Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 34
LISTIR 34 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ V ið viljum vera skelfd fórnarlömb. Enginn dagur líður án þess að einhvers staðar í heiminum geri vís- indamenn stórkostlega og ógn- vekjandi uppgötvun, finni vís- bendingar um hættu sem getur dregið okkur til dauða ef allt fer á versta veg. Loftið er fullt af brennisteinssamböndum vegna kola- og olíubrennslu, skordýraeitur safnast upp í náttúrunni, lyf sem linað hafa þjáningar milljóna reynast hafa stórhættulegar aukaverkanir. Og áfram mætti telja. Við heyrum þetta og sjáum, megnið af þessu eru bara fréttir en stundum gerist eitthvað sem fangar athyglina sérstaklega. Yfirleitt er það vegna þess að nafnið á efninu/vörunni hljómar kunnuglega, við höfum sjálf notað þetta og velt- um því nú fyrir okkur hver verði næsta fórnarlambið. Ég? Skelfingin er alltaf góð sölu- vara, fyrir þá sem ekki eru í beinni hættu getur unaðshroll- urinn sem fylgir því að sleppa naumlega verið ómótstæðilegur. Þeir sem ekki viðurkenna þetta fara sjaldan í bíó og hljóta að vera lítið fyrir að grannskoða eigin sálarkirnur. Fréttamenn eru framleið- endur og þurfa hráefni eins og aðrir slíkir, þess vegna finnst okkur ekki slæmt að geta í neyð farið með stöngina í fljótin tvö sem aldrei bregðast: Sjúkdóma- staglið og heimsendaspárnar. Þeir sem fylgjast með banda- rískum sjónvarpsfréttastöðvum vita að í hverjum fréttaþætti er ein eða fleiri frásögn af ein- hverju sem viðkemur sjúkdóm- um og lyfjum. Eða loftsteinum. Skýringin á þessu er vafa- laust að hlutfallslega fleira fólk nær nú háum aldri en áður og honum fylgir krankleiki, pillur og tíðar heimsóknir til dokt- oranna. Fyrir tíu árum fannst mér þetta eilífa pillutal vera óskiljanleg árátta og, já einmitt, hálf-sjúkt. Núna skil ég það betur og eftir tíu ár heimta ég nánari útlistun á því sem hópur manna við öldrunarrann- sóknamiðstöð Metúsalems í Albuquerque er að rannsaka. Þetta er allt eðlilegt og óhjá- kvæmilegt. Hitt er erfiðara að sætta sig við og stundum óþol- andi að fjölmiðlar taki fjálglega undir með þeim sem alltaf trúa öllum tröllasögum um að nú séu einhvers staðar vondir menn að meiða saklausan almenning með markvissri óhollustu og eitri. Auðvitað hafa sumir framleið- endur á kjúklingum reynst vera trassar og fengið maklega gagnrýni. Sum þarfleg efni hafa reynst vera hættulegri en okkur óraði fyrir, alls kyns aukefni í málningu valda atvinnusjúk- dómum, asbestagnir reyndust vera varasamar við innöndun. Sígarettuframleiðendur sem vissu um krabbameinshættuna en reyndu samt að efla fíknina með nýjum aukefnum og sið- lausum áróðri gagnvart börnum eiga sér engar málsbætur, en þar með er ekki verjandi að slík mál séu lögð að jöfnu við kvart- anir þeirra sem segja að fram- leiðendur skyndibita valdi við- skiptavinum sínum offitu- vandamálum. Það ku vera sósan sem fitar. Fólk veit þetta og getur engum um kennt nema sjálfum sér ef það hesthúsar of mikið af hamborgurum. Duttl- ungar náttúrunnar geta haft áhrif, átgræðgi getur verið sjúkleg en skyndibitinn er ekki orsökin. Hvað með efnin baneitruðu, geislavirknina frá kjarn- orkuúrgangi, ískyggileg áhrif frá rafmagnslínum á mannslík- amann? Þeir sem kynna sér fréttir af slíkum rannsóknum verða stundum hugsi þegar þess er getið, eins og um örlít- inn eftirmála sé að ræða, að magnið af umræddu eitri í vör- unni sé svo lítið að hlutfallið sé lægra en víðast hvar í nátt- úrunni. Eða þá að geislavirkni sé til staðar í náttúrunni, í jarð- vegi og hvar sem er, mismun- andi mikil en eðlilegur hluti hennar. Engu virðist skipta hvernig reynt er að mæla skað- leg áhrif frá háspennulínum á þá sem búa nálægt þeim, aldrei tekst að færa sönnur á að hætt- an sé fyrir hendi. Einstaka vísindamanni tekst kannski að rökstyðja að eitrið/ geislavirknin/rafbylgjurnar auki tíðni tveggja sjaldgæfra húð- sjúkdóma um 0,000035% hjá að- alsmönnum með afbrigðilegan tannafjölda. Athugull lögfræð- ingur kannar síðan hvort ekki sé hægt að fara í mál við ein- hvern. Bent er á að arsenik finnist neysluvatni á Vesturlöndum og ástæðan sé mengun frá verk- smiðjum. Varla er ég einn um að hafa hneykslast á þessu ábyrgðarlausa háttalagi kapítal- istanna þangað til bent var á að örlítið arsenik finnst í einhverju magni í náttúrulegu grunnvatni víðast hvar í heiminum. Áhrif arseniks frá verk- smiðjum á dauðatíðni eru senni- lega ekki mælanleg en við vit- um hins vegar að við gætum fækkað ótímabærum andlátum með því að hætta að reykja. Skyldu ekki einhverjir reyk- ingamenn hafa fárast meira út af arsenikinu en eigin tóbaks- svælu vegna þess að það kostaði þá enga sjálfsafneitun, hægt að kenna öðrum um? Fyrir nokkru var uppgötvað að rosknar plastendur, sem í eina tíð syntu um í baðkerum barna, gætu enn verið á lífi og í þeim væru svonefnd þalöt. Óhóflegt þalatanart er vont fyr- ir heilsuna og okkur var sagt að aflífa fuglana. Fastur liður í bollaleggingum um heilsuvá er að minnast á að hættan sé mikil fyrir börnin. En hvað ógnar mest lífi barna í nútímasamfélagi? Það vitum við öll, það eru slys og þá ekki síst bílslys. En þeim getum við ekki útrýmt nema við hættum að nota bíla og önnur notaleg tæknitól. Þess vegna stökkvum við feg- in á langsóttari orsakir, raun- verulegar eða ímyndaðar. Eins og arsenik í neysluvatni eða þalöt í öndum. Plastöndin ógurlega Sá sem segir sannleikann getur verið viss um að einhver á fyrr eða síðar eftir að sjá í gegnum hann. VIÐHORF eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Oscar Wilde. LISTASAGAN hefur þjónað Erró með svo breiðum og athyglisverðum hætti að það hlýtur að hvarfla að þeim sem sér myndir hans að hugtakið postmódernisti eigi betur við um hann en nokkurn annan listamann. Hann er einhver afkastamesta endur- vinnsla á listasögunni sem um getur. Í staðinn fyrir að taka aðföngin hrá og flytja þau inn í list sína til þess eins að færa þau til og fá þau til að skína óbreytt í nýju samhengi, líkt og marg- ir klassískir popplistarmenn gerðu í upphafi sjöunda áratugarins, bjó Erró þeim nýtt hlutverk og þar með nýja táknræna merkingu. Er til dæm- is hægt að skoða Heilaga Agötu hans, frá 1975, með brjóstin á bakkanum öðruvísi en í ljósi sameiginlegra til- rauna Bandaríkjamanna og Rússa til að tengja geimförin Appolló og Soyuz úti í geimnum, í júlí sama ár og mynd- in var máluð? Gott var að heita á sæla Agötu til varnar brjóstakrabba, nauðgun, eld- gosum og eldsvoða af hvers konar tagi. Sem píslarvottur voru brjóstin skorin af henni, og enda þótt Pétur postuli græddi þau á hana aftur fyrir sakir hreins kraftaverks kom það ekki í veg fyrir að hún léti síðar lífið á glóandi kolum. Með geimskotið í bak- grunni er erfitt að sjá dýrðlinginn öðruvísi en sem væntingavott um að nú mætti búast við að Rússar og Bandaríkjamenn slíðruðu sverðin og efldu með sér friðsamlega samvinnu, til dæmis á sviði geimvísinda. Þannig mætti túlka nærveru Agötu sem vernd gegn kjarnorkuvá kalda stríðs- ins. Auðvitað þarf þetta ekki að vera rétt túlkun á myndinni, en varla getur hún verið svo ýkja fjarri lagi. Að minnsta kosti má ætla að óvenjulegar samsetningar Errós á listsögulegum meistaraverkum séu allt annað en klisjukenndar tilviljanir, ellegar súr- realískar eftirlegukindur. Miklu nær er að skoða listmálarann sem harð- soðinn menntamann sem geri miklar kröfur til aðnjótenda sinna. Sex leggir – Six Legs – frá 1964-71 er heldur engin tilviljunarsmíð heldur mjög ná- kvæmur útúrsnúningur á nýklassísku meistaraverki François Gérard, Psyché og Amor, frá 1798, þar sem fætur tveggja Sofandi vinkvenna, Courbets, frá 1866, þvælast fyrir elsk- endunum. Það má segja að svona dæmi sýni að Erró hafi ekki verið fjarri því að njóta áþekkra tengsla við franska menntamennsku sjöunda og áttunda áratugarins – í þessu tilviki strúkt- úralista á borð við Lacan og Barthes – og Botticelli naut í Medici-klúbbnum á áttunda og níunda tug fimmtándu aldar, þegar hann málaði Vorið og Fæðingu Venusar, líklega undir áhrifum frá skáldskaparmálum Fic- inos og Polizianos. Frammi fyrir verkum Errós, stórum og smáum, og lyklunum að myndmáli þeirra ættum við að sjá sóma okkar í að leggja höfuðið í bleyti í stað þess að yppta öxlum og tönnlast á því hve skrítinn og fáránlegur myndheimur hans er. Erró og aðföng hans MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsi Til áramóta 2003. Opið alla daga frá kl. 11–18, en fimmtudaga frá kl. 11–19. BLÖNDUÐ TÆKNI ERRÓS Eitt af verkum Errós í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Halldór Björn Runólfsson Í RÁÐHÚSI Reykjavíkur stendur nú yfir sýning á textílmynd- verkum eftir Heidi Kristiansen en henni hefur verið boðið að taka þátt í norrænni samsýningu sem fulltrúi Íslands á einni stærstu quilt-sýningu heims sem fram fer í Houston í Texas í byrjun nóv- ember. Boðið kemur í kjölfar um- fjöllunar norsks tímarits um ásaumsmyndverk Heidiar. Á nor- rænu sýningunni verða 25 Art- Quilts eða listræn ásaums- myndverk sem eiga að sýna það besta sem unnið er á þessu sviði á Norðurlöndum um þessar mundir. Heidi hefur einnig borist boð um að taka þátt í alþjóðlegri sýn- ingu sem sett verður upp í Ung- verjalandi vorið 2003. Sú sýning verður svo bæði sett upp á Ír- landi næsta sumar og á áttundu evrópsku quilt- og ásaumssýning- arstefnunni í Val d’Argent í Al- sace í Frakklandi í september 2003 en þangað koma um hundr- að þúsund gestir árlega. Sýning Heidiar í Tjarnarsal Ráðhússins stendur til 5. ágúst og er opin á sama tíma og Ráðhúsið. Fulltrúi Ís- lands á sýn- ingu í Texas Í sárum: Eitt verka Heidiar Kristiansen í Ráðhúsinu. SÖNGHÁTÍÐIN Blómlegt sönglíf í Borgarfirði er að hefja göngu sína þriðja árið í röð og verður haldin dagana 1.–16. ágúst. Hátíðin saman- stendur af einkatímum, söng- námskeiðum (Masterclass) og tónleikum að þeim loknum. Námskeiðin eru ætluð söng- nemendum annars vegar og starfandi söngvurum hins veg- ar. Maria Teresa Uribe óp- erusöngkona kennir fyrr- nefnda hópnum og er hún að koma hingað til lands í þriðja sinn og býður upp á einkatíma dagana 1., 2. og 5. ágúst en námskeiðið hjá henni verður dagana 6.–9. ágúst. Þá mun Paul Farrington tenórsöngv- ari, prófessor og raddráðgjafi frá Bretlandi, kenna seinni hópnum, þ.e. starfandi söngv- urum, dagana 13.–16. ágúst. Hann hefur langa reynslu sem söngvari og kennari og hefur kennt helstu söngvurum á Bretlandi. Þá starfar hann sem ráðgjafi og „reddari“ á Covent Garden þegar söngv- arar á óperusýningu lenda í raddvandamálum. Undirleikari á báðum námskeiðunum verð- ur Clive Pollard. Að námskeiðum loknum verða tónleikar í Borgarnes- kirkju og gefur þar að hlýða afrakstur námskeiðsins. Sönghátíðin er styrkt af fyr- irtækjum í Borgarnesi og Tón- listarskólanum. Námskeiðshaldari og skipu- leggjandi er Dagrún Hjartar- dóttir, söngkennari við Tón- listarskóla Borgarfjarðar. Sönghátíð með smiðj- um og tón- leikum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.