Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 35 FORNBÆKUR Í vörulista okkar nr. 56, Norræna, eru norrænar bókmenntir, bækur um norræn tungumál og sögu og bækur um Ísland, Grænland og Færeyjar. Listinn kostar 150 norskar kr. en póstsending er frí. Upphæðin er endurgreidd við pöntun úr listanum. Listann má panta hjá: Ruuds Antikvariat Postboks 2698 St. Hanshaugen, 0131 Oslo, Noregi. Sími +47 2246 3476. Netfang: ruudsant@online.no Auktu styrk þinn Upplýsingar í síma 553 3934 og 897 7747. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. til að ná betri stj órn á lífi þínu og líðan 5 kvölda námskeið í Reykjavík fyrri hluti frá 30. júlí til 1. ágúst, seinni hluti ákveðinn síðar. Námskeið til sjálfshjálpar í uppbyggingu á persónustyrk þínum þar sem þú finnur út: • Hver þú ert. • Hvað þú getur. • Hvað þú vilt og vilt ekki. • Hvert þú vilt stefna. Sérnámskeið fyrir unglinga 13-16 ára. Námskeiðinu verður svo fylgt eftir með mánaðarlegum fræðslu- og vinnufundum. FIMM myndlistarmennopna sýningu, sem þeirkalla Samspil, í Ketilhús-inu á Akureyri í dag kl. 16. Þetta eru Ása Ólafsdóttir, Bryndís Jónsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir og Þorgerður Sigurðardóttir sem allar eru með vinnustofur á Korp- úlfsstöðum í Reykjavík. Þær segjast hafa gaman af því að sýna á Akureyri. „Það er alltaf tekið mjög vel á móti okkur af kollegum hér fyrir norðan, þeir eru höfðingar heim að sækja,“ segir einhver. Allar voru þær lengi einyrkjar á myndlistarsviðinu en hafa nú verið undir sama þaki í sex ár, þó svo hver og ein sé með eigin vinnustofu. Þær segja nálægðina við aðra listamenn mjög góða; þær sýni hver annarri verk og séu ósparar á gagnrýnina. „Samvinnan byrjaði að blómstra fyr- ir tveimur árum og þarna á Korp- úlfsstöðum er dúndurkrítík í gangi og mikil hvatning. Og það skilar sér,“ segir Ása. Listamennirnir fimm hafa und- anfarin ár sýnt verk sín í sameig- inlegu rými á Korpúlfsstöðum og tekið á móti almenningi á vinnustof- um sínum einu sinni í viku. Jafn- framt reka þær á staðnum Gallerí Gorgeir, þar sem oftast er bara eitt verk í einu til sýnis. „Ef við þróum eitthvað nýtt setjum við það í Gor- geirinn,“ segir Magdalena Margrét. Sýningin er mjög fjölbreytt enda vinna fimmmenningarnir hver á sínu sviði; Magdalena Margrét og Þor- gerður eru að vísu báðar í grafík en Ása vefur, Kristín málar og Bryndís vinnur í leir. Og svo skiptast þær á. „Hver og ein hefur kennt hinum um sitt efni,“ segir Magdalena Margrét. Ása: „Það er mjög skemmtilegt að vinna í önnur efni.“ Þorgerður: „Þetta eru eiginlega óhefðbundin námskeið sem við för- um á hver hjá annarri.“ Bryndís: „Við reynum að læra tæknina í hinum miðlunum.“ Þær segja talsverðan aðdraganda að sýningunni í Ketilhúsinu og láta þess getið að myndband hafi verið gert af þeim við vinnu, sem sýnt verður meðan sýningin stendur. „Þar eru ekki notaðar fegr- unarlinsur, við erum bara í göllunum í vinnustofununum.“ Ása: „Þetta er góð heimildamynd um hvernig við vinnum.“ Bryndís: „Gefur góða innsýn í vinnu- stofu hjá myndlistarmönnum.“ Þorgerður: „Og það er nýútskrif- aður kvikmyndaleikstjóri og verð- launaður, Þorgeir Guðmundsson, sem gerir þetta.“ Verkin á sýningunni eru nánast öll ný. Um frumsýningu er að ræða í flestum tilfellum, eins og ein þeirra orðar það. Sömu verk verða síðan sett upp í Hafnarborg í Hafnarfirði síðar á árinu, ásamt fleirum. „Þá verða með okkur listamenn sem taka þátt í verkefni sem við erum með í gangi; erlendir listamenn og íslenskrir listamenn sem búa erlend- is, sem túlka Ísland í þessum verk- um: Hvaða áhrif Ísland hefur haft á þá,“ segir Magdalena. Þær upplýsa að umrædd verk séu lítil. „Miðað er við að verkin komist í skókassa eða A3-umslag.“ En hvað er svo til sýnis í Ketilhús- inu? Hvað segja þær um eigin verk? Ása: „Ég er með litað garn og hef sjálf þróað sérstaka litunaraðferð. Ég hef alltaf notað garnið sem efni í einhvers konar verk, en nú öðlast það í fyrsta skipti eigið líf!“ Þorgerður: „Það er nýtt að ég þrykki tilbúnum hlut en ekki trérist- um sem ég sker út sjálf. Núna fór ég út í málmplötur. Kannski er það bara tímabundin tilraun.“ Magdalena: „Ég geri persónumynd- ir; það eru alltaf ákveðnar persónur eða atvik á bak við verkin. Ég sýni yfirleitt bara stórar myndir þótt ég vinni líka litlar.“ Bryndís: „Síðast var ég með opin form og byggði verkin á búmörkum. Nú vann ég reyndar út frá þeim en lokaði verkunum – þau eru orðin eins og hamraveggir eða fuglabjarg. Það gerðist eitthvað alveg nýtt þeg- ar ég lokaði þeim.“ Kristín: „Þetta eru olíumálverk á striga og það er meiri birta í mynd- unum niðri í salnum en í eldri mynd- um mínum. Ég er að glíma við flöt- inn, formið og birtuna. Þessar myndir voru unnar sérstaklega eftir ferðalagið sem ég fór á Skeið- arársand þegar jökulhlaupið varð þar. Það sem heillaði mig þar var þessi leirsalli sem myndast gegnum tíðina í jöklunum. Þessar línur. Myndirnar uppi á svölum eru svo unnar í myrkrinu í janúar; ég reyni að ná fjólubláa litnum sem er svolítið tákn vetrarins.“ Sýningin, sem er hluti af Listasumri, stendur til 11. ágúst. Sýningarstjóri er Pétrún Pétursdóttir. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þessar fimm myndlistarkonur standa fyrir Samspili í Ketilhúsinu á Akureyri. Frá vinstri: Kristín Geirsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Bryndís Jónsdóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir og Þorgerður Sigurðardóttir. Frá Korpúlfsstöðum í Ketilhúsið NÆSTI gestur Sumarkvölds við orgelið í Hallgrímskirkju er Aivars Kalejs frá Lettlandi og er hann þriðji organistinn frá Eystrasaltslöndun- um sem kemur til að veita innsýn í orgelhefð þeirra og lýkur þar með baltneskum áhrifum tónleikaraðar- innar á þessu sumri. Á hádegistónleikum kl. 12 í dag leikur Aivars tvö verk. Það fyrra heitir Sex sálmaspunar úr opus 65, eftir Þjóðverjann Sigfrid Karg-Elert en hann skrifaði mörg verk sem byggjast á sálmalögum. Seinna verk- ið skrifaði Aivar Kalejs sjálfur. Það er tokkata um sálmalagið Þig lofar, faðir, líf og önd og er sungið í kirkjum landsins á hverjum sunnudegi. Á kvöldtónleikunum annað kvöld kl. 20 leikur Aivar þrjú verk eftir franska tónskáldið Olivier Messiaen. Þetta eru Offrande úr Saint Sacre- ment, skrifað 1928, Chant donné, skrifað 1939, og Prélude sem er ódagsett. Þessi verk fundust ekki fyrr en eftir lát tónskáldsins, en Messiaen lést fyrir 10 árum, og hafa ekki heyrst hér á Íslandi fyrr en nú. Það sama má segja um næstu verk. Fyrir utan að vera meðal virtustu organista heimalands síns hefur Aiv- ars Kalejs skrifað töluvert, sérstak- lega kirkjutónlist. Lux aeterna (Ljósið eilífa) er verk sem hann skrif- aði 1995 og tileinkaði það minningu Olivier Messiaen. Síðara verkið sem hann leikur eftir sjálfan sig er Via dolorosa (Þjáningarvegurinn). Það er frá 1992 og tileinkar Kalejs það fórnarlömbum Sovétstjórnarinnar í Lettlandi árin 1940–1941 og 1944– 1988. Síðasta verkið á tónleikunum er 54 Studies in Variation Form (54 stúdí- ur eða æfingar með tilbrigðaformið) op. 75b sem þýska tónskáldið Sigfrid Karg-Elert skrifaði. Stefin þrjú sem hann vann með er að finna í síðasta kafla í Svítu Handels í g-moll fyrir píano-forte. Á árunum 1989–99 tók Aivars Ka- lejs (f. 1951) þátt í fimmtán alþjóð- legum orgelhátíðum í Belgíu, á Ítalíu, í Þýskalandi, Danmörku, Bandaríkj- unum, Eistlandi og víðar. Þá hefur hann komið fram á tónleikum í flest- öllum löndum Evrópu, auk þess í Bandaríkjunum, Kanada og Japan. Hann er m.a. organisti Nýju kirkju heilagrar Geirþrúðar í Tallinn og ein- leiksorganisti dómkirkjunnar í Riga. Út hafa komið sex geisladiskar með einleik hans. Næsta sunnudag, um verslunar- mannahelgina, Guðmundur Sigurðs- son á kvöldtónleikunum. Sumarkvöld við orgelið Veitir innsýn í orgelhefð Eystrasaltsríkja Morgunblaðið/Arnaldur Aivars Kalejs á æfingu í Hallgrímskirkju. HIÐ þrefalda gallerí GUK, Garð- urinn, Ártúni 3, á Selfossi, Udhuset, Kirkebakke 1 í Lejre, og Gangurinn - Korridor - í Kestnerstrasse 35, Hann- over, heldur áfram að bjóða lista- mönnum aðstöðu til að setja upp verk með óhefðbundnum hætti. Með því að bjóða listamönnum aðstöðu samtímis í jafn fjarlægum löndum og Þýska- landi, Danmörku og Íslandi er stað- bindingin með vissum hætti yfirstig- in, sá þröskuldur sem oftast er talinn há myndlistinni á öld hreyfanleika og tækifærisgilda. Það er spurnig hvort kalla skal sýn- ingu Gunnhildar Unu þrefalda. Í sannleika sagt er hún fjórföld, ef tekið er með spilið Spaceman sem hægt er að hlaða inn af netinu og leika á tölvu eða fiska tækifæri til að spila leikinn á fartölvu Hlyns Hallssonar, en skjár hennar stendur fyrir plúsinn sem fylgir skammstöfuninni GUK+. Verk Gunnhildar snýst um flug- þrána, þennan eilífðardraum manns- ins, að ekki sé nú talað um lista- mannsins, eins og sannast á jafn ólíkum og þó nauðalíkum einstakling- um og Leonardo og Tatlin. Í Garð- inum, Selfossi, gefst gestum tækifæri að stökkva hæð sína í loft upp af tram- polín-grind, eða spila spilið Space- man. Á sömu stund og Gunnhildur Una fór í loftköstum á grindinni varp- aði fallhlífastökkvari sér niður yfir akri við Lejre á Sjálandi, klæddur geimfarabúningi. Búningurinn er til sýnis í Útihúsinu við Kirkebakken, en á netsíðu GUK má fylgjast með lands- laginu séðu með augum fallhlífa- stökkvarans, ásamt hávaðanum sem myndast þegar skrokkur hans klýfur loftið. Á Gangi íbúðarinnar í Kestn- erstrasse 35 í Hannover er svo mann- hæðarstór teikning af Yuri Gagarin, sitjandi í geimskipi sínu, Vostok fyrsta. Við hliðina malar útvarp upp- töku frá rússneska ríkisútvarpinu, 12. apríl, 1961, þar sem geimfarinn lýsir því sem fyrir augu ber úti í geimnum. Gunnhildur Una kallar öll þessi verk einu nafni Spaceman. Þannig reynir hún með ólíkum tæknibrögð- um að koma til skila hugmyndinni um flugþrána. Um leið eru staðarleg landamæri yfirunnin með aðstoð sam- skiptatækninnar. Ef til vill eru til- raunir hennar og GUK vísir að því sem koma skal í myndlist framtíðar- innar, þegar þessi efniskenndasta af öllum listgreinum verður orðin jafn- þjál í flutningi og tónlistin. Geimfari MYNDLIST GUK+, Ártúni 3, Selfossi, Kirke- bakken 1, Lejre, Sjálandi, Kestn- erstrasse 35, Hannover og Sskjárinn á fartölvu halls- son@gmx.net. Til 25. ágúst. Opið á Selfossi, sunnudaga frá kl. 14-16, en sunnudaga frá kl. 16-18 í Lejre og Hannover. BLÖNDUÐ TÆKNI GUNNHILDUR UNA JÓNSDÓTTIR Gunnhildur Una Jónsdóttir: Spaceman. Halldór Björn Runólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.