Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Okkur systurnar langar í fáum orðum að minnast heimilis- vinarins Péturs Snæ- lands. Pétur og pabbi voru miklir vinir og brölluðu margt saman og þau hjónin Pétur og Hiddi voru sam- ofin heimilinu í Urðartúni alla tíð. Pétur tengist bestu bernskuminn- ingum okkar. Það gustaði um hann þegar hann kom í heimsókn, hljómmikil röddin, hlýjan og húm- orinn fylltu húsið um leið og hann kom inn úr dyrunum. Hann átti einhvernveginn í okkur hvert bein frá upphafi. Eftirfarandi saga lýsir vel tengslum okkar við hann: Á heimilið var komin ný þýsk vinnu- kona og pabbi og mamma og Pétur og Hiddi voru einhversstaðar úti. Yngri systirin vaknaði og nýja konan reyndi að sinna henni, en ekkert gekk. Þá er gengið um niðri, foreldrarnir komnir heim og Pétur og Hiddi með. Sú stutta kallaði hástöfum fagnandi: „Ég vil Putur Teiland, ég vil Putur Teiland.“ Síðustu árin mun Pétur hafa verið þrotinn kröftum og hefur það vafalaust verið erfitt fyrir svo þróttmikinn mann. Í okkar minn- ingu lifir hann sem hinn glaðbeitti, PÉTUR SNÆLAND ✝ Pétur ValdimarSnæland fæddist í Hafnarfirði 10. jan- úar 1918. Hann and- aðist á elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund 27. júní síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Dóm- kirkjunni 26. júlí. hressi karl sem lét sér ekkert fyrir brjósti brenna. Kæra Hiddi, Pitti, Nenni, Halli, Gunni og fjölskyldur, okkar innilegustu samúðar- óskir. Halla og Nanna Hauksdætur. Við kynntumst Pétri Snæland árið 1986. Tildrögin voru þau að við töldum okkur vera efni í rithöfunda vegna skyldleika við slíkt fólk og innrit- uðum okkur á námskeið þar sem kennt var að skrifa. Hæfileikar okkar reyndust minni en við ætl- uðum en við hlutum í staðinn þann stóra vinning að kynnast þarna Ágústu Snæland. Vinátta okkar þriggja hefur staðið fram á þennan dag og við fórum fljótt að hittast reglulega á fundum í rithöfundaklúbbnum sem við kölluðum, en þar var Ágústa raunar eini rithöfundurinn. Fund- arstaðurinn var heimili Ágústu og Péturs, fyrst í Skildinganesi, síðar á Öldugranda og nú síðast á Grund. Þarna voru tekin fyrir hin ýmsu mál og reynt að leysa lífs- gátuna sem reyndist erfið við- ureignar. Pétur var alltaf nálæg- ur, smákíminn, sterkur og hlýr og fyllti heimilið öryggi og gleði. Hann tók aldrei þátt í umræðun- um, heldur kom annað slagið og spurði með stríðnislegu brosi hvort við værum búnar að komast að niðurstöðu. Svo klappaði hann Ágústu sinni á kollinn og kallaði hana gúrú, sem hún var reyndar líka í okkar augum. Tíminn hefur liðið fljótt og nú er komið að leiðarlokum. Við þökkum Pétri fyrir ógleymanleg- ar stundir sem allar eru fullar af sólskini í minningunni, hversu mikið sem kann að hafa rignt. Og við óskum honum góðrar ferðar inn í ljósið. Margrét og Jódís. Fréttin um að Pétur Snæland væri dáinn kom ekki á óvart. Hann hafði átt við erfið veikindi að stríða og var orðinn saddur líf- daga. Í brjóstinu er söknuður og gamlar minningar koma upp í hugann, minningar um mann sem setti mark á samferðamenn sína og litaði lífið í kringum sig. Pétur var stór maður, hann var eins og klettur og honum óx ekkert í augum. Hann var frumkvöðull og framkvæmdamaður, hann átti stóra bíla og trukka og hann beygði stál og járn. Í barnsaug- unum kunni hann allt og gat allt. Minningar um ferðalög aftur í „weapon“-bíl, bíósýningar í „Ungverjalandi“, framkvæmdir við laxastiga í Langá á Mýrum, súra svamplykt vestur í Ána- naustum og rauðan og hvítan Mercury-bíl með afturhallandi afturrúðu og rafmagnsupphalara eru samofnar bernsku minni og uppvexti. Með aldrinum lærði ég að meta fleiri kosti hans, ekki síst bjartsýnina og húmorinn. Ég man aldrei eftir að hafa hitt hann öðruvísi en í góðu skapi og fáir tóku áföllum lífsins af meira æðruleysi en hann. Setningin sem hann sagði við Ágústu konu sína og móðursystur mína þegar þau höfðu misst aleigu sína í bruna fyrir mörgum árum lýsir honum í einu vetfangi: „Það er allt í lagi elskan, það missti enginn neitt nema við.“ Bestu þakkir fyrir samfylgdina. Pétur Lúðvígsson. Mín fyrstu kynni af Pétri eru tengd laxeldi og laxveiði. Hann sýndi mér einu sinni, eftir veiði- ferð í Norðurá, hvar hann hafði komið sér upp slíkri himnaríkisað- stöðu á einum fallegasta stað við Langá á Mýrum, við Sveðjufoss, þar sem hann og fjölskylda höfðu komið sér fyrir í sérstaklega vina- legu húsi sem byggt var af frú Kenneth, kunnri veiði- og útilíf- skonu. Það atvikaðist svo, eftir þessa veiðiferð og fyrir milligöngu Pét- urs, að við hjónin eignuðumst hluta í jörð við Langá og upphóf- ust við það löng og farsæl kynni við hann og fjölskyldu hans, sem engan skugga hefur borið á, þar til nú að þessi einstaki öðlingur gat ekki meir og fór. Eins og vonlegt er, þegar fram- takssamir menn eignast sameig- inleg áhugamál, er mikið í húfi að vel takist til, mikið rætt og „spek- úlerað“. Eigendur efrihluta Lang- ár stofnuðu með sér félag er bar hið látlausa heiti „Brak og brestir“ sem vísar til og lýsir venjulegu andrúmslofti, þegar til funda var boðað og málin tekin til „alvar- legrar“ umfjöllunar og afgreiðslu! Var það oftar en ekki að mál- flutningur Péturs vakti menn til umhugsunar um að margar voru leiðirnar að settu marki og voru hans leiðir einhvern veginn skyn- samlegastar. Pétur var miklum gáfum gæddur, útsjónarsamur með afbrigðum og verklaginn og kunni ráð við öllu og var fljótur að átta sig á aðstæðum og hvernig ætti að snúa sér að lausn þeirra. Hann var ráðagóður og vildi hvers manns vandræði leysa. Hann var barngóður mjög. Sem dæmi um hjálpsemi hans við litla nágranna mátti oft sjá hina ungu vini hans með biluð reiðhjólin sín fyrir utan bílskúrinn hjá honum og hann sjálfan eitt sólskinsbros við að geta gert þessum litlu skjólstæð- ingum sínum þá ánægju að koma hjólunum í lag. Ekki var gott að sjá hvorir voru ánægðari með verkið. Eins og að ofan er getið kynnist ég Pétri ekki fyrr en hann er kom- inn á miðjan aldur og veit því lítið um hans ungdómsár, nema af af- spurn. En miðað við það hefur ým- islegt gengið á og ótal margt verið brasað, að minnsta kosti miðað við hans lífsstíl seinni hluta ævi hans. Stundum sagði hann við mig: „Það er merkilegt að maður skuli vera á lífi ennþá.“ Mér er til efs að maður hafi get- að haldið í við hann á þessum ár- um. Margt eignaðist Pétur í gegn- um tíðina til að svala athafnaþörf sinni og allt vildi hann reyna, bæði til lofts og láðs og lagar. Hann átti m.a. „sjójeppa“ og einhvern tíma átti hann flugvél! Pétur var vel á sig kominn. Hraustur vel og gjörvilegur á velli. Mikill útilífs- og íþróttamaður. Meðal annars tók hann þátt í Ól- ympíuleikunum í Berlín 1936. Minningarnar hrannast upp og þær síðustu við heimsóknir til hans á endastöð hans við Hring- brautina, þar sem hann ætlaði að standa stutt við. Allt var svo gott og allir svo góðir. Þetta var lífs- viðhorf Péturs. Með Pétri er gengið mikið göf- ugmenni og þeim heiður, sem töld- ust til vina hans og urðu honum samferða um lengri eða skemmri veg. Ágústa mín, hvíldin er þeim blessun, sem á henni þurfa að halda. Guð blessi þig og þína. Reynir Sigurðsson. Elsku Alda. Það er svo skrýtið að fá ekki að sjá þig á hverjum degi, brosið þitt, yndislegu augun og fallega krullaða hár- ið þitt. Ástin mín, við söknum þín svo sárt að orð geta ekki lýst því. Þú varst alltaf svo ánægð og gerðir alla aðra í kringum þig ánægða. Gurrý litla á eftir að sakna þín svo mikið, hún ljómaði í hvert sinn sem hún sá þig. Þú varst alltaf svo montin með litlu frænku og þurftir alltaf að sýna öllum vinkonum þínum hana, ef hún fór að gráta þá þurfti hún bara að fá að sjá þig og þá var allt komið í lag. Manstu þegar þú og Hrefna Re- bekka gistuð hjá okkur. Ykkur fannst svo spennandi að koma og gista hjá Lindu frænku og Emma. Æsingurinn var svo mikill að þið vissuð varla hvað þið vilduð gera. Þið fóruð saman í bað og hávaðinn var svo mikill að við heyrðum varla í símanum, þið lékuð ykkur saman langt fram á kvöld. Daginn eftir fór- uð þið út að leika og þið komuð til baka með blóm handa mér, það var Gleym mér ei. Ástin mín, við eigum svo margar skemmtilegar minning- ar um þig, þú varst ánægð með allt, það þurfti svo lítið til að gleðja þig. Það er svo erfitt að kveðja þig dúllan mín en mundu að Linda frænka, Emmi og Gurrý litla elska þig og munum ávallt geyma þig í hjarta okkar. Elsku Gurrý, Sæmi, Zohara, Jón Gunnar og ástvinir. Megi Guð gefa ykkur styrk á þessari sorgarstundu. Linda, Elmar og Guðríður. ALDA HNAPPDAL SÆMUNDSDÓTTIR ✝ Alda HnappdalSæmundsdóttir fæddist í Keflavík 8. apríl 1997. Hún lést af slysförum 12. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavíkurkirkju 23. júlí. Elsku litli engillinn okkar, okkur langar að skrifa þér stórt og mik- ið bréf en okkur er orða vant. Þær yndis- legu minningar sem við eigum um þig geymum við í hjörtum okkar og eiga þær eflaust eftir að ylja okkur um ókominn ár. Minning- arnar getur enginn tekið frá okkur. Fallegu ljósu lokk- arnir þínir, fallega brosið þitt, fallegu bláu augun þín og lengi mætti telja. Elsku litla ljúfa, sökn- uðurinn er mikill og sár hjá okkur öllum, en sárastur er hann hjá for- eldrum þínum. Sálmaskáldin látum við um rest- ina. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast, þau bera mestu birtu en brenna líka hraðast. Og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi, það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi öðrum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson) Nú ertu leidd mín ljúfa lystigarð drottins í. Þar áttu hvíld að hafa hörmunga og raunafrí. Við guð máttu nú mæla, miklu fegri en sól. Unun og eilíf sæla er þar hjá lambsins stól. (Höf.ók.) Þeir segja mig látinn, en ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum ber þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf.ók.) Elsku Sæmundur, Guðleif, Jón Gunnar og Zohara. Við biðjum algóðan guð að styrkja ykkur í hinni miklu sorg Kveðja, þín Amma, afi, Guðrún, Einar og fjölsk., Ágúst, Ingunn og fjölsk. Elsku Alda okkar, nú hefur þú kvatt þennan heim og sitjum við hér eftir með tár í augum og brostið hjarta. Greinilega er þér ætlað stærra og meira hlutverk fyrir handan, en eftir skilur þú ógrynni af minningum. Þegar þú komst upp til okkar og spurðir hvort litla stelpan mætti leika og oftast nefndir þú hana sem litlu stelpuna en ekki Hafdísi Líf. Þú kenndir henni svo ótal margt, t.d. búðarleik og svo fóru þið oft í mömmó og einnig gast þú setið og skoðað bækur með henni og sagt henni sögur. Hafdís Líf spyr um þig og við reynum að útskýra að þú átt heima hjá Guði núna og hann ætli að passa þig, en þú munt fylgjast með henni. Hún á mynd af þér og sér í baði sem við tölum við og kveikjum á kerti. Alltaf þegar við lítum út sjáum við þig á leik því mikil útivera átti við þig og félagslynd og fjörug varst þú. Þín verður sárt saknað, elsku Alda okkar. Minningarnar verða eft- ir til að hlýja okkur um hjartarætur. Elsku Sæmi, Gurrý, Zohara og Jón Gunnar, okkar dýpstu samúðar- kveðjur og megi Guð vera með ykk- ur. Ó, blíði Jesús, blessa þú það barn er vér þér færum nú, tak það í faðm og blítt það ber með börnum Guðs á örmum þér. (Valdimar Briem.) Elín Ása,Víðir og Hafdís Líf. Elsku pabbi, það er sárt að kveðja. Ein- hvern veginn fannst mér að þú værir full- frískur þó ég vissi að svo var ekki. Þú varst alltaf svo kátur og í góðu skapi. Þú varst góður faðir og góður maður, það vissi ég og sá á öllu þessu góða fólki sem kom í kirkjuna og fylgdi þér til grafar. Ég veit að þér hefði líkað að geta talað við allt þetta fólk þarna og hlustað á gamlar og nýjar króks- ara-sögur og sagt jafnvel nokkrar sjálfur. Eftir sitjum við með sorg og trega en vitum samt að núna líður þér vel, þú varst svo friðsæll þegar þú kvaddir. Það er margs að minnast og margs að sakna, ég fann það sterkt þegar við fjölskyldan vor- um á leiðinni síðast til Mosfells- bæjar og það var enginn sem HARALDUR HÁKONARSON ✝ Haraldur Há-konarson fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1946. Hann lést að heimili sínu fimmtu- daginn 11. júlí síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Lága- fellskirkju 19. júlí. hringdi á klukku- tímafresti til að at- huga hvernig gengi á leiðinni og hversu langt við værum komin. Svona smáat- riði sem maður gefur venjulega ekki gaum verða að stórmáli þegar þú ert farinn. Þú varst svo stolt- ur af nýja húsinu ykkar mömmu sem þið voruð nýflutt í og sást fram á bjarta daga í „paradísinni“ ykkar, en þú fékkst því miður aðeins rúman mánuð í því, en það var góður mánuður og við áttum góða helgi þar saman. Oft finnst mér eins og þetta sé bara allt vondur draumur og að þú hringir eins og venjulega og spyrj- ir út í daginn og veginn en það verður víst ekki. Ég, Siggi, Hákon og Atli eigum eftir að sakna þín mjög sárt en ég kveð þig með setningu sem hann Hákon minn, stóri afastrákurinn þinn, sagði við mig þegar mér leið mjög illa: „Mamma, þetta er allt í lagi, afi er hjá okkur en við bara sjáum hann ekki.“ Þín Svala. EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.