Morgunblaðið - 17.09.2002, Síða 13

Morgunblaðið - 17.09.2002, Síða 13
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 13 Innritun stendur nú yfir í síma 588-3730, eða í skólan- um að Síðumúla 17. Fjölbreytt nám fyrir alla aldurs- flokka er í boði, bæði fyrir byrjendur og þá sem kunna eitthvað fyrir sér. Innritun er dag- lega kl. 14-17. Sendum vandaðan upplýsingabækling INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17 588-3730 HÆGT AÐ FÁ LEIGÐA HEIMAGÍTARA KR. 2500 Á ÖNN www.clix.to/gitarskoli AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðaustur- kjördæmi var haldinn á Hótel Reyni- hlíð í Mývatnssveit um helgina. Þar var m.a. ákveðið að fara flokksvals- leið við val í tvö efstu sætin á lista Samfylkingarinnar í kjördæminu í komandi alþingiskosningum. Fé- lagsmönnum gefst kostur á að greiða frambjóðendum atkvæði í tvö efstu sætin með póstkosningu og verður niðurstaðan bindandi. Kjörnefnd mun síðan raða öðrum frambjóðend- um á listann. Ný stjórn kjördæmisráðs mun á allra næstu dögum ákveða dagsetn- ingar vegna flokksvalsins og skipa kjörstjórn samkvæmt tilnefningu samfylkingarfélaganna í kjördæm- inu. Um 60 fulltrúar sátu fundinn í Mývatnssveit. Umræður voru fjör- ugar um málefni fundarins og ein- hugur mikill, eins og segir í frétta- tilkynningu. Fráfarandi formaður kjördæmisráðs er Örlygur Hnefill Jónsson en nýr formaður var kjörinn Hermann Óskarsson. Aðrir í stjórn eru; Oddný Stella Snorradóttir gjaldkeri, Ólafía Þórunn Stefáns- dóttir, Tryggvi Jóhannsson og Þórir Hákonarson. Samfylkingin í Norðausturkjördæmi Félagsmenn velja í tvö efstu sæti listans stutta leikþætti um jafnréttismál og verða þeir sem fyrir valinu verða sýndir eftir áramót. LEIKFÉLAG Akureyrar kynnti gestum vetrardagskrá sína á opnu húsi í Samkomuhúsinu um helgina auk þess sem gestir fengu að skoða húsakynni og skoða búninga af ýmsu tagi. Leiklistarnámskeið sem verða á dagskrá nú í haust voru kynnt, en slík námskeið nutu mikilla vin- sælda á liðnu hausti. Þá var gestum boðið að fylgjast með æfingu á Hamlet, en frum- sýning verður um aðra helgi, 27. september. Önnur verk í vetur eru Leynd- armál rósanna, Venjulegt krafta- verk og loks stendur yfir sam- keppni um þessar mundir um Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Trúðurinn Ananías skemmti á opnu húsi Leikfélags Akureyrar. Gestum boðið í leikhúsið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.