menningar- og trúararfi þjóðarinnar, og að styrkja fornleifarannsóknir. Við fyrstu úthlutun voru 96 milljónir veittar úr sjóðnum til ýmissa verk- efna, þar af 48 milljónir til fornleifa- rannsókna víðs vegar um landið. „Þetta framlag er öflug vítamín- sprauta fyrir fornleifafræðina. Til þessa hefur takmarkað fjármagn verið veitt til fornleifarannsókna, þó að næg verkefni bíði. Þegar svona myndarlegt framlag kemur, fer auð- vitað allt í gang og það skýrir hinn mikla fjölda rannsókna sem nú fara fram á Íslandi.“ Anna Guðný segir markmiðið með fornleifadeginum að þakka íslensku þjóðinni þann stuðning sem í fram- laginu til Kristnihátíðarsjóðs felst. „Sjóðurinn er jú stofnaður með al- mannafé. Okkur langaði til að þakka þjóðinni fyrir með því að bjóða fólki upp á að koma einn dag á alla þessa uppgraftarstaði víðsvegar um landið og Kristnihátíðarsjóður styrkir,“ segir hún. Hún segist vona að dagurinn verði haldinn áfram næstu ár. „Sjóðurinn er þannig uppbyggður að í hann voru settar 500 milljónir. Hann á að veita um 100 milljónir á ári, svo það er vonandi útlit fyrir að við getum hald- ið þessu áfram að minnsta kosti næstu fjögur árin,“ segir Anna Guðný. „Þjóðminjasafnið er höfuð- safn á sviði þjóðminjavörslunnar og ber að rannsaka minjar um menn- ingarsögu þjóðarinnar, miðla og fræða. Sem sameiningartákn fyrir alla þá fjölmörgu sem að uppgreft- inum standa, tekur það að sér að kynna daginn.“ Mismunandi háttur er hafður á varðandi móttöku gesta á stöðunum sjö í dag og á morgun, ýmist eru skipulagðar göngur með leiðsögn á ákveðnum tíma, eða þá að tekið er á móti gestum eftir því sem þeir mæta á svæðið. „Það er okkar reynsla að Íslendingar hafi almennt mikinn áhuga á fornleifauppgrefti. Forn- leifafræðingar sem stýra þessum rannsóknum hafa margir haft orð á því, að þeir séu varla byrjaðir, þegar einhver er kominn og farinn að fylgj- ast með. Á morgun gefst gestum tækifæri til að forvitnast um það til hvers er verið að grafa og hvað hafi fundist. Skyldi eitthvað óvænt hafa komið í ljós?“ spyr Anna Guðný að lokum. Fornleifauppgröftur víðs vegar um land opinn gestum og gangandi Landsmönnum þakkaður stuðningurinn Frá uppgreftrinum á Skriðuklaustri í sumar. Adolf Friðriksson fornleifa- fræðingur við mælingar á forn- um mannvirkjum í botni Öxarár. 15 grafík- listamenn í Hafnar- borg HÓPUR úr félaginu Íslensk grafík opnar sýningu í Sverr- issal og Apóteki Hafnarborg- ar í dag, laugardag, kl. 15. Hópurinn hefur áður skipu- lagt sýningu í Grænlandi 2001 og sýnir næst í Færeyjum 2003. Þeir sem sýna í Hafnar- borg eru Aðalheiður Valgeirs- dóttir, Anna G. Torfadóttir, Ásrún Tryggvadóttir, Birna Matthíasdóttir, Bjarni Björg- vinsson, Hafdís Ólafsdóttir, Helga Ármanns, Iréne Jen- sen, Jóhanna Sveinsdóttir, Kristín Pálmadóttir, Magda- lena Margrét Kjartansdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Marilyn Herdís Mellk, Val- gerður Björnsdóttir og Þor- gerður Sigurðardóttir. Sýningin er opin alla daga kl. 11–17 og stendur til 12. ágúst. Dagskrá Fornleifadagsins Kl. 14–16: Gásir í Eyjafirði. Verkefnisstjóri Orri Vésteins- son, rannsókn á vegum Minja- safnsins á Akureyri í samvinnu við Fornleifastofnun Íslands og Þjóðminjasafn Íslands. Kl. 14–16: Hólar í Hjaltadal. Verkefnisstjóri Ragnheiður Traustadóttir, rannsókn á veg- um Hólaskóla, byggðasafns Skagfirðinga og Þjóðminjasafns Íslands ( www.holar.is). Kl. 14–16: Kirkjubæj- arklaustur. Verkefnisstjóri Bjarni F. Einarsson, rannsókn á vegum Kirkjubæjarstofu og Fornleifastofunnar. Kl. 14–16: Skálholt. Verkefn- isstjóri Mjöll Snæsdóttir, rann- sókn á vegum Fornleifastofn- unar Íslands og Þjóðminjasafns Íslands (www.skalholt.is). Kl. 14–16: Skriðuklaustur. Verkefnisstjóri Steinunn Krist- jánsdóttir, rannsókn á vegum Skriðuklausturrannsókna í sam- starfi við Þjóðminjasafn Íslands, sem annast forvörslu (www.skriðuklaustur.is). Kl. 13–15: Þingvellir. Verkefn- isstjórar Adolf Friðriksson og Sigurður Líndal, rannsókn á veg- um Fornleifastofnunar Íslands, Þjóðminjasafns Íslands og Þing- vallanefndar (www.thingvell- ir.is). Lagt af stað frá nýju fræðslumiðstöðinni við Hakið. Upplýsingar er einnig að finna á heimasíðu Þjóðminjasafns Ís- lands, www.natmus.is. i8, Klapparstíg 33 Birta Guðjóns- dóttir opnar sýningu í rýminu und- ir stiganum kl. 16. Birta útskrif- aðist frá myndlistardeild LHÍ síðastliðið vor og mun sýna vídeó- innsetningu sem ber heitið „Hér er gott“. Um sýninguna segir Birta: „Í verkinu leitast ég við að skapa upphafið andrúmsloft en við slíkar aðstæður er oft auðveldara að komast að niðurstöðu, finna svör við lífsins mikilvægustu spurn- ingum.“ i8 er opið þriðjudaga til laug- ardaga frá kl. 13–17. Jómfrúin, Lækjartorgi Tríó Andr- ésar Þórs leikur á níundu tón- leikum sumartónleikaraðar veit- ingahússins kl. 16. Með Andrési leika orgelleikarinn Agnar Már Magnússon og hollenski trommu- leikarinn Rene Winter. Tónleik- arnir standa til kl. 18. Leikið verð- ur utandyra á Jómfrúrtorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jóm- frúnni. Aðgangur er ókeypis. Gallerí Sævars Karls, Banka- stræti Hulda Vilhjálmsdóttir opn- ar málverkasýningu kl. 14. Hulda útskrifaðist frá Listaháskólanum vorið 2000, hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í sýningum með öðrum. Sýningin stendur til 17. ágúst. Cafe Presto, Hlíðasmára 15 Gestur Guðmundsson opnar mál- verkasýningu kl. 10 og nefnir hana „Portret“. Gestur útskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands árið 1981. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga hér heima, í Stokkhólmi og Kaup- mannahöfn og tekið þátt í ýmsum samsýningum. Sýningin stendur til 27. ágúst og er opin virka daga kl. 10–23 og um helgar kl. 12–18. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Eitt verka Gests Guðmundssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.