Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðrún Krist-jánsdóttir fædd- ist á Krithóli í Lýt- ingsstaðahreppi 11. júlí 1913. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar hinn 17. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristján Árna- son, f. 5. júlí 1885, d. 8. okt. 1964, og kona hans, Ingibjörg Jó- hannsdóttir, f. 2. des. 1888, d. 31. maí 1947. Systkini Guðrúnar eru: Þuríður, f. 3 sept. 1915, d. 8. ágúst 1916, Fjóla, f. 10. nóv. 1918, Þuríður, f. 9. jan. 1921, d. 28. apríl 1991, Ingibjörg, f. 11. sept. 1922, Árni, f. 5. ágúst 1924, d. 10. jan. 1995, Þóranna, f. 23. okt. 1926, Haukur, f. 13 júlí 1928, d. 15. júlí 1994, og Sverrir, f. 19. ágúst 1931, d. 17. nóv. 1982. Eiginmaður Guðrúnar var Páll Gísli Ólafsson, f. 15. maí 1910 á Starrastöðum í Lýtingsstaða- Skarphéðin Davíð. Jóhann Reynir, f. 8. júlí 1945 á Starrastöðum, maki Soffía Kristjánsdóttir. Þeirra börn eru 1) Selma Björk 2) Linda Rós. Ingimar, f. 24. júní 1946 á Starra- stöðum, maki Halldóra Helgadótt- ir. Þeirra börn eru: 1) Sigríður Margrét, maki Kristján Örn Krist- jánsson og eiga þau þrjú börn, Ing- unni, Sigurbjörgu og Margréti. 2) Helgi, maki Védís Elva Torfadóttir og eiga þau tvö börn, Hinrik Pétur og óskírðan dreng. 3) Inga Dóra. Eyjólfur Svanur, f. 23. nóv. 1952 á Starrastöðum, d. 25. jan. 2000 á Sauðárkróki, maki María Ingiríður Reykdal, f. 25. feb. 1958. Þeirra börn eru: 1) Þórunn, 2) Margrét, 3) Páll Starri, 4) Stefanía Guðrún. Sonur Eyjólfs og Kristbjargar Ein- arsdóttur er Arnar Páll og eiga hann og Elín Ólafsdóttir eitt barn, Guðrúnu Eydísi. Dóttir Maríu og Einars Harðarsonar er Sara Reyk- dal, sambýlismaður Sveinn Úlfars- son og eiga þau eitt barn, Úlfar Hörð. Guðrún bjó ásamt manni sínum á Starrastöðum frá 1937 en árið 1982 fluttist hún á Sauðárkrók og bjó þar til dánardægurs. Útför Guðrúnar fer fram frá Mælifellskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. hreppi, d, 12. jan. 1990 á Sauðárkróki. Börn þeirra eru: Ólafur Sig- mar, f. 25. maí 1938 á Starrastöðum, maki Hjörtína Dóra Vagns- dóttir. Þeirra börn eru: 1) Páll Arnar Ólafsson, sambýlis- kona Ásdís Guð- mundsdóttir og eiga þau tvö börn, Valdísi Dröfn og Ólaf Starra. 2) Eva Hjörtína, sam- býlismaður Hjörtur Skúlason. Sigurður, f. 20. nóv. 1940 á Starra- stöðum, maki Sigurbjörg Rannveig Stefánsdóttir. Þeirra börn eru: 1) Guðrún Margrét, sambýlismaður Vésteinn Þór Vésteinsson og eiga þau tvö börn, Rögnu Vigdísi og Vé- stein Karl. 2) Una Aldís, maki Stef- án Sigurbjörn Guðmundsson og eiga þau tvö börn, Sigurð Pál og Rúnar Inga. 3) Stefán Þórarinn, sambýliskona Guðbjörg K. Lud- víksdóttir og eiga þau eitt barn, ,,Sjá dagar koma ár og aldir líða og enginn stöðvar tímans þunga nið.“ Mér finnast þessi orð skáldsins Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi eiga við nú þegar ég kveð hinstu kveðju kæra vinkonu mína, Guðrúnu Kristjánsdóttur frá Starrastöðum í Skagafirði. Það var snemma sumars seint á áttunda áratugnum að ég ók upp heimreiðina að Starrastöðum. Kvöld- sólin gyllti himininn. Það var einhver framandi spenna í loftinu. Ég, suð- vesturhornsbarnið, var að koma þangað í fyrsta sinn í kaupavinnu, full eftirvæntingar en ögn kvíðin og vissi varla út í hvað ég var að fara. Ekki leið á löngu þar til heimilisfólkið birt- ist á hlaðinu, bóndinn Páll Ólafsson, Guðrún, eða Gunna eins og hún vildi að ég kallaði sig, og Eyjólfur yngsti sonur þeirra. Móttökurnar voru ákaf- lega hlýjar og óþvingaðar þarna í skagfirskri kvöldkyrrðinni og var engu líkara en um endurfund væri að ræða frekar en þann fyrsta. Strax þarna um kvöldið fann ég þessa sterku, leiftrandi útgeislun sem einkenndi Gunnu. Hún var kröftug, full af gáska og fjöri, en einnig öryggi og festu sem hreinlega töfraði mann upp úr skónum enda var ekki liðinn sólarhringur er við lentum í fyrsta ævintýrinu, en þau áttu eftir að verða þó nokkur og ansi hreint mögnuð sum hver. Þau einkenndu samskipti okkar meira eða minna æ síðan. Gunna var Skagfirðingur í húð og hár. Hún var ákaflega glæsileg og elskuleg kona. Hún var tilfinningarík og unni fjölskyldu sinni, heimili og ástvinum heitt. Myndir af þeim flest- um ef ekki öllum hafði hún í kring um sig. Hún var alls ekki skaplaus, ef henni mislíkaði lét hún í sér heyra, en best leið henni ef hún var sátt við guð og menn, svo mikið er víst. Greind og gáfur átti hún í ríkum mæli þótt hún væri ekki langskóla- gengin. Hún var félagsvera, sannur húm- oristi og ákaflega hláturmild. Dillandi hlátur hennar hljómar enn í höfði mér og að lenda með henni í góðu hláturs- kasti var hrein og tær upplifun sem engan lét ósnortinn. Sjálfsmynd Gunnu var rammís- lensk. Ást hennar til fjarðarins og sveitarinnar, ,,Lýtó“, var fölskvalaus. Hún þurfti ekki annað en að líta á Mælifellshnjúkinn sinn sem óðar sagði henni allt um hvers vænta mátti af veðrinu og ef til vill eitthvað fleira. Mér fannst hún gersamlega þekkja hvern stokk og stein þarna í umhverf- inu. Hún fór nefnilega létt með að gera mig, borgarbarnið, forvitið og láta það uppgötva og fræðast, en vit- anlega á skagfirsku sem er tungutak þeirra þarna nyrðra. ,,Það var völlur á okkur“ þegar hún tók mig með sér út og suður, upp og niður, frameftir og bakatil, gott ef ekki norður og nið- ur líka, ævinlega til að sýna mér skagfirskan veruleika í allri sinni dýrð. Við þreyttumst aldrei á því. Í seinni tíð fórum við þessar ferðir í huganum. Gunna var smekkvís og mikill fag- urkeri. Fallega og hlýlega heimilið hennar bar vitni um það. Hún átti ávallt mikið af fallegum blómum, enda blómelsk mjög. Eftir að hún og Páll hættu að búa og fluttu út á Krók fórum við eitt sinni saman fram í Starrastaði. Eyj- ólfur sonur hennar og kona hans María höfðu þá tekið við búinu. Með stolt í augum benti hún með stafnum sínum suður fyrir bæinn til að sýna mér nýjungarnar, gróðrarstöðina sem þau hjón höfðu reist. Ég er þakklát að hafa átt vináttu þessarar konu. Oft hringdumst við á, t.d. á sameiginlegum afmælisdegi okkar, en eitthvað var ég fljótari fyrir nú því að síðustu samskipti okkar voru nú í júní. Allt var þarna ennþá, kankvísin, glaðværðin og hláturmild- in. Við vorum að venju staðráðnar í að hittast í sumar. En svo fór sem fór. Nú eru þau öll gengin til feðra sinna, þau sem tóku á móti mér á hlaðinu forðum daga. Páll sem fyrir allnokkrum árum kvaddi saddur líf- daga, Eyjólfur sem lét í minni pokann fyrir illvígum sjúkdómi í blóma lífsins og nú hún Gunna sem var þessi lif- andis ósköp hress, þar til síðustu dag- ana, þótt aldurinn segði til sín. Þessi fjölskylda féll vel að þeirri mynd sem skáldið frá Fagraskógi dró upp í kvæði sínu sem byrjað var á að vitna í hér á undan. Og áfram segir: Í djúpi andans duldir kraftar bíða. Hin dýpsta speki boðar líf og frið. Í þúsund ár bjó þjóð við nyrstu voga. Mót þrautum sínum gekk hún djörf og sterk. Í hennar kirkju helgar stjörnur loga og hennar líf er eilíft kraftaverk. Ég votta aðstandendum, vinum og vandamönnum dýpstu samúð. Valgerður Anna Þórisdóttir. Heimur bernsku minnar er mér mjög kær og ég hverf þangað oft. Hann er nú ekki lengur til, nema í huga mínum. Þar eru ljóslifandi at- burðir, staðir og fólk, sem átti stóran þátt í tilveru minni í þá daga, þótt margt af því sé nú horfið yfir móðuna miklu. Einn mjög sterkur persónu- leiki í þessari bernskuveröld er Guð- rún, húsfreyja á Starrastöðum. Hún er svo samofin mínum bernskuminn- ingum að ég veit ekki hvar skal byrja, nú þegar mig langar að minnast hennar. Ég sé hana enn fyrir mér, í dyrunum eldhúsmegin er maður kom í hlaðið, þreklega, ljóshærða og glað- lega konu, með svuntuna; svolítið há- væra, skammandi hundana, sem höfðu hátt, er gesti bar að garði. Það var alltaf gott að koma í eldhúsið hjá Guðrúnu og Páli, bónda hennar, því þau voru ákaflega gestrisin; tóku rausnarlega á móti öllum og skipti ekki máli, þótt það væru bara við krakkarnir af næsta bæ. Við sátum alltaf í horninu innan við eldhúsborð- ið, Páll á móti okkur kímileitur á svip meðan Guðrún hlóð borðið allskyns kræsingum og þar var aldrei komið að tómum kofunum. Það voru alltaf svo margar sortir, að halda mátti að jólin væru í nánd.Mömmukökurnar hennar eru þær flottustu sem ég hef séð. Guðrún var dugnaðarforkur og féll aldrei verk úr hendi, enda bar Starrastaðaheimilið merki um mik- inn myndarskap. Hún hafði lag á að gera heimili sitt hlýlegt og fannst mér alltaf mjög notalegt að koma til henn- ar, bæði á Starrastöðum og eftir að þau hjón brugðu búi og keyptu sér íbúð á Króknum. Þau Páll eignuðust 5 syni, Ólaf, Sigurð, Reyni, Ingimar og Eyjólf. Það má því nærri geta að oft var glatt á hjalla þar og víst er, að slíkur strákaskari hefur ekki alltaf tiplað á tánum. En Guðrún stjórnaði af rögg- semi öllum sínum körlum, a.m.k. inn- andyra því það var hennar ríki. Fyrir utan allar aðrar heimsóknir voru jólaboð á báðum bæjum. Það voru miklar veizlur og var spiluð fé- lagsvist langt fram á nótt. Við systk- inin hlökkuðum mikið til þessara við- burða. Er ég var 10 ára kviknaði í húsinu heima. Það var ekki stórbruni, en nokkrar skemmdir urðu. Meðan við- gerðir stóðu yfir var okkur systkinum komið fyrir á næstu bæjum um tíma. Þrjú voru á Hafgrímsstöðum en ég, ásamt yngstu systur minni, Fann- eyju, þá 2 ára, fór í Starrastaði. Ég átti auðvitað að hugsa um systur mína og hef sjálfsagt gert það að ein- hverju marki, en að öðru leyti vorum við náttúrlega viðbót við stóran verkahring húsmóðurinnar. En þarna var gott og gaman að vera, enda 3 yngri strákarnir á sama aldri og við og okkur kom vel saman. Guðrún var kona stór í lund og sjálfsagt ekki allra, en okkur var hún alltaf ákaflega góð og minnist ég hennar með söknuði. Vinátta hennar og fjölskyldu henn- ar var traust frá fyrstu kynnum og mun ylja okkur áfram um ókomna tíð. Guðrún missti mann sinn fyrir 12 árum eftir 52 ára hjónaband. En þó erfitt sé að missa maka sinn eftir svo langa sambúð er það eðlilegt, þegar fólk er orðið aldrað og veikt. Það er sárara að horfa á eftir börnum sínum í blóma lífsins, en þá sorg varð Guð- rún að bera er yngsti sonurinn, Eyj- ólfur, dó fyrir 2 árum og lét eftir sig konu og 4 ung börn. Það var mikið áfall. Nú er hún farin á fund þeirra feðga en minningarnar eru eftir og fyrir þær er ég þakklát. Blessuð sé minn- ing minna góðu sveitunga. Snæbjörg Bjartmarsdóttir frá Mælifelli. GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR Öll höfum við lífið að láni og öll þurfum við að greiða þá skuld þegar hún er í gjalddaga felld. Gjalddaginn er hins vegar í fæstum tilvikum ljós fyrr en hann rennur upp og því vill gjarnan fara svo að þeim, sem eftir standa, kemur hann á óvart. Fjöl- skylda Sigurðar Þorsteinssonar er ekkert frábrugðin öðrum hvað þetta snertir og þótt sjúkrahúsvist sé yf- irleitt ekki neitt sérlegt fagnaðarefni, þótti ekki ástæða til að ætla annað en innlögn hans á Landspítalann í Foss- vogi yrði til bóta á meinum, sem á þeim tíma litu ekki út fyrir að vera lífshættuleg. Rannsóknir og meðferð á sjúkrahúsinu reyndust þó erfiðari en ætla mátti og orsökuðu meðal ann- SIGURÐUR STEINAR ÞORSTEINSSON ✝ Sigurður SteinarÞorsteinsson múrarameistari fæddist 12. maí 1933. Hann lést 12. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Elín J. Magnúsdóttir, f. 4.12. 1909, d. 26.7. 1995, og Þorsteinn Jónsson, f. 8.4. 1905, d. 21.7. 1982. Systk- ini: Sigurðar eru Jón, (látinn), Drop- laug, á þrjár dætur, gift Guðbrandi Þor- keli Guðbrandssyni, Ásdís, á einn son, í sambúð með Guðmundi Gunnlaugssyni, Krist- ján, (látinn), og Aðalbjörg Þóra. Bálför Sigurðar Steinars fór fram í kyrrþey hinn 23. júlí að ósk hans. ars harkalega lungna- bólgu og öndunarerfið- leika. Fimmtudaginn 11. júlí töldu læknar reyndar að hann væri kominn yfir erfiðasta hjallann og nú tæki bat- inn við. Það fór þó svo að næstu nótt hrakaði honum skyndilega, öndunarerfiðleikarnir jukust og að síðustu gaf hjartað sig og Sigurður var allur. Hans gjald- dagi var kominn, lífi hans var lokið. Þegar hjónunum El- ínu J. Magnúsdóttur og Þorsteini Jónssyni fæddist frumburðurinn, er hlaut nafnið Sigurður Steinar, á vor- dögum árið 1933, voru þau nýbúin að setja saman heimili sitt í Broddanesi og vafalaust hafi þau talið eins og ungu fólki er títt að framtíðin brosti við þeim. Þau áttu þó eftir að fá sinn skammt af erfiðleikum lífsins. Fljót- lega varð móðirin unga fyrir alvar- legum veikindum, sem áttu eftir að setja mark sitt á hana allt hennar líf, þótt hún heyrðist sjaldan kvarta og skilaði sínu dagsverki ekki síður en aðrir. Mesta áfallið varð þó á árinu 1959, þegar þau sáu á eftir tveimur sonum sínum með rúmlega tveggja mánaða millibili yfir móðuna miklu. Þótt þau hjónin og systkinin, sem eft- ir lifðu, stæðu teinrétt eftir sem áður fór ekki hjá því að þetta áfall setti mark sitt á þau öll. Ekki mun það hafa reynt minnst á Sigurð, enda var traust vinátta með þeim bræðrum. Þegar foreldrar Sigurðar fluttust til Hólmavíkur um miðjan fimmta áratug síðustu aldar fór hann að sjálfsögðu með þeim og á Hólmavík átti hann jafnan sitt heimili síðan. Ungur fékkst hann við ýmis störf, meðal annars sjómennsku, sem hon- um mun hafa fallið vel. Mál skipuðust þó fljótt þannig að hann fylgdi föður sínum við byggingarvinnu en Þor- steinn var húsasmiður og eru handa- verk hans mörg á því sviði á Strönd- um, í Reykhólasveit og raunar víðar. Snemma fór Sigurður að vinna við múrverk og nam iðnina síðan í Reykjavík og dvaldi þar í nokkur ár í tengslum við iðnnámið. Aðalheimili hans var þó jafnan í foreldragarði á Hólmavík en Sigurður kvæntist aldr- ei og átti engin börn. Sigurður Steinar var hár maður vexti, þrekinn og samsvaraði sér vel, rammur að afli eins og faðir hans, þótt á það reyndi ekki nema í störfum hans. Hann var óáreitinn maður, tranaði sér lítt fram og talaði hvorki hátt né mikið. Þegar hann hins vegar á annað borð lét skoðanir sínar í ljós var það vel yfirvegað og mótað af skarpskyggni og yfirsýn. Hann var afar vel verki farinn, fyrir utan múr- verkið var sem öll trésmíði léki í höndum hans enda var hann aðstoð- armaður föður síns í flestum verkum meðan báðir lifðu. Hann smíðaði svo dæmi sé tekið líkkistur beggja for- eldra sinna og til þess verks var ekki kastað höndum, það getur sá vottað sem þessar línur skrifar. Bindindis- maður var hann einnig alla tíð, bragðaði hvorki áfengi né tóbak og var afar reglusamur í öllum háttum sínum. Eftir að faðir hans lést árið 1982 og þar til móðir hans andaðist 1995, héldu þau mæðgin saman heimili á Hafnarbraut 15. Móðir hans var mik- ill sjúklingur síðustu árin sem hún lifði og umhyggja sú og nærgætni sem hann sýndi henni einstök og til hreinnar fyrirmyndar. Eftir lát henn- ar bjó Sigurður einn á æskuheimili sínu og það var með húsverk eins og öll önnur verk, sem hann sinnti, að þau voru unnin af alúð og þannig að þar þurfti engu við að bæta. Aðal- björg, yngsta systir hans, er einnig búsett á Hólmavík og var einstaklega gott samband milli þeirra systkina þótt aldursmunur sé nokkur. Munu þeir dagar hafa verið færri sem þau höfðu ekki eitthvert samband sín í milli og vinátta þeirra einlæg og traust. En nú er hann allur, þessi fámælti og lágmælti þrekmaður, sem ekkert virtist geta bugað. Það er ekki fyrr en að honum gengnum sem það er full- komlega ljóst að hann var í systk- inahópnum líkur traustum hafnar- garði. Hjá honum var alltaf skjól, öryggi og ró. En jafnframt kemur glöggt fram að systur hans eru gerð- ar úr sama trausta efniviðnum og hann, þær standa teinréttar þótt tár hrökkvi af hvarmi. Líklega hefur Sigurði sjálfum ver- ið ljóst á sjúkrabeðnum að til þessara tíðinda kynni að draga því hann sagði systrum sínum fyrir um hvernig hann vildi haga útför sinni og gerði ýmsar aðrar ráðstafanir sem honum þótti við þurfa. Húsið á Hafnarbraut 15 á Hólma- vík er mannlaust núna. Allt er þar hreint og snyrtilegt eins og Sigurður skildi við það; húsinu vel við haldið og það er eins og húsráðandi hafi rétt skroppið frá. Hann kemur hins vegar ekki aftur og nú þarf að laga sig að þeirri staðreynd. Það verður ekki auðvelt. Sigurði mági mínum þakka ég hins vegar nær fjörutíu ára skuggalausa samfylgd og veit að það hefur verið tekið vel á móti honum þar sem hann er núna. Guðbr. Þorkell Guðbrandsson. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.