Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 21 ÞAÐ var merkur áfangi í sögu gamla prestsbústaðarins á Sauðanesi þegar þjóðminjavörður afhenti Sauðnes- nefnd húsið formlega til reksturs og umsjónar en sveitarstjóri Þórshafn- arhrepps er formaður þeirrar nefnd- ar. Athöfnin var einn liður í dagskrá Kátra daga á Þórshöfn og var fjöl- menni á Sauðanesi af þessu tilefni. Athöfnin hófst með guðsþjónustu í Sauðaneskirkju þar sem núverandi prestur, sr. Sveinbjörn Bjarnason, og fyrrverandi prófastur Þingeyjarpró- fastsdæmis, sr. Ingimar Ingimarsson, þjónuðu en séra Ingimar og fjöl- skylda hans voru síðustu íbúar gamla prestsbústaðarins. Sauðaneshúsið var byggt á árunum 1879–1881 en þróuð og hefðbundin steinhöggstækni var notuð við bygg- ingu þess. Húsið tilheyrir nú hús- verndardeild Þjóðminjasafnsins. Endurbygging hússins hófst árið 1991 en það var mikið verk sem út- heimti umtalsvert fjármagn. Þjóð- minjasafnið studdi framkvæmdina verulega og héraðsnefnd Þingeyinga kom einnig að verkinu, svo og heima- menn og fleiri en mikill einhugur var heima fyrir um varðveislu og endur- byggingu hússins. Halldór Blöndal afhenti Sauðanes- nefnd gjöf frá Alþingi en það eru gamlar myndir af þingmönnum N- Þingeyinga allt frá þjóðfundi til ársins 1959 og munu prýða veggi hússins. Þórshafnar- og Svalbarðshreppur ásamt Átthagafélagi Þórshafnar fengu til varðveislu svokallað Sig- marssafn en það eru ýmis smáverk- færi og nytjahlutir að mestu leyti frá þessu svæði, sem Sigmar Ó. Maríus- son hefur safnað í gegnum tíðina. Gengið var frá samningi um kaup á safninu sem verður varðveitt í Sauða- neshúsi. Stefnt er að því að húsið verði form- lega opnað næsta sumar og er hugsað sem minjasafn að hluta og að þar verði upplýsingamiðstöð og kynning á héraðinu, einnig íveruaðstaða fyrir fræðimenn og eða listamenn sem tengjast svæðinu og vilja dvelja hér í lengri eða skemmri tíma. Sauðaneshúsið formlega afhent Þórshöfn Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Frá gamla prestsbústaðnum á Sauðanesi. FJÖLGUN farþega sem fljúga með Flugfélagi Vestmannaeyja milli Bakka og Eyja er að meðaltali 35% á mánuði frá síðustu áramótum, að sögn Valgeirs Arnórssonar, fram- kvæmdastjóra Flugfélags Vest- mannaeyja. Hann telur að ein helsta ástæða aukningarinnar sé að flug milli Bakka og Eyja, sem tekur á bilinu 5–10 mínútur, sé ódýr kostur og aðeins sé um eins og hálfs tíma akstur milli Reykjavíkur og Bakka. „Því er þetta ekki dýrt, sérstaklega ef margir ferðast saman og deila aksturskostnaði. Þá eiga margir Vestmannaeyingar bíla uppi á Bakka og eru með bílageymslur þar. Annars getur fólk tekið bílaleigubíla þegar komið er á Bakka. Sú aukning sem orðið hefur á farþegafjölda flug- félagsins er nær eingöngu komin til vegna ferða Íslendinga, einkum fjöl- skyldufólks, þótt alltaf sé eitthvað um erlenda ferðamenn,“ segir Val- geir. Valgeir segir nýja eigendur hafa tekið við Flugfélagi Vestmannaeyja í maí í fyrra en áður hafði Valur Andersen rekið það í 18 ár. Flugfélag Íslands hætti flugi til Vestmannaeyja síðastliðið haust og tók þá Íslandsflug við og hefur hald- ið uppi flugi milli Reykjavíkur og Eyja. 35% fjölgun farþega hjá Flug- félagi Vest- mannaeyja Vestmannaeyjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.