Morgunblaðið - 17.09.2002, Page 15

Morgunblaðið - 17.09.2002, Page 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 15 Alzheimersjúkdómur Minnissjúkdómar Heilabilun Laugardaginn 21. sept. kl. 13.00-16.00 á alþjóðadegi Alzheimersjúkra verður FRÆÐSLUFUNDUR Félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúkra og annarra minnissjúkra í húsi Pharmanor, Hörgslundi 2, Garðabæ. Dagskrá: Kl. 13.00-14.00 1. Fundarsetning. María Th. Jónsdóttir formaður FAAS. 2. Hver er munurinn á eðlilegri gleymsku og Alzheimersjúkdómi. Erindi Smára Pálssonar, taugasálfræðings. 3. Hvað getur erfðafræðin sagt okkur? Erfðaráðgjöf. Erindi Íslensk erfðagreining. Kl. 14.30-14.45 Kaffi í boði Pharmanor. Kl. 14.45-16.00 4. Söngur. Halldór Torfason og félagar. 5. Úrræði fyrir sjúklinga með minnissjúkdóma. Erindi Hönnu Láru Steinsson, félagsráðgjafa. 6. Alzheimersjúklingar undir stýri. Erindi Jóns Snædal, yfirlæknis minnismóttöku á Landakoti. Fyrirspurnir og umræður eftir því sem tími leyfir. Fundarstjóri verður Soffía Egilsdóttir, félagsráðgjafi. Allt áhugafólk velkomið árg. 1997, ek. 104 þ. km, ssk., einn eigandi, innfluttur af B&L, þjónustubók, silfurgrár. Verð kr. 2,950 millj. Bíllinn er til sýnis og sölu hjá Bílfangi, s. 567 2000 Range Rover 2.5 dt STUÐNINGUR sveitarstjórna á Suðurnesjum við áform um stækk- un húsnæðis Fjölbrautaskóla Suð- urnesja var ítrekaður á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum, SSS, sem haldinn var í Grindavík um helgina. Minnt var á að drög að samningi við ríkisvaldið um stækkun skólans lægju fyrir og skorað á ráðherra menntamála og fjármála að ljúka málinu þegar í stað. Á aðalfundinum voru samþykkt- ar nokkrar ályktanir fráfarandi stjórnar um hefðbundin hags- munamál sveitarstjórnanna, svo sem í heilbrigðis-, samgöngu- og menntamálum, og um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga. Einnig voru samþykktar tillögur sem Jó- hann Geirdal, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, lagði fram um hækkun skattleysismarka og lækk- un á vöxtum. Skattleysismörk verði hækkuð Í samþykkt fundarins á fyrri til- lögu Jóhanns felst að hvatt er til frekari lækkunar á vöxtum enda íþyngi þeir skuldsettum heimilum. „Það eru ótvíræðir hagsmunir íbúa þessa svæðis að allra leiða verði leitað til að lækka þennan kostnað og skorar aðalfundur SSS því á Seðlabankann að beita sér fyrir frekari lækkun vaxta.“ Í síðari samþykktinni sem gerð var að frumkvæði Jóhanns er skor- að á ríkisstjórnina að beita sér fyr- ir réttlátari álagningu tekjuskatts með því að frítekjumark hækki verulega og að opinber elli- og ör- orkulífeyrir fylgi launaþróun. Nokkrar umræður urðu um tillög- una. Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, taldi að hún ætti ekki rétt á sér á þessum vettvangi, og bar fram frávísunartillögu sem var felld með sautján atkvæðum gegn sex. Síðan voru gerðar breyt- ingar á tillögunni, hún stytt með því að hluti hennar var gerður að greinargerð. Að svo búnu var til- lagan samþykkt samhljóða, eins og aðrar tillögur fundarins, en hluti fundarmanna lýsti afstöðu sinni með því að sitja hjá eða taka ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Þrír af fulltrúum Sandgerðinga á fundinum, f.v. Heiðar Ásgeirsson, Ester Grétarsdóttir og Reynir Sveinsson. Ályktanir af ýmsu tagi samþykktar á aðalfundi SSS Strax verði byggt við Fjölbrautaskólann Grindavík ÞAÐ stefnir í stórfelldan halla á rekstri dvalar- og hjúkrunarheimila á Suðurnesjum, eins og annars staðar. Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum samþykkti ályktun þar sem stjórnvöld eru hvött til að flýta endurskoðun daggjalda fyrir Hlé- vang og Garðvang og tryggja halla- lausan rekstur þeirra. Finnbogi Björnsson, framkvæmda- stjóri Dvalarheimila Suðurnesjum sem reka hjúkrunarheimilið Garð- vang í Garði og Hlévang í Keflavík, segir að launakostnaður hafi aukist mjög á þessu ári vegna niðurstöðu starfsmats ófaglærðs starfsfólks. Laun hækki um níu milljónir á árinu. Þá hafi starfsmatið verið afturvirkt og falli 14–15 milljóna króna viðbót- arkostnaður á rekstur ársins vegna þess. Loks þurfi að standa straum af fjármagnskostnaði vegna þessa. Seg- ir hann að nú stefni í yfir 25 milljóna króna halla á rekstri Garðvangs, að- allega vegna launahækkunarinnar. Þá greiði sveitarfélögin um 15 millj- ónir kr. með rekstri Hlévangs. Hann leggur áherslu á að þessi vandi snúi ekki sérstaklega að þessum tveimur heimilum heldur öllum sambæri- legum rekstrareiningum eins og margoft hafi komið fram. Í ályktun aðalfundarins er vakin at- hygli á þessum vanda. Auk launanna er nefnt að lyf hafi hækkað og fleiri þættir en ekki hafi verið tekið nægj- anlegt tillit til þeirra í daggjöldum. Á það er bent að launahækkanirnar séu þó í fullu samræmi við samninga sem ríkið hafi gert við heilbrigðisstofnan- ir. Í ályktuninni er vísað til álits starfsnefndar Sambands íslenskra samvinnufélaga sem afhent hefur verið heilbrigðisráðherra, en þar er þessum vanda lýst fyrir landið í heild. Endurskoðun daggjalda verði flýtt Suðurnes BÖÐVAR Jónsson, formaður bæj- arráðs Reykjanesbæjar, verður væntanlega næsti formaður Sam- bands sveitarfélaga á Suð- urnesjum, SSS. Tilnefningu stjórnarmanna var lýst á aðal- fundi sambands- ins um helgina. Sveitarfélögin fimm sem mynda SSS eiga einn fullrúa hvert í stjórn og formennska og önnur trún- aðarstörf ganga á milli fulltrúa sveitarfélaganna samkvæmt ákveðnum hefðum. Þannig hefur fulltrúi Reykjanesbæjar, lang- stærsta sveitarfélagsins, for- mennsku með höndum annað hvert ár. Böðvar Jónsson er sem fyrr segir fulltrúi Reykjanesbæjar. Hann verður væntanlega kosinn formaður þegar stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta stjórn- arfundi. Óskar Gunnarsson, for- seti bæjarstjórnar í Sandgerði, verður samkvæmt því varafor- maður og Sigurður Jónsson, sveitarstjóri í Garði, verður rit- ari. Aðrir í stjórn eru Hörður Guðbrandsson, forseti bæj- arstjórnar Grindavíkur, og Jón Gunnarsson, oddviti í Vogum. Guðjón Guðmundsson er fram- kvæmdastjóri SSS. Ný stjórn SSS Suðurnes Böðvar Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.