Morgunblaðið - 27.07.2002, Page 36
LISTIR
36 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Mús
in er mætt með
betra
verð í Smáralind
Farðu inná mbl.is og taktu
þátt í ljósmyndasamkeppn
i ársins. Frábær
verðlaun frá meisturum st
afrænnar
ljósmyndunnar!
FORNLEIFADAGURINN er hald-
inn á morgun og gefst landsmönnum
þá tækifæri til að skoða þau svæði
sem fornleifauppgröftur hefur farið
fram á að undanförnu. Rannsóknir,
sem Kristnihátíðarsjóður styrkir,
hafa farið fram á sjö stöðum víðs-
vegar um Ísland í sumar: Á Þingvöll-
um, á Hólum í Hjaltadal, í Skálholti,
á Kirkjubæjarklaustri, Skriðu-
klaustri, í Reykholti og á Gásum í
Eyjafirði. Rannsóknunum er ætlað
að varpa ljósi á merkustu sögustaði
íslensku þjóðarinnar, og gefst gest-
um tækifæri á að skoða svæðin sjö í
fylgd verkefnisstjóra staðanna á
morgun, nema í Reykholti, þar sem
uppgröfturinn verður til sýnis í dag
að loknum fyrirlestri sem hefst kl. 17
(sjá frétt á bls. 37). Nánar um dag-
skrá fornleifadagsins má lesa hér að
neðan.
„Ástæðan fyrir því að fornleifa-
dagurinn er haldinn, er sú að veitt
hafa verið framlög úr Kristnihátíð-
arsjóði í fyrsta sinn til fornleifarann-
sókna nú í sumar,“ segir Anna
Guðný Ásgeirsdóttir, fjármálastjóri
Þjóðminjasafns Íslands. Kristnihá-
tíðarsjóður var stofnaður árið 2000,
og er hlutverk hans tvíþætt: Að efla
fræðslu og rannsónir á menningar-
og trúararfi þjóðarinnar, og að
styrkja fornleifarannsóknir. Við
fyrstu úthlutun voru 96 milljónir
veittar úr sjóðnum til ýmissa verk-
efna, þar af 48 milljónir til fornleifa-
rannsókna víðs vegar um landið.
„Þetta framlag er öflug vítamín-
sprauta fyrir fornleifafræðina. Til
þessa hefur takmarkað fjármagn
verið veitt til fornleifarannsókna, þó
að næg verkefni bíði. Þegar svona
myndarlegt framlag kemur, fer auð-
vitað allt í gang og það skýrir hinn
mikla fjölda rannsókna sem nú fara
fram á Íslandi.“
Anna Guðný segir markmiðið með
fornleifadeginum að þakka íslensku
þjóðinni þann stuðning sem í fram-
laginu til Kristnihátíðarsjóðs felst.
„Sjóðurinn er jú stofnaður með al-
mannafé. Okkur langaði til að þakka
þjóðinni fyrir með því að bjóða fólki
upp á að koma einn dag á alla þessa
uppgraftarstaði víðsvegar um landið
og Kristnihátíðarsjóður styrkir,“
segir hún.
Hún segist vona að dagurinn verði
haldinn áfram næstu ár. „Sjóðurinn
er þannig uppbyggður að í hann voru
settar 500 milljónir. Hann á að veita
um 100 milljónir á ári, svo það er
vonandi útlit fyrir að við getum hald-
ið þessu áfram að minnsta kosti
næstu fjögur árin,“ segir Anna
Guðný. „Þjóðminjasafnið er höfuð-
safn á sviði þjóðminjavörslunnar og
ber að rannsaka minjar um menn-
ingarsögu þjóðarinnar, miðla og
fræða. Sem sameiningartákn fyrir
alla þá fjölmörgu sem að uppgreft-
inum standa, tekur það að sér að
kynna daginn.“
Mismunandi háttur er hafður á
varðandi móttöku gesta á stöðunum
sjö í dag og á morgun, ýmist eru
skipulagðar göngur með leiðsögn á
ákveðnum tíma, eða þá að tekið er á
móti gestum eftir því sem þeir mæta
á svæðið. „Það er okkar reynsla að
Íslendingar hafi almennt mikinn
áhuga á fornleifauppgrefti. Forn-
leifafræðingar sem stýra þessum
rannsóknum hafa margir haft orð á
því, að þeir séu varla byrjaðir, þegar
einhver er kominn og farinn að fylgj-
ast með. Á morgun gefst gestum
tækifæri til að forvitnast um það til
hvers er verið að grafa og hvað hafi
fundist. Skyldi eitthvað óvænt hafa
komið í ljós?“ spyr Anna Guðný að
lokum.
Fornleifauppgröftur víðs vegar um land opinn gestum og gangandi
Landsmönnum
þakkaður
stuðningurinn
Frá uppgreftrinum á Skriðuklaustri í sumar.
Adolf Friðriksson fornleifa-
fræðingur við mælingar á forn-
um mannvirkjum í botni Öxarár.
15 grafík-
listamenn
í Hafnar-
borg
HÓPUR úr félaginu Íslensk
grafík opnar sýningu í Sverr-
issal og Apóteki Hafnarborg-
ar í dag, laugardag, kl. 15.
Hópurinn hefur áður skipu-
lagt sýningu í Grænlandi 2001
og sýnir næst í Færeyjum
2003.
Þeir sem sýna í Hafnar-
borg eru Aðalheiður Valgeirs-
dóttir, Anna G. Torfadóttir,
Ásrún Tryggvadóttir, Birna
Matthíasdóttir, Bjarni Björg-
vinsson, Hafdís Ólafsdóttir,
Helga Ármanns, Iréne Jen-
sen, Jóhanna Sveinsdóttir,
Kristín Pálmadóttir, Magda-
lena Margrét Kjartansdóttir,
Margrét Guðmundsdóttir,
Marilyn Herdís Mellk, Val-
gerður Björnsdóttir og Þor-
gerður Sigurðardóttir.
Sýningin er opin alla daga
kl. 11–17 og stendur til 12.
ágúst.
Dagskrá Fornleifadagsins
Kl. 14–16: Gásir í Eyjafirði.
Verkefnisstjóri Orri Vésteins-
son, rannsókn á vegum Minja-
safnsins á Akureyri í samvinnu
við Fornleifastofnun Íslands og
Þjóðminjasafn Íslands.
Kl. 14–16: Hólar í Hjaltadal.
Verkefnisstjóri Ragnheiður
Traustadóttir, rannsókn á veg-
um Hólaskóla, byggðasafns
Skagfirðinga og Þjóðminjasafns
Íslands ( www.holar.is).
Kl. 14–16: Kirkjubæj-
arklaustur. Verkefnisstjóri
Bjarni F. Einarsson, rannsókn á
vegum Kirkjubæjarstofu og
Fornleifastofunnar.
Kl. 14–16: Skálholt. Verkefn-
isstjóri Mjöll Snæsdóttir, rann-
sókn á vegum Fornleifastofn-
unar Íslands og Þjóðminjasafns
Íslands (www.skalholt.is).
Kl. 14–16: Skriðuklaustur.
Verkefnisstjóri Steinunn Krist-
jánsdóttir, rannsókn á vegum
Skriðuklausturrannsókna í sam-
starfi við Þjóðminjasafn Íslands,
sem annast forvörslu
(www.skriðuklaustur.is).
Kl. 13–15: Þingvellir. Verkefn-
isstjórar Adolf Friðriksson og
Sigurður Líndal, rannsókn á veg-
um Fornleifastofnunar Íslands,
Þjóðminjasafns Íslands og Þing-
vallanefndar (www.thingvell-
ir.is). Lagt af stað frá nýju
fræðslumiðstöðinni við Hakið.
Upplýsingar er einnig að finna
á heimasíðu Þjóðminjasafns Ís-
lands, www.natmus.is.
i8, Klapparstíg 33 Birta Guðjóns-
dóttir opnar sýningu í rýminu und-
ir stiganum kl. 16. Birta útskrif-
aðist frá myndlistardeild LHÍ
síðastliðið vor og mun sýna vídeó-
innsetningu sem ber heitið „Hér er
gott“.
Um sýninguna segir Birta: „Í
verkinu leitast ég við að skapa
upphafið andrúmsloft en við slíkar
aðstæður er oft auðveldara að
komast að niðurstöðu, finna svör
við lífsins mikilvægustu spurn-
ingum.“
i8 er opið þriðjudaga til laug-
ardaga frá kl. 13–17.
Jómfrúin, Lækjartorgi Tríó Andr-
ésar Þórs leikur á níundu tón-
leikum sumartónleikaraðar veit-
ingahússins kl. 16. Með Andrési
leika orgelleikarinn Agnar Már
Magnússon og hollenski trommu-
leikarinn Rene Winter. Tónleik-
arnir standa til kl. 18. Leikið verð-
ur utandyra á Jómfrúrtorginu ef
veður leyfir, en annars inni á Jóm-
frúnni. Aðgangur er ókeypis.
Gallerí Sævars Karls, Banka-
stræti Hulda Vilhjálmsdóttir opn-
ar málverkasýningu kl. 14. Hulda
útskrifaðist frá Listaháskólanum
vorið 2000, hún hefur haldið
nokkrar einkasýningar og tekið
þátt í sýningum með öðrum.
Sýningin stendur til 17. ágúst.
Cafe Presto, Hlíðasmára 15
Gestur Guðmundsson opnar mál-
verkasýningu kl. 10 og nefnir hana
„Portret“. Gestur útskrifaðist úr
málaradeild Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands árið 1981. Hann
hefur haldið fjölda einkasýninga
hér heima, í Stokkhólmi og Kaup-
mannahöfn og tekið þátt í ýmsum
samsýningum.
Sýningin stendur til 27. ágúst og
er opin virka daga kl. 10–23 og um
helgar kl. 12–18.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Eitt verka Gests
Guðmundssonar.