Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LISTAHÓPUR Vinnuskól- ans í Hafnarfirði heldur til Cuxhaven, vinabæjar Hafn- arfjarðar í Þýskalandi, um miðjan næsta mánuð þar sem hann mun dvelja í viku. Hópurinn samanstendur af níu ungmennum, 15–16 ára, ásamt leiðbeinanda. Hefð er orðin fyrir slíkum ferðum en annað hvert ár skiptast bæ- irnir á að senda unga fram- tíðarlistamenn á milli vina- bæja. Í Cuxhaven gefst hópnum kostur á að skoða sig um og kynnast ungmenn- um sem hafa fengist við list- sköpun ytra en einnig mun íslenski hópurinn sýna atriði á götum úti og á skemmt- unum. Að sögn Söru Hlínar Guð- mundsdóttur, sem stýrir Listahópnum, samanstendur hann af listfengum krökkum sem sóttu um í vinnuskól- anum og var boðið að þreyta inntökupróf í listahópinn. Að sögn Söru sóttu um 50 ung- menni eftir inngöngu í hóp- inn en tíu voru valin úr þeim hópi. Síðan þá hefur einn helst úr lestinni en krakk- arnir höfðu enga hugmynd um að þau ættu eftir að sýna á götum úti í Þýskalandi. Koma fram á ýmsum skemmtunum á vegum bæjarins Krakkarnir í listahópnum vinna jafnlangan vinnudag og aðrir krakkar í vinnuskól- anum, að sögn Söru, nema hvað ólíkt því sem flestir krakkar í vinnuskólanum fást við dag frá degi, þ.e. garðyrkjustörf o.þ.h., eru þau stöðugt að æfa ný atriði og koma fram á hinum ýmsu skemmtunum á vegum bæj- arins. Má því segja að hér séu á ferð atvinnulistamenn í ákveðnum skilningi. „Við höfum verið að búa til atriði til að fara með á leikjanámskeiðin. Fyrir tveimur árum fórum við á elliheimilin, í fyrra fórum með leikrit á alla leikskóla í Hafnarfirði og erum í raun alls staðar þar sem einhverj- ar skemmtanir eru í bænum og þar sem eitthvað er að gerast,“ segir Sara, sem hef- ur haft umsjón með lista- hópnum undanfarin ár. „Við erum í raun að búa til eitthvað nýtt á hverjum ein- asta degi,“ segir hún og bendir á að stundum sé mik- ið að gera og lítill tími til stefnu og þá þurfi að búa til og æfa atriði á mjög stuttum tíma. Það hafi t.d. gerst fyrr í vikunni þegar Hafnfirðing- ar héldu árlega sumar- skemmtun Æskulýðs- og tómstundaráðs á Thorsplani og krakkarnir sýndu leikþátt sem byggður var á Þyrnirós og fluttur með óhefðbundnu sniði. Að sögn Söru er von til þess að krakkarnir fái inni í leikhússmiðju í Cuxhaven þar sem þau fá tækifæri til að læra af þýskum ung- mennum. Þá verður einnig farið út á götur og afrakst- urinn sýndur gestum og gangandi. Sara segir að vinna í tengslum við atriði sem hóp- urinn muni sýna úti sé enn í mótun. Hún nefnir að hún hafi töluvert unnið með ákveðin þemu í tengslum við atriði sem sýnd hafi verið og í fyrra, þegar Listahópurinn hélt til Svíþjóðar, hafi verið unnið með að búa til tónlist úr ákveðnum töktum. Ætla að búa til eitt allsherjaratriði „Þau geta öll spilað og sungið á einhver hljóðfæri og þau eru öll ótrúlegir leik- arar. Þannig að við ætlum að reyna að búa til allsherjarat- riði; leikþátt með tónlist og dansi jafnvel og reyna að blanda öllum þessum list- greinum saman,“ segir hún. Krakkarnir hafa aðstöðu í Hafnarfjarðarleikhúsinu þar sem þau hafa æft atriði í sumar og munu æfa atriði fyrir ferðina. Listahópurinn hefur þegar fengið styrk til fararinnar frá Æskulýðs- og tóm- stundaráði, að sögn Söru. Hún nefnir einnig að krakk- arnir hafi fundið upp á ólík- um leiðum til fjáröflunar og meðal annars kom uppá- stunga um að vera með upp- boð á sjálfum sér í ágúst. „Krakkarnir færu þá niður í bæ og fólki gæfist kostur á að bjóða í þau. Hæstbjóð- andi fengi síðan að ráðstafa hverjum og einum að vild,“ segir Sara og skellir upp úr. Listahópur Vinnuskólans í Hafnarfirði heldur til Cuxhaven í ágúst „Erum að búa til eitthvað nýtt á hverjum einasta degi“ Morgunblaðið/Sverrir Listahópur Vinnuskólans við æfingar í Hafnarfjarðarleikhúsi á leikþætti sem byggður er á Þyrnirós og fluttur var samdægurs fyrr í vikunni á sumarhátíð Æskulýðs- og tómstundaráðs. Sara Hlín Guðmundsdóttir hefur í sumar og undanfarin sumur stýrt Listahópnum sem skipaður er 15 og 16 ára listhneigðum ungmennum úr Hafnarfirði. Hafnarfjörður ATVINNUÞÁTTTAKA kvenna í Reykjavík minnkaði lítillega í fyrra frá árinu á undan eða um 0,6 prósent. Sé árið í fyrra borið saman við árin 1998 og 1999 hefur at- vinnuþátttaka kvenna hins vegar aukist, að því er fram kemur í Árbók Reykjavíkur 2001. Mestu munar að atvinnu- þátttaka kvenna, 16–24 ára, dregst saman um tæp sex prósent, var 84% árið 2000 en 78,25% árið 2001. Hlutfalls- lega jafnmargar konur á aldr- inum 25–54 ára voru á vinnu- markaðnum í Reykjavík árin 2000 og 2001 en hlutfall kvenna 55–74 ára hækkar úr 48,75% í 56,85% milli ára. Frá árinu 1998 til 2001 jókst atvinnuþátttaka kvenna alls úr 76,75% í 77,8% og þátt- taka karla úr 84,05% í 88,55%. Atvinnu- þátttaka ungra kvenna minnkar Reykjavík KIRKJA Jesú Krists hinna síðari daga heilögu hefur óskað eftir viðbrögðum Garðabæjar við þeirri ósk að fá að kaupa landspildu norðvestan við núverandi lóð safnaðarins við Ásabraut og gera þar almennings- garð. Í bréfi sem talsmaður safnaðarins hefur sent bæj- arráði segir að söfnuðurinn hafi mikinn áhuga á að leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfi og mannlíf í nágrenninu. Hugmyndin er að nota lóðina undir garð sem hugsaður er til nota fyrir almenning og yrði öll uppbygging og viðhald kost- að af söfnuðinum. Bæjarráð hefur fjallað um málið og var ákveðið að vísa erindinu til skipulagsnefnd- ar til frekari athugunar. Kirkja Jesú Krists vill gera almenn- ingsgarð Garðabær ÚT er kominn ferða- og kynningarbæklingur á ensku um Mosfellsbæ og það sem í boði er fyrir ferðamenn og aðra gesti innan bæjarmark- anna. Að sögn Guðnýjar Dóru Gestsdóttur, atvinnu- og ferðamálafulltrúa Mosfells- bæjar, er þetta í fyrsta sinn sem bærinn gefur út bækling sem eingöngu er ætlaður ferðamönnum. Hún nefnir einnig að bæj- aryfirvöld sjái fyrir sér mikla uppbyggingu í ferðamanna- iðnaði í náinni framtíð, eink- um í tengslum við Halldór Laxness og kaup ríkisins á Gljúfrasteini þar sem ráð- gert er að opna safn á næsta ári. Kynningar- bæklingur á ensku Mosfellsbær HUGMYNDIR eru uppi um að gera fullkominn gervi- grasvöll þar sem núverandi malarvöllur er á íþrótta- svæðinu Ásgarði. Sam- kvæmt tillögu sem Erling Ásgeirsson, formaður bæj- arráðs Garðabæjar, lagði fram á bæjarráðsfundi í vik- unni yrði vellinum snúið frá norðri til suðurs í vestur til austurs. Að sögn Erlings tengist hugmyndin fram- kvæmdum við Flataskóla en samkvæmt tillögu Erlings er bæjarstjóra falið að hefja undirbúning að hönnun vall- arins. Völlurinn verður upphit- aður og segir Erling að gangi undirbúnings- og hönnunarvinna eftir verði unnt að hefja framkvæmdir næsta vor og að þeim ljúki um haustið. Fyrir er lítill gervigras- völlur við Garðaskóla sem gerður var fyrir 15 árum og nýst hefur íþróttaiðkendum mjög vel, að hans sögn. Hann segir að nú ætli bæj- aryfirvöld að bæta um betur en gert er ráð fyrir að völl- urinn nýtist bæði knatt- spyrnuiðkendum og skóla- krökkum í Flataskóla. Þá eru einnig áform um að hefja byggingu vallar- húss við grasvöllinn í Ás- garði. Að sögn Erlings verða þar búningsklefar og áhaldageymsla sem einnig gætu nýst hinum nýja gervi- grasvelli. Ráðgert er að framkvæmdir við vallarhús- ið hefjist á haustmánuðum. Áform um að breyta malarvellinum við Ásgarð í fullkominn gervigrasvöll Nýtist skólabörnum og íþróttafólki Morgunblaðið/Arnaldur Ráðgert er að völlurinn verði upphitaður og hægt verði að samnýta aðstöðu í nýju vallarhúsi sem ráð- gert er að reisa við grasvöllinn í Ásgarði. Garðabær FRAMKVÆMDIR vegna endurnýjunar á versl- unarmiðstöðinni í Glæsibæ og viðbyggingar við hana eru nú í fullum gangi en ráðgert er að verkinu ljúki í október á þessu ári. Hér sést hvar verið er að koma nýju lagna- kerfi fyrir á bílastæði fyrir framan verslunarmiðstöðina, auk þess sem unnið er við að setja upp nýjan verslunar- inngang. Í júlí hefur verið gengið inn í verslunarmið- stöðina að vestanverðu. Það eru Íslenskir að- alverktakar hf. sem sjá um framkvæmdir á svæðinu. Morgunblaðið/Jim Smart Nýr verslunarinn- gangur í Glæsibæ Heimar/Vogar ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.