Morgunblaðið - 17.09.2002, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.09.2002, Qupperneq 16
LANDIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF BLÍÐSKAPARVEÐUR einkenndi Hraunsréttardaginn á þessu hausti og að venju var margt fólk sam- ankomið til þess að ná í fé sitt og til þess að taka þátt í þessari hátíð Að- aldælinga. Hraunsrétt, sem hlaðin er úr hraungrýti og var byggð upp úr 1830, hefur nú verið gerð upp á nýtt að hluta og er þetta þriðja árið sem unnið er við að endurgera vegghleðslur og laga dilka. Hún var lengi önnur stærsta skilarétt á Norðurlandi en nú kemur þangað fátt fé miðað við það sem áður var. Það breytir ekki því að hún er alltaf vinsæl og brottfluttir Þingeyingar sækja hana heim á hverju hausti, fyrir utan heimamenn, sem jafnan fjölmenna. Það er orðin hefð að rétta í Hraunsrétt á sunnudegi en í þetta sinn varð að fresta Þeista- reykjagöngum vegna illviðris um tvo daga og því færðist réttin yfir á þriðjudag 10. september. Það breytti ekki því að margt var um manninn og Hafralækjarskóli gaf öllum börnum frí sem vildu fara til réttarinnar og einnig var farin sér- stök ferð frá leikskólanum í Að- aldal til þess að sjá féð. Margt um manninn í Hraunsrétt Laxamýri Morgunblaðið/Atli Vigfússon ÞRIGGJA daga Comenius-ráð- stefna var haldin dagana 12. til 15. september á Hótel Borgarnesi. Þema ráðstefnunnar var „School Drop-outs“ eða brotthvarf úr skóla. Þátttakendur voru frá tólf Evrópulöndum og um fimmtíu tals- ins. Fyrirlesarar voru dr. Jón Torfi Jónasson, sem kynnti niðurstöður rannsóknar um brotthvarf úr fram- haldsskólum, Eiríkur Brynjólfsson, sem fjallaði um sérúrræði í grunn- skólum, og Guðni Kolbeinsson, sem talaði um lestrarskimun og úrræði í Iðnskólanum í Reykjavík. Þátt- takendur unnu í þemaskiptum hóp- um og fjölluðu m.a. um sérkennslu í skyldunámi, leiðir til að örva nemendur til náms og til að koma í veg fyrir brottfall á framhalds- skólastigi, auk samvinnu skóla við félagsmiðstöðvar, íþróttamiðstöðv- ar og foreldrafélög. Meðal þess sem ráðstefnugestum bauðst utan hefðbundinnar dagskrár var að heimsækja Grunnskólann í Borg- arnesi. Höfðu erlendu gestirnir á orði að skólinn væri einstaklega snyrtilegur og vel um hann gengið. Morgunblaðið/Guðrún Vala Hópurinn sem fjallaði um samvinnu skóla við félagsmiðstöðvar, íþrótta- miðstöðvar og foreldrafélög. Ráðstefna um brottfall úr skólum Borgarnes LISTAKONURNAR í Sneglu list- húsi í Reykjavík opnuðu sýningu í Norska húsinu í Stykkishólmi 31. ágúst sl. Þar taka 15 listakonur þátt í sýningunni sem ber yfirskriftina Haf- ið. Hér er um fjölbreytta sýningu að ræða og eru flest verkin unnin sér- staklega fyrir sýninguna í Stykkis- hólmi. Verkin eru unnin í margvísleg efni eins og leir, gler, ull, silki, flauel og bómull og málverk máluð með olíu, akrýl og silkilitum. Listakonurnar fimmtán eiga að baki viðurkennt myndlistar- og hönn- unarnám. Þær reka Gallerí Sneglu í Reykjavík þar sem áhersla er lögð á vandaða og vel hannaða íslenska list- muni, einkum textíl, leirlist og mynd- verk. Sýningin hefur verið vel sótt og er opin laugardaga og sunnudaga frá kl. 11–17 til 29. september. Ljósmynd/Gunnlaugur Árnason Verkið heitir Líf og er eftir Auð- björgu Bergsveinsdóttur. Stykkishólmur Sneglur í Norska húsinu Í STYKKISHÓLMI er skortur á íbúðarhúsnæði. Ekki stafar það af svo mikilli fjölgun í sveitarfélaginu. Ástæðan er fremur sú að eldri hús hafa verið keypt sem sumarhús og farið þar með úr byggð. Um 30 hús í Stykkishólmi eru notuð sem sumar- hús eða, eins og það heitir nú, tóm- stundahús. Skipasmíðastöðin Skipavík vill koma til móts við þörfina og er að byggja tveggja íbúða raðhús við Tjarnarás í Stykkishólmi. Hvor íbúð er um 120 fermetrar og þar af bílskúr sem er 30 fermetar. Íbúðirnar seljast á mismunandi bygging- arstigi, allt eftir vilja kaupandans. Gert er ráð fyrir tveimur rað- húsum til viðbótar við Tjarnarás og segir Svævar Harðarson, framkvæmdastjóri Skipavíkur, að gangi vel að selja íbúðirnar ætli Skipavík að halda áfram og byggja næsta raðhús. Eitt annað íbúðarhús er í byggingu í Stykkis- hólmi um þessar mundir. Verkefnastaða Skipavíkur er þokkaleg, en engin stórverkefni eru framundan. Skipavík byggir raðhús Stykkishólmur Smiðirnir eru Vilberg Guðjónsson, Eyþór Lár- entínusson og Kristján Gunnlaugsson. Ljósmynd/Gunnlaugur Árnason HAGNAÐUR Norðuráls á fyrri helmingi þessa árs nam 404 milljón- um króna eða um 4,7 milljónum Bandaríkjadala. Á sama tímabili á síðasta ári var hagnaðurinn um 3,7 milljónir dala. Fram kemur í tilkynningu frá fé- laginu að nettóvelta fyrirtæksins hafi verið 4,2 milljarðar króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs eða 48 milljónir dala. Á sama tímabili árið áður var veltan 3,8 milljarðar króna eða 36 milljónir dala. Framleiðsla á áli var 45 þúsund tonn á tímabilinu en 30 þús- und tonn árið áður. Á miðju þessu ári var eitt ár liðið frá því stækkun verk- smiðjunnar úr 60 þúsund tonna árs- framleiðslu í 90 þúsund tonn var tekin í notkun. Álverð var 1.367 dalir á tonn fyrstu sex mánuði yfirstandandi árs en 1.550 dalir á sama tímabili í fyrra. Segir í tilkynningu félagsins að gert hafi ver- ið ráð fyrir 1.500 dölum á tonnið. Útlit sé fyrir fremur lágt álverð það sem eftir er ársins og sé verðið liðlega 1.300 dalir á tonn um þessar mundir. Í tilkynningunni kemur fram að er- lent ráðgjafarfyrirtæki hafi unnið spá fyrir Norðurál um þróun álverðs næstu 5 árin. Þar er því spáð að með- alverð verði rétt rúmlega 1.500 dalir á tonn, en jafnframt er gert ráð fyrir nokkrum sveiflum á milli einstakra tímabila. Þá segir í tilkynningunni að horfur séu á áframhaldandi aukningu á spurn eftir áli í heiminum og sé gert ráð fyrir að framleiðslan þurfi að aukast árlega um 700-800.000 tonn á ári að meðaltali. „Nokkur breyting hefur orðið á ytra rekstrarumhverfi Norðuráls miðað við fyrstu sex mánuði ársins 2001. Í lok júní í fyrra fengust 104 krónur fyrir hvern dollar en ári síðar 86 krónur fyrir hvern dollar. Tekjur félagsins og bókhald eru í dollurum sem veldur því að innlendur kostn- aður hefur hækkað. Kostnaður við rafskaut er umtalsverður þáttur í rekstri álversins en verð rafskauta er í evrum. Evran hefur styrkst um 18% frá miðju ári 2001 til miðs árs 2002.,“ segir í tilkynningunni. Samfara lántöku vegna stækkunar álversins gerði Norðurál vaxtaskipta- samning á miðju ári 2000 sem gilti til miðs árs 2002. Hann fól í sér að breytilegum LIBOR vöxtum var skipt fyrir fasta vexti. „Breytilegir vextir í dollurum hafa lækkað veru- lega og mun það draga verulega úr fjármagnskostnaði á síðari hluta þessa árs. Lækkun skulda um 21 milljón dollara mun einnig hafa já- kvæð áhrif á vaxtakostnað.“ Hagnaður Norðuráls 404 milljónir króna ÚTLIT er fyrir að verð á frosinni síld muni lækka um meira en 30% frá síðasta ári. Miklar birgðir í Nor- egi og styrking íslensku krónunnar eru helstu ástæður verðlækkunar- innar. Sala á frosinni síld fer fyrst og fremst fram á veturna en mikilvæg- ustu markaðirnir eru í Mið- og Aust- ur-Evrópu, auk þess sem nokkuð fer til Norðurlanda og Frakklands. Hilmar Júlíusson, deildarstjóri upp- sjávarfiskdeildar SÍF hf., segir að verð á frosinni síld geti lækkað um allt að 30% í erlendri mynt. Þá hafi íslenska krónan styrkst töluvert frá síðasta ári og því geti raunlækkunin verið nokkuð meiri. Hann segir að ástæður verðlækkunarinnar liggi fyrst og fremst í miklum birgðum í Noregi frá síðustu vertíð. Hins veg- ar líti hann svo á að hér sé ekki um verðlækkun að ræða, heldur leið- réttingu á verði. „Verð á frosinni síld hækkaði um nánast 100% á síðustu vertíð. Það er ljóst að markaðurinn þolir ekki svo hátt verð og því er hér miklu frekar um leiðréttingu að ræða að mínu mati. Þetta kemur mér að minnsta kosti ekki á óvart.“ Hilmar á ekki von á að verð á salt- síld breytist mjög frá síðustu vertíð, þótt vissulega sé fyrir hendi þrýst- ingur á verðlækkun. „Það eru ágæt- ar söluhorfur bæði á saltsíld og freð- síld. Reyndar hafa verðhækkanir alltaf þau áhrif að markaðir dragast saman. Það er mjög erfitt að ná aft- ur til neytenda ef þeir hætta að borða síld. En þetta verðhækkunar- tímabil var fremur stutt og vonandi verður þessi leiðrétting til þess að markaðirnir jafni sig,“ segir Hilmar. Í Morgunkorni Íslandsbanka í gær kom fram að verð á frystri síld hefur verið mjög hátt síðustu tvö ár- in og afkoma af frystingu síldar á sjó og landi hefur verið mjög hagstæð. Að mati Greiningar ÍSB er ljóst að afkoman muni heldur versna í haust og vetur en mjög erfitt sé að leggja mat á það hversu langvinn áhrifin verða. Það ráðist ekki aðeins af verðþróun á helstu mörkuðum, held- ur einnig af gengisþróun krónunnar og þróun olíuverðs. Verð á freðsíld lækkar um 30% PLASTPRENT hf. hefur undirritað, með fyrirvara um niðurstöðu áreið- anleikakönnunar, samning um kaup á plastframleiðslufyrirtækinu Unifleks í Riga, Lettlandi. Unifleks er í sambærilegri starf- semi og Plastprent, hjá því starfa um 180 manns og velta þess nemur 400- 500 milljónum króna, að því er fram kemur í tilkynningu frá Plastprenti. Unifleks er með söluskrifstofur í Eystrasaltslöndunum þremur. Áreiðanleikakönnun á viðskipta- legu og lagalegu umhverfi stendur nú yfir. Endanleg afstaða til kaupanna verður tekin að henni lokinni í októ- bermánuði. Að sögn Ásgeirs Thor- oddsen hrl., stjórnarformanns Plast- prents hf., er jafnvel búist við því að ýmislegt komi fram við áreiðanleika- könnunina sem taka þurfi sjálfstæða afstöðu til. Að hans sögn eru kaupin því ekki eins endanleg og oft er þegar komið er að áreiðanleikakönnun, ýmsir fyrirvarar séu enn gerðir. Af þeim sökum verður ekki greint nánar frá kaupverði en að sögn Ásgeirs verða hugsanleg kaup að mestu leyti fjármögnuð af Lateko-bankanum í Riga í Lettlandi. Ef af kaupum verður telur Plast- prent að starfsemi Unifleks geti styrkt heimamarkað Plastprents sem og veitt aukin tækifæri til útrásar. Ásgeir segir að framleiðsla Unif- leks sé aðallega einfaldari plastvörur en styrkur Plastprents liggi í vanda- samari framleiðslu. Stjórn Plast- prents telji fyrirtækin því falla ágæt- lega saman og hugsanleg sameining muni auka möguleika Plastprents á að koma framleiðsluvörum Plast- prents á markað í Eystrasaltslönd- unum og jafnvel víðar. Plastprent íhugar kaup á fyrirtæki í Lettlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.