Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ N jun g! PAPAR í kvöld Vesturgötu 2 sími 551 8900 ÉG hef alltaf haft Paul Oakenfold grunaðan um að vera hálfgerð pissu- dúkka, ólíkt viðlíka listamönnum eins og t.d. Andrew Weatherall, David Holmes og Howie B, sem eiga talsvert af listrænum prikum inni. Til þessa hefur Oakenfold nær ein- göngu gefið út „blandplötur“, þ.e. plötur sem inni- halda forskrifað plötusnúðasett. Ogþví miður verð- ur fljótlega ljóst hér að Oakenfold ætti að forðast að frumsemja tónlist því þetta er ein slappasta dansskífa sem undirritað- ur hefur heyrt. Mikið er það nú orð- inn þreyttur bransi að fá einhverjar stórstjörnur úr popp/rokki til að syngja yfir lagasmíðarnar, sem hér eru allar úr sér gengið volk, og tals- vert á eftir því sem í gangi er í dag. Ef þú ert ekki á tánum í danstónlist- inni þá rúllar hausinn á þér niður götuna, svo einfalt er það. Danstónlist hefur nefnilega lengi verið því marki brennd, sérstaklega í augum leikmanna, að allar afurðir hennar séu allsvakalega svalar. Oak- enfold nær hér að brjóta þá mýtu á bak aftur með eftirminnilegum hætti. Bunkka jafnast á við síðustu plötu Michael Bolton í hallærisheit- um. Já, þetta er svona lélegt, því miður. Paul. Haltu þig við þeytingarnar. Ég held að það sé affarasælast fyrir alla.  Tónlist Steindautt Paul Oakenfold Bunkka Mushroom/Perfecto Það er langt síðan undirritaður hefur heyrt jafnlaka danstónlistarplötu. Arnar Eggert Thoroddsen  CAFÉ CATALÍNA: Trúbadorinn Sváfnir Sigurðsson.  CAFÉ ROMANCE: Ray Ramon og Mete Gud- mundsen spila fyrir gesti.  GAUKUR Á STÖNG: Eftirpartí eftir Skífusk- ank # 3 sem fram fer fyrr um daginn. 20 ára aldurstakmark.  H.M. KAFFI, Selfossi: Hljóm- sveitin Chernobil spilar. Díana Dúa og Guðrún syngja með.  HÓPIÐ, Tálknafirði: Hljóm- sveitin Smack.  INGHÓLL, Selfossi: Hljóm- sveitin Buttercup.  KAFFI DUUS, Keflavík: Hljóm- sveitin Feðurnir.  KRINGLUKRÁIN: Hljómsveitin Hafrót.  LOFTKASTALINN: Títus eftir William Shakespeare laugardags- kvöld kl. 20. Í leiksýningunni taka þátt yfir 50 listamenn. Í sýning- unni taka þátt, auk leikara, hönn- uða og tónlistarmanna Vest- urports-hópsins, Kvennakór Reykjavíkur, Karlakór Reykjavík- ur og Götuleikhús Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.  N1-BAR, Reykjanesbæ: Í svörtum fötum.  O’BRIENS, Laugavegi 73: Helgi Valur trúbador kl. 22.  ODD-VITINN, Akureyri: Hljóm- sveitin Mannakorn.  RAUÐA HÚSIÐ, Eyrarbakka: Diskórokktekið & Plötusnúðurinn DJ SkuggaBaldur.  SJALLINN, Akureyri: Stuð- menn.  VALASKJÁLF EGILSSTÖÐUM: Jet Black Joe með tónleika.  VIÐ POLLINN, Akureyri: Dans- sveitin KOS skemmtir laugardags- kvöld.  VOPNASKAK, Vopnafirði: Sálin hans Jóns míns. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Hafrót verður á Kringlukránni í kvöld. BRAD Pitt hefur hlotið nafnbótina „flottasti kroppurinn í bransanum“ í ófromlegri könnun sem bandaríski skemmtiþátturinn Rank stóð fyrir. Í öðru sæti hafnaði Madonna en hún hefur gegnum tíðina verið ófeimin við að sýna vaxtarlag sitt við hvers kyns tækifæri. Madonna skákaði því kollegum sínum, popp- dívunum Britney Spears og Kylie Brad berar sig í kvikmyndinni Snatch. Kroppurinn Pitt Minogue, sem höfnuðu í 6. og 19. sæti listans. Eiginkona Pitt, Jennifer Aniston, þykir einnig hafa fagurskapaðan líkama og hafnaði hún í 12. sæti títt- nefnds lista. Bandaríkjamenn röðuðu sér í efstu sæti listans en efsti „útlend- ingurinn“ var Bretinn Sting sem hafnaði í 15. sæti. Grafin lifandi Trapped Buried Alive Stórslysamynd Bandaríkin 2001. Góðar stundir VHS. (90 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn Doug Campbell. Aðalhlutverk Jack Wagner, Gabrielle Corteris. Á ÁTTUNDA áratugnum var blómaskeið stórslysamyndanna og komu þær þá í löngum bunum. En Airplane gerði okkur öllum greiða og hafði þvílíkar myndir að slíku háði og spotti að enginn gat horft á þær aftur sömu augum – ekki fyrr en Titanic var ýtt úr vör seint á ára- tugnum síðasta. Nokkrar stórslysa- myndir höfðu þá þegar verið að ónáða okkur, Twister, Dante’s Peak og hin stór- hlægilega Volcano, sem hafði næstum því sömu áhrif á mann og Airplane, en reyndar þó alveg óvart. Ég á því í nettum vanda með að horfa á stórslysa- myndir nú öðruvísi en að hugsa til alls fáránleikans sem hefur ein- kennt þær í gegnum árin. Ekki bætir svo úr skák þegar aðalhetj- urnar eru fyrrum leikarar úr Bev- erly Hills 90210 og Melrose Place því maður hefur alltaf á tilfinning- unni að þeir séu að fara að stinga einhvern í bakið eða halda framhjá á bólakafi í snjóskafli. Svona til að vera sanngjarn er þetta alveg þokkalega vel gerð af- þreying sem heldur athyglinni út í gegn og sleppur meira að segja fyr- ir horn hvað trúverðugleika varðar. Myndbönd Titanic á kafi í snjó Skarphéðinn Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.