Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 17
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 17 RÚMLEGA 300 ungmenni á Balí varpa öndinni léttar nú þegar þeirra hlut í Ólympíuleikunum í eðlisfræði er lokið. Í gær var seinni keppnis- dagurinn, 5 klukkustundir við að framkvæma 3 tilraunir og skila um þær skýrslu. Tíminn reyndist allt of stuttur og tækin óáreiðanleg. „Straumgjafinn sem ég fékk fyrst var bilaður og upp úr þeim næsta lið- aðist reykur þegar ég fór að nota hann,“ sagði Davíð Þór, nemandi við Menntaskólann í Reykjavík. „Þegar næsti keppandi bauðst til að lána mér sinn straumgjafa hafnaði eftir- litsmaðurinn því svo ég varð að sleppa þriðjungi af framkvæmd- inni.“ Sömu sögu hafði Sigurður Örn að segja; fyrsti straummælirinn sem hann fékk var bilaður og hann fékk 3 straumgjafa áður en tilraunin fór að ganga. Fyrri tilraunin var um rafgrein- ingu vatns og ákvörðun á hlutfalli rafeindarhleðslu og Bolzmans fasta. Til að fá tölulega rétta niðurstöðu varð keppandinn að búa til réttan metrakvarða fyrir tilraunaglasið sem var vísvitandi rangt kvarðað. Seinni tilraunin fjallaði um að finna þrjá óþekkta ljósfræðilega íhluti í innsigluðum kassa með því að lýsa með leisigeisla í gegn um hann. Í ljós koma að um var að ræða tvö raufa- gler og eina glerplötu með brotstuð- ul 1,47. Á morgun fá fararstjórarnir nið- urstöður hinnar indónesísku dóm- nefndar um frammistöðu keppend- anna og munu þeir bera þá niðurstöðu saman við eigin fyrirgjöf. Síðsti hluti Eðlisfræðileikanna snýst um samræður dómnefndarmanna og fararstjóra um einkunnagjöf til hvers keppenda. Hér getur verið um að ræða að leiðrétta ranga fyrirgjöf, útskýra óljós atriði eða túlka skýr- ingar sem Indónesarnir skilja ekki á erlendum tungumálum. Þessum samræðum lýkur á sunnudag en verðlaunaafhending verður á mánu- dag. 33. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði Keppni lokið – stigagjöf hafin UNDIRBÚNINGUR fyrir Þjóðhá- tíð í Vestmannaeyjum stendur nú sem hæst. Á hverju sumri þarf að laga og bæta aðstöðuna í Herjólfsdal. Húsmæður í Eyjum brugðu sér fyrir nokkrum dögum í dalinn að lokinni vinnu til að mála. Allt verður því til reiðu þegar Þjóðhá- tíð hefst eftir viku. Málningarvinna fyrir Þjóðhátíð Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Raðhús - Víkurhverfi Vönduð og vel skipulögð 190 fm raðhús á einni hæð í Víkurhverfi, Grafarvogi. 4 svefnherbergi. Bílskúr. Tvö af raðhúsunum eru með tvöfaldan bílskúr. Byggingaraðili er Hrauntún ehf. Upplýsingar í símum 896 1606 og 557 7060.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.