Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKUR maður, sem þjáist af offitu, hefur lögsótt nokkrar skyndibitakeðjur fyrir misvísandi auglýsingar og seg- ir þær bera ábyrgð á holdafari sínu. Caesar Barber, sem veg- ur rúm 120 kíló, fullyrðir að veitingakeðjurnar McDonald’s, Burger King, Wendy’s og KFC hafi talið honum trú um að maturinn, sem þar sé á boð- stólum væri hollur, og hefði hann vitað hvernig í pottinn væri búið hefði hann borðað annan mat. Barber, sem segist vera syk- ursjúklingur, þjáist af of háum blóðþrýstingi og er með of hátt kólesterólmagn í blóði, heldur því fram að veitingastaðirnir beri ábyrgð á offitunni sem hrjáir hann og einnig tveimur hjartaáföllum sem hann fékk árið 1996 og 1999. „Ég hélt að í matnum væri 100% nautakjöt,“ segir hann. „Í auglýsingunum kemur ekki fram hvað raun- verulega sé að finna í fæðunni. Það er fita, fita og meiri fita. Og núna er ég feitur,“ bætir hann við. Barber, sem er 56 ára, hefur borðað skyndibita frá því á sjötta áratugnum. Steven Anderson, forseti og framkvæmdastjóri samtaka bandarískra veitingastaða, segir ásakanir Barbers fárán- legar og að honum gangi það eitt til að græða peninga. „Það er augljóst að lögsóknin er til- raun til að hagnast á þeirri fjölmiðlaumfjöllun sem verið hefur um offitu undanfarna mánuði,“ segir Anderson. Viðskiptavinir blekktir Lögmaður Barbers, Samuel Hirsch, segir veitingakeðjurn- ar hafa blekkt viðskiptavini sína. Þær hafi talið þeim trú um að matur, sem raunveru- lega sé fitandi og óhollur, sé heilsusamlegur. Segir Hirsch að veitingastaðir ættu að gera opinbert næringargildi þeirra rétta sem á boðstólum séu. Hirsch segir málinu svipa til dómsmála þar sem tóbaksfyr- irtæki voru dæmd til að greiða skaðabætur til fólks, sem þjáð- ist af lungnakrabbameini og öðrum heilsufarsvandamálum tengdum reykingum. Sektar- dómar í þeim málum byggðust á því að tóbaksframleiðendur hefðu vísvitandi leynt við- skiptavini sína upplýsingum sem sýndu fram á þá hættu sem heilsu þeirra stafaði af reykingum. Samkvæmt skýrslu land- læknisembættisins í Banda- ríkjunum látast um 300.000 manns þar í landi af ástæðum sem rekja má til offitu. Offitu- sjúklingur lögsækir skyndi- bitakeðjur New York. Newsday. BÚLGARSKUR sígauni sést hér í ljósum logum fyrir framan forseta- höllina í Sofia, höfuðborg Búlg- aríu. Maðurinn, Ivan Perov, kveikti í sjálfum sér til að mótmæla því að fjölskylda hans hefði verið gerð útlæg úr bænum Vidin í norð- vesturhluta landsins eftir heift- úðugar deilur við annan ættbálk. Kveikti í sjálfum sér AP SÚ ÁKVÖRÐUN stjórnvalda á Gíbr- altar að halda atkvæðagreiðslu meðal íbúa nýlendunnar um framtíð hennar hefur vakið hörð viðbrögð í Bretlandi. Gíbraltar hefur verið undir stjórn Breta frá árinu 1713, en Spánverjar hafa lengi krafist þess að þeim verði færð yfirráð yfir nýlendunni. Bresk stjórnvöld vilja deila yfirráðum með Spánverjum, en langflestir hinna 30.000 íbúa Gíbraltar vilja hins vegar áfram vera breskir ríkisborgarar og taka ekki í mál að spænska stjórnin fái eitthvað yfir þeim að segja. Forsætisráðherra Gíbraltar, Peter Caruana, sagði í gær að hann væri staðráðinn í því að halda allsherjarat- kvæðagreiðslu um málið í október næstkomandi og að hann væri alger- lega mótfallinn áætlunum stjórnvalda í London. „Íbúar Gíbraltar vilja ekki sameiginleg yfirráð, en þrátt fyrir það hefur breska stjórnin náð samkomu- lagi um það við Spán,“ sagði Caruana. Stjórnarandstaðan á Gíbraltar hefur gagnrýnt forsætisráðherrann fyrir að hafa ekki barist nógu hart gegn áformum bresku stjórnarinnar, en leiðtogar hennar hafa lýst því yfir að þeir munu leggjast gegn sameiginleg- um yfirráðum Spánverja og Breta í kosningunum í október. „Aðalatriðið er að farið verði að óskum íbúanna,“ sagði leiðtogi frjálslynda flokksins, Joseph Garcia. Ákvörðun Gíbraltarstjórnar um að halda atkvæðagreiðslu um málið hef- ur ekki fallið breskum stjórnvöldum í geð. „Við munum ekki virða niður- stöður atkvæðagreiðslu sem haldin verður hugsunarlaust og án nokkurr- ar umræðu um málið,“ sagði talsmað- ur utanríkisráðuneytisins breska. Segja Bretar að fulltrúar stjórnar- innar á Gíbraltar muni eiga sæti í öðr- um áfanga viðræðnanna, sem haldinn verður þegar ríkisstjórnirnar í Lond- on og Madríd verða búnar að semja um helstu meginatriði hugsanlegs samkomulags. Caruana segist hins vegar ekki munu taka þátt í neinum viðræðum um framtíð Gíbraltar þar sem niðurstaðan hefur verið ákveðið fyrirfram. Helstu deilumál sem Bretar og Spánverjar eiga eftir að leysa úr varða stöðu bresks herflugvallar á Gíbraltar og afnot af honum, og það hvort Gíbraltar muni í fyllingu tímans sameinast Spáni. Vilja Bretar að mál- inu ljúki með sameiginlegum yfirráð- um ríkjanna tveggja en Spánverjar krefjast þess að sameiginleg yfirráð yfir nýlendunni verði einungis tíma- bundin og að hún muni á endanum verða hluti Spánar. Bretar hyggj- ast hundsa niðurstöðuna Atkvæðagreiðsla um framtíð Gíbraltar verður haldin í október Gíbraltar. AFP. YFIRVÖLD í Brasilíu hafa hleypt af stokkunum nýju eftirlitskerfi, SIVAM, sem nota á til að fylgjast með, og koma í veg fyrir, eitur- lyfjasmygl og ólöglegt skógarhögg í Amazon-frumskóginum í norður- hluta landsins. Kerfið er sagt eitt það fullkomnasta og víðtækasta sinnar tegundar í heiminum. Landsvæðið sem kerfið verður notað til að fylgjast með er um 5,5 milljónir ferkílómetra að stærð, eða jafnstórt og Vestur-Evrópa, en hingað til hefur reynst erfitt að fylgjast með umferð á svæðinu, hvort sem er í lofti eða láði. Fylgst með öllu ólöglegu athæfi Brasilískir hermenn hafa öðru hverju átt í bardögum við kólumb- íska skæruliða á landamærum ríkjanna og eiturlyfjasmyglarar frá Perú, Bólivíu og Kólumbíu flytja varning sinn yfir nánast eft- irlitslaus landamærin. SIVAM er ætlað að koma í veg fyrir þetta og segja brasilísk stjórnvöld að með aðstoð kerfisins verði hægt að fylgjast með hverri einustu flugvél sem flýgur yfir svæðið auk um- ferðar á landi. Sex gervihnettir, átta ratsjárflugvélar og nítján rat- sjárstöðvar á landi senda upplýs- ingar til stjórnstöðvarinnar í borg- inni Manaus, höfuðborgar Amasóníufylkis. „Við munum geta fylgst með öllu ólöglegu athæfi á svæðinu,“ segir Paullo Esteves, einn stjórnenda kerfisins. Brasil- íski flugherinn hefur heimild til að skjóta niður hverja þá flugvél sem ekki gerir grein fyrir sér eða neit- ar að lenda þegar hún er krafin um það. Umhverfisverndarsinnar hafa gagnrýnt þá áherslu sem lögð er á að fylgjast með norðurhluta svæð- isins og benda á að skógareyðingin sé mest í suðurhlutanum, en á síð- asta ári einu var skógur ruddur á um 15.000 ferkílómetra svæði. „Ég hugsa að við gætum notað hluta þeirra upplýsinga sem um kerfið fara,“ segir Philip Fearnside, bandarískur umhverfisfræðingur sem vinnur við rannsóknir á regn- skógum í Manaus. „Ég held samt að peningunum hefði verið betur varið í eitthvað annað en SIVAM ef ætlunin væri að koma í veg fyrir skógareyðingu.“ Metnaðarfullt eftirlit í Amazon Brasilíu. AP, AFP. AP Forseti Brasilíu, Fernando Henrique Cardoso, situr hér við eina af tölv- unum í stjórnstöð SIVAM í borginni Manaus í Amasóníufylki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.