Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 23 HAGNAÐUR Baugs Group hf. á fyrsta ársfjórðungi 2002, sem nær yf- ir tímabilið frá mars til maí, nam 513 milljónum króna. Þar af nam hagn- aður af verslunarrekstri félagsins hér á landi og í Svíþjóð 136 milljónum, hagnaður af eignaumsýslu nam 451 milljón, en tap af rekstri félagsins í Bandaríkjunum nam 74 milljónum. Heildarvelta Baugs Group á tíma- bilinu nam 13,1 milljarði króna, sem er 84% veltuaukning miðað við sama tímabil á síðasta ári. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Baugi Group í gær. Tryggvi Jónsson forstjóri Baugs Group segir í tilkynningunni að af- koma félagsins sé viðunandi þegar á heildina er litið. Skýr batamerki séu í rekstri á Íslandi og rekstur dóttur- og hlutdeildarfélaga Baugs-fjárfest- ingar og þróunar sé á áætlun. Hann segir að afkoma félagsins í Banda- ríkjunum hafi valdið vissum von- brigðum þótt þar horfi til betri vegar. Félagið geri ráð fyrir að áætlun um hagnað eftir skatta á yfirstandandi rekstrarári sé á áætlun. Hagnaður félagsins á árinu er áætlaður 2,1 milljarður króna og heildarvelta er áætluð 57 milljarðar. Þá eru nettóskuldir áætlaðar 12,2 milljarðar. Baugur Group hf. er eignarhalds- félag sem á og rekur Baug-Ísland, Baug-USA (starfsemi í Bandaríkjun- um) og Baug-fjárfestingu og þróun. Undir rekstrareininguna Baugur- Ísland fellur allur verslanarekstur fé- lagsins á Íslandi í matvöru, sérvöru og lyfsölu auk reksturs í Svíþjóð vegna Topshop, Miss Selfridge og Debenhams. Samtals rekur Baugur- Ísland 77 verslanir í þessum tveimur löndum. EBITDA hagnaður Baugs-Íslands á fyrsta ársfjórðungi 2002 nam 328 milljónum króna og vörusala á tíma- bilinu nam 8,3 milljörðum króna, sem er 16,5% veltuaukning miðað við sama tímabil á síðasta ári. Segir í til- kynningu félagsins að rekstur Baugs- Íslands hafi sýnt batamerki á tíma- bilinu. Rekstur Debenhams er sagð- ur hafa verið félaginu þungur í skauti í mars og apríl en til betri vegar horfi síðustu tvo mánuði. Þá hafi Baugur- Ísland gert nýjan samning við Deb- enhams PLC í Bretlandi sem muni lækka kostnað Baugs-Íslands við rekstur. Unnið hafi verið að hagræð- ingu og að einfalda rekstur enn frek- ar. Alls fækkaði stöðugildum hjá fyr- irtækjum Baugs-Íslands um 70 á umræddu tímabili en áhrif þess koma að mestu fram á næsta ársfjórðungi. Auknar arðgreiðslur frá Arcadia Baugur-fjárfesting og þróun held- ur utan um eignir í félögum þar sem Baugur fer ekki með daglegan rekst- ur. Helstu eignir Baugs-fjárfestingar og þróunar eru Arcadia, SMS, Fast- eignafélagið Stoðir hf. og Baugur.net. Segir í tilkynningu félagsin að hagnaður af Baugifjárfestingu og þróun skýrist að mestu leyti af hlut- deild í hagnaði Arcadia, sem hafi ver- ið að auka veltu og framlegð. Þá segir að markaðsaðilar geri ráð fyrir að EBITDA hagnaður Arcadia á þessu ári verði um 190 milljónir punda eða rúmlega 26 milljarðar króna. Fjárhagsári Arcadia lýkur 31. ágúst næstkomandi. Félagið hefur greitt upp allar skuldir sínar og sam- kvæmt tilkynningu Baugs eykur það líkur á því að arðgreiðslur aukist verulega og að Baugur-fjárfesting og þróun muni fá um 180 milljónir króna greiddar í arð frá Arcadia. Rekstur Fasteignafélagsins Stoða og SMS verslunarfélagsins í Færeyj- um hefur verið samkvæmt áætlun eftir því sem fram kemur í tilkynn- ingunni. Stoðir og Þyrping sameinuð Stjórn Baugs Group hefur sam- þykkt að auka hlut sinn í Fasteigna- félaginu Stoðum hf. vegna kaupa þess félags á hlut í Þyrpingu hf. Fé- lögin verða sameinuð undir nafni Fasteignafélagsins Stoða hf. Stjórn Baugs Group ákvað að auka hlut sinn um 500 milljónir og verða þar með fjórðungseigandi að sameinuðu fé- lagi. Í tilkynningunni segir að hið nýja sameinaða fasteignafélag verði lang- öflugasta fasteignafélag landsins með margar af bestu verslunar- og þjónustufasteignum landsins á sinni hendi, þar á meðal Kringluna, Holta- garða, Hótel Esju og Spöngina. Af verslunarrými Baugs í dag er 1/3 í eigu Stoða eða Þyrpingar. Í tilkynningunni er greint frá því að ákveðið hafi verið að færa kaup- réttarsamninga starfsfólks framveg- is til gjalda í rekstri Baugs Group hf. Hagnaður Baugs Group hf. 513 milljónir króna Heildarvelta jókst um 84% milli ára HAGNAÐUR Íslandsbanka hf. á fyrri helmingi þessa árs nemur sam- tals 2.053 milljónum króna fyrir skatta. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður fyrir skatta 2.228 milljónir, en þá voru reiknuð gjöld vegna verð- lagsbreytinga alls 559 milljónir. Eftir skatta nemur hagnaður bankans á fyrri helmingi þessa árs samtals 1.647 milljónum króna en var á sama tímabili á síðasta ári 1.655 milljónir. Arðsemi eigin fjár bankans eftir skatta á fyrri helmingi þessa árs var 17,6%. Frá þessu var greint í til- kynningu frá Íslandsbanka í gær. Vaxtatekjur drógust saman um 9,1% Kostnaður Íslandsbanka sem hlut- fall af tekjum var 53,9% á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Hreinar vaxta- tekjur bankans drógust saman um 9,1% frá sama tímabili í fyrra og seg- ir í tilkynningu bankans að það skýr- ist einkum af lækkun verðbólgu. Vaxtamunur var 2,9%, en var 3,5% á sama tímabili í fyrra. Rekstrargjöld bankans, önnur en vaxtagjöld, jukust um 3,6% á milli ára. Framlag í afskriftareikning út- lána nam 1.126 milljónum króna, sem er 17,7% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Heildareignir námu 320 milljörð- um króna í lok júní 2002 og hafa dregist saman um 8,1% frá áramót- um, einkum vegna gengisáhrifa, samkvæmt því sem segir í tilkynn- ingunni. Eigið fé nam 20 milljörðum króna í lok júní og eiginfjárhlutfall á CAD grunni var 12,2%, þar af var eigin- fjárþáttur A 9,2%. Segir í tilkynningu Íslandsbanka að í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu hafi bankaráð samþykkt að lækka úti- standandi hlutafé um 100 milljónir króna. Ef verðbólgureikningsskilum hefði verið breytt hefðu gjöld vegna verðlagsbreytinga numið 130 millj- ónum króna og hagnaður lækkað sem því nemur. Í tilkynningu Íslandsbanka segir að Bjarni Ármannsson og Valur Valsson, forstjórar bankans, hafi eft- irfarandi um uppgjör fyrri árshelm- ings 2002 að segja: „Rekstur ÍSB fyrstu sex mánuði ársins gekk að flestu leyti vel. Vegna lægri verðbólgu en spáð var hefur vaxtamunur dregist meira saman en gert hafði verið ráð fyrir og vaxta- tekjur því minnkað. Rekstrarkostn- aður er á áætlun. Breytingar á út- reikningi á framlagi í afskriftarreikning til að styrkja al- mennt framlag reikningsins hafa einnig áhrif á afkomu þessa tímabils en styrkja bankann til lengri tíma. Arðsemin, 17,6%, er í samræmi við langtímamarkmið bankans. Að öðru jöfnu má búast við að afkoman sé betri á síðari helmingi ársins, en mið- að við óbreytt rekstrarskilyrði og óróleika á erlendum mörkuðum er ekki sjálfgefið að hagnaður fyrir árið nái hagnaði ársins 2001 þegar reikn- að er á sambærilegum grunni. Hins vegar bendir margt til þess að ís- lenskt efnahagslíf sé að ná sér á strik á ný eftir nokkra lægð. Íslandsbanki er vel í stakk búinn til að gegna lyk- ilhlutverki í nýrri framfarasókn.“ Arðsemi eigin fjár Íslandsbanka hf. á fyrri helmingi ársins 17,6% Hagnaður 1.647 milljón- ir króna                                                    !"       #    $                              %&'() *&+%' '&%,% -+%(  -%('    '*,&+%. /0&00'   **1'2 /,1'2 ,++                              !  !  !  HAGNAÐUR Nýherja hf á fyrri árs- helmingi 2002 nam 53,8 milljónum króna en sama tíma í fyrra tapaði fé- lagið 36,3 milljónum segir í tilkynn- ingu frá Nýherja. Rekstrartekjur tímabilsins í ár voru 2.074,4 milljón- um sem er 4% aukning frá fyrra ári. Á sama tíma jukust rekstrargjöld fé- lagsins um 11,8%, úr rúmum 880 milljónum í fyrra og í um 990 millj- ónir á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og af- skriftir, EBITDA, ríflega tvöfaldað- ist milli ára og var 114,2 á árinu 2001 en aðeins um 54,8 milljónir króna árið áður. Vörusala var svipuð bæði árin en þjónustutekjur jukust um 23%. Nýherji hagnaðist um 23,3 milljón- ir á gengismun á fyrri helmingi ársins en gengistap félagsins nam hins veg- ar 43,8 milljónum á sama tíma á síð- asta ári. Í tilkynningu segir að Ný- herji hafi ákveðið að halda áfram verðleiðréttum reikningsskilum í samræmi við bráðabirgðalaga- ákvæði. Væru reikningsskil hins veg- ar ekki verðleiðrétt hefði hagnaður félagsins orðið 1 milljón króna hærri á tímabilinu, en eigið fé aftur á móti 18 milljónum króna lægra. Eigið fé Nýherja var í lok tímabilsins 1.274 milljónir króna sem er tæpum 4% hærra en á fyrstu sex mánuðum síð- asta árs. Nýherji hagnast um 54 milljónir SH HEFUR selt 5% eignarhlut sinn í kanadíska sjávarútvegs- fyrirtækinu High Liner Foods Inc. og á SH nú engin bréf í fé- laginu. Alls var hér um að ræða 495 þúsund hluti og var meðal- sölugengi þeirra 7,14 Kanada- dalir á hlut. Hagnaður fyrir skatta miðað við gengi í júlí nemur um 58 milljónum króna, að því er kemur fram í tilkynn- ingu SH. Gunnar Svavarsson fram- kvæmdastjóri SH segir hagnað- inn af sölu bréfanna hafa verið minni en ella vegna óhentugrar gengisþróunar Kanadadollars þar sem kaupin voru fjármögn- uð í annarri mynt. Kaupin voru gerð á genginu 3,85. Hann segir að kaupin á hlutnum hafi eink- um verið hugsuð sem fjárfesting sem seld yrði fyrr eða síðar. „Okkur þótti þetta félag lágt verðlagt á sínum tíma og ákváðum að skella okkur á það. Svo kom upp sú staða að gengið var orðið ásættanlegt og því var ákveðið að selja,“ sagði Gunnar. High Line Inc. stundar veiðar og vinnslu og rekur m.a. sjáv- arrétta- og pastaverksmiðjur sem selja vörur sínar til stór- markaða og veitingahúsa um gjörvalla Norður-Ameríku. SH selur hlut sinn í High Liner Foods Inc.    !     "      #$ #%% 3  4 54  67  8  8" 9$  : $  5$  ; < $& /.      2  2   2        2   2   2   4 54  &             TAP af rekstri Baugs Invest ehf. nam 74 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum yfirstandandi rekstrarárs, þ.e. á tímabilinu frá mars til maí 2002. EBIDTA hagn- aður félagsins nam 16 milljónum króna en vörusala á tímabilinu nam 4,8 milljörðum króna. Baugur Invest ehf. er eignar- haldsfélag um fjárfestingu Baugs Group hf. í Bonus Stores Inc., sem á og rekur 384 verslanir í suð-austur- ríkjum Bandaríkjanna. Baugur Group mun ekki taka þátt í fyrirhugaðri 7 milljóna Bandaríkja- dala hlutafjáraukningu Bonus Stor- es Inc., sem eigendur félagsins hafa samþykkt að stefna að. Við hlutafjár- aukninguna mun eignarhluti Baugs Group í Bonus Stores Inc. fara niður fyrir 50% og verður því ekki hluti af samstæðuupgjöri Baugs Group frá þeim tíma. Í tilkynningu Baugs Group segir að ástæða þess að félagið muni ekki taka þátt í hlutafjáraukningu Bonus Stores Inc. sé sú, að ekki liggi fyrir ákvörðun um ráðstöfun hlutar Baugs í Arcadia og vegna frekari fjárfest- inga félagsins í sameinuðu félagi Þyrpingar og Stoða. Ákveðið að loka 20 verslunum Fram kemur í tilkynningunni að helsta skýringin á slakri afkomu Baugs Invest í Bandaríkjunum sé hár launakostnaður, en hann nam um 18% af veltu. Þá segir að gert sé ráð fyrir að þetta hlutfall lækki um- talsvert á yfirstandandi ári. Samtals hafi 212 milljónir króna verið skuld- færðar í efnahagsreikningi til að mæta kostnaði vegna lokana á versl- unum, en þegar hafi verið ákveðið að loka 20 óarðbærum verslunum fyrir lok þessa árs. Auk þessa hafi 15 verslunum verið breytt og hafi það skilað um 30% söluaukningu. Stefnt sé að því að breyta um 250 versl- unum fyrir lok apríl á næsta ári og sé áætlaður kostnaður um 14 þúsund dalir á verslun. Tap af rekstri Baugs í Bandaríkj- unum 74 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.