Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 41
ÚR VESTURHEIMI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 41 ÞAÐ ER örugglega ekki algengt að fjögurra manna fjölskylda rífi sig upp frá Kanada til að dvelja á Íslandi í fimm mánuði. En tveggja vikna heimsókn eigin- mannsins með ömmu sinni til landsins fyrir þremur árum gerði útslagið. „Ég vildi taka sex mán- aða frí frá vinnu og hafði hug á að fara til Noregs vegna þess að ég tala norsku og landið er fallegt,“ segir Ailsa Eyvindson, vélaverk- fræðingur, og leggur áherslu á að tala íslensku, en hún er sjálf af breskum uppruna. „Stephen, eða Stefán eins og ég kalla hann nú, hafði komið til Íslands og það varð ofan á að sækja landið heim. Aðalatriðið var að fara ekki til enskumælandi lands og Ísland var auk þess góður staður með börnin í huga. Hjálmar W. Hann- esson, sendiherra Íslands í Ott- awa, var okkur innan handar og leiðbeindi okkur hvernig við ætt- um að fara að, en án hans að- stoðar hefði hugsanlega ekkert orðið af ferðinni.“ Leið vel í Eyjafirði Stephen Eyvindson, jarðfræð- ingur, er að læra arkitektúr og stundaði fjarnám síðla veturs. Hann er af íslensku bergi brotinn, á ættir að rekja til Patreksfjarð- ar, Norðurlands og Austfjarða, en amma hans, Fanney Stefansson, sem verður níræð í september, býr í Winnipeg í Kanada. Sjálfur býr hann með Ailsu, konu sinni, í Deep River í Ontario, um 200 km norðvestur af Ottawa, ásamt börnunum þeirra tveimur, Björk 5 ára og Atla 7 ára. Fjölskyldan kunni ekki orð í íslensku við komuna en hún hef- ur lagt rækt við málið með góð- um árangri. „Við vildum upplifa Ísland eins og Íslendingar upp- lifa það,“ segir Ailsa. „Við vild- um ekki koma sem venjulegir ferðamenn heldur búa eins og Íslendingar búa og reyna að skilja hugsunarháttinn, en það er ekki hægt nema skilja tungu- málið og því höfum við legið í bókunum og stundað íslensku- námið.“ Stephen segir að mikilvægt hafi verið að búa fjarri Reykja- víkursvæðinu og í sveit þar sem lítil eða engin enska væri töluð. „Ég vildi helst vera í Eyjafirði, ekki síst vegna skíðasvæðisins, og Magnús Þórir Pétursson og Kristín Guðmundsdóttir, vina- fólk fjölskyldunnar, útvegaði okkur húsnæði á Finnastöðum í Eyjafirði.“ Ailsa bætir við að þau hafi deilt húsi með konu frá Hondúras og það hafi komið sér vel því þau hafi orðið að tjá sig á íslensku, en Stephen hafi sótt ís- lenskunám í Menntasmiðjuna á Akureyri. Gott gönguskíðasvæði er í Deep River en þau tóku með sér skíði og snjóbretti og dásama skíðaað- stöðuna í Eyjafirðinum. Síðasta mánuðinn hafa þau ferðast um landið og farið á ýmsa sögustaði auk þess sem þau hafa heimsótt slóðir forfeðra Stephens. „Það var til dæmis mjög gaman að hitta Emmu Kristjánsdóttur, vinkonu ömmu og bónda í Efri-Tungu skammt frá Patreksfirði, en hún sagði okkur mikið um umhverfið,“ segir Stephen. Og greinilegt er að börnunum leiðist ekki hérna. „Ég vil ekki fara aftur til Kanada,“ segir Björk því til staðfestingar og hælir sjónvarpsefninu. Atli tekur í sama streng. „Ég vil eiga heima á Íslandi.“ Spurður hvers vegna stendur ekki á svarinu: „Það er svo gaman að vera innan um öll dýrin, kindurnar, kýrnar og hestana.“ Móðirin segir að Kanada bíði en hugsanlega komi þau aftur eftir fimm ár. Íslenskur dagur vikulega Hjónin segja að gera megi ráð fyrir að „íslenskt“ umhverfi verði þeim hugleikið eftir Íslandsdvöl- ina. Reyndar sé fimm tíma akstur að heiman til Toronto þar sem næsta Íslendingafélag sé, en þau hafi gert ýmsar ráðstafanir til að viðhalda málinu. „Við keyptum ís- lenskar bækur og kvikmyndir með íslensku tali og hugmyndin er að hafa einn íslenskan dag á viku þar sem við tölum bara ís- lensku,“ segir Ailsa. Fimm mánaða fríinu best varið á Íslandi Fyrir fimm mánuðum kom kanadísk fjölskylda til Íslands með því markmiði að læra málið og kynn- ast landi og þjóð. Það tókst og hún fer héðan alsæl um mánaðamótin. Morgunblaðið/Arnaldur Stephen og Ailsa Eyvindson með börnunum Björk og Atla. ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ Í Seattle í Bandaríkjunum gengst fyrir sælkerakvöldi í haust og er það liður í að efla starfið, að sögn Gísla Ólafssonar, formanns félagsins og skipaverkfræðings í borginni. Íslendingafélag hefur verið starfrækt í Seattle síðan 1900 og reyna félagsmenn að gera ýmislegt saman sér til skemmtunar, en að sögn Gísla eru um 600 til 800 manns í félaginu og greiða nær 200 fjölskyldur svonefnt fjölskyldu- árgjald. Í vor var golfmót haldið annað árið í röð og í haust er sælkerakvöld á dagskrá í fyrsta sinn, en 17. júní hefur verið sérstök hátíð í áratugi. Að þessu sinni var Ögn Kimb- erley Magnússon fjallkona og fór hún með sjóferðabæn og flutti ljóð á íslensku og ensku. Gísli segir að hann hafi fengið þrjá unga menn, Árna Magnússon, Bjarna Pál Ingason og Snæbjörn Jónasson, til að skipuleggja sælkerakvöldið 25. október í þeim tilgangi að ná til fleiri. Þetta sé liður í því að tengja saman ólíka hópa og vonandi verði um árlegan viðburð að ræða. Starf- emi félagsins sé annars blómleg. Árlega séu haldnir sex fjölmennir viðburðir, þar sem þorrablótið sé hápunktur- inn, og fréttabréf komi út sex sinnum á ári auk þess sem fé- lagið haldi úti netsíðu. „Samkeppnin um fólkið, ekki síst börnin, er mikil en við reynum að gera það vel sem við ger- um og getum það vegna þess að margt mjög duglegt fólk er alltaf tilbúið að vinna af miklum krafti fyrir félagið í sjálfboðavinnu,“ segir Gísli. Sælkerakvöld í Seattle Ögn Kimberley Magnússon, fjallkona í Seattle. GERT er ráð fyrir 40.000 til 50.000 gestum á Íslendingadagshátíðinni í Gimi í Kanada um næstu helgi, en þetta er fjölmennasta hátíðin í Manitoba ár hvert. Á meðal gesta verða um 50 félagar úr Rótarí- klúbbi Hafnarfjarðar og nokkrir ís- lenskir listamenn auk heilbrigðis- ráðherra. Timothy Grant Arnason, forseti Íslendingadagsnefndar, segir að undirbúningur gangi samkvæmt áætlun, en hátíðin stendur yfir 2. til 5. ágúst. Að venju koma nokkrir listamenn frá Íslandi og má þar nefna sönghóp sem sýnir söngleik- inn um Gunnar á Hlíðarenda, og fé- laga úr Harmonikkufélagi Reykja- víkur auk þess sem Völuspá eftir Þórarin Eldjárn verður á dagskrá, en Jón Kristjánsson, heilbrigðisráð- herra, flytur minni Kanada. Í fyrra var haldin kvikmyndahá- tíð í tengslum við sjálfa hátíðina og verður sami háttur hafður á í ár, en kvikmyndahátíðin hefst 31. júlí. Janis Guðrún Johnson, formaður kvikmyndahátíðarnefndar og öld- ungadeildarþingmaður á kanadíska þinginu, segir m.a. í sýningarskrá að hátíðin sé einstök því hvergi annars staðar séu sýndar myndir frá svonefndum norðurhjararíkjum, þ.e. Kanada, Bandaríkjunum, Ís- landi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Rússlandi og Græn- landi. Framtíðin lofi góðu og mark- miðið sé að geta boðið upp á kvik- myndahátíð í hæsta gæðaflokki á strönd sléttunnar, en stóru tjaldi er komið upp á strönd Winnipegvatns við Gimli og þar verða flestar myndirnar sýndar. Kvikmyndin K19: The Widowmaker með Ingvari Sigurðs- syni, var að hluta tekin upp á Winnipegvatni í mars 2001 og verð- ur hún sýnd á hátíðinni en hún var frumsýnd fyrir skömmu. Fiasko, Ungfrúin góða og húsið og Lalli Johns koma frá Íslandi en á meðal annarra mynda má nefna Rare Birds, sem Sturla Gunnarsson leik- stýrir, Black As Hell, Strong As Death, Sweet As Love í leikstjórn Caelums Vatnsdals og Sundance 2001 eftir Jón Einarsson Gústafs- son, sem er jafnframt fram- kvæmdastjóri kvikmyndahátíðar- innar. Ljósmynd/Jón Einarsson Gústafsson Stóru kvikmyndatjaldi er komið upp á strönd Winnipegvatns. Gert ráð fyrir tugum þúsunda gesta Íslendingadagurinn í Gimli í Kanada MEST sótta sumarhátíðin í Ed- monton í Kanada hefur staðið yf- ir undanfarna daga, en henni lýk- ur í dag og er gert ráð fyrir að gestir verði fleiri en 750.000 alla dagana. Hátíðin hófst 18. júlí og er talið að um 185.000 manns hafi fylgst með götusýningu fyrsta daginn, en þá mættu liðlega 43.000 manns á hátíðina. Laugardaginn fyrir viku voru gestir tæplega 91.000 en hafa yfirleitt verið um 80.000 til 82.000 á dag. Eins og greint hefur verið frá á þessum vettvangi verður sýn- ingin að ári helguð Norðurlönd- unum og er unnið að því að fá þátttakendur frá Íslandi á hátíð- ina. Walter Sopher, sem vinnur að fjáröflun fyrir Norðurljós, seg- ir að með góðri þátttöku frá Ís- landi megi setja aðsóknarmet fyrsta daginn og að því sé stefnt, en metið er 81.128 gestir sem komu árið 1978. Fjöl- menni á Klondike- dögum Meðlimir í Íslendingafélaginu í Edmonton létu sitt ekki eftir liggja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.