Morgunblaðið - 27.07.2002, Page 54
FÓLK Í FRÉTTUM
54 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
N jun
g!
PAPAR í kvöld
Vesturgötu 2 sími 551 8900
ÉG hef alltaf haft Paul Oakenfold
grunaðan um að vera hálfgerð pissu-
dúkka, ólíkt viðlíka listamönnum
eins og t.d. Andrew Weatherall,
David Holmes og Howie B, sem eiga
talsvert af listrænum prikum inni.
Til þessa hefur Oakenfold nær ein-
göngu gefið út
„blandplötur“, þ.e.
plötur sem inni-
halda forskrifað
plötusnúðasett.
Ogþví miður verð-
ur fljótlega ljóst
hér að Oakenfold ætti að forðast að
frumsemja tónlist því þetta er ein
slappasta dansskífa sem undirritað-
ur hefur heyrt. Mikið er það nú orð-
inn þreyttur bransi að fá einhverjar
stórstjörnur úr popp/rokki til að
syngja yfir lagasmíðarnar, sem hér
eru allar úr sér gengið volk, og tals-
vert á eftir því sem í gangi er í dag.
Ef þú ert ekki á tánum í danstónlist-
inni þá rúllar hausinn á þér niður
götuna, svo einfalt er það.
Danstónlist hefur nefnilega lengi
verið því marki brennd, sérstaklega í
augum leikmanna, að allar afurðir
hennar séu allsvakalega svalar. Oak-
enfold nær hér að brjóta þá mýtu á
bak aftur með eftirminnilegum
hætti. Bunkka jafnast á við síðustu
plötu Michael Bolton í hallærisheit-
um. Já, þetta er svona lélegt, því
miður.
Paul. Haltu þig við þeytingarnar.
Ég held að það sé affarasælast fyrir
alla.
Tónlist
Steindautt
Paul Oakenfold
Bunkka
Mushroom/Perfecto
Það er langt síðan undirritaður hefur
heyrt jafnlaka danstónlistarplötu.
Arnar Eggert Thoroddsen
CAFÉ CATALÍNA:
Trúbadorinn Sváfnir
Sigurðsson.
CAFÉ ROMANCE: Ray
Ramon og Mete Gud-
mundsen spila fyrir
gesti.
GAUKUR Á STÖNG:
Eftirpartí eftir Skífusk-
ank # 3 sem fram fer
fyrr um daginn. 20 ára
aldurstakmark.
H.M. KAFFI, Selfossi: Hljóm-
sveitin Chernobil spilar. Díana
Dúa og Guðrún syngja með.
HÓPIÐ, Tálknafirði: Hljóm-
sveitin Smack.
INGHÓLL, Selfossi: Hljóm-
sveitin Buttercup.
KAFFI DUUS, Keflavík: Hljóm-
sveitin Feðurnir.
KRINGLUKRÁIN: Hljómsveitin
Hafrót.
LOFTKASTALINN: Títus eftir
William Shakespeare laugardags-
kvöld kl. 20. Í leiksýningunni taka
þátt yfir 50 listamenn. Í sýning-
unni taka þátt, auk leikara, hönn-
uða og tónlistarmanna Vest-
urports-hópsins, Kvennakór
Reykjavíkur, Karlakór Reykjavík-
ur og Götuleikhús Íþrótta- og
tómstundaráðs Reykjavíkur.
N1-BAR, Reykjanesbæ: Í
svörtum fötum.
O’BRIENS, Laugavegi 73:
Helgi Valur trúbador kl. 22.
ODD-VITINN, Akureyri: Hljóm-
sveitin Mannakorn.
RAUÐA HÚSIÐ, Eyrarbakka:
Diskórokktekið & Plötusnúðurinn
DJ SkuggaBaldur.
SJALLINN, Akureyri: Stuð-
menn.
VALASKJÁLF EGILSSTÖÐUM:
Jet Black Joe með tónleika.
VIÐ POLLINN, Akureyri: Dans-
sveitin KOS skemmtir laugardags-
kvöld.
VOPNASKAK, Vopnafirði: Sálin
hans Jóns míns.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Hafrót verður á Kringlukránni í kvöld.
BRAD Pitt hefur hlotið nafnbótina
„flottasti kroppurinn í bransanum“
í ófromlegri könnun sem bandaríski
skemmtiþátturinn Rank stóð fyrir.
Í öðru sæti hafnaði Madonna en
hún hefur gegnum tíðina verið
ófeimin við að sýna vaxtarlag sitt
við hvers kyns tækifæri. Madonna
skákaði því kollegum sínum, popp-
dívunum Britney Spears og Kylie
Brad berar sig í kvikmyndinni Snatch.
Kroppurinn Pitt
Minogue, sem höfnuðu í 6. og 19.
sæti listans.
Eiginkona Pitt, Jennifer Aniston,
þykir einnig hafa fagurskapaðan
líkama og hafnaði hún í 12. sæti títt-
nefnds lista.
Bandaríkjamenn röðuðu sér í
efstu sæti listans en efsti „útlend-
ingurinn“ var Bretinn Sting sem
hafnaði í 15. sæti.
Grafin lifandi
Trapped Buried Alive
Stórslysamynd
Bandaríkin 2001. Góðar stundir VHS.
(90 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn Doug
Campbell. Aðalhlutverk Jack Wagner,
Gabrielle Corteris.
Á ÁTTUNDA áratugnum var
blómaskeið stórslysamyndanna og
komu þær þá í löngum bunum. En
Airplane gerði okkur öllum greiða
og hafði þvílíkar myndir að slíku
háði og spotti að enginn gat horft á
þær aftur sömu augum – ekki fyrr
en Titanic var ýtt
úr vör seint á ára-
tugnum síðasta.
Nokkrar stórslysa-
myndir höfðu þá
þegar verið að
ónáða okkur,
Twister, Dante’s
Peak og hin stór-
hlægilega Volcano,
sem hafði næstum því sömu áhrif á
mann og Airplane, en reyndar þó
alveg óvart. Ég á því í nettum
vanda með að horfa á stórslysa-
myndir nú öðruvísi en að hugsa til
alls fáránleikans sem hefur ein-
kennt þær í gegnum árin. Ekki
bætir svo úr skák þegar aðalhetj-
urnar eru fyrrum leikarar úr Bev-
erly Hills 90210 og Melrose Place
því maður hefur alltaf á tilfinning-
unni að þeir séu að fara að stinga
einhvern í bakið eða halda framhjá
á bólakafi í snjóskafli.
Svona til að vera sanngjarn er
þetta alveg þokkalega vel gerð af-
þreying sem heldur athyglinni út í
gegn og sleppur meira að segja fyr-
ir horn hvað trúverðugleika varðar.
Myndbönd
Titanic á
kafi í snjó
Skarphéðinn Guðmundsson