Morgunblaðið - 12.09.2002, Page 47

Morgunblaðið - 12.09.2002, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 47 DAGBÓK Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Feneyjar Austurríki Budapest frá kr. 59.950 1.-6. október Heimsferðir bjóða nýstárlega ferð um heimsþekktar menningarborgir og náttúrutöfra Ítalíu, Austurríkis og Ungverjalands undir leiðsögn þaulkunnugs fararstjóra. Frá Veronu á Ítalíu för- um við til hinnar einstöku borgar Feneyja þar sem við eyðum degi og kvöldi og síðan er ekið um stórkostlegt landslag Alpanna til Graz í Austurríki og áfram um Ungverjaland og endað í sjálfri Budapest, perlunni á bökkum Dónár. Stutt, hnitmiðuð og fræðandi ferð um fegurstu borgir Evrópu og einstaklega fagurt landsvæði. Gist er á góðum 3-4 stjörnu hótelum. Aðeins 40 sæti í þessa einstöku ferð Verð kr. 59.950 M.v. 2 í herbergi. Aukagjald fyrir einbýli: 9.800 kr. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, 5 gisti- nætur á góðum 3-4* hótelum með morgun- mat, rútuferðir eins og í áætlun, sigling í Feneyjum, skattar og íslensk fararstjórn. Ekki innifalið: Forfallagjald kr. 1.800 (valkvætt) og allur aðgangseyrir. Völ á framlengingu í Budapest. 1. okt. Flogið síðdegis í beinu leiguflugi Heimsferða til Verona á Ítalíu og lent þar um kl. 21 að staðartíma. Ekið beint til Lido til Jesolo, skammt frá Feneyjum þar sem gist er fyrstu 2 næturnar. Um 2ja tíma akstur. 2. okt. Að morgni er farið til Feneyja og deginum varið þar. Einstök borg með síkjunum, gondólunum, ótrúlegum bygg- ingum, sögu, listaverkum, kristal og ólýs- anlegri stemmningu á þröngum götum og torgum. Gist í Lido de Jesolo, gegnt Fen- eyjum. 3. okt. Ekið áfram um Ítalíu og upp til Austurríkis, um undurfagurt landslag og framhjá borgum eins og Udine og Klag- enfurt og til Graz í Austurríki. Kvöldmat- ur og gisting í nágrenni við Graz. 4. okt. Ekið áfram um Austurríki og yfir landamærin til Ungverjalands og komið síðdegis til höfuðborgarinnar Budapest. Staldrað við á völdum fallegum stöðum og gisting í borginni í 2 nætur. 5. okt. Boðið upp á kynnisferð um Buda- pest fyrir hádegi og frjáls dagur að öðru leyti. 6. okt. Flogið heim frá Budapest í beinu leiguflugi Heimsferða kl. 12.00 á hádegi og lent kl. 14.30 að íslenskum tíma. Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Nýjar vörur daglega  Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  4RA HERBERGJA LAUFRIMI - 4 HERB. ÍBÚÐ Til sölu björt og falleg íbúð með sérinngangi 3. svefnherbergi. Falleg beykiinnrétting í eldhúsi. Suðursvalir. Verð 12, 5 millj. Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. Hlutavelta STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú ert með góðan húmor, ert djarfur og tekur þeim áskor- unum sem lífið hefur upp á að bjóða. Gættu þess samt að sýna fyrirhyggju. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er allt í lagi að vilja deila árangri sínum með öðrum. Gættu þess þó að þú gangir ekki of langt og þar með á eigin hlut. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert sérstaklega hrífandi og háttvís sem vekur áhuga hjá öðrum. Hikaðu ekki við að tala við yfirmann þinn eða einhvern sem er í forsvari. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú kannt að meta fegurð þegar þú sérð hana, en þú getur líka notað hana til þess að bæta andlega líðan þína. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert kappsamur og kraft- mikill í dag. Þú hefur þörf fyrir að tala við aðra og það laðar að þér ólíklegasta fólk. Það vilja allir hlusta á þig. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér finnst þú verða að telja einhvern á þitt mál í dag. Þetta gerir þig óvenju ræð- inn og viljugan til að koma fram á opinberum vettvangi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Forðastu allar fjárfestingar í dag og gerðu nákvæmar áætlanir sem þú svo ferð eft- ir. Mundu að græddur er geymdur eyrir. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Af einhverjum ástæðum verður þér lítið úr verki þessa dagana. Ekki láta reka á reiðanum, heldur taktu þig saman í andlitinu og láttu verkin tala. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú átt í hörðum tilfinninga- legum átökum og mátt því ekki við miklu. Reyndu að finna þér skjól meðan þú meltir málin og finnur þínar lausnir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er hverjum manni nauð- synlegt að losna við og við undan oki hversdagsins. Lyftu þér upp og fáðu þér orkuforða til framtíðarinnar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Leyndarmál um þér náinn koma þér á óvart. Vertu maður til þess að halda því hjá þér og láttu viðkomandi um að gera hreint fyrir sín- um dyrum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Allt hefur sinn tíma svo þú skalt ekki beita þrýstingi. Efnisleg gæði eru líka nauð- synleg svo gefðu þér tíma til að afla þeirra. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú hefur ferðast víða og margt hefur komið við sögu. Gefðu þér nú tíma til að setja reynslu þína niður á blað og miðlaðu henni til annarra. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT HEIMSÁDEILA Þessi öld er undarlig, allir góðir menn um sig ugga mega að mestu; illir taka yfirráð, að því hef ég um stundir gáð að þeim er fylgt í flestu. Fer ég með efnið undarlegt: Ef þér girnizt nokkuð frekt manna fylgi að fanga, þá skal hann ekki óttast guð og ekki stunda hans heilög boð, heldur rækja hið ranga. Þingheimurinn þýtur upp, þegar hann sér Belzebub dýrkaður er af einum, aðhyllast og elska hann, einnig verja, hver sem kann, bæði í ljósi og leynum. – – – Stefán Ólafsson Þessar ungu blómarósir á Djúpavogi söfnuðu kr. 6.420 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Silja Dögg Stef- ánsdóttir, Dagný Rut Hjartardóttir og Ólöf Rún Stef- ánsdóttir. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Þessir duglegu krakkar héldu hlutaveltu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu rúmlega 1.600 kr. sem þau færðu Rauða kross deildinni á Hvolsvelli. Þau heita Sara Hansen, Guðrún Ósk Guðmundsdóttir, Elín Björk Sigurjónsdóttir, Aron Guðmundsson, Aron Hansen og Vignir Sigurjónsson. Þess má geta að þetta eru þrenn systkin. 1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rf3 d6 4. Bc4 e6 5. O-O Rd7 6. Rc3 a6 7. a4 b6 8. Bf4 Bb7 9. Dd2 h6 10. h3 g5 11. Bh2 Re7 12. h4 Rg6 13. h5 Re7 14. d5 e5 15. Re1 f5 16. exf5 Rf6 17. f3 Rxf5 18. Re4 O-O 19. c3 Kh8 20. Hd1 De8 21. Bb3 Re7 22. Rxf6 Hxf6 23. g4 c6 24. c4 cxd5 25. cxd5 Hc8 26. Rg2 Df7 27. Dd3 Hf8 28. Re3 De8 29. Bc2 Kg8 30. Bxe5 dxe5 31. Dh7+ Kf7 32. d6 Hh8 Staðan kom upp á franska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu í Val d’Isère. Almira Skripchenko- Lautier (2497) SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. hafði hvítt gegn Laurent Fressinet (2619). 33. Bb3+! Bd5 33...Rd5 gekk ekki upp vegna 34. De4. Í framhald- inu verður svartur mát á kostulegan máta. 34. Rxd5! Hxh7 35. Rxf6+ Kxf6 36. d7! Dd8 37. Hd6#!. Hreyf- ilseinvígið, keppni Stefáns Kristjánssonar og Tomasar Orals hefst í dag í Þjóð- arbókhlöðunni. SÆNSK sveit, skipuð þeim Fredin, Lindkvist, Ström- berg og Nyström, stóð sig vel í keppninni um Rosen- blumbikarinn og komst í fjögurra liða úrslit, en tapaði þá fyrir ítölsku Lavazza- sveitinni. Meðal mótherja Svíanna á fyrri stigum voru ríkjandi heimsmeistarar í sveit Rose Meltzer. Fredin og félagar unnu þá viðureign með 2ja IMPa mun, 128– 126. Hér er spil frá leiknum: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♠ G3 ♥ ÁKD105432 ♦ 52 ♣9 Vestur Austur ♠ K8 ♠ Á97542 ♥ 87 ♥ G9 ♦ KD7 ♦ G10984 ♣876532 ♣-- Suður ♠ D106 ♥ 6 ♦ Á63 ♣ÁKDG104 Í opna salnum mættu Fredin og Lindkvist gömlu Power-Precision meisturun- um, Sontag og Weichsel: Vestur Norður Austur Suður Lindkvist Weichsel Fredin Sontag -- -- -- 1 lauf * Pass 4 lauf ** 4 spaðar 5 hjörtu Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Laufið er sterkt og stökk Weichsels í fjögur lauf sýnir átta slaga hönd með renn- andi hjartalit. Margir nota opnun á fjórum laufum og tíglum til að sýna slík spil með hjarta eða spaða, og það kemur vel út að nota sagnvenjuna líka til að svara sterku laufi. Fredin er mikill baráttu- jaxl og hvergi smeykur í sögnum. Hann stingur sér inn á fjórum spöðum og doblar síðan fimm hjörtu! Lindkvist vissi af samheng- inu að makker átti lítinn há- spilastyrk og tæplega mikið í trompi, svo doblið hlaut að vera beiðni um sérstakt útspil. Rétt ályktað, og Lindkvist spilaði út háu laufi, vongóður um að makk- er myndi trompa. Það runnu þó á Lindkvist tvær grímur þegar blindur kom upp með einspil í laufi. En ekki lengi – Fredin trompaði og spilaði síðan spaðaás og spaða á kóng vesturs. Spilið var nú komið niður, en Lindkvist tryggði vörninni einn slag í viðbót með því að spila nú tígli. Weichsel drap og reyndi spaðadrottningu, en Lindkvist trompaði og vörn- in fékk slag á tígul í lokin: 500 í AV. Svíar unnu þó að- eins 9 IMPa á spilinu, því á hinu borðinu fóru Ström- berg og Nyström í sex grönd, einn niður. E.S. Skyldi Weichsel ekki vera sjálfum sér gramur að breyta ekki í fimm grönd? BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí sl. í Viðeyjar- kirkju af sr. Írisi Kristjáns- dóttur þau Ragnheiður Magnúsdóttir og Mario Roig Balaque. Heimili þeirra er að: Passeig de la Merla 14, 08190 Valldoreix, Barcelona. Árnað heilla FRÉTTIR HELGINA 13.–15. september verð- ur haldin hin árlega 12 spora ráð- stefna á vegum Áhugamannafélags- ins Bata og verður hún að þessu sinni í Súlnasal Hótel Sögu. Líkt og á síðasta ári koma þrír fyrirlesarar frá Bandaríkjunum á ráðstefnuna en þau heita Clancy I., Mary M. og Cliff R. Clancy I. er einn kunnasti fyrirlesari AA-sam- takanna og hefur hann haldið fyr- irlestra og námskeið um allan heim. Hann er að auki einn stofnenda Pacific Group-deildarinnar í Kali- forníu sem er fjölmennasta AA- deild heims. Miðaverð á ráðstefnuna er kr. 3.500. Tólf spora ráðstefna um næstu helgi AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.