Morgunblaðið - 17.09.2002, Síða 10

Morgunblaðið - 17.09.2002, Síða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GUÐNI Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segir að hann sé að auka útflutningsskyldu úr 21% í 25% frá því í fyrrahaust, en ekki að lækka hana, eins og fram kom í Morg- unblaðinu á sunnudag, en þar var rætt við Guðmund Lárusson, stjórnarformann Kjötframleiðenda hf. „Það er lágmark að menn fari með rétt mál. Í fyrsta lagi er ég að auka útflutningsskyldu úr 21% í 25% frá því fyrrahaust, sem þýðir 250–300 tonn og Guðmundur Lár- usson á að vita betur en hann lætur í þessu viðtali. Hins vegar fellst ég ekki á tillögu Bændasamtakanna um að fara með hana í 28% eins og þeir lögðu til, en mér finnst það nú vera bitamunur en ekki fjár,“ sagði Guðni. Hann sagði að það munaði um 200 tonnum á tillögu hans og tillögu Bændasamtakanna, en hann væri fyrst og fremst með þessu að hvetja til aukinnar innanlandsneyslu á lambakjöti. Kjötneysla hér á landi væri að stóraukast á sama tíma og lambakjötsneysla væri enn og aftur að dragast saman. Afurðastöðvar bænda yrðu bændanna vegna að halda neyslunni eins og hún hefði verið og hann hefði bent á ýmsar leiðir í þeim efnum. Ekki sjálfsagt mál að lambakjötið víki „Ég tel það ekkert sjálfsagðan hlut að lambakjötið sé hér útfalls- vara sem víki, eins og ég heyri í tali forystumanna bænda og formanns landbúnaðarnefndar, Drífu Hjartar- dóttur, að það sé alveg sjálfsagður hlutur þegar mikið er á markaðnum af svíni og kjúklingi að þá víki lambakjötið og sauðfjárbændur fái minna fyrir sína vöru,“ sagði Guðni. Hann sagði að það væri ekkert sjálfgefið að lambakjötið viki út af markaðnum hér þótt það seldist dýrast í útlöndum af öllum kjötteg- undum og sér sýndist að svína- bændur hefðu áttað sig á því að þeir yrðu að láta eitthvað af sínu magni í útfall og ætluðu að flytja út 2–300 tonn af kjöti samkvæmt blaðafregn- um. „Ég er auðvitað fyrst og fremst að minna menn á, og ég hef ákveðnar skoðanir í þeim efnum, að hægt er að gera á sumum sviðum miklu betur á innanlandsmarkaði heldur en gert hefur verið, bæði sláturleyfishafarnir sjálfir og í sam- starfi við verslanir í landinu,“ sagði Guðni ennfremur. Hann bætti því við að sláturleyf- ishafarnir væru ekkert bundir af því að fara út með þau 25% sem hann hefði ákveðið. Þeir gætu farið út með 30% þess vegna eða flutt út gamlar birgðir til að létta á birgða- stöðunni. Þeim væri það í sjálfsvald sett. Aðalatriðið væri að það væri vaxandi áhugi fyrir kaupum, eins og komið hefði fram hjá bandarískum kjötkaupmönnum og bændum sem hér hefðu verið. Þeir hefðu hrifist af íslenskum landbúnaði og vildu borga hátt verð fyrir lambakjöt. „Það er mér mjög í mun að bændurnir standi saman. Það þarf ákveðna bjartsýni til, og ég trúi því að bændaforystan taki mína ákvörð- un sem staðreynd, sætti sig við hana og vinni samkvæmt því,“ sagði Guðni að lokum. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra um útflutningsskyldu Lágmark að menn fari með rétt mál ELDSNEYTISFLUGVÉL frá bandaríska varnarliðinu lenti í vand- ræðum með nefhjólsbúnað um hádeg- isbilið í gær, en tókst að lenda á Kefla- víkurflugvelli heilu og höldnu nokkru seinna. Áhöfn vélarinnar tókst að að koma nefhjóli vélarinnar niður og fékk eftir það heimild til lendingar. Viðbúnaður var á flugvellinum, meðal annars var slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli í við- bragðsstöðu. Samkvæmt upplýsing- um frá flugmálastjórn á Keflavíkur- flugvelli gekk lendingin að óskum og var viðbúnaði aflétt. Fjórir voru í áhöfn vélarinnar, sem er að gerðinni Boeing 707 KC-135 Strato Tanker. Lenti þrátt fyrir vandræði með nefhjól HOLLUSTUVERND ríkisins er með urðunarmál Sæsilfurs hf. í Mjóa- firði til athugunar, en starfsmenn fyr- irtækisins urðuðu þar nýlega nokkur tonn af sjálfdauðum laxi með sam- þykki oddvitans en án þess að hafa til þess opinbert leyfi. Heilbrigðisfulltrúi Austurlands skoðaði urðunarsvæðið og tók myndir af því um helgina, en síðan tekur Hollustuvernd ákvörðun um framhaldið eftir að hafa fengið skýrslu frá Sæsilfri. Guðmundur Valur Stefánsson, framkvæmdastjóri Sæsilfurs hf., seg- ir að málið hafi borið brátt að. Í kjöl- far slæms veðurs um nýliðin mánaða- mót hafi fyrirtækið setið uppi með nokkur tonn af dauðum laxi, sem hafi verið byrjaður að úldna í kvíunum. Í 10 daga hafi menn unnið við það að hreinsa kvíarnar og ekki hafi verið önnur lausn í sjónmáli en að urða fisk- inn, en þótt sveitarfélagið hafi unnið að því að fá ákveðinn urðunarstað samþykktan hafi það ekki verið frá- gengið. Engu að síður hafi verið talið eðlilegt að urða laxinn, ekki síst vegna þess að um hafi verið að ræða fersk- an, náttúrulegan fisk án sjúkdóma, sem rotni hratt og verði að góðum náttúrulegum áburði. Sigfús Vilhjálmsson, oddviti í Mjóafirði, segir að hann hafi gert þau mistök að sækja ekki um urðunarleyfi til Hollustuverndar ríkisins og hafi ekki áttað sig á því fyrr en það hafi verið um seinan, en Hollustuvernd sé að vinna í því að finna skynsamlega lausn á málinu. Hann segist ekki hafa talið að einhver umhverfishætta væri fyrir hendi enda hefði hann þá aldrei farið út í urðunina en það sé reyndar ekki sitt að dæma um það. Laxinn hafi verið urðaður á tiltölulega þurr- um stað, djúpt undir yfirborði, og um hafi verið að ræða venjulegan sjálf- dauðan fisk. Sigfús segir að þar sem alltaf megi gera ráð fyrir sjálfdauðum fiski í laxeldinu sé mikilvægt að fund- inn verði staður í Mjóafirði þar sem megi urða fisk. Helgi Jensson, forstöðumaður mengunardeildar Hollustuverndar ríkisins, sagði fyrirtækið hafa brotið tvö ákvæði í starfsleyfinu, annars vegar að tilkynna ekki um atburðinn og hins vegar að urða fiskinn á stað sem ekki væri til þess gerður. Kvaðst hann líta þetta alvarlegum augum en vildi að örðu leyti ekki tjá sig fyrr en skýrsla Sæsilfurs um málið hefði skil- að sér. Ekki leyfi fyrir urðun fiska í Mjóafirði UNGIR sjálfstæðismenn vilja leggja niður embætti forseta Ís- lands, fækka ráðherrum, sameina ráðuneyti, leggja Samkeppnisstofn- un, Byggðastofnun og Fjármálaeft- irlitið niður, færa almannatrygg- ingakerfið á frjálsan trygginga- markað að hluta og aðskilja rekstur og fjármögnun heilbrigðiskerfisins. Þessi atriði eru meðal áherslna í ályktunum málefnaþings SUS, sem fram fór á Hellu um helgina, og Davíð Oddssyni forsætisráðherra voru afhentar í gær. Leggur SUS m.a. áherslu á að sala áfengis verði færð til einka- aðila. Þá er lagt til að opinber birt- ing álagningar- og skattskráa verði lögð af og ríkisvaldið hætti afskipt- um af nafngiftum. Notkun yfirvalda á eftirlitsmyndavélum verði tak- mörkuð, tryggt verði að ekki verði sett lög sem banni einkadans eða aðra starfsemi sem ekki brýtur rétt á þriðja manni. Einnig er lögð áhersla á að aðskilja ríki og kirkju, opna landið enn frekar fyrir erlend- um ríkisborgurum og réttindi þeirra verði aukin. Öll fjölskyldu- form njóti sömu réttinda óháð kyn- hneigð og sambúðarformi. SUS vill senda ríkið í megrun, eins og það er orðað, og draga út- gjöld ríkisins saman um fjórðung. Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður SUS, segir að það markmið ætti að nást ef tillögum um niðurskurð verði fylgt eftir. Þá er lögð áhersla á að hlutfall samneyslu af vergri þjóðarframleiðslu verði að hámarki 20%, en í fyrra var hlutfallið 24,3%. Ungir sjálfstæðismenn vilja sömu- leiðis lækka skatta, að tekjuskattur og útsvar einstaklinga verði 30%, afnema erfðafjárskatt og sérstakan tekju- og eignaskatt. SUS leggur áherslu á að Sjálf- stæðisflokkur taki við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og að sjúklingar sem liggja á sjúkrahús- um greiði fyrir fæði að fullu og lyf upp að vissu marki. Rekstur stoð- og þjónustudeilda ríkisrekinna sjúkrastofnana verði boðinn út og heilsugæslulæknum veitt frelsi til að starfa sjálfstætt. Hámarks- greiðslur fyrir læknisþjónustu og heilsugæslu verði hækkaðar og hjúkrunarrýmum fjölgað. Vill SUS að einkaframkvæmd verði nýtt við frekari uppbyggingu og hagræðingu í rekstri mennta- stofnana. Skólagjöld verði hækkuð verulega við Háskóla Íslands og starfsemi Lánasjóðs íslenskra námsmanna verði færð til banka- kerfisins. Sömuleiðis að Íbúðalána- sjóður verði einkavæddur. Litið verði á aflaheimildir sem eignaréttindi Tryggt verði að jafnræði ríki meðal atvinnugreina og látið verði af sértækum aðgerðum, ríkisstyrkj- um, veitingu sérleyfa og ríkis- ábyrgðum. Tekjuskattur fyrirtækja verði lækkaður niður í 10%. Rek- starumhverfi landbúnaðarins verði endurskipulagt, hömlur á fram- leiðslu verði afnumdar sem og rík- isstyrkir og verndartollar. Hætt verði við áætlanir um auðlindaskatt á aflaheimildir í sjávarútvegi og lög um hámarksaflaheimildir fyrir- tækja og hömlur á fjárfestingu er- lendra aðila í greininni afnumin. Framsal aflaheimilda verði gefið frjálst og aflaheimildir skilgreindar sem eignaréttindi. Einnig að ríkið láti af afskiptum af menningarstarf- semi. Í utanríkismálum vilja SUS-liðar að áfram verði tryggð aðild Íslands að NATO, Bandaríkjamönnum verði sýnd samstaða í baráttunni gegn hryðjuverkum en hún verði þó ekki notuð sem yfirvarp til að skerða persónufrelsi einstaklinga. Ísland styðji aðgerðir sem Bretar og Bandaríkjamanna áforma um að halda í skefjum eða velta úr sessi Saddam Hussein í Írak. Tryggt verði að EES-samningurinn haldi virkni sinni en SUS er andsnúið umsókn Íslands að Evrópusam- bandinu. Þá vill SUS að dregið verði úr útgjöldum utanríkisþjón- ustunnar. Ráðuneytum og ríkis- stofnunum verði fækkað Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Geir H. Haarde fjármálaráðherra var meðal þeirra sem heimsóttu mál- efnaþing ungra sjálfstæðismanna sem haldið var á Hellu um helgina. Morgunblaðið/Þorkell Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður SUS, afhendir Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra ályktanir málefnaþings sambandsins í stjórnarráðinu í gær. Málefnaþing SUS vill að ríkið hætti afskiptum af nafngiftum LOGI Úlfarsson, framkvæmdastjóri Íslensks markaðar hf., segir að ekki sé verið að hindra framgang forvals varðandi verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Með kæru til Sam- keppnisstofnunar sé verið að gera at- hugasemdir við hvernig staðið sé að málum og vill Íslenskur markaður að stofnunin athugi meðal annars hvort eðlilegt geti talist að FLE stundi blandaðan rekstur, þ.e. samkeppnis- rekstur og einkaleyfisrekstur, án þess að sundurgreina hann í starf- semi sinni og reikningum. Í Morgunblaðinu á sunnudag var rætt við Höskuld Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar, í tengslum við að Íslenskur markaður hefur nú kært til Sam- keppnisstofnunar starfsemi FLE á Keflavíkurflugvelli. Logi segir að Höskuldur minnist þar hins vegar ekki á efni kærunnar sem lögð var inn. Auk þess sem óskað er eftir því að Samkeppnisstofnun kanni hvort eðlilegt sé að FLE stundi blandaðan rekstur gerir Íslenskur markaður, að sögn Loga, athugasemdir við að stærsti og verðmætasti hluti sölunnar í flugstöðinni og öll bestu sölusvæðin séu undanþegin forvali. Ekki verið að koma í veg fyrir forval ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.