Morgunblaðið - 12.09.2002, Page 13

Morgunblaðið - 12.09.2002, Page 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 13 Pípulagningamenn athugið! Lokað Mupro golfmót Vatnsvirkjans ehf. fyrir pípulagningamenn verður haldið í Hvammsvík laugardaginn 14. september næstkomandi. Mótið hefst klukkan 10.00 um morguninn og eru mörg glæsileg verðlaun í boði. Þátttökugjald er 1.500 kr. og fer skráning fram í síma 533 2020 eða á heimasíðu Vatnsvirkjans www.vatnsvirkinn.is Mótið endar á grillveislu og verðlaunaafhendingu. Ármúla 21, Sími 533 2020, www.vatnsvirkinn.is STARFSFÓLK Garðabæjar mun í dag setjast á skólabekk en í dag er símenntunardagur í fyrirtækjum og stofnunum og er dagurinn liður í dagskrá Viku símenntunar sem nú stendur yfir undir yfirskrift- inni, Símenntun í atvinnulífinu. Hjá Garðabæ verður dag- skrá fyrir starfsmenn í Tónlist- arskólanum þar sem boðið verður upp á stutta fyrirlestra um ýmis efni. Meðal þess sem fjallað verður um í erindunum er sjálfstraust, endur- og sí- menntunaráætlanir, starfs- ánægja, bætt heilsa og gildi gleði og húmors á vinnustöðum. Í tilkynningu frá Garðabæ segir að starfsemi stofnana bæjarins verði með eðlilegum hætti þennan dag en gert er ráð fyrir að hver starfsmaður geti sótt hluta fræðsludagskrárinn- ar. Dagur símenntunar Starfsfólk bæjarins sest á skólabekk Garðabær TEKIÐ hefur verið í notkun nýtt og öflugt tölvuver í nýrri viðbyggingu við Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Geng- ið var til samninga við tölvufyrirtækið Einar J. Skúlason um kaup á Dell- tölvum og var ákveðið að kaupa flatskjái með öllum tölvunum sem senda frá sér minni geislun en hefð- bundnir skjáir og taka minna pláss. Í tilkynningu frá Valhúsaskóla seg- ir að mikil aukning hafi verið á notkun upplýsingatækni í skólastarfi Val- húsaskóla á síðustu árum. Sem dæmi sé notast við rafrænt greiðslukerfi í mötuneyti nemenda, upplýsingasjón- varp og forritið I-Mate, sem er kerfi fyrir heimasvæði, tilkynningar, spjallrásir, dagbók o.fl. sem bæði kennarar og nemendur nýti sér. Fram kemur að stefnt sé að öflugu námskeiðahaldi á komandi vetri til þess að nýta sem best áhuga nem- enda og kennara á notkun upplýs- ingatækni í skólastarfi. Nýtt tölvu- ver í Val- húsaskóla Morgunblaðið/Árni Sæberg Seltjarnarnes alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.