Morgunblaðið - 27.07.2002, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 27.07.2002, Qupperneq 51
ÁSKIRKJA: Safnaðarferð Áskirkju aust- ur á Rangárvelli. Farið frá Áskirkju kl. 9:00. Guðsþjónusta á Keldum á Rang- árvöllum kl. 11:00. Árni Bergur Sig- urbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Organisti Jóhann Baldvinsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Dómkór- inn syngur. Organisti Marteinn H. Frið- riksson. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jóhannsson. GRUND, dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 10:15. Prestur sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Organisti Kjartan Ólafsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Félagar úr Mótettukór syngja. Organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Ensk messa kl. 14:00. Prestar sr. Bjarni Þór Bjarnason og sr. Ann Peat. Prédikun flytur Alec Peat. Organisti Sigrún M. Þórsteins- dóttir. Kristín María Hreinsdóttir leiðir almennan safnaðarsöng og syngur ein- söng. Léttar veitingar að messu lokinni. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Morgunbænir með hugvekju kl. 11:00. Lena Rós Matthíasdóttir, guðfræðingur, annast bænagjörðina. Kaffisopi eftir stundina. Vegna sum- arleyfa verður skrifstofa kirkjunnar lok- uð frá 21. júlí til 2. september. Sókn- arprestur verður í sumarleyfi til 20. ágúst. Sr. Pálmi Matthíasson, sókn- arprestur Bústaðakirkju, þjónar Lang- holtssöfnuði á meðan. LAUGARNESKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Laugarneskirkju er bent á guðsþjónustur í nágrannakirkjunum. NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Kór Nes- kirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Reynir Jónasson. Sr. Örn Bárður Jóns- son. SELTJARNARNESKIRKJA: Helgistund kl. 20:00. Notaleg kvöldstund með söng og bæn. Umsjón Arna Grét- arsdóttir, guðfræðingur. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Næsta guðs- þjónusta verður sunnudag 11. ágúst kl. 20:30. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Félagar úr kór Árbæjarkirkju leiða söng undir stjórn Jón Ólafs Sig- urðssonar organista. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Kirkjan verður lok- uð vegna sumarleyfa starfsfólks til 10. ágúst. Bent er á guðsþjónustur í öðrum kirkjum prófastsdæmisins. DIGRANESKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20:30. Prestur sr. Gunnar Sig- urjónsson. Kangakvartettinn sér um tónlistarflutning. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Kirkjan verður lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks til 10. ágúst. Bent er á guðsþjónustur í öðrum kirkjum prófastsdæmisins. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Graf- arvogskirkju syngur. Organisti Sigrún Þórsteinsdóttir. HJALLAKIRKJA: Helgistund með alt- arisgöngu kl. 17:00. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safn- aðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðs- son. Sr. Íris Kristjánsdóttir. KÓPAVOGSKIRKJA: Helgistund kl. 11:00. Organisti Guðmundur Ómar Ósk- arsson. Safnaðarferð að henni lokinni. Farið verður um Hvalfjörð, m.a. komið að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Þaðan verður ekið um Dragháls og að Hvann- eyri þar sem áð verður og staðurinn skoðaður. Frá Hvanneyri verður farið í Borgarnes og eftir dvöl þar heim sem leið liggur. Fararstjóri verður Guð- mundur Guðbrandsson. Sr. Ægir Fr. Sig- urgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20:00. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Org- anisti Sigrún M. Þórsteinsdóttir. Alt- arisganga. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Samkoma kl. 20:00. Mikil lofgjörð. Oddur Carl Thorarensen prédikar. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Bænastund kl. 19:30. Kl. 20:00 hjálp- ræðissamkoma í umsjón Fanneyjar Sig- urðardóttur og Guðmundar Guðjóns- sonar. KEFAS, Vatnsendabletti 601: Sam- koma sunnudag kl. 14:00. Björg R. Pálsdóttir talar. Bænastund fyrir sam- komu kl. 13:30. Lofgjörð og fyrirbænir. Barnagæsla fyrir 1-7 ára gömul börn. Þriðjud.: Bænastund kl. 20:30. Mið- vikud.: Samverustund unga fólksins kl. 20:30. Mikil lofgjörð og orð Guðs rætt. Allir velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík - Kristskirkja í Landakoti, dómkirkja og basilíka: Sunnudaga: Há- messa kl. 10:30. Messa á ensku kl. 18:00. Alla virka daga: Messa kl. 18:00. Föstudaginn 2. ágúst: Fyrsti föstudagur mánaðarins er tileinkaður dýrkun heilags hjarta Jesú. Að kvöld- messu lokinni er tilbeiðslustund til kl. 19:15. Beðið er sérstaklega um köllun til prestdóms og klausturlífs. Reykjavík - Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11:00. Laug- ardaga: Messa á ensku kl. 18:30. Virka daga: Messa kl. 18:30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16:00. Miðvikudaga kl. 20:00. Hafnarfjörður - Jósefskirkja: Sunnu- daga: Messa kl. 10:30. Frá júlí til sept- ember fellur messan á miðvikudögum kl. 18:30 niður. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08:30. Virka daga: Messa kl. 8:00. Keflavík - Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14:00. Fimmtudaga: Skriftir kl. 19:30. Bæna- stund kl. 20:00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Laug- ardaga: Messa kl. 18:30. Sunnudaga: Messa kl. 10:00 Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturs- kirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18:00. Sunnudaga: Messa kl. 11:00. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: .Messa kl. 11:00. Sumarlegir sálmar. Altarisganga. Messunni er útvarpað á FM 104 kl. 16:00 sama dag. MOSFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Kirkjukór Lágafellssóknar. Org- anisti Jónas Þórir. Jón Þorsteinsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Opið hús til bænahalds milli kl. 11:00-12:00. VÍDALÍNSKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30. Athugið breyttan tíma! Kirkju- kórinn leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti Jóhann Baldvinsson. Sr. Frið- rik J. Hjartar þjónar. Athugið að engin guðsþjónusta verður í Garðasóknum næstu helgi, verslunarmannahelgi. Njót- um kyrrðar sumarkvöldsins í kirkjunni. Allir velkomnir. Prestarnir. KEFLAVÍKURKIRKJA: Messa og alt- arisganga kl. 11:00. Fermd verður Edda Nicolson, Smáratúni 22, Keflavík. Prestur sr. Sigfús Baldur Ingvason. Org- anisti Ester Ólafsdóttir. Kór Keflavík- urkirkju leiðir söng. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11:00. Léttur hádegisverður að messu lokinni. Morguntíð sungin þriðjudag til föstudags kl. 10:00. Kaffisopi að henni lokinni. Foreldrasamvera miðvikudag kl. 11:00. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14:00 í umsjá Félags fyrrverandi sóknarpresta. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður sunnudag 28. júlí kl. 17:00. Sr. Sig- urður Sigurðarson vígslubiskup annast prestsþjónustuna. Í messunni verða fluttir þættir úr sumartónleikum helg- arinnar. Sóknarprestur. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14:00. Sóknarprestur. ÓLAFSVELLIR: Guðsþjónusta sunnudag kl. 21:00. Örn Arnarson og Erna Blön- dal leiða sönginn í léttum dúr og syngja sjálf, ásamt bassaleikara. Sóknarbörn sóknanna eru hvött til að koma og eiga saman frábæra stund. Sóknarprestur. KELDNAKIRKJA á Rangárvöllum: Guðs- þjónusta kl. 11:00 í tengslum við sum- arferð Ássafnaðar í Reykjavík. Séra Árni Bergur Sigurbjörnsson, sóknarprestur í Ásprestakalli, prédikar og þjónar fyrir altari. Orgelleikari Kári Þormar. Sókn- arprestur BORGARPRESTAKALL: Borgarneskirkja. Messa kl. 14:00. Álftártungukirkja: Messa kl. 16:00. Sóknarprestur. AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Nína Jeppesen (horn) og Marie Ziener (orgel) leika í messunni. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti Eyþór Ingi Jónsson. Guðsþjónusta í Seli kl. 14:30. Séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Sumartónleikar kl. 17:00. Nína Jeppe- sen (horn) og Marie Ziener (orgel). Að- gangur ókeypis. GLERÁRKIRKJA:Kvöldmessa verður kl. 21:00 með léttri trúarlegri tónlist. Fyr- irbænir og altarissakramenti. Kór Gler- árkirkju syngur. Stjórnandi og organisti Hjörtur Steinbergsson. Arnór B. Vil- bergsson leikur á píanó. Guðspjall dagsins: Hinn rangláti ráðs- maður. Morgunblaðið/Arnaldur Kópavogskirkja. (Lúkas 16.) MESSUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 51 HIN árlega sumarferð Kópavogs- kirkju verður farin sunnudaginn 28. júlí. Lagt verður af stað frá kirkjunni að lokinni helgistund sem hefst kl. 11. Farið verður um Hval- fjörð og m.a. komið að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og eftir dvöl þar verður ekið um Dragháls sem leið liggur að Hvanneyri. Þar verður áð góða stund og staðurinn skoðaður. Síðan verður farið í Borgarnes og þaðan sem leið liggur um Hval- fjarðargöng heim. Fararstjóri í ferðinni verður Guðmundur Guð- brandsson. Allir eru hjartanlega velkomnir og er þátttakendum bent á að hafa með sér nesti. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Sumarferð Kópavogskirkju Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12. Aivars Kalejs frá Lettlandi leikur á orgelið. Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9, Kópavogi. Samkoma í dag kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Á laugardögum starfa barna- og unglingadeildir. Létt hressing eftir sam- komuna. Allir hjartanlega velkomnir. Bibl- íufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Safnaðarstarf ALDREI áður hafa jafnmargir Íslendingar bæst í hóp alþjóðlegra titilhafa í skák eins og nú í júlí, en alls geta fimm íslenskir skákmenn flaggað nýjum titli. Ánægjulegust var formleg útnefning Stefáns Kristjánssonar sem alþjóðlegs meistara, en frammistaða hans á skákmótum sýnir að sá titill er verðskuldaður. Það er ekki spurn- ing hvort heldur hvenær Stefán landar sínum fyrsta stórmeistara- áfanga. Fjórir skákmenn bættust í hóp FIDE-meistara. Það voru bræð- urnir Björn og Bragi Þorfinnssynir, Sigurbjörn J. Björnsson og Magn- ús Örn Úlfarsson. FIDE-meistara- titillinn er næsti titill fyrir neðan al- þjóðlegan meistaratitil. Hann gegnir mjög mikilvægu hlutverki þegar ná á alþjóðlegum- og stór- meistaraáföngum. Það er því ánægjulegt að sjá Skáksamband Ís- lands leggja aukna áherslu á að fá formlega viðurkenningu á FIDE- meistaratitlum íslenskra skák- manna. Það getur haft úrslitaáhrif síðar meir þegar fleiri fara að gera atlögu að alþjóðlegum meistaratitl- um. Helgi Áss og Lenka í Dresden Helgi Áss Grétarsson hefur 6 vinninga og er í 9.–23. sæti á skákhátíð sem nú stendur yfir í Dresden. Lenka Ptacnikova teflir einnig á mótinu. Hún er með 4½ vinning og er í 87.–134. sæti. Röð efstu manna: 1. Alexander Graf (2.624) 7½ v. 2.–8. Zigurds Lanka (2.498), Ro- bert Rabiega (2.501), Alexander Naumann (2.507), Gyula Sax (2.511), Mladen Palac (2.564), Alonso Zapata (2.549), Davit Lobzhanidze (2.488) 6½ v. 9.–23. Helgi Áss Grétarsson (2.505) o.fl. 6 v. o.s.frv. Þess má geta, að Skáksamband Íslands er að kanna möguleika á að fá lettneska stórmeistarann Zig- urds Lanka, sem er þarna í 2.–8. sæti, hingað til lands í haust. Hug- myndin er sú að hann dveljist hér í tvær vikur og þjálfi íslenska skák- menn. Politiken Cup Þeir Dagur Arngrímsson og Guð- mundur Kjartansson hafa staðið sig mjög vel á Politiken Cup skák- mótinu í Kaupmannahöfn. Dagur hefur 5½ vinning eftir 10 skákir og er í 57.–81. sæti. Guðmundur er með 5 vinninga í 82.–106. sæti. Stefán er efstur Íslendinganna í Tékklandi Stefán Kristjánsson er með 4½ vinning að sjö umferðum loknum á Opna tékkneska meistaramótinu. Hann tapaði í sjöundu umferð fyrir þýska stórmeistaranum Philipp Schlosser (2.534). Staða íslensku skákmannanna í A-flokki er þessi þegar sjö af níu umferðum hafa verið tefldar: 37.–89. Stefán Kristjánsson 4½ v. 90.–122. Magnús Örn Úlfarsson 4 v. 123.–187. Arnar E. Gunnarsson, Sigurbjörn Björnsson 3½ v. 188.–232. Páll Þórarinsson, Jón Árni Halldórsson 3 v. 233.–272. Bragi Þorfinnsson, Halldór Brynjar Halldórsson, Ein- ar K. Einarsson 2½ v. Í B-flokki er staða Íslendinganna þessi: 104.–172. Haraldur Baldursson 4 v. 173.–239. Sverrir Norðfjörð 3½ v. 240.–391. Óskar Haraldsson, Sig- urður Ingason og Anna Björg Þor- grímsdóttir 2 v. 392.–403. Harpa Ingólfsdóttir 1½ v. Kínverjar sigruðu Bandaríkjamenn Kína og Bandaríkin mættust ný- lega í annað sinn í landskeppni í skák. Kínverjar sigruðu í fyrra með 21 vinningi gegn 19, en þá var teflt í Seattle. Þeir endurtóku svo leikinn í ár, en sigruðu nú með minnsta mun, 20½–19½. Teflt var í Shanghai. Tefldar voru fjórar umferðir, 10 skákir í hverri umferð. Liðin sam- anstóðu af sex af sterkustu skák- mönnum hvors lands, tveimur af sterkustu skákkonunum og tveim- ur unglingum. Á næsta ári verður keppnin hald- in í Seattle og verður þá líkt og í fyrsta skiptið skipulögð af Seattle Chess Foundation. Fimmta mótið í Halló!-syrpunni Fimmta mótið í Halló! syrpunni fer fram sunnudaginn 28. júlí og hefst klukkan 20. Þeir sem hafa teflt í einhverju af fjórum fyrstu mótun- um þurfa ekki að skrá sig heldur er nægilegt að tengjast ICC fyrir klukkan 20. Aðrir þurfa að skrá sig á www.hell- ir.is Tefldar verða níu umferðir. Umhugs- unartími er fjórar mínútur á skák, en auk þess bætast tvær sekúndur við eftir hvern leik. Góð verðlaun eru í boði, bæði fyrir Bik- arsyrpuna og svo sjálft Íslandsmótið í netskák. Bikarsyrpa Halló! á ICC er keppni um það hver fær flesta vinninga samtals í 8 af 10 mótum. Vinn- ingar í landsliðs- flokki Íslandsmótsins telja tvöfalt. Röð efstu manna í Bikarsyrp- unni: 1. Björn Þorfinnsson 23½ v. 2.–3. Magnús Magnússon og Snorri Guðjón Bergsson 20 v. Undir 2100 stigum: 1. Magnús Magnússon 20 v. 2. Gunnar Björnsson 17½ v. 3. Jóhann H. Ragnarsson 17 v. Undir 1.800 stigum: 1. Sigurður Ingason 11 v. 2.–3. Atli Antonsson og Tómas Veigar Sigurðsson 10 v. Stigalausir: 1. Hlynur Gylfason 9½ v. Nánar má lesa um Halló! syrp- una á www.hellir.is. SKÁK Elista TITILÚTNEFNINGAR FIDE Júlí 2002 Fimm nýir titilhafar í skák Daði Örn Jónsson Stefán Kristjánsson skákmaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.